Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.01.1994, Blaðsíða 4
30 FIMMTUDAGUR 20. JANÚAR 1994 M inn s- t nlist DV Á plötunni er að finna mörg þekktustu nöfh tónlistarheimsins í dag og má þar fremst nefha Eric Clapton en hann fer eðlum hönd- um um lagið „Stone Free“. Einnig er þama að finna hljómsveitir eins og: The Cure, sem flytja „Purple Haze“ í mjög sérstakri útgáfu, Spin Doctors sýna á sér kraftmiklu hliðina og flytja lagið „Spanish Castle Magic“, rapparinn Ice-T og hljómsveit hans Body Count flytja lagið „Hey Joe“ ogþað er Ice sjálfur sem syngur, danslagasöngvarinn Seal og Jeff Beck flytja saman lagið „Manic Depression", fiðlusnill- inginn Nigel Kennedy sem sjokk- eraði íslendinga á sínum tíma með rafmagnsfiðlu sinni flytur lagið „Fire“, Living Colour fara stórvel með „Crosstown Traffic" og ekki má gleyma Slash og Paul Rodgers en þeir flytja lagið „I Don’t Live Today". Þarna má líka finna hljómsveitir sem ekki hafa sótt áhrif sín eins mikið til tónlistar Jimis eins og P.M. Dawn, Pretenders og Pats Methenys en þessar hljómsveitir sleppa mjög þokkalega frá sínu hlutverki. Einnig tóku einstaka meðlimir hljómsveita sig til og unnu saman fyrir þessa einstæðu plötu. Þetta voru þeir Jeff Ament og Mike McCready úr Pearl Jam og Chris Connell og Matt Cameron úr Soundgarden en þeir tóku sig saman og gerðu alveg einstaka úrgáfu af laginu „Hey Baby (Land of the New Rising Sun)“. Tímabær minnisvarði Eins og áður var minnst á í greininni eru nú rúmlega 20 ár frá því Jimi Hendrix lét lífið og var frosinn í tíma aðeins 27 ára. Á tímamótum sem þessum er rétt að minnast Hendrix sem var goðsögn I lifanda lifi likt og hann er nú. Tveir af framleiðendum plötu- nnar, John MacDermott og Eddie Kramer, skrifuðu bók um Hendrix sem hét einfaldlega „Hendrix: Setting the Record Straight". Bókin var innblásturinn að þessu sameiginlega verki sem er nú komið í hljómplötuverslanir og það er komið að hlustandanum að njóta. GB Jimi Hendrix. Minnisvarði tuttugu og þremur árum eftir dauða hans. V ^ -4 :p£)tugagnrýni --* T 4-------- Nú hefur það gerst í síauknum mæli að hljómsveitir hafa tekið sig saman og búið til plötur til heiðurs hljómlistarmönnum eða hljóm- sveitum og þannig aukið hróður þeirra listamanna um hríð, hvort sem þeir eru lífs eða liðnir. Til eru dæmi um að þetta hafi verið gert við lög Elvis Presleys, Bobs Dylans og Eagles, svo einhverjir séu nefndir. Jimi Hendrix, gítarsnillingnum þeldökka, sem á sínum tíma spilaði sig inn í hug og hjörtu fólks um allan heim, hefur nú verið reistur slíkur minnisvarði. Aragrúi þekktra tónlistarmanna Það er hljómplötuútgáfan Reprise sem gefur plötuna út og á hún þakkir fyrir að hafa náð saman slíkum aragrúa af tón- listarmönnum til að gera tónlist Jimis góð skil. Eins og allir vita lést Jimi Hendrix fyrir aldur fram í september árið 1970, þá aðeins 27 ára gamall. En lengi lifir í gömlum glæðum og sést það best á plötunni sem ber nafnið „Stone Free“. gítarsnilling varði um Elton John - Duets: ★ ★ Sterkur leikur Ekki er mér kunnugt um að Frank Sinatra og Elton John hafi vitað að báðir voru þeir á sama tíma að vinna að plötum með sama nafninu, Duets. Sjálfsagt hefur því verið hvíslað að þeim en sem betur fer héldu þeir báðir áfram á sömu braut, enda eru þessar tvær plötur þrátt fýrir sam- heitið ólíkar, bæði tónlistarlega og að aliri gerð. Sinatra vann allt sitt í einrúmi og sendi síðan listamönn- unum upptökumar en Elton John gerði allt í samvinnu við sina gesti, enda eru sum lögin effir viðkomandi gest. Einnig er val á tónlist ólík og eina lagið á plötu Eltons sem gæti átt heima á plötu Sinatra er gamla Cole Porter lagið, True Love. Annars eru lögin á Duets Elton Johns bæði ný og gömul en þessi lög sameinast í vel heppnuðum flutningi, engar sérstakar hæðir og engar lægðir. Platan byrjar af miklum krafti