Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1994, Blaðsíða 4
FIMMTUDAGUR 3. FEBRÚAR 1994 tnlist DV DV, Bylgjan og Kókfagna samstarfsafmæli: Islenski listinn eins árs Þann 28. janúar 1993 hóf íslenski listinn göngu sína á ný eftir langt hlé. Ný ímynd listans var sam- starfsverkefni DV, Bylgjunnar og Kók og fagna þessir aðilar nú eins árs samstarfsafmæli og óska hlustendum til hamingju með ársgamlan islenskan lista. Flestir vita að maður getur gengið aö listanum vísum í DV og á Bylgjunni á fimmtudögum og að hann er endurfluttur á Bylgjunni á laugardögum. Færri vita að á bak við 6 tíma vandað útvarpsefni á viku eru 90-100 vinnustundir þar sem 20 manns leggja hönd á plóginn. Enn færri vita að Islenski listinn hefúr einnig fengið viðurkenningu erlendis frá en við hann er stuðst í útreikningum á Heimslistanum (Radio World Chart). Hvernig verður listinn til? Ferli listans byijar á laugardegi. Þá setjast starfsmenn DV niður með 200 manna úrtak og 40 lagabrot og byrja að hringja út. Hver könnun tekur 6-10 mínútur og fer þannig fram að hlustendur fá að heyra þessi 40 lagabrot og gefa þeim einkunnir frá 0-5. Hlustendur velja að auki sín 3 Jimi Hendrix - Stone Free: ★ ★ ★ Verulega eiguleg plata fyrir alla Hendrix-aödáendur og reyndar miklu fleiri. -SÞS Elton John - Duets: ★ ★ ★ í heild er Duets vel heppnuð plata sem vinnur á við hveija hlustun. Lög Eltons eru bæði ný og gömul og sameinast í vel heppnuðum flutningi. -HK Sigtryggur dyravörður - Mr. Empty: ★ ★ ★ Frumraun hljómsveitarinnar lofar góðu og það eina sem skortir á plötunni eru sterkari laglinur. -ÁT Jackson Browne- l'm Alive: ★ ★ ★ Það er mikið gleðiefni fyrir gamla Jackson Browne-aðdáendui- að heyra að hann virðist vera að ná sér á strik á ný. -SÞS Borgardætur- Svo sannariega: ★ ★ ★ Söngurinn er aðalsmerki plötunnar og raddimar eru frábærlega slípaðar saman. Rúsínan í pylsuendanum em textar plötunnar sem eru til mikillar fyrirmyndar. -SÞS Björgvin Halldórsson og fleiri - Kom heim: ★ ★ ★ Söngvaramir Sigrún Hjálmtýsdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Egill ulafsson og Björgvin Halldórsson sýna öll sparihliðarnar á plötunni. -ÁT INXS - Full Moon, Dirty Hearts: ★ ★ ★ Þessi plata er það besta sem komið hefur frá þessari áströlsku hljómsveit í langan tíma. -GBG' PS & C0 - Erkitýpur, streitarar & frík: ★ ★ ★ Plata sem tvímælalaust mætti heyra meira af opinberlega. Hún fyllir upp í ákveöið tómarúm í íslensku rokki -SÞS Fjölmargir leggja hönd á plóg við gerð íslenska listans, Ágúst Héðinsson-sér um handritsgerð, Jón Axel Ólafsson les listann inn á band og Þorsteinn Ásgeirson sér um upptökur, fram- leiðslustjórn og samsetningu. Fjöl- mennt starfslið á DV hringir einnig út á laugardögum í hlustendur sem látnir eru gefa vinsælustu lögunum einkunn- ir. DV-myndir Brynjar Gauti/Sveinn r-“* 'J vfj■ Iþl@tugagnrýni ► ▼ 4 Concrete Blonde - Mexican Moon ★ Jaðrar við þunglyndi Hljómsveitm Concrete Blonde á að baki 5 breiðskifúr. Þetta segir ýmislegt um hljómsveitina og sjöttu plötu hennar, Mexican Moon. Platan hefur að geyma fjórtán lög. Við fyrstu hlustun rennur platan í gegn eins og ekkert hafi gerst. Við aðra hlustun komast þrjú lög í gegn (sem eru fyrir ofan meðallag) en við þriðju, fjórðu og fimmtu hlustun gerist lítið meira. Þessi þrjú lög plötunnar eru titUlagið Mexican Moon, Jonestown, þar sem Jim Jones sjálfur flytur áhrifamikla ræðu í byrjun, og Jesus Forgive Me (For The Things I Am About To Say). Afgangur plötunnar, sem er heil níu lög, er viðburðalítill. Þetta er kassagítarrokk og það er Johnette Napolitano sem á heiðurinn að flestum lögunum en hljómsveitin sá sjálf um að útsetja. Melódíur plötunnar eru kaffærðar með þungri spilamennsku og almennt má segja að aðalerindin nái aldrei að hefja sig upp. Hljómsveitin heldur sig því við meðalmennskuna og má segja að platan jaðri við þunglyndi (þó hún nái ekki þeim ágæta kosti). Guðjón Bergmann Atomic Swing - „A Car Crash Into The Blue" ★★★ Einstakur hljómur Þeir svifa um i bláum skugga, sjá