Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1994, Síða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 08.03.1994, Síða 14
14 Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÚNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar: ÞVERHOLTI 11, blaðaafgreiðsla, áskrift: ÞVERHOLTI 14, 105 RVlK. SlMI (91)63 27 00 FAX: Auglýsingar: (91 )63 27 27 - aðrar deildir: (91 )63 29 99 GRÆN NÚMER: Auglýsingar: 99-6272 Áskrift: 99-6270 AKUREYRI: STRANDG. 25. SlMI: (96)25013. BLAÐAM.: (96)26613. FAX: (96)11605 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: PRENTSMIÐJA FRJÁLSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 1400 kr. m/vsk. Verð i lausasölu virka daga 140 kr. m/vsk. - Helgarblað 180 kr. m/vsk. 50 framsóknarmenn Framsóknarmenn eru í öllum flokkum Alþingis, enda sagðist Egill Jónsson hafa 50 þingmanna fylgi af 63 í slagn- um um búvörufrumvarpið. Meðal þeirra eru þingmenn í Alþýðuflokknum. Segja má raunar í þéttbýlinu, að at- kvæði greitt Alþýðuflokki sé atkvæði greitt Eydalaklerki. Flestir framsóknarmenn eru þó í þingflokki sjálfstæð- ismanna. Eftir síðustu kosningar urðu framsóknarmenn í þingflokki sjálfstæðismanna fleiri en í þingflokki fram- sóknarmanna. Þessa sér skýr merki í störfum þeirra á Alþingi og í svonefndu samstarfi flokksins í ríkisstjóm. Meðal þingmanna Sjálfstæðisflokksins, sem ganga fram fyrir skjöldu í stuðningi við landbúnaðarstefnu Egils, em þingmaðurinn frá Bolungavík, þingmaðurinn frá Hafnarfirði, þingmaðurinn frá Stykkishólmi og nýi þingmaðurinn frá Akureyri. Allir em þeir nýir á þingi. Athygbsvert er, að nýrri þingmenn Sjálfstæðisflokks- ins skub vera harðari stuðningsmenn hefðbundinnar landbúnaðarstefnu en sumir eldri þingmennimir. Einnig er athyghsvert, að þingmenn þéttbýhssvæða eru ekki síður harðir á þessu en þingmenn dreifbýhssvæða. Þingflokkur sjálfstæðismanna og ráðherrar hans vekja einnig eftirtekt fyrir andstöðu við flest, sem orða mætti við frjálshyggju, það er að segja við þá hugsun, að mark- aðsöfl eigi að ráða ferðinni. Sjálfstæðisflokkurinn telur, að málum eigi að miðstýra með handafh hins opinbera. Eini ráðherraim, sem reynir eftir mætti að losa um höft, er Sighvatur Björgvinsson, sem' skar niður lyfja- kostnað og ýmsan annan heilsukostnað ríkisins og er nú að reyna að gera ohuverzlun frjálsa að meira en nafn- inu til. Hann er auðvitað ráðherra Alþýðuflokksins. Vafahtið mun rísa andstaða í þingflokki sjálfstæðis- manna við olíufrumvarp viðskiptaráðherra. Það væri eðhlegt framhald af núverandi ástandi, sem líkist æ meira miðstýringaráráttu síðustu vinstri stjórnar í land- inu. Sértækar aðgerðir handa Vestflörðum sýna það vel. Á síðasta kjörtímabih reis alda frjálshyggju í Sjálfstæð- isflokknum. Sumir studdu hana th að geta snúið út úr einkavæðingu og búið th úr henni einkavinavæðingu, sjálfum sér th framdráttar. Frjálshyggjan var fyrst og fremst notuð th að einkavæða opinbera sphlingu. Að öðru leyti er fijálshyggja einkum höfð að háði og spotti í Sjálfstæðisflokknum. Þeir, sem meintu hana í alvöru, fara með veggjum og láta htið fara fyrir sér. Eft- ir frammistöðuna á kjörtímabhinu verður erfitt fyrir flokkinn að dusta rykið af