Dagblaðið Vísir - DV - 23.12.1993, Side 4
44 A FIMMTUDAGUR 23. DESEMBER1993
_> ^ _ ------------------------------------------------------------------------------ " --------------
I t@nlist dv
------------------------------------------------------------------------------------------
og
Árið sem senn geispar golunni var
um margt hið ágætasta i tónlistarlegu
tilliti. Fjölbreytni í íslenskri plötu-
útgáfu var með meira móti og gæðin
þegar á heildina er litið vel yfir
meðallagi. Það voru tveir fyrrverandi
meðlimir Sykurmolanna sem stálu
senunni með plötum sem komu út í
júní.
Björk Guðmundsdóttir sendi frá
sér sólóplötu sem beðið hafði verið
með óþreyju og sú olli fáum von-
brigðum. Björk vann Debut algerlega
á eigin forsendum óbundin af lög-
málum markaðarins og útkoman var
persónuleg plata sem var frábmgðin
flestu því sem menn höíðu heyrt áður.
Jass, danstónlist, indversk strengja-
tónlist og hörpusláttur voru þeir
ólíku litir sem Björk hrærði saman á
Debut. Platan var djörf tilraun sem
gekk upp og ekki er að efa að Björk
verður áberandi í uppgjörum er-
lendra tóniistarblaða á áramótum.
Með Debut náði hún ámóta athygli og
Sykurmolamir með Life’s too Good
áriö 1988 og er sala á Debut komin í
tæpa mifljþn eintaka í heiminum
öllum. Björk er listamaður sem
kastar gönflum gfldum, þorir að fara
eigin leiðir og uppsker samkvæmt
því.
Sigtryggur Baldursson i gervi
Bogomfls Fonts er annar tónlist-
armaður sem sló í gegn á árinu en
ólíkt Björk náði frægð hans lltt út
fyrir landsteinana.
Bogomil og hljómsveitin Mifljóna-
mæringarnir fengu hita í freðna
fætur mörlandans með suðrænum
tónum sem hægt var að heyra í
danshúsum um land allt í sumar og
á plö’tunni Ekki þessi leiðindi sem
tekin var upp í Hlégarði (Costa del
Mosó) í marsmánuði. Platan innihélt
fjórtán standarda og eitt frumsamið
lag. Stemmningin í bandinu og
umgjörðin öll hreif fólk inn í heim
taumlausrar gleði þar sem ellibelgir
og bijóstmylkingar upplifðu sjálfa sig
sem meistara í suður-amerískum
dönsum.
. V k 4
Fjölskylduóður
Tveir af ástsælustu söngvurum
landsins voru á hjartnæmum nótum
fyrir þessi jól og tileinkuðu fjöl-
skyldum sínum plötur sinar. Bubbi
Morthens opinberaði sjálfan sig sem
hamingjusaman fóður og eiginmann
á plötunni Lífið er ljúft sem er gripur
af háu kalíberi. Og Stefán Hflmarsson
sendi frá sér plötu með svipuðum titli
en Líf heitir fyrsta sólóplata hans og
þar svífur andi soul-tónlistar yfir
vötnum. Líf er einlægur ástaróður tfl
fjölskyldunnar og þó fátt komi á óvart
á plötunni er hún vönduð í alla staði.
Todmobfle setti punktinn aftan við
farsælan ferfl með plötunni Spfllt og
þar með hverfur ein sérstæðasta
hljómsveit síðustu ára af sjónar-
sviðinu, tímabundið að minnsta
kosti. Todmobile þekkir sinn vitjun-
artíma og eftir fjórar plötur á jafn-
mörgum árum gefur sveitin sjáífiun
sér og öðrum frí. Á sama tíma og
Todmobile skríður í híði fljúga aðrar
hljómsveitir hærra en áður og eru Ný
dönsk og Jet Black Joe gott dæmi. Ný
dönsk hleypti skáldafáknum á Hun-
angi þar sem andstæðurnar skapa
hefldstætt og íjölbreytt verk. Hunang
er allt í senn; sæt, þung, gróf og ljúf.