á kunnuglegu lagi, Tear Drops, þar sem K.D. Lang syngur með Elton. Fyi’irfram hefði mátt ætla að rólegra lag hefði hentað þeim betur en þau komast bæði frá sínu með glans. Elton John semur tvö ný lög fyrir plötuna, hvort öður betra, The Power, sem hann syngur með Little Richard, grípandi lag sem liflr í minningunni, og síðasta lag plötunnar, Duets, þar sem h'ann syngur tvíraddað; góður endir á góðri plötu. Það er ekki þar með sagt að restin af lögunum séu gamlir smellir; Chris Rea, Nik Kershaw og Stevie Wonder koma allir færandi hendi með ný lög í farangrinum, Wonder syngur að vísu ekki, lætur Gladys Knight um það, en leikur sjáifur á öll hljóðfærin. í heild er Duets vel heppnuð plata sem vinnur á við hverja hlustun: Eins og gefur að skijja er útkoman á einstökum lögum misgóð en Elton John getur verið sáttur; dúettar hans eru betur heppnaðir en dúettar Franks Sinatra. Hilmar Karlsson Shaquille O'Neal-Shaq Diesel: Kemur á óvart Það er ekki á hverjum degi sem stjömuleikmaður körfúboltaliðs úr NBA-deildinni bandarisku tekur sig tfl og gefur út plötu. Það kemur kannski ekki á óvart eftir að hafa séð þennan rétt rúmlega tvítuga risa gera hvem auglýsingasamninginn á fætur öðram við fyrirtæki eins og Pepsi og Reebok. En óneitanlega hlýtur sú spuming að koma upp í huga manns. Getur maðurinn eitthvað rapþað? Það verðm- að viðurkennast að lagasmíðamar á diskinum era bara rétt fyrir ofan meðallag og kveð- skapurinn einkennist einkum af sjáifshóh eins og sést best á titlum eins og (I Know I Got) Skillz (sem er að visu eitt besta lagið á plötunni), I’m Outstanding, I Hate 2 Brag og fleirum. En það sem kemur virkilega á óvart er að Shaq hefur rödd | þetta. Þrátt fyrir skjótfenginn frama í körfuboltanum hefur Shaq tekist að halda sig við það sem hann getur og hann getur rappað. Hápunktur plötunnar er þegar Shaq fær til Uðs við sig hljómsveitina Fu-Shnickens í laginu What’s Up Doc? Platan er þegar á heildina er litið byrjendaverk i meðallagi sem á upp á pallborðið hjá allra hörðustu aðdáendum NBA-deildarinnar. Guðjón Bergmann Ýmsir- Stone Free ★ ★ ★ Til sóma Þótt liðin séu rúm 23 ár síðan Jimi Hendrix lést langt fyrir aldur fram eru menn enn að minnast hans enda þau spor sem hann setti á rokk- tónlistina óafmáanleg og áhrif hans enn bráðlifandi. Á þessa plötu, sem er tfleinkuð minningu Hendrix, hefur verið safnað saman heilum her af misfrægu tónlistafólki sem allt hefur það sameiginlegt að hafa orðið fvrir áhrifum frá tónlist hans. Og það sést eiginlega best á upptalningu þessara nafna hversu áhrif Hendrix ná víða. Platan byijar á því að The Cure flytja Purple Haze en síðan tekur við í réttri röð, Eric Clapton með Stone Free, Spin Doctors með Spanish Castle Magic, Buddy Guy með Red House, Body Count með Hey Joe, Seal og Jeflf Beck með Manic Depression, Nigel Kennedy með Fire, Pretenders með Bold as Love, P.M. Dawn með You Got Me Floatin’, Slash og Paul Rodgers ásamt Band of Gypsys með I Don’t Live Today, Belly með Are You Experienced, Living Colour með Crosstown Traffic, Pat Metheny með Third Stone from the Sun og M.A.C.C. með Hey Baby (Land of the New Rising Sun). Ekki amalegur listi þetta og víst er að ýmis nöfh koma á óvart eins og Nigel Kennedy, P.M. Dawn og Seal. En eins og nafnalistinn gefur til kynna er þama mikið úrvalslið á ferðinni og útkoman eftir því stórgóð í heildina séð. Hún er það jöfh og góð að ekki er með neinni sanngimi hægt að taka einhvem eða einhverja út sem standa sig betur en aðrir. Flestir halda sig mjög nærri upprunalegum útsetningum á lögum Hendrix og því ekki um eiginlega túlkun á lögum hans að ræða, meira í þá áttina að menn séu að spreyta sig á lögunum. Niðurstaðan er verulega eiguleg plata fyrir alla Hendrixaðdáendur og reyndar miklu fleiri. Sigm-ður Þór Salvarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.