Dagblaðið Vísir - DV - 24.02.1994, Page 4
30
► *
FIMMTUDAGUR 24. FEBRÚAR 1994
tOnlist
'T
Pétur Einarsson „altmúligmaður" í tónlistinni:
Möguleikarnir með vinnslu
á hljóði eru óendanlegir
Pétur Einarsson tónlistarmaður
fer ótroðnar slóðir til að koma tónlist
sinni á framfæri. Hann gerði mynd-
band við eitt laga sinna, The World
Within, og bauð sjónvarpsstöðvun-
um tveimur til sýningar. Það hreif og
hefur myndbandið nú verið sýnt
nokkrum sinnum í tónlistarþáttum
beggja stöðva og vakið talsverða at-
hygli.
„Það var nánast fyrir tilviljun að
ég réðst í að gera þetta myndband
með Guðmundi Ámásyni, kunningja
mínum," segir Pétur. „Hann baö mig
að vinna tónlist við heimildarmynd
sem hann er að gera og ég bað hann
á móti að gera með mér myndband
við eitt lag. Hann hafði aldrei gert
neitt slíkt en sló samt til. Ég bjó þess
vegna til texta og grunn að laginu í
júlí síðastliðnum. Hálfum mánuði
síðar var tilbúið handrit að mynd-
bandi. Við tókum það upp og svo gekk
ég frá laginu nokkru siðar. Það má
því segja að vinnsluröðin hafi verið
nokkuð óvenjuleg því að alla jafna
eru myndböndin gerð við tilbúin
lög.“
Jimi Hendrix - Stone Free:
★ ★ ★
Verulega eiguleg plata fyrir alla
Hendrix-aðdáendur og reyndar miklu
fleiri. -SÞS
Elton John - Duets:
★ ★ ★
1 heild er Duets vel heppnuð plata sem
vinnur á við hverja hlustun. Lög-Eltons
eru bæði ný og gömul og sameinast í vel
heppnuðum flutningi. -HK
Úr kvikmynd - Philadelphia:
★ ★ ★
Philadelphia er sérstaklega góð og
heilsteypt plata af kvikmyndatónlist að
vera og nú er bara að bíða og sjá hvort
myndin er eins góð og platan. -ÁT
Jackson Browne- l'm Alive:
★ ★ ★
Það er mikið gleðiefni fyrir gamla
Jackson Browne-aðdáendur að heyra að
hann virðist vera að ná sér á strik á ný.
-SÞS
Borgardætur- Svo sannarlega:
★ ★ ★
Söngurinn er aðalsmerki plötunnar og
raddimar eru frábærlega slípaðar sam-
an. Rúsínan í pylsuendanum eru textar
plötunnar sem eru til mikillar fyrir-
myndar. -SÞS
Atomic Swing
- A Car Crash Into The Blue:
★ ★ ★
Plata Atomic Swing er eitt besta
byrjendaverk ársins 1993, einkennandi
við plötuna eru óhefðbundnar hljóma-
samsetningar og áheyrilegar laglínur.
-GBG
INXS
- Full Moon, Dirty Hearts:
★ ★ ★
Þessi plata er það besta sem komið
hefur frá þessari áströlsku hljómsveit í
langan tima. -GBG
Crowded House - Together
Alone:
★ ★ ★
Þeir sem hafa ánægju af vandaðri
melódískri popptónlist ættu ekki að láta
þessa plötu fram hjá sér fara. -SþS
Eins manns
hljómsveit
Pétur kallar hljómsveitina, sem
leikur undir í The World Within,
P-6. Hann er raunar eini liðsmaður
hljómsveitarinnar því að hann leikur
á öll hljóðfæri og syngur að auki.
„Skýringin á nafninu er raunar
einíöld," segir hann. „Péið er upp-
hafið í nafninu mínu og talan sex
táknar að sex ár eru liðin síðan ég
hætti í hljómsveitastússi og fór að
einbeita mér af fullum krafti við að
stúdera tónlist með tölvum."
Pétur segir að eiginlega sé ómögu-
legt að tímasetja hvenær tónlistar-
ferill hans hófst. Átta eða níu ára
gamall hóf hann að læra á orgel og
stundaði það nám í flmm ár. í því
námi fékk hann grunnmenntun i
tónfræði og lærði að eigin sögn jafn-
framt að hlusta á og skynja tónlist.
Síðar lá leiðin i ýmsar hljómsveitir.
Hann lék til dæmis með hljóm-
sveitinni Autobahn sem kom fram á
Músíktilraunum Tónabæjar vorið
1985. Hann var um skeið í djass-
hljómsveit og náði meira að segja að
leika með Lúdó og Stefáni eitt kvöld!
