Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1994, Side 6

Dagblaðið Vísir - DV - 04.03.1994, Side 6
22 ‘l rY\tVi?)7J ‘l db pc 11J J Pf n r y / f JhL 4 r Stjömubíó: CT3Cr cLac Stjömubíó frumsýnir í dag gaman- mynd Woodys Allen, Morögátu á Manhattan eða Manhattan Mystery Murder. Söguþráðurinn er eitthvað á þá leið að hjónakorn nokkur hafa ásamt vinahópi sínum sökkt sér gjör- samlega inn í sögusögn um hugsan- legt morð á gamalli konu í New York. Myndin er tekin þar og er sú 23ja sem Allen leikstýrir og skrifar handrit að eða endurskrifar. Alan Alda, Woody Allen, Anjelica Huston og Diane Kea- ton eru stjörnur myndarinnar. Ótímabær dauði eldri konu í West Side, sem annars var frekar hraust, kemur menntaelítunni til þess að breytast í leynilögreglumenn. Grun- urinn beinist ekki eingöngu að hin- um hugsanlega morðingja heldur blandast fleira inn í þessa farsa- kenndu kvikmynd. Diane Keaton leikur Carol Lipton sem er sjálfkjör- inn leiötogi hópsins. Carol gaf starfs- frama sinn upp á bátinn til þess að ala upp son sinn. Alan Alda leikur ógiftan vin henn- ar, Ted, sem er kvikmyndaleikstjóri og leikari. Anjelica Huston leikur aftur á móti afskaplega greindan og kynæsandi rithöfund. Ron Rifkin Diane Keaton og Woody Allen I gamanmynd Allens, Morðgátu á Manhattan. leikur Sy sem giftur er Marilyn, Joy Behar. Allir vinirnir halda áfram að reyna að leysa morðgátuna með sín- um eigin hugmyndum, skoðunum og tæknilegum ráðleggingum sín í milli. Myndin hefur verið nokkuð lengi í vinnslu þar sem formlegar tökur hófust í september 1992. Á bak við tjöldin er valinkunnur mannskapur, eins og Robert Greenhut, Jack Roll- ins og Charles H. Joffe. Morðgáta á Manhattan ,./ Sagabíó: Nóttin sem viö aldrei hittumst Saga-bíó hefur nú tekið til sýninga gamanmyndina Nóttin sem við aldr- ei hittumst. Þau Sam, Ellen og Brian eru í húsnæðisvandræðum í New York og leysa máhn með því að leigja saman íbúð sem þau hafa afnot af sinn daginn hvert. Sam Lester, sem Matthew Brod- erick leikur, vinnur á matvörumark- aði í New York og veit nánast allt um sælkerafæðu en þess heldur minna um lífið og ástina. Allen Holder, Annabella Sciorra, er tannheilsufræðingur. Hún er gift manni sem myndi kaupa stóran bú- garð án þess að láta hana vita. Brian McVeigh, Kevin Anderson, hefur loksins ákveðið að stíga skrefið til fulls með kærustunni Janet sem Justine Bateman leikur. Hann vill jafnframt halda áfram piparsveina- lífi sínu. Öll þurfa þau stað þar sem þau geta verið í einrúmi og verður íbúðin svar við óskum þeirra. Leikstjóri myndarinnar er Warren Leigh. Hann hefur skrifað mikið af sögum, blaðagreinum, handritum og fleiru og hefur sópað að sér verðlaun- um fyrir þau skrif sín. -em Þrjár manneskjur höfðu sömu íbúð til afnota sinn daginn hvert. Bíóhöllin: F I loft- inu Sambíóinfrumsýnduígærgamanmyndina í loftinu í Bíóhölhnni. Kevin Bacon leikur aðstoðarkörfuboltaþjálfarann Jimmy sem heldur til Afríku til þess að finna hinn eina sanna körfuboltasnilhng framtíðarinnar. í trássi við skipanir yfirboðara sinna rýkur hann af stað til Áfríku. Þaö eru þó ekki allir sem vilja verða körfuboltastjörnur eins og Jimmy kemst að þegar hann hittir framtíðar- draumakörfuboltasnihinginn Saleh, Charles Gitonga Maina. Saleh er stríðsmaður og ekki er auðsótt að fá hann til þess að glepjast af frægð og auðæfum. Paul M. Glaser leikstýrði myndinni. -em Jimmy fer til Afríku og reynir að lokka efnilega menn til Ameriku með loforði um frægð og frama í körfuboltaheiminum. Háskólabíó: Orson Welles-hátíð Hreyfimyndafélagið stendur fyrir kvikmyndahátíð, theinkaðri banda- ríska kvikmyndaleikstjóranum Or- son Welles. Sýndar verða sjö myndir eftir hann. Myndirnar, sem sýndar verða, eru Citizen Kane, The Magni- ficent Ambersons, The Stranger, Othello, The Third Man, The Trial, The Immortal Story og F for Fake. Orson Wehes er einn þekktasti leikstjóri kvikmyndasögunnar. Fyrstu mynd sína, Citizen Kane, gerði hann árið 1941. Breska kvik- myndatímaritið Sight & Sound stendur fyrir því á tíu ára fresti að fá kvikmyndagerðarmenn og gagn- rýnendur um víða veröld til að velja bestu mynd allra tíma. í könnunum aUar götur síðan 1962 hefur Citizen Kane aUtaf veriö vahn besta myndin og The Magnificent Ambersons hef- ur einnig veriö ofarlega á blaði. Welles var aha tíð dáður af yngri leikstjórum og talinn frumherji í hst- inni. -em FÖSTUDAGUR 4. MARS 1994 Kvikmyndir BÍÓBORGIN Sími 11384 Hús andanna *★★!