Meðlimir Jet Black Joe klæddust hins
vegar messuskrúða á You Aint Here
og rokkuðu á háu nótunum. You Aint
Here er plata sem er líkleg tfl að skola
Jet Black Joe á ókunna strönd þar
sem tfljómsveitin mun starfa í fram-
tíðinni.
Af öðrum ungum sveitum vakti
Lipstick Lovers athygli með sinni
fyrstu plötu, sömu sögu er að segja af
Bubbleflies og safnplatan Núll og Nix
færði mönnum heim sanninn um að
fleira er að finna í bílskúrum landsins
en blikkbeljur. Diskóplata Páls Ósk-
ars Hjálmtýssonar var skemmtfleg
viðbót í flóru íslenskrar dægurtón-
listar og þá var húmorinn i lagi hjá
hinum glaðbeitta tvíbreiða trúbador
sem gegnir nafninu Súkkat. KK-band
gerði ágætlega í að fylgja eftir met-
Todmobile setti punktinn aftan við farsælan feril með plötunni Spillt og þar með hverfur ein sérstæðasta hljómsveit síðustu
ára af sjónarsviðinu. DV-mynd GVA
söluplötunni Bein leið með Hotel
Föroyar.
Hér hefur aðeins verið stiklað á því
markverðasta á tónlistarárinu 1993
og kannski ýmsu sleppt sem réttflega
ætti heima í yfirreið sem þessari. Svo
sem eins og floppi ársins sem skrifast
á endurkomu Pelican í sviðsljósið. Að
ósekju hefði einhver mátt setjast á
stélfjaörir Pelican á útmánuðum,
enda flugfjaðrirnar ónýtar eins og
kom á daginn.
SMS
Bogomil
Björk
- hápunktar tónlistarársins 1993
]þl@tugagnrýni
v ► v *------—
Phil Collins- Both Sides
★ i.
Mesta púðrið
búið
Heldur er Phil kallinn Collins
farinn að láta á sjá eftir margra ára
sjóbissness. Honum er vissulega
fjölmargt til lista lagt, eins og að leika
á öll hljóðfæri á þessari plötu, en
platan ber þess einnig merki að hér
er á ferðinni maður sem er búinn
með mesta púðrið.
Hann hefur fyrir nokkru dottið
niður á pottþétta uppskrift að
angurværum lögum sem öll hljóma
meira og minna eins og hér hefúr
ljósritunarvélin verið notuð
ótæpilega. Þetta eru ósköp faileg lög
mestanpart en þar eð þau eru ölí í
sama stflnum renna þau út í eitt og
niðurstaðan verður sú að það er engu
líkara en að það sé bara eitt lag á
plötunni; eitt langt lag með örlitlum
áherslubrevtineum hér oe bar.
En þetta er huggulegt að hafa
gjálfrandi í bakgrunninum á hugljúf-
um kvöldstundum.
Sigurður Þór Salvarsson
Borgardætur - Svo sannarlega
Svo
sannarlega
gott
Undanfarin ár hefur mikil fortíðar-
fikn gripið um sig í tónlistarlífi á
íslandi og reyndar víðar. í fyrstu var
mestanpart um afturhvarf til Bítlanna
að ræða en nú upp á síðkastið liggur
leið sumra enn lengra aftur í tímann.
Bogomil Font og félagar ruddu
brautina í sumar sem leið og nú eru
tvær plötur á jólamarkaðnum
hérlendis sem innihalda tónlist frá
því um og fyrir miðja öldina. Önnur
er plata Móeiðar Júníusdóttur en hin
er plata þeirra Borgardætra sem hér
er til umfjöllunar.
Borgardætur eru þær söngkon-
umar Andrea Gylfadóttir, Ellen
Kristjánsdóttir og Berglind Björk
Jónasdóttir. Þær hafa skemmt
borgarbúum á Hótel Borg með söng
og hljóðfæraslætti undanfarið misseri
og viðtökur verið með þeim hætti að
nú er kominn tími til að leyfa fleirum
að njóta. Fyrirmynd þeirra
Borgardætra eru hinar bandarísku
Andrews systur sem gerðu garðiim
fræean á siötta áratuenum oe voru
hvað kunnastar fyrir feiknagóðar og
samstflltar raddir.
