Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1994, Qupperneq 8

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1994, Qupperneq 8
8 ÞRIÐJUDAGUR 8. MARS 1994 Utiönd Óvissa um hlutverk Norðurlandaráðs við upphaf þings þess 1 Stokkhólmi: Davíðskilur næstumekkert „Hvaö er maöurinn aö segja?“ spurði Davíð Oddsson forsætisráð- herra á ís- lensku þegar norskur blaöa- maður beindi að honum spurningu á blaöa- mannafundi í gær. Davíð fékk spurninguna þýdda á islensku og svaraði fáu á dönsku. Sá grunur lœddist aö viðstödd- um aö ef til vill skildi islenski forsætisráðherrann ekkert af því sem fram færi. Eftir á sagöi Dav- íð aö hann væri þreyttur eftir ræðuhöld um morguninn og mat- arboð hjá konungshjónunum. Sömum haldið fyrirutan Fulltrúar Sama cru tjölmennir hér á þihgi Norðurlandaráðs þótt þeir hafi aðeins rétt til að hlýða á það sem fram fer. Danir harii- neita að veita Sömum fullan aö- gang að ráðinu og segja aö ekki komi til greina að smá minni- hlutahópur hafi jafnan rétt á viö þjóðir Norðurlanda. Samar hafa lengi sótt það fast aö fá sömu stööu og Færeyingar, Grænlendingar og Álendingar. Samstarf ið lafir á viljayfirlýsingunni Davíð Oddsson sagðist þó bjartsýnn á framhaldið í samtali við DV Gísli Kristjánson, DV, Stdkkhólmi; „Við vitum að næstu ár verða erfið fyrir norrænt samstarf en ég held að það sé raunhæft að gera ráð fyrir áframhaldandi samstarfi þótt þaö verði ekki eins og áður. Athyglin beinist nú eðlilega öll aö Evrópusam- starfmu," sagði Davíð Oddsson, for- sætisráðherra og formaður norræna ráðherraráðsins, í samtali við DV. Davíð neitaði að það hefði hvarflað að sér að ísland hætti samstarfinu nú þegar aðrir þjóðarleiðtogar á Norðurlöndum ræða helst um að Norðurlandaráð verði samstarfs- vettvangur þar sem sameiginleg stefna Norðurlandanna innan ES verður aðalviðfangsefnið. ísland er þá eitt úti í kuldanum. Aumingja við Davíð setti þingið hér í Stokkhólmi Davíð Oddsson forsætisræáðherra á þingi Norðurlandaráðs. Simamynd Reuter í gær. í ræðu sinni sagði hann m.a.: „Það er ánægjuefni að um leiö og samið er um inngöngu í ES er gefin út sameiginleg yfirlýsing um fram- hald samstarfsins." Eftir fundinn sagði hann í samtali við DV að raun- hæft væri að byggja á slíkri yfirlýs- ingu. „Já, hvað verður þá um okkur aumingjana?" spurði Ólafur G. Ein- arsson menntamálaráðherra þegar hann var spurður álits á nýjum við- horfum í Norðurlandasamstarfi. Meira vildi hann ekki segja um stöð- una og almennt eru menn ófúsir til að ræða framtíðina berum orðum. Norðurlandasamstarfið er á tíma- mótum og mikil óvissa um hvort ís- land á samleið með hinum Norður- landaþjóðunum þegar fundir Norð- urlandaráðs breytast í samráðsfundi innan hinnar svokölluðu skafíu, sem er uppnefni þjóðanna í sunnanverðri Evrópu á Norðurlandaþjóðunum. Þar óttast menn samhentan þrýsti- hóp úr norðrinu. Gamali útvarpsgrínari Norðurlandasamstarfið, eins og það hefur verið undanfarna áratugi, lafir í raun á viljayfirlýsingunni einni og hún kann að reynast haldlít- il á næstu árum. Davíð flutti mál sitt í gær á dönsku og þótti hún hljóma undarlega í eyr- um annarra en íslendinganna. Ræð- an var heldur þunglamaleg og nor- rænir blaðamenn vildu fá staðfest- ingu á því hjá tíðindamanni DV hvort þessi maður hefði verið útvarpsgrín- ari áður en hann sneri sér að stjórn- málum. ísland fær nú formennsku í mörg- um nefndum ráðsins. Þetta ætti aö gefa okkur færi á að treysta stöðuna í Norðurlandasamstarfinu nú þegar hafið milli landsins og