allt í vínrauðri móðu, textagerðin er slík að streitarinn fær svimakast en þeir halda sig við taktinn, tvöfalda bítið sem er þeim svo kært. Þetta er stutt lýsing á sænsku hljómsveitinni Atomic Swing sem snemma á síðasta ári gaf út sína fýrstu plötu. Það.sem grípur mann, alveg við fyrstu hlustun er hljómurinn. Þetta magnaða samspil vel hljómandi söngraddar, melódísks gítars, tvöfalda bítsins og Hammond orgelsins sem er allt að fmna á fyrstu smáskífunni, „Stone Me Into The Groove“. Afgangur plötunnar er heldur ekki vonbrigða- valdur og hljómurinn er sá sami. Klæðaburðurinn er í stíl blóma- bamanna og viðhorfm eru á sama veg. Þessi unga hljómsveit sem Atomic Swing er heldur sig við óhefðbundnar hljómasamsetningar, skrýtnar en samt áheyrilegar laglinur og góða spilamennsku allt út plötuna. Þó verður að viðurkennast að ekki er allt jafn gott, en gott er það engu að síður. Það eina sem þessi hljómsveit mætti taka til athugunar er takturinn, sem er mikið sá sami. Að öðru leyti má segja að platan sé eitt besta byrjendaverk ársins 1993. Guðjón Bergmann Together Alone - Crowded House ★★★ Fyrsta flokks popptónlist Rétt eins og við íslendingar hafa hljómsveitir og einstaklingar frá afskekktum heimshomum átt erfitt uppdráttar á hinum alþjóðlega poppmarkaði. Á þessu em þó ýmsar heiðarlegar undantekningar og þar á meðal er nýsjálenska/ástralska hljómsveitin Crowded House. Hún sló í gegn fyrir nokkrum árum með stórgóðu lagi, Don’t Dream It’ s Over, og hefur haldið velli síðan og bætt uppáhaldslög. Þessi liður er settur inn til að viðhalda ferskleika listans. Allar þessar upplýsingar eru skráðar af samstarfsmönnum DY niður á miða sem minna einna helst á lottómiða. Miðunum er síðan rennt i gegnum tölvu sem reiknar að lokum út listann. En þótt listinn sé kominn er vinnan rétt að byrja. Handritsgerð hefst á sunnudegi og er hún í höndum Ágústs Héðinssonar og Góðra punkta. Handritsgerðin tekur u.þ.b. 2 daga, meðan verið er að fmna til upplýsingar um þá listamenn er listann prýða hverju sinni. Þeir Jón Axel Ólafsson og Þorsteinn Ásgeirsson taka síðan við handriti og lista um hádegi á þriðjudegi. Jón Axel les listann inn á band en Þorsteinn sér um upptökur, framleiðslustjóm og samsetningu. Þegar þetta allt er tilbúið og uppsetningu listans hjá DV er lokið er kominn fmuntudagur en þá fer allur pakkinn inn um bréfalúgur og út í loftið. Listinn er síðan endurfluttur á laugardögum og ferlið hefst á ný. Marktækur listi Vegna þess hve margir leggja hönd á plóginn hefur íslenski listinn orðið eitt vandaðasta útvarpsefni sem völ er á um þessar mudnir. Samstarf þessara þriggja aðila og ánægja hlustenda hefur séð til þess að listinn mun halda áfram í óbreyttri mynd, öllum til ómældrar ánægju. Það má líka segja að listinn sé marktækari en aðrir listar sem unnir hafa verið hér á íslandi og er það vegna þess að það er fólkið í landinu sem velur á listann og það er fólk sem mark er á takandi GBG stöðu sína ef eitthvað er. Að vísu hefur hún ekki styrkt stöðu sína á vinsældalistum þar sem vinsældir einstakra laga eru mældar; hún hefúr miklu heldur sótt í sig veðrið meðal gagnrýnenda og undantekningarlaust fá plötur hennar afbragðsdóma. Á þessu verða engar breytingar með þeirri plötu sem sveitin sendi frá sér skömmu fyrir áramót, innihaldið samanstendur af einstaklega fágaðri og vandaðri, melódískri popptónlist með örlitlu ívafi af hráu rokki og ofan á þetta allt saman bætist afbragðs söngur og raddanir. Sá sem á heiðurinn af þessu sem og fyrri verkum Crowded House er náungi að nafni Neil Finn sem, eins og heyra má af því sem hann lætur frá sér fara er upprunninn frá Bítlatimabilinu. Ahrifin þaðan eru greinileg og þá ekki hvað síst í útsetningum, bæði tónlistar og kannski sér í lagi radda. Together Alone er enn ein skrautfjöðrin í hatt Crowded House og Neil Finn og þeir sam hafa ánægju af vandaðri melódískri popptónlist ættu ekki að láta þessa plötu fram hjá sér fara. Sigurður Þór Salvarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.