Dagblaðið Vísir - DV - 17.03.1994, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 17. MARS 1994
29
V*4-'*
tónli0t:
Búast má við tveimur tii þremur sumarsmellum frá hljómsveitinni SSSól
nær líður sumri.
DV-mynd Brynjar Gauti
Alltaf eitthvað nýtt að fæðast
- plata fyrir næstu jól frá SSSól
Þeir sem þekkja til strákanna i
SSSól vita aö þeir stunda list sína af
miklum krafti. Á síðasta ári kvaö við
nýjan tón hjá hljómsveitinni í kjölfar
ttvang. Ekki mátti Bobby við margnum frekar e
tjurogvarhonumstungióinnensleppteftirno
gn greiðslu. Hætt er vió að hraðaksturssek
ikka eitthvað eftir þessa uppákomu.
nafnabreytinga þegar hljómsveitin
gaf út plötuna SSSól og þótti flestum
sú breyting til betri vegar. Nú, í
kjölfar mannabreytinga í hljómsveit-
inni kveður enn við nýjan tón og
hljómsveitin er strax farin að semja.
„Það er alltaf eitthvaö nýtt að
fæðast," segir Helgi. „Við erum bara
að bæta við og breyta þessa dagana.“
Þungavigtin
ekki langt
undan
Á síðustu plötu hljómsveitarinnar
fengu þeir tn liðs við sig skotan Ian
Morrow til að sjá um útsendingar.
Hljómurinn tók stakkaskiptum og
var það mál manna að hljómsveitin
hefði aldrei „sándað“ betur. Leikur-
inn verður nú endurtekinn. Ian
Morrow kemur til landsins seinni-
partinn i mars og hefst þá leitin að
hljómnum eða svokölluð for-útsetn-
ingarvinna svo maður snari þessu
yfir á íslensku.
Hljómurinn er ekki fundinn, en
eftir því sem greinarhöfundur
heyrði, verður hann örlítið þyngri en
áður. „Við erum óðum að nálgast
þungavigtina,“ segir Eyjó. Platan
verður síðan tekin upp eftir páska
undir stjóm Morrow.
Bassaleikara-
Björn segist ánægður með
skipti
Það fór ekki fram hjá neinum að
um síðustu jól urðu bassa-
leikaraskipti í hljómsveitinni. Jakob
Magnússon kvaddi sveitina í leit að
nýjum verkefnum og í hans stað kom
fyrrum „Deep Jimi... “ bassa-
leikarinn Björn Árnason. En
hvemig hefur þetta gengið fyrir sig?
„Smellpassað. Eins og flís við
rass,“ segir Helgi. „Það er varla hægt
að trúa því að tuttugu dögum eftir að
við urðum bassaleikaralausir vorum
við farnir að leika með nýjan mami
innanborðs og það var eins og við
hefðum aldrei gert annað.“
að spila fyrir hvem einásta skóla á
landinu upp á síðkastið."
Safnplata í lok
mars
Auk þess að vera með plötu fyrir
jól verður hljómsveitin með nýtt lag
á plötunni Heyrðu 3 sem kemur út í
lok mars og síðan má búast við
tveimur til þremur sumarsmellum
frá hljómsveitinni þegar nær líður
sumri. Hljómsveitin SSSól verður þó
að teljast hvað þekktust fyrir þá
yfimáttúrlegu stemningu sem hún
nær upp á böllum og það verður
enginn fyrir vonbrigðum í sumar.
Hljómsveitin er bókuð fram í október
og fyrir þá sem vilja ná forskoti á
sæluna eru strákarnir að spila í
Víkurröst, Dalvík, á morgun og á
laugardaginn verða þeir á Eskiflrði.
-GBG
Tónlistargetraun DV og Japis
Tónlistargetraun DV og Japis er
léttur leikur sem allir geta tekið þátt
í og hlotið geisladisk að launum.
Leikur inn fer þannig fram að í hverri
viku eru birtar þrjár léttar
spurningar um tónlist. Fimm
vinningshafar, sem svara öllum
spurningum rétt, hljóta svo
geisladisk í verðlaun frá fyrirtækinu
Japis. Að þessu sinni er það
geisladiskurinn Love & Liberte með
Gipsy Kings sem er í verðlaun.
Hér koma svo spumingamar:
1. Á nýju safnplötunni „Brit
Awards" er að fmna þekktustu
og vinsælustu söngvarana og
hljómsveitimar í dag. Þeirra á
meðal er einn íslendingur. Hver
er það?
Edda Heiðrún Backman söng lagið
Blinda stúlkan Mimi úr söngleiknum
Eva Luna sem spurt var um í
getrauninni 24. febrúar.
2. Hvað heitir nýjasta plata Gypsy
Kings?
3. Hverrar þjóðar var söngkonan
Melina Mercoury sem nú er
nýlega fallin frá?
Rétt svör sendist DV fyrir 24.
mars, merkt:
DV, Tónlistargetraun
Þverholti 11
105 Reykjavík
Dregið verður úr réttum lausnum 24.
mars og rétt svör verða birt í
tónlistarblaðinu 31. mars.
Hér era svörin úr getrauninni sem
birtist 24. febrúar:
1. 690 krónur.
2. Chaos a.d.
3. Edda Heiðrún Backman.