henni á síðasta ári þess. Þingflokkur og ráðherrar Sjálfstæðisflokks hafa varið heföbundna búnaðarstefnu af hörku gegn atlögum Al- þýðuflokks; hafa haft forustu um að endurvekja sértæk- ar aðgerðir hins opinbera að hætti Steingríms Hermanns- sonar; hafa hafnað skrefum í átt th markaðsbúskapar. Sem dæmi um þessa stöðu má nefna fjármálastjóm, sem ekki hefur tekizt að laga útgjöld ríkisins að minnkuð- um tekjum vegna samdráttar í atvinnuhfmu, þannig að sett var íslandsmet í haharekstri ríkissjóðs í fyrra og að reiknað er með nýju íslandsmeti á þessu ári. í stórum dráttum hefur Sjálfstæðisflokkurinn á þessu kjörtímabih hvergi reynt að rétta hlut neytenda og skatt- greiðenda gegn þrýstihópum sérhagsmuna og hvergi reynt að laga hlut sérhagsmuna sjávarútvegs gagnvart yfirþyrmandi dýrum sérhagsmunum landbúnaðar. Það verður gaman að sjá, hvemig flokkurinn hagar kosningabaráttu að ári, með þá staðreynd kjörtímabhsins á bakinu, að hann er tvíburabróðir Framsóknarflokksins. Jónas Kristjánsson ÞRIÐJUDAGUR 8. MARS 1994 í raun eru þeir skipverjar þótt þeir séu stundum uppnefndir „áhafnarmeölimir“ sem er afar hrá þýðing úr erlendu máii. Af ólituðum áhafnarmeðlimum Fyrir nokkru var vikið að fram- tíð íslenskrar tungu í umræðuþætti í sjónvarpi. Þátttakendur voru sammála um að hún væri undir okkur sjálfum komin. Einn þeirra beit þó hausinn af skömminni þeg- ar vikið var að næsta máli og sagð- ist vilja „kommentera" á þetta eða hitt án þess að biðja um leyfi eins og virðist tíðkast þegar viðmælend- ur vilja leggja orð í belg á útlensku. Sú spurning gerist því áleitin hvers konar íslenska verði töluð í fram- tíðinni. Stimpill hinna innvígðu Haldið hefir verið fram í sam- bandi við menntakerfið að eftir því sem magnið aukist hraki gæðun- um. Það sama virðist gilda um hið talaða og ritaða mál. Þegar ljós- vakamiðlum fjölgar og aukning verður á prentuðu máh versnar málfarið. Á hátíðis- og tylhdögum er menn- ingarverðmætum hampað, þó einkum hinum andlegu, en um leið gleymist að ekki er síður ástæða til að leggja rækt viö hin andlegu verðmæti en hin efnislegu. Tungu- mál er þar ekki undanskilið. Því miður viröist oft ríkja agaleysi í meðferð máls sem kemur fram á ýmsan hátt. Lenska er meðal ýmissa hópa að sletta útlensku þótt íslenska spanni aht sviö umræðuefnisins. Lætur nærri að það sé stimphl hinna inn- vígðu að flíka erlendum orðum. Þannig myndast hálfgildings sér- mál illskiljanlegt öðrum. í flugi er rætt um „kóara“ og „krúböss" en fuhlangt er gengið gagnvart almenningi sem þekkir til sighnga og flóabáta að bjóða upp á „krjús" og „votertaxa“ í íslenskum ferðabæklingum. Hagfræðingar tala um „böddsjitt deffisjitt" í stað fjárlagahalla og óþarfi ætti að vera að minnast á málfar þeirra sem starfa á vettvangi léttrar tónlistar þar sem aht snýst um bönd, „festi- KjaHarinn Kristjón Kolbeins viðskiptafræðingur völ“, „sánd“ og að spila „læv“. Ambögur í málfari hafa greini- lega aukist eftir að hætt var að lesa prófarkir og ljósvakaefni er hutt beint þannig að ekki gefst færi á leiðréttingum. Vélræn próförk er enn ekki það fullkomin að hún finni hvort orð eru í réttum föllum eöur ei. Óíslenskt samhengi Oft sjást lélegar þýðingar