Og síðar lá leiðin í nám til Lundúna.
„Mig langaði til að læra hljóð-
upptökur og fór þess vegna til Bret-
lands,“ segir hann. „Þar var ég i tvö
ár og var í alhliða námi við upptökur,
effekta og tölvunotkun. Eftir þetta
pKútugagnrýni
Pétur Einarsson - eins manns hljómsveitin P-6.
nám má segja að ég sé kominn af
frumstiginu á forstigið því að ég er
langt frá því að vera fullnuma. Ég
þyrfti raunar að vera þama fjögur ár
í viðbót og mig langar að fara og vikka
sjóndeildarhringiim meira. Stúdera
hljómburð með tilliti til að skapa
visst andrúmsloft á hljómleikum,
vinna meira með hljóðeffekta - mögu-
leikamir með vinnslu á hljóði eru
nánast óendanlegir. Og svo langar
mig til að kynna mér myndbanda-
gerð betur."
Nóg af lögum
Pétin- segist hafa orðið undrandi
þegar hann sá útkomu myndbands-
ins við lagið The World Within.
„Það em þama nokkur atriði sem
ég myndi gera öðruvísi núna. En
útkoman varð merkilega góð þótt ég
segi sjálfur frá og það em margir á
sömu skoðun,“ segir hann. „í því er
fýlgt ákveðnum söguþræði sem
tengist textanum en hann liggur samt
ekki alveg í augum uppi við fyrstu
sýn. - Við Guðmundur höfðum hvor-
ugur komið nálægt því að gera
myndband áður en fengum heilmikla
hjálp úr ýmsum áttum. Menn höfðu
gaman af því sem við vorum að fást
við og vom til i að hjálpa okkur í
sjálfboðavinnu. Myndbandið kostaði
um fimmtíu þúsund en ef ég hefði
þurft að borga fúllt verð fyrir alla
aðstoðina sem ég fékk hefði heild-
arupphæðin ekki verið undir einni
og hálfri milljón."
Pétur segist ekkert hafa fyrirfram
hugleitt að gefa The World Within út
á plötu en nú sé i bígerð að það komi
út á safnplötu í sumar. Hann er jafn-
vel að velta fyrir sér stórri plötu síðar
og á meira en nóg af lögum til að fylla
hana. Alls á Pétur um fhnmtíu lög.
Stór hluti þeirra er tilbúinn i tölvu
en upp á síðkastið hefúr hann samið
á gítar og á eftir að vinna þau lög. En
hvemig líst honum á tónlistar-
markaðinn? Býst hann við að lögin
falli í kramið hjá almenningi?
„Að sumu leyti líst mér vel á
markaðinn og að sumu leyti ekki,“
svarar hann. „Það sem ég hef verið
að semja hef ég fyrst og ffernst búið
til fyrir sjálfan mig og sú reynsla sem
ég hef öðlast skín út úr lögunum. Það
er náttúrlega áhætta að gefa út plötu
en maður verður að taka áhættu öðm
hveiju. Ég hef fengið góðar viðtökur
með myndbandið og það eykur á
bjartsýnina frekar en hitt.
-ÁT-
Richard Marx - Paid Vacation
Iðnaðar-
legt
Þau era rétt að verða sex árin sem
era hðin síðan Richard Marx kom
fram á sjónarsviðið. Síðan þá hefúr
hann nánast ekkert breyst. Hann
gengur afskaplega hreint til verks.
Lögin hans era snoturlega samin.
Undirleikur er pottþéttur enda í
höndum valinkunnra manna sem fást
við það eitt að leika undir hjá mönn-
um sem hafa eíhi á að ráða þá í
vinnu. Sjálfúr syngur Marx lögin sín
óaðfinnanlega. Hann er raunar
dæmigerður fyrir bandaríska
tónlistariðnaðinn eins og hann gerist
iðnaðarlegastur. Allt er skothelt og
umleið afar ópersónulegt.
Á Paid Vacation era fjórtán lög. Öll
era þau eftir Richard Marx nema eitt.
Það er Miami 2017 eftir Billy Joel sem
mig minnir endilega að sé að finna á
plötunni Streetlife Serenade (eða var
það Tumstiles?) og ber þar undir-
titilinn I’ve Seen The Lights Go Out
On Broadway. Þetta er sennilega eitt
af betri lögum Joels frá fyrsta hluta
ferils hans - fyrir plötuna Stranger.
Richard Marx bætir lagið svo sem
ekkert í sinni útsetningu. Hann
vinnur svo sem engan skaða á því
heldur.
