Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1994, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 17.02.1994, Page 4
FIMMTUDAGUR 17. FEBRÚAR 1994 30 VÁ > Úr kvikmynd - Philadelphia: ★ ★ ★ Heilsteypt plata Tónlist í bandarískum afþreying- armyndum hefur á síðari árum einkennst af samsafni popplaga með misþekktum hljómsveitum og ein- staklingum. Sumt af þessu poppi hefur verið gamalt, annað nýtt eins og gengur og gerist en blandan oft á tíðum afskaplega misjööi svona ein og sér án myndarinnar. Við fyrstu sýn virðist tónlistin úr kvikmyndinni Philadelphia vera steypt í þetta mót en samt er þar munur á - munur sem lyftir þessari plötu langt upp úr meðalmennsku þessa kvikmyndapopps yfirleitt. Það sem gerir gæfúmuninn fyrir þessa plötu er í fyrsta lagi það einvalalið listamanna sem lagt hafa til efni á ' plötuna og í öðru lagi sú staðreynd að tveir frábgerir rokkarar leggja til lög sérstaklega samin fyrir myndina og plötuna. Þetta eru þeir Bruce Springsteen og Neil Young og það er skemmst frá því að segja að þessi lög. þeirra eru gullfalleg. Þó erfitt sé að gera upp á miili tveggja frábærra laga verð ég að segja að lag Neil Young finnstYnér hafa vinninginn enda einfaldlega með þeim betri sem hann hefur samið á síðari árum. Sama má reyndar segja um lag Springsteens. Aðrir frábærir listamenn, sem koma hér við sögu, eru Peter Gabriel með nýtt lag, Lovetown sem er ekta Gabriel lag; Sade sem sýnir á sér nýja hlið með blúsklassíkemum Please Send Me Someone to Love; Spin Doctors sem rokka upp gamla Creedence Clearwater Revival lagið Have You ever Seen the Rain; Indigo Girls sem flytja nýja útgáfu af laginu I Don’t Wanna Talk about It sem Rod Stewart gerði eitt sinn frægt; Ram sem flytur Afríkupopp i laginu Ibo Lele; María Callas sem syngur óperuaríu úr óperunni Andrea Chenier. Til viðbótar er svo gulifallegur klassískur lokakafli saminn af Howard Shore. Philadelphia er sérstaklega góð og heilsteypt plata af kvikmyndatónlist að vera og nú er bara að bíða og sjá hvort myndin er eins góð og platan. Sigurður Þór Salvarsson The Cross of Changes - Enigma II: Pælt og kýlt Nafni þýsk/rúmenska tónlistar- mannsins Michaels Cretus skaut fyrst upp um miðjan síðasta áratug þegar Sandra kona hans sló í gegn með lag- inu ril Never Be Another Maria Magdalena. Um nokkurt skeið á eftir lét Cretu lítið fyrir sér fara eða þar til hann stofnaði Enigma sem er að hans sögn hvorki hljómsveit, söngvari né hljóðfæraleikari heldur hugtak. The Cross of Changes er önnur stóra platan sem Cretu sendir frá sér í nafiii Enigma. Plata þessi er hljóðrituð á eyjunni Ibiza. Eyjan er þrátt fýrir yfirráð Spánveija ákaflega arabísk, alltént húsin í elsta hluta höfuðstaðarins. Og tónlistin á Cross of Changes hefur yfir sér svipuð áhrif og húsin á Ibiza. Seiðandi tóna sem minna einna helst á það sem ber fyrir eyru þegar maður dettur niður á arabíska úvarpsstöð í viðtækinu sínu á dimmu vetrar- kvöldi. Retum to Innocence er það lag plötunnar sem hefúr slegið í gegn og það er einmitt dæmigert fyrir þessi áhrif sem eru næsta fágæt í vestrænu poppi. Það er vissulega gaman að leggja nokkrum sinnum við hlustimar og leyfa The Cross of Changes að snúast á fóninum og blaða gegnum texta Cretus. En eftir dáfitla hlustun er eins og yerkið verði tilgerðarlegt. Það hljómi ólíkt því sem við eigum að venjast til þess eins að vera ólíkt. Pælingamar um lífið og tilveruna em dálítið útvatnaðar. Hins vegar fer ekki á milli mála að Michael Cretu kann mairf fýrir sér í tónlist og er leikinn í að fara með allt tölvudótið sem hann