Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1994, Page 3
FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994
29
DV
Hljómsveitin Synir Raspútíns er á
förum til Svíþjóðar í fyrramálið.
Nánar tiltekið til Gautaborgar þar
sem hún kemur fram á rokk-
hátíðinni Norden Rockar á laugar-
dagskvöldið. Hljómsveitin Yucatan
spilaði á þessari sömu hátíð síðasta
haust og áður hafa komiö fram á
henni fyrir íslands hönd Langi Seli
og Skuggarnir, Risaeðlan og Tod-
mobile.
Upphaf þessarar samnorrænu
rokkhátíðar má rekja aftur til ársins
1990 þegar haldin var vinabæja-
ráðstefna um æskulýðs- og íþrótta-
mál í Reykjavík. Á sama tíma var
RykkRokk hátíðin í gangi og fóru
nokkrir ráðstefhugestir þangað til að
sjá hvað um var að vera. í framhaldi
þess fæddist hugmyndin að Norden
Rockar hátíðinni sem er haldin
tvisvar á ári. Hún er alltaf á vorin í
Gautaborg en á haustin til skiptis í
Árósum, Bergen, Turku og Reykja-
vík. Og það er einmitt komið að
Reykvíkingum að halda hátíðina
næsta haust.
Markmiðin með Norden Rockar
eru meðal annars þau að kynna
tónlistarstefnur og tónlist vinabæj-
anna á sameiginlegri hátið. Hún er
vettvangur þar sem upprennandi
tónlistarmenn hitta félaga sína
annars staðar frá Norðurlöndunum
og hljómlistarmennirnir eiga að
flytja frumsamda tórilist á móður-
máli sínu.
Synir Raspútíns, fulttrúar íslands á Norden Rockar. Þeir halda upp á þriggja ára afmæli hljómsvertarinnar með tónleikunum í Gautaborg. DV-mynd ÞÖK
Norræna tónlistarhátíðin Norden Rockar um næstu helgi:
Synir Raspútíns rokka fyrir
íslands hönd í Gautaborg
- hátíðin verður haldin í Reykjavík næsta haust
vikunnar
Nóg af frumsömdu
Hfjómsveitin Synir Raspútíns ætti
að fara létt með að uppfyUa kröfuna
um að leika eigin tónlist og syngja á
móðurmálinu. Að sögn Hafþórs
Ragnarssonar á hljómsveitin nóg til
af efni til að fylla upp í tímann sem
henni er ætlaður í Gautaborg á laug-
ardaginn og vel það. Auk Hafþórs eru
í hljómsveitinni Baldvin Baldvins-
son, Kolbeinn Proppé, Kristinn
Schram, Valur Einarsson og Ólafur
Kristjánsson. Verkaskiptingin í
hljómsveitinni er nokkuð óvenjuleg.
I henni eru tveir söngvarar og
kassagitarleikari auk bassa-,
tronunu- og rafmagnsgítarleikara.
Á laugardaginn kemur eru einmitt
liðin þijú ár síðan Synir Raspútíns
var stofriuð. „Við vorum upphaflega
nokkúrs konar húshljómsveit í
Menntaskólanum í Kópavogi," segir
Hafþór. „En þótt hljómsveitin eigi
þriggja ára afmæli á laugardaginn
höfum við ekki spilað af krafti nema
í rúmlega eitt ár.“
Að hans sögn hefur hljómsveitin
nóg að starfa, kemur fram tvisvar til
þrisvar í viku á pöbbum, í félags-
miðstöðvum og á skóladansleikjum.
Frumsamin tónlist er ekki ein-
vörðungu á efnisskránni heldur
einnig gamalt efni með David Bowie,
lög með Donovan, Who og fleiri
gömlum meisturum. „Við kópíerum
þessi lög ekki nákvæmlega heldur
útsetjum við þau eftir okkar höfði,“
segir Hafþór.
Vegna mikils kostnaðar við að
koma hljómsveitum út fyrir land-
steinana hafa íslendingar ekki sent
hljómsveitir á Norden Rockar nema
á haustin. Þangað til nú. Ástæðan er
sú að Synir Raspútins höfðu mikinn
áhuga á að komast út og spila á
hátiðinni og greiða því ferðakostnað
sinn að nokkru leyti sjálfir.
„Okkur langaði að breyta til,“
segir Hafþór. „Við höfum hingað til
ferðast ákaflega lítið því að við
höfum aðallega spilað á Reykja-
vikursvæðinu. Síðan eru orðnir sjö
eða átta mánuðir síðan við höfum
haldið almennilega hljómleika og
okkur fannst tilvalið að gera það
erlendis fyrst möguleikinn var fyrir
hendi.“
Þegar er búið að ákveða að Norden
Rockar verður í Reykjavík seinni
hlutann í október í haust. Ekki hefur
endanlega verið ákveðið hvar hátíð-
in verður haldin en skemmtistað-
urinn Tveir vinir kemur sterklega til
greina eins og sakir standa. Smekk-
leysa og rokkdeild Félags íslenskra
hljómlistarmanna koma til með að
standa að hátíöinni með Iþrótta- og
tómstundaráði Reykjavikur sem
hingað til hefur haft veg og vanda af
að senda hljómsveitir til Árósa,
Bergen og Turku. -ÁT-
Tónlistargetraun DV og Japis
Tónlistargetraun DV og Japis er léttur
leikur sem allir geta tekið þátt í og hlotið
geisladisk að launum. Leikurinn fer þannig
fram að í hverri viku eru birtar þijár léttar
spumingar um tónlist Fimm vinningshafar,
sem svara öllum spumingum rétt, hljóta svo
geisladisk í verðlaun frá fyrirtækinu Japis. Að
þessu sinni er það geisladiskurinn Eva Lima
úr samnefhdu leikriti sem er í verðlaun.
Hér koma svo spumingamar:
1. Hvað kosta Nexus geisladiskar í Japis?
2. Hvað heitir nýjasti geisladiskurinn með
hljómsveitinni Sepultura?
3. Hver syngur lagið Blinda stúlkan Mimi
úr söngleiknum Eva Luna?
Rétt svör sendist DV fyrir 3. mars, merkt:
DV, Tónlistargetraun
Þverholti 11
105Reykjavík
Dregið verður úr réttum lausnum 3. mars
og rétt svör verða birt í tónlistarblaðinu 10.
mars.
Hér em svörin úr getrauninni sem birtist 3.
febrúar:
1. Kristján Kristjánsson.
2. Desember.
3. Debut.
Platan Desember með Sigríði Beirrteinsdóttur var mest selda jólaplatan
íár.