/; Bille August hefur tekist að gera áhrifamikla og vandaða kvikmynd, mynd sem snertir við tilfinningum og læturengan ósnortinn. -HK Skytturnar ★★'/; Nýjasta útfærsla sögunnar er ægilega amer- isk en ansi skemmtileg og þó nokkuð iburðar- mikil. -GE BÍÓHÖLLIN Simi 78900 Demolition Man ★★ Visindaskáldsögu-hasar-gamanmynd sem fiður fyrir ófrumlega sögu og slappan hasar. Húmorinn kemur betur út og sérstaklega já- kvæð framtíðarsýn. -GE Fullkominn heimur ★★ Róleg vegamynd með góðan kjarna en veld- ur ekki lengd sinni vegna upphleðslu óþarfa hismis og full yfirdrifins endaspretts. Costner er óvenju góður en of mikið gert úr Clint. -GE Aladdin ★★★ Aladdin er einstaklega vel heppnuð teikni- mynd, íslensku leikararnir, sem tala inn á myndina með Ladda í broddi fylkingar, ná góðumtökumápersónunum. -HK SAGA-BÍÓ Sími 78900 Mrs. Doubtfire ★★★ Robin Williams er frábær. Hann sýnir allar sínar bestu hliðar sem gamanleikari i tvöföldu hlutverki. Góð skemmtun fyrir aila fjölskyld- una. -HK HÁSKÓLABÍÓ Simi 22140 Sagan af Qiuju ★★ 'A Zang Yimou sýnir aukna fjölhæfni með skemmtilegri dæmisögu um bóndakonu sem fer viðreist um kinverska nútimaþjóðfélagið í leit að réttlæti. -GE Leið Carlitos ★★ Zi Kröftug mynd frá Brian de Palma um fyrrum glæpamann sem gengur erfiðlega að koma undir sig fótunum á heiðarlegan hátt. Stór- leikurhjáAI Pacino. -HK Undir vopnum ★ Þótt myndin skarti stjörnum á borð við Lam- bert og Van Peebles dylst engum að hér er aðeins um að ræða þriðja flokks videomynd. -GE Vanrækt vor ★★ '/1 Kennarar á móti nemendum i dönskum efri- stéttarskóla ca. 1950. Myndin leggur áherslu á léttari hliðar kaldhæðninnar. Kennaratýp- urnarerusérlegavelheppnaðar. -GE Addams fjöiskyldugildin ★★ Það er alltaf gaman af sérkennilegum tiltekt- um Addams-fjölskyldunnar og aðdáendur verða ekki fyrir vonbrigðum en stundum er farið yfir markið í vitleysunni. -HK LAUGARÁSBÍÓ Sími 32075 Banvæn móðir YrW Heldur billegur sálfræðitryllir um snarklikkaða konu sem á sér þá ósk heitasta að fjölskyldan sameinistáný. -GB Hinn eini sanni ★★'/2 Fjörug, fyndin og umfram allt rómantisk mynd um tilraunir ungs manns til að finna fullkominn eiginmann fyrir fyrrum eiginkonu sina. -GB Geimverurnar ★★ Geimverugrin, unnið upp úr sjónvarpsþátt- um, teygir svolitið lopann en vekur hlátur þessámilli. -GE REGNBOGINN Sími 19000 Flótti sakleysingjans ir'/i Heldur ótrúverðug og efnisrýr mynd um ung- an dreng á flótta um hálfa Italiu undan morð- óðum mannræningjum. -GB Kryddlegin hjörtu ★★★ Heillandi frásagnarmáti í bragðmikilli og dramatiskri mynd þar sem ýkjukennd sagna- hefð nýtur sín vel. Athyglisverð og vel leikin kvikmynd i háum gæðaflokki. -HK Maður án andlits ★★!/ Gott drama um forboðna vináttu. Gibson er efnilegur leikstjóri og hinn ungi Stahl er undraverður. Aðeins vantar einbeitingu i handritið. -GE Hin helgu vé ★★ Lítil, stundum sæt, stundum gróf mynd, sem hefði ekki veitt af nokkrum vítamínsprautum. Frásögnin er slitrótt og dramatíkin rýr en húmorinngóður. -GE Píanó ★★★ Píanó er einstaklega vel heppnuð kvikmynd, falleg, heillandi og frumleg. Þrátt fyrir að rauði þráðurinn sé erótík með öllum sínum öfgum er myndin aldrei yfirþyrmandi dramatísk. -HK STJÖRNUBÍÓ Simi 16500 Fleiri pottormar -k'/i Hugmyndin var góð í fyrstu myndinni en er orðin útþynnt og að láta hunda hugsa eins og manneskjurerfullmikiðafþvígóða. -HK i kjölfar morðingja ★★ Bruce Willis í banastuði sem fljótalögga í Pittsburgh í spennandi eltingarleik við band- óðan fjöldamorðingja. Hasar í góðu meðal- lagi. Einnig sýnd i Laugarásbíói. -GB Öld sakleysisins ★★★ Klassisk skáldsaga fær hér verðuga úrvinnslu frá Martin Scorsese. A látlausan hátt tekst honum að skapa rafmagnað andrúmsloft meðal þriggja aðalpersónanna. -HK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.