Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1994, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1994, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1994 29 tónli0t 1972 er lagið Without You slo i gegn um allan heim en undarlegt nokk er það lag ekki eftir hann sjálfan. Þess má geta að þessa dagana er þetta lag einmitt talsvert leikið í útvarpi í flutningi Mariuh Carey. Nílsson dró sig í hlé frá tónlistariðkunfyrir 10 árum og fékk hjartaáfall í fyrra sem hann náði sér aldrei almennilega af og er það talið hafa dregið hann til dauða. -SþS- vikunnar Nemendafélag Verslunarskóla íslands er ekki þekkt fyrir að ráðast á garðinn þar sem hann er lægstur hvað varðar uppsetningar á hinum ýmsu söngleikjum. Meðál þeirra söngleikja sem N.F.V.Í. hefur sýnt eru Evita (1983), Rocky Horror Show (1984), Hárið (1989) og Tommy (1993). Nú er hins vegar komið að einni djörfustu tilraun félagsins hingað til, að minnsta kosti þegar fjármála- hliðin er skoðuð. Það er söngleikur- inn viðfrægi Jesus Christ Superstar sem verður fyrir valinu að þessu sinni. Alls eru það níutíu manns sem taka þátt í uppfærslunni og mun sýningin kosta litlar 4 milljónir. Krefjandi aðalhlutverk Tónlistargetraun DV og Japis Tónlistargetraun DV og Japis er léttur leikur sem ailir geta tekið þátt í og hlotið geisladisk að launum. Leikurinn fer þannig fram að i hverri viku eru birtar þrjár léttar spum- ingar um tónlist. Fimm vinnings- hafar hljóta svo geisladisk í verðlaun frá fyrirtækinu Japis. Að þessu sinni er það geisladiskurinn Hótel Foroyar með KK sem er í verðlaun. Þorsteinn Bachmann, leikstjóri verksins, og Þorvaldur B. Þorvaidsson sem tók að sér kórstjóm og útsendingar. Þegar söngleikurinn var settur upp í Austurbæjarbíói árið 1973 voru aðalhlutverkin þrjú, Jesús, Júdas og María Magdalena í höndum þeirra Guðmundar Benediktssonar (þá söngvara í Mánum), Pálma Gunnarssonar og Shady Owens. Sýningin sló í gegn og alls voru sýndar um 40 sýningar fyrir hús- fylli. Fróðir menn segja að aðalhlut- verkin séu í höndum ekki síðra tónlistarfólks í dag. Það eru þau Valgerður Guðnadóttir (María), Björgvin Skúli Sigurðsson (Jesú) og Guðmundur Aðalsteinsson (Júdas) sem fara með aðalhlutverkin í uppfærslu N.F. V.í. Öll þessi hlutverk eru mjög krefjandi og eiga þau hrós skilið fyrir áræði og kjark í þessu tilfelli. Við eftirlátum leiklistargagn- rýnendum þó að dæma frammistöðu þeirra þegar þar að kemur. Tónlist og leikstjórn Annað ár ið I röð var það Þorvaldur Bjami Þorvaldsson sem tók að sér kórstjóm og útsetningar fyrir Versl- unarskólanema. Þorvaldur hefur lengi verið kenndur við hljómsveit- ina Todmobile, þó ekki sé hægt að klína því á hann nú þar sem hljóm- sveitin er hætt störfum. Þorvaldur hefur skipað saman einvalaliði til að sjá um undirleik í söngleiknum. Hljómsveitarmeðlimir em: Ingólfur Sigurðsson (trommur), Eiður Áma- son (bassi), Tómas Gunnarsson (gítar), Þorvaldur B. Þorvaldsson (gítar), Rafn Jóhannesson (hljóm- borð) og Pálmi Sigurhjartarson (hljómborð). Leikstjórinn er gamall versl- unarskólanemi, Þorsteinn Bach- mann að nafni, en hann útskrifaðist úr Leiklistarskóla íslands um vor árið 1991. Sýningar á söngleiknum verða 3 talsins. Sú fyrsta í dag, þann 3. febrúar kl. 13.00 (einungis fyrir nem- endur) en almenningi gefst kostur á að sjá sýninguna 6. og 7. febrúar fyrir litlar 700 kr. í aðgangseyri. Geislaplata og útsendingar á Sýn Að venju em tekin upp lög og búin til myndbönd tengd nemendamótum skólans. Að þessu sinni hafa verið tekin upp tvö lög í tengslum við sýninguna. Þetta em lögin „Heaven on Their Minds“ sem Guðmundur Aðalsteinsson syngur fantavel og,„I Don’t Know How To Love Him“ sem Valgerður Guðnadóttir syngur eigi síður. Myndband hefur veriö gert við hið fyrmefhda. Einnig er í deiglunni geislaplata sem á að innihalda 5 lög frá þessu og Að þessu sinni er það geisladiskurinn Hótel Foroyar með KK sem er í verðlaun. DV-mynd Brynjar Gauti fyrri nemendamótum. Platan verður í takmörkuðu upplagi (1500 eintök) og verðinu verður stiilt í hóf (500-700 kr. pr. eintak). Á geislaplötunni verður að flnna lögin ,Easey to Be Hard“ sem Alma Rögnvaldsdóttir flutti í Hárinu 1989, „Tallulah" sem Svanhildur Björgvinsdóttir flutti í Bugsy Malone 1990, „Búkalú" sem Óttar Pálsson flutti 1992, „Pinball Wizard“ sem Björgvin Skúli Sigurðsson flutti í Tommy 1993 og síðast en ekki síst „Heaven on Their Minds“ sem Guðmundur Aðalsteins- son flytur Jesus Chris Superstar þetta árið. Einnig má minnast þess að Verslunarskóli íslands hefur leigt sjónvarpsstöðina Sýn í tvo daga þar sem útsendingar hófust í gærkvöldi. Ekki amalegt nemendamót þetta. GBG Hér koma svo spumingarnar: 1. Hvaða þekkti tónlistarmaður var að gera samning við Japis nýlega? 2. Hver var mest selda jólaplata síðasta árs? 3. Björk situr á toppi íslenska listans þriðju vikuna í röð með lagið Big Time Sensuality. Af hvaða plötu er lagið? Rétt svör sendist DV fyrir 10. febrúar, merkt: DV, Tónllstargetraun Þverholti 11 105 Reykjavík Dregið verður úr réttum lausnum 10. febrúar og rétt svör verða birt í blaðinu 17. febrúar. Hér eru svörin úr getrauninni sem birtist 13. janúar: 1. Reif á sveimi. 2. You Aint There. 3. Reif á sveimi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.