Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1994, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.02.1994, Page 3
FIMMTUDAGUR 10. FEBRÚAR 1994 29 DV Alvaran skalhún - stefnt að stórri plötu með haustinu „Fyrstu drögin að þessari hljóm- sveit urðu til í október eða nóvember. Þá mistókst að stofna hana. En það tókst í annarri tiiraun,“ segir Grétar Örvarsson um nýja hljómsveit sína. Hún heitir Alvaran og kemur í fyrsta skipti fram opinberlega í Sjallanum á Akureyri annað kvöld. Með Grétari i hljómsveitinni eru Jóhann Ásmundsson, Kristján Edelstein, Sigfús Óttarsson og Ruth Reginalds sem gengur nú til liðs við hljómsveit í fyrsta skipti í langan tíma. Jóhann lék i Stjórninni til skamms tima og Kristján og Sigfús hafa verið að vinna saman að tónlist á Akureyri auk þess sem Kristján kennir þar við tónlistarskólann. - En nafnið? Hvemig skyldi það vera til komið? „Það er einfalt mál,“ svarar Grétar og brosir. „Ég sá satt að segja fram á mikil heilabrot og vangaveltur því að það getur verið ótrúlega erfitt að finna nöfn á hljómsveitir. Nafnið Alvaran er satt að segja fengið að láni hjá kunningja mínum sem er oft ansi orðheppinn. Ég spurði hann um jólin hvort hann ætti ekki gott hljóm- sveitarnafn handa mér. Hann var ekki alveg viss. Átti reyndar eitt skráð. Ég velti nafninu fyrir mér í viku og komst að lokum að raun um að það er alveg eins gott og hvað annað. Það má til dæmis auglýsa Alvömball og annað í þeim dúr. Fólk hefur talað um að nafhið sé skrítið," heldur Grétar áfram. „Ég minni bara á nöfh eins og Náttúra, Tilvera .ó.ö. Pláhnetan. Þetta em allt skritin nöfn en þau venjast. Það tók fólk eitt og hálft til tvö ár að venjast nafninu á Stjóminni. Það varð til eftir miklar fæðingarhríðir. Þegar við vorum búin að spila saman í hálft annað ár tókum við þátt i Evrópu- söngvakeppninni í fyrra skiptið og þá var fólk að spyrja hvort við vildum nú ekki reyna að fmna almennilegt nafii á hljómsveitina!" tónli0t Hljómsveitin Alvaran. Öll nöfn hljóma undarlega til að byrja með, segir Grétar Örvarsson — i—w~ SPrý'- m f_ > 4 i 1 m - 1 . .*! Iv • rniiirir-^ Stefnan mótuð Liðsfólk Alvörunnar hefur verið við æfingar sfðustu vikur. Grétar segir að tónlistarstefnan sé að þróast hægt og sígandi út frá því hvaða tónlist fellur best að söngrödd Ruthar. „Það em talsverð souláhrif í gangi. Og fónk. Ætli þess háttar tónlist eigi ekki eftir að skipa stóran sess hjá okkur. En ég á ekki von á að við leggjum mikla áherslu á rokk þótt við leikum það náttúrlega á böllum. Nú, og svo fórum við náttúrlega að huga að okkar eigin tónlist upp úr þessu,“ bætir Grétar við. „Við stefhum á að fara í hljóðver þegar hljómsveitin hefur spilast vel saman. Áætlunin er sú að koma lögum á safnplötu með vorinu og svo ér draumurinn sá að við getum sent frá okkur stóra plötu í haust. Allur tíminn hefur hins vegar farið í æfingar og undirbúning við að koma hljómsveitinni í gang. Við erum þó búin að bóka okkur nokkuð og raunar liggur beinagrindin fyrir alveg fram í september. En núna fljótlega getum við snúið okkur að fleiri þáttum eins og frumsömdu tónlistinni." Endurnýjunarþörf Grétar Örvarsson segir að tími hafi verið kominn til aö leggja hljómsveitina Stjórnina niður og snúa sér að nýjum hlutum. Hann segist hafa fundið það á dans- leikjagestum síðastliðið sumar að þeir voru famir að þreytast á til- breytingarleysinu. Þó var aðsókn góð og stemning á böllunum síst verri en árin þar á undan. „Maður fær svona hluti á tilfmn- inguna," segir Grétar. „Það er líka hætt við því að þreyta myndist hjá þeim sem spila og syngja í hljóm- Tónlistargetraun DV og Japis Tónlistargetraun DV og Japis er léttur leikur sem allir geta tekið þátt í og hlotið geisladisk að launum. Leikurinnfer þannigframað í hverri viku eru birtar í DV þrjár léttar spumingar um tónlist. Fimm vinn- ingshafar, sem svara öllum spum- ingum rétt, hljóta svo geisladisk í verðlaun frá fýrirtækinu Japis. Aö þessu sinni er það geisladiskurinn Stuð með Páli Oskari Hjálmtýssyni sem er í verðlaun. Hér koma svo spumingamar: 1. íhvaðahljómsveiterPállÓskar Hjálmtýsson? 2. Nefnið tvær hljómsveitir sem Eric Clapton hefur starfað í? 3. Hvað heitir lagið eftir The Carpenters sem Sykurmolamir gerðu vinsælt? Rétt svör sendist DV fyrir 17. febrúar, merkt: DV, Tónlistargetraun Þverholti 11 105 Reykjavík Dregið verður úr réttum lausnum 17. febrúar og rétt svör verða birt í blaðinu 24. febrúar. Hér em svörin úr getrauninni sem birtist 20. janúar: 1. Þrjú. 2. Do It. 3. Bat Out Of Hell. sveitunum ef endumýjunin er ekki nóg. Stjómin spilaði í fimm ár og okkur fannst einfaldlega tími til kominn að stokka spilin. Ef maður líkir henni við leikrit þá var einfald- lega komið að lokasýningimni. - Ástæðan fyrir þessari endumýj- unarþörf er hve markaöur inn er lítill hér. Maður keyrir hratt í gegn á honum. Ef hljómsveit kemur ekki með tvær plötur á ári þreytist fólk. Við hefðum vissulega getað teygt lopann eitt ár í viðbót en okkur fannst best að hætta núna.“ Hljómsveitarinnar Alvörunnar bíður nú að spila sig saman næstu vikurnar og fara síðan í hljóðver jafhframt því að leggja drög að næsta sumri. AUt útlit er fyrir að sam- keppnin verði hörð rétt eins og síðustu sumur. „Við tökum á mál- unum af alvöru,“ segir Grétar Örv- arsson, sposkur, að lokum. -ÁT- Að þesu sinni er það geisladiskurinn Stuð með Páli Óskari Hjálmtýssyni sem er í verðlaun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.