Það sama er uppi á teningnum
héma, söngurinn er aðalsmerki
plötunnar, raddimar em frábærlega
slipaðar saman og er það Eyþór
Gunnarsson sem á heiðurinn af
raddútsetningum þó að auðvitað eigi
söngkonumar mestan heiðurinn. Þar
kemur Berglind Björk mest á óvart
því löngu var vitað að Andrea og
Ellen væm úrvalsdeildarsöngkonur,
en Berglind Björk stendur þeim
ekkert að baki nema síður sé.
Lögin sem hér em flutt em öll
gamalkunnir slagarar, sem sumir
hveijir hafa vissulega ekki heyrst
mikið opinberlega á síðari árum.
Þetta em allt lipur og skemmtileg lög
og það má greinflega heyra á plötunni
að söngkonumar skemmta sér
prýðilega við að syngja þau.
Rúsínan í pylsuenda plötunnar em
svo textamir en það er tfl mikillar
fyrirmyndar að hafa fengið islenska
texta við þessi lög. Höfúndamir em
héðan og þaðan, Þórarinn Eldjám,
Einar Thoroddsen, Þrándur
Thoroddsen. Raenheiður Ásta .
Pétursdóttir, Guðmundur Ámi
Thorsson og Andrea Gylfadóttir. Eins
og við er aö búast frá öllu þessu
andans fólki era textamir settir
saman af mikilli list og ekki skemmir
fyrir að sumir þeirra em bráð-
spaugilegir.
Hljóðfæraleikur á plötunni er í
höndum þeirra Eyþórs Gunnarssonar,
Matthíasar Hemstocks, Þórðar
Högnasonar, Sigurðar Flosasonar,
Viðars Margeirssonar og Össurár
Geirssonar og eiga allir þessir menn
sinn þátt í að gera þessa plötu að
þeirri afbragðs skemmtun sem hún
er.
Sigurður Þór Salvarsson
Ýmsir — Ýkt stöff
★ ★
Pís of keik
langbest
Blandaðar safhplötur, þar sem
íslensk lög em höfð í bland við
erlend, hafa mtt sér til rúms á síðari
árum. Þessar plötur hafa verið
afskaplega misjafnar að gæðum enda
vandi að velja nokkur lög saman svo
vel fari. Sömuleiðis hafa lögin verið
mjög misjöfn að gæðum eins og
gengur og gerist.
Á Ýktu stöffi em 16 lög og þar af
em sjö innlend en níu erlend.
Yfírbragð plötunnar er frekar
dansvænlegt þótt inni á milli séu lög
sem afls ekki flokkast undir þá
kategoríu.
Tvö innlendu laganna era gömul í
nvium búninei. Fvrst er bað Stiómin
meö ágæta útgáfu af gamla Trú-
brotslaginu, Eg veit að þú kemur, og
svo em Lipstick Lovers með ósköp
tilþrifalitla útgáfu af Play That Funky
Music. Þá er hliðarhljómsveit þeirra
Þorvalds Þorvaldssonar og Móeiðar
Júníusdóttur, Bong, með þokkalegt
danslag en ég get ekki að því gert að
• mér finnst rödd Móeiðar ekki passa
þessari tónlist.
Þúsund andlit bjóða upp á danslag í
mýkri kantinum sem skilur ekki
mikið eftir en Pís of keik á hins vegar
besta lag plötunnar að þeim erlendu
meðtöldum. Þetta er hörkugott
danspopp i rólegri kantinum, fín
melódía og vel flutt. Þá er aðeins
ógetið laga Dos Pilas og Bone China
af þeim íslensku en lag þeirra fyrr-
nefndu er pínleg órafmögnuð stæling
á Jet Black Joe, en lag Bone China
karakterlaust rokklag sem er hvorki
fúgl né fiskur.
Af erlendu lögunum má geta lags 2
Unlimited sem er allt að því í klassa
með Pís of keik og lags Alice in
Chains sem er virkflega gott rokklag í
Seattlestilnum.
-SÞS