Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1994, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1994, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1994 DV Hopp, hí. spe og söngvar Gauragangur sviðsettur í Þjóðleikhúsinu Áriö 1988 kom út bókin Gaura- gangur eftir Ólaf Hauk Símonarson. Bókin fékk góðar viðtökur, ekki síst vegna innsæis Ólafs í heim ungl- inganna. Nú hefur Þjóðleikhúsið ráðist í uppsetningu þessa viðamikla verks og taka hátt í þriðja tug leikara þátt í verkinu. Sögusvið Gauragangs er Reykja- vík okkar tíma og aðalpersóna verksins er ofursnillingurinn, ljóð- skáldið, kennaraskelfirinn og gull- gerðarmaðurinn Ormur Óðinsson. Leikstjóri verksins er Þórhallur Sigurðsson en með helstu hlutverk fara Ingvar E. Sigurðsson, Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir, Sigurður Sigurjónsson og Ólafla Hrönn Jóns- dóttir. Auk þes að vera leikrit er mikið af söngvum í verkinu. Textar eru flestir eftir Ólaf Hauk Símon- arson en það er hljómsveitin Ný- dönsk sem semur og flytur alla tónlist í verkinu. Nýdönsk á leikhúsfjölum Hljómsveitin Nýdönsk er ekki ókunn landsmönnum enda hefur hún gefið út 6 plötur til þessa og verið _ein vinsælasta ballhljómsveit land- sins síðustu ár. Nú standa liðsmenn sveitarinnar, þeir Jón Ólafsson, Björn Jr. Friðbjörnsson, Daníel Ágúst Haraldsson, Ólafur Hólm Einarsson og Stefán Hjörleifsson hins vegar á fjölum Þjóðleikhússins. Hljómsveitin samdi alla tónlist við verkið og var einnig fengin til að flytja hana, en liðsmenn leika þar að auki ýmis mikilvæg aukahlutverk í leikritinu. Nýdönsk hefur sem sagt látið af ballspilamennsku um stund og er ráðin á fjölum Þjóðleikhússins. Aukahlutverkin Aukahlutverk í sýningunni eru mörg, jafnt stór sem smá. Eins og áður segir fara liðsmenn hljóm- sveitarinnar Nýdönsk með nokkur hlutverk en aðrir leikarar í verkinu eru: Elva Ósk Ólafsdóttir, Erla Ruth Harðardóttir, Felix Bergsson, Flosi Ólafsson, Guölaug María Bjarna- dóttir, Hinrik Ólafsson, Hjalti Rögn- valdsson, Hjálmar Hjálmarsson, Jóhann Sigurðarson, Lilja Þorvalds- dóttir, Margrét Guðmundsdóttir, Randver Þorláksson, Rúrik Haralds- son, Sigríður Þorvaldsdóttir, Sigurð- tónli0t Meðal leikara í Gauragangi eru Randver Þorláksson, Ingvar E. Sigurðsson og Öm Árnason. DV-mynd GVA ur Skúlason, Stefán Jónsson, Tinna Gunnlaugsdóttir og Öm Ámason. Þjóðleikhúsið og Skífan sameinast um útgáfu Tónlistin spilar stóran þátt í þessu gáskafulla verki. Til að varðveita stemningu leikhússins hafa Skífan og Þjóðleikhúsið sameinast um útgáfu á 17 laga geislaplötu og hljóðsnældu sem kom út frum- sýningardaginn 11. febrúar. Flutn- ingur laganna er eins og áður segir í höndum Nýdanskrar og leikara Þjóðleikhússins. Leikritið er eitt það kraftmesta og skemmtilegasta sem undirritaður hefur séð í langan tíma en við eftirlátum leikhús- gagnrýnendum að dæma verkið út frá faglegu sjónarmiði. Þjóðleik- húsið, Nýdönsk, Skífan og allir leikarar verksins eiga þó skildar bestu þakkir fyrir allan gaura- ganginn. ; / GBG Tónlistargetraun DV og Japis Tónlistargetraun DV og Japis er léttur leikur sem allir geta tekið þátt í og hlotiö geisladisk að launum. Leikurinn fer þannig fram aö í hverri viku em birtar þrjár léttar spumingar um tónlist. Fimm vinningshafar, sem svara öllum spumingum rétt, hljóta svo geisladisk í verðlaun frá fyrirtækinu Japis. Að þessu sinni er það geisladiskurinn World Is Still Alive með Bubbleflies sem er í verðlaun. Hér koma svo spumingarnar: 1. Hvaða tónlistarmaður var að vinna Brit- verðlaunin nýverið í Bretlandi? 2. Hvaða framhaldsskóli flytur söngleikinn Jesus Christ Superstar? 3. Hver syngur aðalhlutverkiö í Evu Lunu? Rétt svör sendist DV fyrir 24. febrúar, merkt: DV, Tónlistargetraun Þverholti 11 105 Reykjavík Dregið verður úr réttum lausnum 24. febrúar og rétt svör verða birt í tónlist- arblaðinu 3. mars. Hér em svörin úr getrauninni sem birtist 27. janúar: 1. Aladdin 2. Unplugged. 3. Jar Of Fhes. DV-mynd BG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.