þar sem öll orðin eru í reynd íslensk en í óíslensku samhengi eins og t.d. heiti þessarar greinar. í staö litaðra hefir verið talað um hörundsdökka menn. Heitin blámenn, blökku- menn, negrar og svertingjar á þeim sem eru af afrískum uppruna eru talin bera keim af fordómum og því illa séð. „Þeldökkur" er ónothæft þar eð það höfðar til ullar og á ekki frekar við hörundslit en andhverf- an sem gæti þá verið „togljós". Eitt það ljótasta orð sem sést á prenti eða heyrist á öldum ljósvak- ans er orðið „áhafnarmeðlimur" sem virðist betur þekkt meðal margs fjölmiðlafólks en hið ágæta orð skipverji enda er hér um hráa erlenda þýðingu að ræða. Hinir óhamingjusömu reyna að stytta sér aldur, fyrirfara sér eða svipta sig lífi en þeir gera ekki til- raunir th að fremja sjálfsvíg eins og sjá mátti nýverið í blaðagrein. Ef rétt er munað þá gerði Halldór Lcixness þessu skrípi skil í einni ritgerða sinna. Fílasögur og fjögur föll Fáar sögur fara af því að fílar hafi orpið eggjum en ungar eru fyrst og fremst afkvæmi fugla. Því er skondið að sjá minnst á „fíls- unga“. Þótt fhar séu hófdýr hefir myndast sú hefð að tala um fhs- tarfa, -kýr og -kálfa. Önnur dæmi um klúðurslegar þýðingar eru „kvenkynsfóstur" og „elgsvarir" í stað meyfóstra og elgsgrana. í íslensku eru mörg orð þar sem eitt er notað um skepnur en annað um menn. Þegar þessari reglu er víxlaö verður máliö af- káralegt. Kristjón Kolbeins „vLenska er meðal ýmissa hópa að sletta utlensku þótt íslenska spanni allt svið umræðuefnisins. Lætur nærri að það sé stimpill hinna innvígðu að flíka er- lendum orðum.“ Skoðanir aimarra Seðlabankinn eða stjórnmálin? „Ja, tveir ráðherrar hafa lýst því yfir við mig að þeir styðji mig í þessa stöðu og ég trúi því að þeir geri það af hehum hug. Ef í ljós kemur að þeir ráða ekki við þaö, þá leiöir það af sjálfu sér að ég fer ekki í Seðlabankann... Ég myndi þá ganga fram af end- urnýjuðu afh í stjórnmálunum til að gera hlut Fram- sóknarflokksins sem mestan í næstu kosningum, hvenær sem þær nú verða.“ Steingrímur Hermannsson, form. Framsóknarflokks- ins, i Tímaviðtali 5. mars. Verndun og ofverndun þorsksins „Nú er svo komið að við höfum ekki aðeins vernd- að þorskinn, heldur „ofverndað" svo að hann er stór- lega farinn að láta á sjá. Og steininn tekur úr þegar þingmenn, sumir hveijir úr sjávarplássunum fyrir vestan, vhja ganga enn lengra í að „vernda“ þorsk- inn og auka aflann, þrátt fyrir varnarorð okkar fær- ustu sérfræðinga... Einhvern veginn minnir áróður þessara þingmanna mig á það þegar Sovétmenn réð- ust inn í Tékkóslóvakíu til að „vemda“ landið. “ Halldór Reynisson í Lesbók Mbl. 5. mars. Samkeppnisreglur EES „Öll fyrirtæki og samtök fyrirtækja á Evrópska efnahagssvæðinu eru bundin af og verða að taka th- lit th þeirra samkeppnisreglna sem EES-samningur- inn hefur að geyma... Þess eru dæmi að íslenskum fyrirtækjum hafi verið meinað að eiga viðskipti við aðila þar sem verð og önnur kjör eru hagstæð og vísað th þess að einn tiltekinn aðhi annist íslenska markaöinn. Framferði af þessu tagi er almennt séð óheimilt." Árni Vilhjálmsson, lögfr. hjá EFTA, í 1. tbl. Evrópu- frétta.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.