Dagblaðið Vísir - DV - 14.12.1993, Side 31
ÞRIÐJUDAGUR 14. DESEMBER 1993
31
Merming
Sjötugur skörungur
Sigríður Rósa Kristinsdóttir ásamt skrásetjara sínum, Elísabetu Þorgeirsdóttur.
„Eg sagði þér um daginn að ég hefði aUtaf
fundið mikið fyrir því að ég væri kona,“ (40).
Það er Sigríður Rósa Kristinsdóttir sem hér
hefur orðið í nýútkominni ævisögu sinni, Þú
gefst aldrei upp, Sigga, sem Élísabet Þor-
geirsdóttir hefur skráð. Eflaust kannast
margir við Sigríði Rósu. Hún hefur verið
fréttaritari útvarpsins á Eskifirði um árabil
og flutt skelegga pistla á rás 2 um allt sem
nöfnum tjáir að nefna: miðstýringu, þenslu
höfuðborgarsvæðisins, stöðu kvenna fyrr og
nú o.fl. Hún skefur ekki utan af skoöunum
sínum í pistlunum og hún lúrir ekkert á
þeim heldur í þessari frásögn. Hún lætur
engan eiga hjá sér og svarar fullum hálsi
enda lærði hún snemma að berjast fyrir at-
kvæðisrétti sínum í karlahópi: ólst upp með
ellefu bræðrum og þremur systrum. í heima-
húsum stóð hún strákunum fylhlega á sporði
og fór létt með það þó hún hafi reyndar
snemma komist að því að „til þess að konur
komist áfram þurfa þær að vera helmingi
betri en karlar." Og bætir síðan við: „en það
er bót í máli að það er ekki mjög mikill
vandi“ (276). Sjálf lét hún hvorki börnin sjö,
hlutskipti sjómannskonunnar á Eskifirði né
vinnu í fiski aftra sér frá því að sinna hugðar-
efnum sínum: ræktaði grænmeti, stundaði
verslunarrekstur um tíma og síöar útgerö
og hellti sér seinna út í félagsstörf og pólitík.
En Sigríður fer ekki dult með að vinnuálagið
hafi oft verið gífurlegt enda hvílir heimilis-
hald sjómannskonu alfarið á hennar herð-
um. Ekki léttu karlarnir undir þegar þeir
komu í land og það gætir biturðar í orðum
Sigríðar þegar hún rifjar upp árið 1951. Þá
fór hún að fmna fyrir lasleika (sem síðar kom
í ljós að var af völdum berkla) og um haust-
ið lögðust krakkamir í mislinga. Þó að eigin-
maður hennar væri heima þetta haustið
fannst honum óþarfi að vera henni innan
handar, hún væri ekkert að gera hvort sem
er. „Þá grenjaði ég stundum ofan í uppþvotta-
vatnið," segir Sigríður, „því það er ekki minn
háttur að láta það sjást þegar ég bugast" (147).
Það er þessi hliðin sem Sigríöur snýr mest
að lesendum sínum, hún sýnir okkur konuna
sem bugast en brotnar aldrei, berst áfram á
hörkunni hvað sem á dynur. Við sjáum orð-
Bókmenntir
Sigríður Albertsdóttir
heppinn skörung á framboðsfundum en við
fáum lítið að vita um hugsanir einmana sjó-
mannskonu sem átti sér enga bestu vinkonu,
bara að hlutskiptið hafi oft verið ömurlegt.
Við fáum fyrst og fremst mynd af baráttu-
konunni Sigríði Rósu í þessari frásögn og þó
að krafturinn sé aðdáunarverður leynist
manni ekki að baráttan hefur tekið sinn toll.
Þær tilfinningar sem Sigríður Rósa sýnir
óhikað í þessari frásögn eru reiði, sársauki
og biturð, öðrum tfifinningum heldur hún
mest fyrir sig og gætir þess að hleypa lesand-
anum aldrei of nálægt.
Það er sem sagt fremur einlit mynd sem
Elísabet Þorgeirsdóttir dregur upp af aðal-
persónu þessarar bókar og öðrum persónum
er einnig haldið í hæfilegri fjarlægð, t.a.m.
eiginmanmnum sem fær háðuglega og nei-
kvæða umfjöllun í þau fáu skipti sem hann
skýtur upp kollinum. Framsetningin gerir
einnig sitt til að trufla lesandann þar sem
höfundurinn virðist ekki geta gert það upp
við sig hvort hann eigi að hafa bókina í við-
talsformi eða ekki! Og þó að Sigríður skrifi
ágæta útvarpspistla er ekki þar með sagt að
þeir eigi mikið erindi í ævisögu hennar,
a.m.k. ekki í jafn miklum mæli og hér er.
