Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1994, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 13.01.1994, Side 4
FIMMTUDAGUR 13. JANÚAR 1994 r>v Phil Collins er vinnusamur eins og fyrri daginn: Skilaði plötunni Both Sides langt á undan áætlun 'jfc * ■ x .. • 4i U Phil Collins. Það verður líka að sinna dapurlegu hlutunum í Irfinu. Síðustu vikur ársins 1993 fóru fyrst og fremst í að fylgjast með útkomu íslenskra hljómplatna. Miðað við athyglina sem innanlandsmarkað- urinn fær dagana fyrir jól mætti ætla að ekkert markvert væri að gerast utan landsteinanna. Þar gekk lífið hins vegar sinn vanagang og ýmsar áhugaverðar plötur komu út eins og. á öðrum tímum ársins. Ein þessara platna var Both Sides með Phil Collins. Sé hægt að tala um hina fullkomnu sóló- eða einherjaplötu er Both Sides það svo sannarlega. Phil Collins samdiöUlögogtextaplötunnar. Hann stýrði upptökunni, söng aUt sjáifur og lék á ÖU hljóðfærin að auki. Lengra verður vart komist í einherja- mennskunni. Og að auki virðist platan hafa orðið tU fyrir háifgerða tUvUjun. PhU CoUins hafði ætlað að helga leiklistinni krafta sína á slðasta ári og snúa sér siðan að músíkinni á þessu. í ofanálag skilaðihann plötunni af sér aUt of snemma! Útgefandinn hafði ekki reiknað með því að fá hana í hendumar fyrr en einhvem tíma á fyrri hluta þessa árs. En fyrst platan var tUbúin var hún að sjálfsögðu send á markað og var með söluhæstu plötum í Bretlandi og víðar síðustu vikumar fyrir jól. PhU CoUins segir að Both Sides hafi orðið tU í ígripum, miUi þess sem hann var að fást við aðra hluti. Hann á hljóðver heima hjá sér í Surrey á Englandi og þegar menn era á annað borð vinnusamir er ágætt að labba út í stúdíó og taka upp svo sem eitt lag ef ekkert annað er um að vera. „Mér lá ekkert á af fjárhagslegum ástæð- um. Ég þurfti ekki að koma frá mér plötu því að ég þyrfti að fá peninga í flýti,“ segir hann. Raunar hef ég ekki þurft að vinna af fjárhagsástæðum síðan um miðjan síðasta áratug. Platan var bara tUbúin og mér fannst rétt að skila henni tU útgefanda þótt ég þyifti ekki að gera það fyrr en eftir hálft ár.“ Both Sides er fimmta platan sem PhU CoUins sendir frá sér undir eigin nafni. Sú fyrsta, Face Value, kom út árið 1981. Sú næsta, HeUo, I Must Be Going, var gefin út ári síðar. No Jacket Required kom út 1985 og loks kom platan But Seriously út síðla árs 1989. AUar hafa þær fengið mjög góðar viðtökur. Sama má segja um Both Sides þótt á henni kveði við nokkuð annan og dapurlegri tón í textunum en áður. Phil Collins hefur skýringuna á því á reiðum höndum. „Lífið er ekki eintómur dans á rósurn," segir hann. „Eins og ég orða það í einum textanum er ekki hægt að brenna sumar brýr að baki sér. Sumir draugar verða ekki kveðnir niður. Svoleiðis er það bara. Mig langaði tU að vera á þeim nótum. Búa tU plötu fyrir þá sem eru daprir og langar tU að hlusta á dapurlega texta frekar en að láta einhvem hressa sig við með bjartsýni og jákvæðum hug. Svona plötur verða að vera tU líka, plötur eins og Both Sides. Það eru tvær hliðar á lífinu, önnur bjartsýn og hressUeg, hin svartsýn og döpur. Ég er að fást við þá hlið að þessu sinni.