Ef að líkum lætur eiga mörg lög af
Paid Vacation effir að komast á
vinsældalista vestan hafs. Eitt þeirra,
Now And Forever, er þegar farið að
gera það gott og önnur hafa ekki síðri
burði til að slá í gegn. Til þess er líka
leikurinn gerður. Allt er unnið sam-
kvæmt bókinni, afar pottþétt og ger-
samlega ófrumlegt. Iðnaðarmaðurinn
Richard Marx tekurþvergi áhættu.
Ásgeir Tómasson
Smokin Suckaz Wit Logic
- Playin' Foolz
★ ★ ★
Reyktir og
rökvísir
Rappsveitir nútimans grípa æ
meira til hefðbundinna hljóðfæra við
undirleik. Þetta er fært til sanns
vegar á plötunni „Playin’ Fpolz” sem
hljómsveitin Smokin Suckaz Wit
Logic gaf út á síðasta ári. Eins og
öðrum rappsveitum er tamt era
textar fullir af ádeilum á þjóðfélag
Bandaríkjanna en nokkurra grasa
kennir í tónlistinni þar sem fónk- og
rokk áhrif era ríkjandi.
Plötunni er skipt í tvær hliðar.
Annars vegar er það reykta hliðin
þar sem meðlimir hafa greinilega sótt
áhrifin í eitthvað annað en sígarettur.
Svo er það rökvísa hliðin sem er
örlítið misskilin þvi að ekki finnast
mörg rökin fyrir einu eða neinu á
þeirri hlið. Platan er kraftmikil í
heildina og „grúvar” alveg skugga-
lega (svo gripið sé niður í engil-
saxneskuna). Eitt er mér þó alveg
óskiljanlegt - en það era nöfn hljóm-
sveitarmeðlima. Þama era menn eins
og G(Suave), Spank Dog, Money
Mike, A Joe, Mr. Watts og D-Smooth.
Mr Watts er eina nafiiið sem gæti
kallast eðlilegt í bandarískri
vísitölufjölskyldu en með nafni hans
er örugglega verið að vitna í það sem
við köUum vött. Smokin Suckaz Wit
Logic era alveg örugglega reyktir en
rökvísin getur vel hafa veriö skilin
eftir heima. Rappplatan Playin’ Folz
verður að teljast stórfmt framlag til
þessarar tegundar tónlistar.
Guöjón Bergmann
Úr leikriti — Gauragangur
★ ★ ★ Á
Fyrirtaks
gauragangur
AUt frá því plötuflóð jólanna
sjatnaði hefur íslensk plötuútgáfa
legið í dvala. Fyrsta lífsmarkið á nýju
ári er þó að sjást um þessar mundir
og í báðum tilvikum er um að ræða
tónhst tengda leiklist. í öðra tílvikinu
er um að ræða erlent leikverk en í
hinu rammíslenskt verk, Gauragang
eftir Ólaf Hauk Símonarson.
Maður skyldj ætla að jafn fjölhæfur
Ustamaður og Ólafur Haukur færi létt
með að semja tónlist við þetta
ieikverk sitt en hann lætur ekki á
það reyna að þessu sinni og hefúr
fengið hljómsveitina Ný dönsk tíl
verksins. Það er skemmst frá því að
segja að þessi samvinna Ólafs Hauks
og Ný danskra gengur fullkomlega
upp.
Liðsmenn Ný danskra hafa
greinUega gengið tU þessa verks af
mikUli einlægni og náð að skapa
einstaklega góð tengsl tónlistarinnar
við texta leikverksins og um leið
einstaklega aðgengUega tónlist. Tón-
list við jafii fjölbreytt verk og Gaura-
gang þarf auðvitað að vera fjölbreytt
og þar er styrkur Ný danskra meiri
en hjá nokkurri annarri hljómsveit
hér á landi. Engin önnur hljómsveit
státar af fjórum virkum og fram-
bærilegum lagasmiðum. Það er þessi
breidd fýrst og fremst sem gerir
plötuna með tónlistina úr Gauragangi
að jafii mikUli skemmtun og hún
er.
Hér er rokk og ról, fónkrokk,
gúanórokk, blíðar ballöður, kórverk
og guð má vita hvað og aUt myndar
þetta eina heUd og eina sögu. Ekki
má gl "ma þætti leikaranna á þessari
plötu en ''i"inunn Ólína Þor-
steinsdóttir og ” Sigurðsson
gefa atvinnusöngvurui iiu..__:?rt
eftir nema síður sé. Flosi bregst
heldur ekki frekar en fyrri daginn.
Gauragangur er plata sem stendur
fyUUega á eigin fótum ein og sér og er
besta söngleiksverk sem komið hefur
út hér á land síðan Með aUt á hreinu
kom út en það var reyndar kvik-
myndasöngleiksverk.
Sigurður Þór Salvarsson