Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1994, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 10.03.1994, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 10. MARS 1994 29 Hátíðisdagar ungra og efnilegra hljómsveita framundan: tónli0t: - Enn einu sinni er blásið til Músík- tilrauna í Tónabæ. Þær eru haldnar í tólfta sinn og heijast í kvöld. Alls eru 29 hljómsveitir skráðar til leiks. Upphaflega voru þær reyndar 35 en sex hafa helst úr lestinni. Keppnin er haldin með sínu hefðbundna sniði. Undanúrslitakvöldin eru þrjú: tíundi, sautjándi og 24. mars og úrslitin ráðast síðan fostudagskvöld- ið tuttugasta og fimmta. Níu til tíu hljómsveitir koma fram á hverju kvöldi og hver um sig leikur þrjú frumsamin lög. í mörg ár voru lögin fjögur en áhugi ungra tónlistar- manna á að komast á Músíktilraunir hefur stöðugt farið vaxandi og því hefur orðið að stytta dagskrá hverrar hljómsveitar til að koma sem flestum að. Hljómsveitimar sem fram koma að þessu sinni koma víða að af landinu. Flestar eru frá höfuðborgarsvæðinu en nokkrar koma frá Suðumesjum, úr Ámessýslu og öðrum nágranna- byggðum Reykjavíkur. Nokkrar koma þó langt að svo sem frá Hvammstanga, Húsavík og Akur- eyri. Frá Austurlandi kemur engin hljómsveit að þessu sinni en mörg undanfarin ár hafa efnilegar sveitir komið þaðan. Nokkrar þekktustu hljómsveitir landsins ætla að heiðra Músík- tilraunir með nærvem sinni. Gesta- hljómsveitin í kvöld verður Jet Black Joe. Enn hefur ekki verið endanlega gengið frá gestum annars kvöldsins. A því þriðja skemmta Bubbleflies og sigurvegarar Músíktilrauna í fyrra, Yukatan. Á lokakvöldinu skemmtir síðan KK-bandið. Þrjár stigahæstu hljómsveitir úrslitakvöldsins verða verðlaunaðar aö vanda. Sigurvegarinn hlýtur 25 hljóðverstíma í Sýrlandi, hljómsveit- in í öðm sæti fær 25 tíma í Grjót- námunni og sú sem verður númer þrjú faer tuttugu tíma í Hljóðrita. Margvísleg aukaverðlaun em í boði að þessu sinni. Athyglisverðasta hljómsveit Músíktilrauna fær tuttugu hljóðverstíma í Stúdíó Stef. Besti gítarleikarinn fær gítar frá hljóðfærabúð Steina. Besti söngvar- inn fær hljóðnema frá Tónabúðinni á Akureyri. Besti bassaleikarinn fær úttekt í Hljóðfærahúsi Reykjavíkur og besti trommarinn fær úttekt í Samspili. Aðrir sem gefa verðlaun era Rín, Paul Bemburg, Pizzahúsið og Japis. Nokkur fyrirtæki til viðbótar styrkja Músíktilraunir á annan hátt. Hugmynd Jóhanns G. Það var Jóhann G. Jóhannsson, tónlistarmaður og lagahöfundur, sem átti hugmyndina að Músíktil- raunum. Hann kom að máli við Ólaf Jónsson sem þá var forstöðumaður Tónabæjar og Ólafur útfærði hana. Jóhann var um þetta leyti formaður samtaka sem nefndust SATT, Samtök alþýðutónskálda og -textahöfunda. nafn vikunnar Gestahljómsveitimar hafa ávallt skipað veglegan sess á Músíktilraunum Tónabæjar. Bubble Flies verður í gestahlutverki á þriðja kvöldi Músíktilrauna að þessu sinni. DV-mynd JAK Upphaflega var efnt til keppninnar til að gefa ungum og ffamsæknum tónlistarmönnum kost á að koma sér og tónlist sinni á framfæri óháð almennum markaðslögmálum. Reyndar máttu eldri menn einnig koma fram með sitt efni ef það var framsækið og öðmvísi en það sem þeir fengust við alla jafna. Keppnin þróaðist síðan fljótt út í að knáar bílskúrshljómsveitir urðu alls ráðandi. Á sama ári og Músíktilraunir vora haldnar í fyrsta skipti stóðu Tónabær og SATT fyrir maraþon- hljómleikum í félagsmiðstöðinni. Ætlunin var að setja heimsmet og komast í Heimsmetabók Guinnes. Tónlistarmenn á öllum aldri spiluðu samfellt í hálfan mánuð án þess að taka sér hlé. Metið fékkst að vísu ekki skráð í bókina en sjálfsagt er langt í að tónlistarmenn taki sér annað eins fyrir hendur. Um svipað leyti var einnig hleypt af stokkunum Frístæl-danskeppni Tónabæjar sem enn er haldin á hverju ári. Ólafur Jónsson stýrði Músíktil- raununum til ársins 1987 þegar hann lét af störfum forstöðumanns Tónabæjar og gerðist upplýsinga- fulltrúi Reykjavíkurborgar. Hann hefur tvívegis litið inn á Músíktilraunir slðan þá „rétt til að athuga hvort allt fari ekki fram eins og til var stofnað". Sjálfsagt getur Ólafur verið ánægður með fram- kvæmdina því að keppnin hefur nánast engum breytingum tekið á tólf árum. Það hefúr því greinilega vel verið vandað til verka í upphafl. -ÁT- Tónlistargetraun DV og Japis Tónlistargetraun DV og Japis er léttur leikur sem allir geta tekið þátt í og hlotið geisladisk að launum. Leikurinn fer þannig fram að I hverri viku eru birtar þrjár léttar spurningar um tónlist. Fimm vinningshafar, sem svara öllum spumingumrétt, hljóta svo geisladisk í verðlaun ffá fyrirtækinu Japis. Að þessu sinni er það geisladiskurinn 5 x Ungversku dansamir eftir Brahms sem er í verðlaun. Hér koma svo spurningarnar: 1. Hvað samdi Beethoven margar sinfóniur? 2. Eftir hvem er óperan Aida? 3. Nefnið eina ópem eftir Mozart. Rétt svör sendist DV fyrir 17. mars, merkt: DV, Tónlistargetraun Þverholti 11 105 Reykjavík Dregið verður úr réttum lausnum 17. mars og rétt svör verða birt í tónlistarblaðinu 24. mars. Hér em svörin úr getrauninni sem birtist 17. febrúar: 1. Björk Guðmundsdóttir. 2. Verslunarskólinn. 3. Sólveig Amardóttir. Hvað samdi Beethoven margar sinfóníur?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.