“ vi Iplgtugagnrýni --P-T*---------- ÍXPÍRIÍNÍE THjlWHf a* w 1 ' í BETTE MIDIER C. H k A I r S Bette Midler - Experience the Divine: ★ ★ Lögin úr Rose eigulegust Þeir eru ófáir söngvaramir og söngkonumar sem hafa látið sig dreyma um að verða kvikmyndastjömur og tU eru dæmi um öfuga röð á þessu fyrirbæri. í langflestum tUvUrum hafa þessir draumar orðið að martröð líkt og dæmin um Madonnu, PhU CoUins, Mick Jagger, Eddie Murphy o.fi. o.fl. sanna. A þessu em þó heiðarlegar undantekningar eins og tU dæmis Barbra Streisand og að sumu leyti má jafnvel flokka Bette Midler sem listakonu sem hefur af verðleikum náð langt bæði sem söng- og leikkona. í minum huga er hún þó fyrst og fremst góð söngkona og það kemur einmitt vel frahi á þessari safhplötu sem inniheldur mörg af hennar þekktustu lögum gegnum tiðina. Reyndar verður ekki annað séð en að menn hafl átt í talsverðu basli með að fyUa heUa plötu af aimennUegu efni því sumt af þessu er ósköp lítilfjörlegt. En inn á mUli er að finna lög sem sýna hvers Midler er megnug, lög eins og þau sem hún söng í þeirri ágætu kvikmynd Rose, sjálft titUlagið sem er lítU perla og gamli smeUurinn When a Man Loves a Woman úr óborganlegri senu úr myndinni. Þessi tvö lög halda þessu safhi uppi og bera af þó hér séu líka margar sykursætar melódíur eins og From a Distance, Wind beneath My Wings og Shiver Me Timber. Sigurður Þór Salvarsson Jackson Browne - l'm Alive: ★ ★ ★ Kominn aftur heim Eftir margra ára eyðimerkurgöngu er Jackson Browne búinn að skUa sér heim á ný á lífi, eins og hann segfr í titiUagi þessarar plötu. Browne var fyrir margt löngu mikUl gúrú og guðfaðir kántrirokksveita eins og Eagles og fleiri stórsveita í kántrírokkinu. Sjáifur naut hann engrar víðáttuhyUi en var þeim mun meira metinn á bak við tjöldin og hafði gífúrleg áhrif. Síðan lenti hann í aUs kyns persónulegmn hremmingum, missti konuna sína og fleira og þá fór að haUa undan fæti í tónlistinni. Hann reyndi að rokka og poppa hana upp án árangurs en meginvandamáhð var einfaldlega að lagasmíðamar voru ekki svipur hjá sjón. Þess vegna er það mikið gleðiefni fyrir gamla Jackson Browne aðdáendur að heyra að hann virðist vera að ná sér á strik, að minnsta kosti er þessi plata sú besta sem hann hefur sent frá sér í hartnær 15 ár. Það sem gerir gæfumuninn er að Browne er að semja nnklu betri lög en hann hefur gert um langa hríð. Hann er líka að róast aftur en hans styrkleiki hefúr lengst af verið rólegri lögin. Þá getur það haft sitt að segja að hann hefur aftur tekið upp samstarf við David Lindley en þeir seni muna eftir laginu Stay af tónleikaplötmmi Running on Empty ættu að minnast þess hvemig þeir Browne og Lindley fóm þar á kostum. Við bjóðum Browne velkominn heim en bíðum með að slátra kálfinum. Sigurður Þór Salvarsson Sigtryggur dyravörður - Mr. Emty: .. ★ ★ ★ Oflug frumraun Frumraun hljómsveitarinnar Sigtryggs dyravarðar, Mr. Empty, lofar góðu. Ekki síst þegar hafðar era í huga þær aðstæður sem hljómsveitin vann plötu sina við: á átta rása upptökutæki í heimahúsi nema hvað trommumar vora hljóðritaðar í FÍH salnum. Þetta minnir einna helst á ástandið eins og það var áður en Hljóðriti og önnur hljóðver landsins urðu til og plötur voru teknar upp í tannlæknasal og ýmsum öðrum salarkynnum borgarinnar. Miðað við aðstæður er hljómurinn á Mr. Empty ótrúlega MR. EMPTY Sigtryggur dyravörður góður þótt dýptin hefði vissulega mátt vera eilítið meiri. Sigtryggur dyravörður er gegnheil rokkhljómsveit. Jóhannes Eiðsson söngvari hefur vart sungið annað en rokk allan sinn feril og hefur sennilega aldrei verið traustari en nú. Jón Elvar gítarleikari er þama miklu frekar á heimavelli en með Stjóminni á sínum tíma. Eiður Alfreðsson bassaleikari og Tómas H. Jóhannesson trommari skila sínu einnig með sóma - miðað við aðstæður. Það eina sem skortir á plötunni Mr. Empty era sterkari laglínur. Öll tíu lög plötunnar eiga vissulega rétt á sér og sér í lagi hið fyrsta, Queen Of The Alley. En að skaðlausu hefðu mátt vera eitt eða tvö meira grípandi lög á plötunni. Þá hefði Mr. Empty öragglega orðið ein af eftirminnilegri plötum ársins 1993. Ásgeir Tómasson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.