Þeir hvorki auðga né dýpka frásögnina og
bijóta atburðarásina óþarflega mikið upp,
sérstaklega í fyrri hluta bókar sem ég mæh
reyndar helst með. Þar fjallar Sigríður Rósa
um æsku sína og uppvöxt og eru þeir kaflar
bæði skemmtilegir og áhugaverðir.
Þú gefst aldrei upp, Sigga!
Elísabet Þorgeirsdóttir
Fróði 1993
Hjátrú í
daglegu lífi
Bókin Sjö, níu, þrettán „fjallar um margvíslega hjá-
trú landsmanna fyrr og nú“. Hún er byggð upp sem
uppsláttarbók, þ.e. fyrirbrigðin eru í stafrófsröð og því
auðvelt að finna þau atriði sem menn vilja fræðast um.
í formála segir Símon Jón að bókin sé „ekki fræði-
rit heldur er bókinni ætlað að gefa yfirlit yfir hjátrú
íslendinga í daglegu lífi“. Við þetta takmarkast efnis-
val bókarinnar. Sumum hlutum þjóðtrúarinnar er
sleppt, t.d. „huldufólki, draugum, tröllum og öðrum
vættum, álagablettum o.fl.“.
Flestir þekkja dæmi um ýmislegt sem ekki má gera
Bókmermtir
Guðmundur G. Þórarinsson
vegna þess aö það boðar óhamingju eða öfugt - eitt-
hvað sem sjálfsagt er að gera og veit þá á gott. Mörg
slík trú eða siðir eru hins vegar svo fjarlæg okkur
vegna forns uppruna að fæstir þekkja skýringar eða
ástæður.
Þá er gott fyrir fróðleiksfúsa aö hafa slíka bók við
höndina og slá upp. Stundum er sagt að þekkingin
dragi úr eða eyði áhrifum hjátrúarinnar. En stundum
á slík hjátrú sér djúpar rætur í þjóðfélaginu og felur
í sér forna visku eða sannindi.
Ég slæ upp í bókinni á orðinu mánudagur. Allir
þekkja málsháttinn „Mánudagur til mæðu“. Bókin
tekur á trúnni eða öllu heldur ótrúnni á mánudögum.
Haft er eftir Jónasi frá Hrafnagili aö sú trú hafi víða
verið hér á landi aö ekki mætti hefja túnaslátt á mánu-
degi.
Fræðimenn lásu það úr sköpunarsögu Biblíunnar
að guð hafi ekki verið ánægður með starf sitt á mánu-
degi. Jafnframt ber mánudagur heiti sitt af mánanum,
sem Þjóðverjar segja að sé ljós þjófanna.
„Forn-Rómveriar álitu ekki einungis mánudaga
óheillavænlegri en aðra daga heldur líka aðra þá daga,
sem næstir komu á eftir frídögum" og menn þekkja
hugtökin mánudagsbílar og mánudagsúr.
En þama tekur bókin ekki á þeirri skýringu að al-
þýða manna hafi dregið ályktunina „mánudagur tfi
mæðu“ af árangri og auðnu verkmanna, nefnfiega því
aö þeir sem draga að byrja verk þangað til eftir helgi,
Símon Jón Jóhannesson.
að ekki taki að byrja fyrr, uppskeri í samræmi við
það. Þeir geyma verkið og verður því minna úr verki,
afkasta minnu, uppskera minna. Hinir sem byija strax,
jafnvel á laugardegi, þó stuttur tími sé til hvíldar, þeir
nýta tímann, verður meira úr verki og uppskera meir.
Reynslan hafi þannig sýnt að þeir sem drógu að
byija tfi mánudags voru sluksarar sem famaðist verr.
Þjóðtrúin, e.t.v. orð húsbændanna, var því að best
væri að byrja fyrir helgi.
Víða er leitað fanga í þessari bók.
Hún mun auka mörgum ánægju og skýra margt sem
menn viðhafa án þess að vita hvers vegna.
Sjö, niu þrettán
Simon Jón Jóhannesson
tók saman
Vaka-Helgafell
269 bls.
Þú ert að missa af
J ólamy ndatöku nn i
3 Ódýrastir
Nú eru síðustu forvöð til að
panta jólamyndatökuna, við
myndum til og með 21. des. og
skilum öllum myndum og
stækkunum fyrir jól.
Jólakortaverðið hjá
okknr er hið
hagkvæmasta á landinu
í okkar myndatökum er innifalið
að allar myndir eru stækkaðar og
fullunnar í stærðinni 13 x 18 cm
að auki 2 stækkanir 20 x 25 cm
og ein stækkun 30 x 40 cm í
ramma.
Verð frá kr. 12.000,oo
Ljósmyndastofan Mynd sími:
65 42 07
Barna og fjölskylduljósmyndir
sími: 677 644
Ljósmyndastofa Kópavogs
sími: 4 30 20
\