fremur hana á. Ásgeir Tómasson Tripping Daisy- Bill: ★★★ Indí-lndí Á tímabili héldu margir að ekkert kæmi frá Dallas nema sjónvarps- þættimir, olía og kántrítónlist. Nú virðist hins vegar ferskir vindar tónlistarinnar vera að koma einmitt þaðan. Það era þeir Tim Delaughter (söngur), Wes Berg Gren (gítar), Mark Pirro (bassi) og Brian Wake- land (trommur og ásláttur) sem skipa hljómsveitina Tripping Daisy. Þessir Dallasdrengir hafa tekið upp tón- listarstíl sem virðist falla vel í kramið þessa dagana. Þetta er kraftmikið gítarrokk sem inniheldur melódískar sönglinur og gæti fallið öllum í geð. Fyrri hluti plötunnar verður þó að teljast meira grípandi og era það lögin „My Umbrella", „One trough Four“ og „Lost and Found" sem gera það að verkum. Dallas- drengimir era samkvæmir sjálfúm sér á þessari fýrstu plötu sinni og ef þeir halda áfram á þessari braut er engin leið að segja hvað gæti gerst. „Bill“ er rífandi rokk með melódisku ívafi frá Dailas (þarf að segja meira). Guðjón Bergmann DV Kraft- miklar melódíur - Alice in Chains með nýja sjö laga plötu Eftir að hafa gefið út aðeins tvær stórar plötur verður Alice in Chains að teljast eitt stærsta nafniö í rokk- heiminum í dag. Fyrir nokkrum vikiun kom út ný sjö laga plata með hljómsveitinni sem ber nafnið „Jar of Flies“. Platan var tekin upp í september á síðasta ári á aðeins sjö dögum sem voru milli Lollapolloza og heimstúr' hljómsveitarfrmar. Öll lög plötunnar eru samin af þeim Lane Stanley (söngur), Jerry Cantrell (gitar), Sean Kinney (trommur) og Mike Inez (bassi), en þetta er frumraun hans í lagasmíðum með hljómsveitinni. Á „Jar Of Flies“ ér að finna nýjan keim frá hljómsveitinni. Þetta er kassa- gítarrokk með kraftmiklum meló- díum og má með sanni segja að hljómsveitin hafi þroskast heilmikið í sínum lagasmíðum. Pakkaútgáfa í tilefni af útgáfu þessarar sjö laga plötu sem „Jar of Flies“ er, hefur Columbia fýrirtækið ákveðið að gefa hana og fjögurra laga plöfima SAP út í pakka þannig að myndist heild. Pakki sem þessi verður í takmörkuðu upplagi og því tilvalin bónus fyrir hörðustu aðdáendur þessarar kraft- miklu sveitar. GBG Nú getur Snoop Doggy Dogg lagt sig í fangaklefanum meðan milljónimar rúlla inn. Snoop Doggy Dog: Seldi 2 milljónir eintaka af plötunni áður en hún kom út! Snoop Doggy Dogg er um þessar mundir ein heitasta afurð Banda- ríkjanna. Þessi ungi rappari hóf feril sinn með Dr. Dre árið 1990 í laginu Deep Cover af plötunni Niggers With An Attitude. Hversu skrýtið sem það má virðast var Snoop Dogg í næstum því hverju einasta lagi á plötunni The Chronic með Dr. Dre og þá var sér í lagi tekið eftir honum í laginu Nuthin But A’G’Thang sem gerði góða hluti á vinsældalishun Bandaríkjamanna. Nú er komin út sólóplata þessa rappara og ber hún nai'nið Doggy- style. Plötunnar var beðið með ótrúlegri eftirvænt^gu en hún var seld í 2 milljónum eintaka áður en hún kom út. Skotárásir og fangelsi Hvemig fer maður svo að því að selja plötu í tveimur milljónum eintaka áður en nokkur lifandi sála hefur heyrt hana? Það sakar að sjálfsögðu ekki að hafa rappað með Dr. Dre en Snoop sló naglann ræki- lega á höfuðið þegar hann tók þátt í skotárás sem hann játaði síðan á sig eftir að hafa afhent hljómsveit- inni En Vogue verðlaun á MTV verðlaunahátíðinni. Strax ogfólkið frétti af þessu byrjaði ótrúleg eftirspurn sem var eins og áöur segir komin í 2 milljónir eintaka áður en platan kom út. Nú getur Snoop sem sagt bara lagt sig í fangaklefanum meðan milljónfrnar rúlla inn. GBG

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.