bræðraþjóð- anna í austri virðist vera að breikka. Svíarlítahrædd- iráRússana auðvitað mikið áhyggjuefni fyrir alla Evr- ópu en það er of sncmmt að segja fil um hvernig best væri að bregö- ast við,“ sagði Carl Bildt, forsæt- isráðherra Svía, þegar reynt var aö fá hann til að segja hvaö Svíar mundu gera ef Rússar réðust inn í Eystrasaltsríkin. Fulltrúar Eystrasaltsríkjanna sögðust vænta aðstoðar Norður- iandaþjóða i formi friðarumleit- anaeffæri svo að Rússar seildust eftir löndum þeirra. Grænfriðungarí einnikös Grænfriðungar notuöu tæki- færið við setningu þings Norður- landaráðs aðmótmæJa kjamorku á Norðurlöndum sem og um heim allan. Hópur grænfriðunga lá fyr- ir utan þinghúsdymar. Hver maöur i hópnum var í svörtum stakk og hafði grímu dauðans fyrir andlitinu. Allt fór friðsamlega fram og þingfuHtrúar gengu imarreistir framhjá kösinni og gáfu frelsur- um jarðarinnar engan gaum. Hjörleifur Guttormsson: Þörfásamstarfi aldrei meiri „Ég held að þörfin fyrir norrænt sara- starf hafi aldrei veriö meiri en nú þogar líltur era áað þrjár Noröurlanda- þjóðir bætist í hóp ES-ríkja,“ sagöi Hjörleifur Guttormsson, þingmaður Al- þýðubandalagsins, viö DV. Hjörleifur sagðist líta svo á að hættan á upplausn Norðurlanda- ráðs hvetti menn tii dáöa og nú myndu allir leggja sig fram um að efla samstarfiö. Gíali Kristján.saon, DV, Stokkhólmi Um eitt þúsund munkar komu saman fyrir framan konungshöllina í Phnom Penh í Kambódiu til að fagna alþjóðlegum degi kvenna sem er í dag. Konur gáfu munkunum mat og peninga í tilefni dagsins. Simamynd Reuter Whitewater-málið: Málið á ekki eftir að leiða af sér annað Watergate - segirBiilClintonforseti Clinton segir ástæðulaust fyrir Bandaríkjamenn að hafa áhyggjur af Whitewater-málinu því hann hafi ekki gert neitt ólöglegt. Símamynd Reuter BiH CHnton sagði á blaðamanna- fundi í gær að Whitewater-málið væri ekki annað Watergate-mál eins og repúblikanar vilja vera láta. Hann varði einnig eiginkonu sína, HiUary Clinton, sem hann sagði að repúblik- anar væru að reyna að sverta. Clinton sagði að alríkisrannsókn- armenn hefðu verið aö rannsaka hugsanleg tengsl hans við vafasama viðskiptasamninga, semgerðirhöfðu verið í Arkansas á sínum tíma, síðan í haust og hann hefði alltaf vitað um það og ekki þótt það neitt vandræða- legt fyrir sig. Forsetinn þvertók fyrir að rann- sóknin á Whitewater fasteignafyrir- tækinu og vanræksla sparisjóðsins, Madison Guaranty Savings and Lo- ans, ásamt hugsanlegum tilraunum Hvíta hússins til að breiða yfir tengsl Clinton-hjónanna við málið ætti eftir að leiða af sér annað Watergate-mál sem varð til þess að Richard Nixon þurfti að segja af sér forsetaembætti árið 1974. „Það er ekkert sem bendir til þess að mál þetta sé að þróast í þá átt nema þá getgátur þær sem komið hafa frá repúblikönum,“ sagði Clin- ton. „Það hafa engar tilraunir verið gerðar til að breiða yfir neitt og það mun ekki verða gert. Ef ég hef gert eitthvað af mér þá á það eftir að koma í ljós í yfirheyrslunum sem hafnar eru í málinu. Þeir munu komast að sannleikanum í máUnu." Sérstakur lögfræðingur, sem hefur starfað í málinu, sagði við blaða- menn að hann hefði áhyggjur af því að sum vitni í máHnu fengju ef til vUl undanþágu frá sakfeUingu í skiptum fyrir að bera vitni. Þar með myndu sumir aðUar, sem hugsaniega byggju enn yfir mikilvægum upplýs- ingum, komast hjá því að segja allan sannleikann þar sem rannsókn í málinuværiennekkilokið. Reuter

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.