Dagblaðið Vísir - DV - 24.03.1994, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 24. MARS 1994
29
nafn
vikunnar
tónli0t:
Á eftir Todmobile kemur Tweety
- Þorvaldur Bjarni og Andrea snúa sér að danstónlist með rokkívafi
„Við völdum þetta nafh úr sjötíu
tillögum sem við settum á blað.
Biddu mig ekki um að rifja hinar
hugmyndimar upp. Þær voru sumar
hryllilegar. Það erfiðasta sem ég kem
nálægt er að finna nöfn á hljóm-
sveitir,“ segir Þorvaldur Bjarni
Þorvaldsson. Dúett hans og Andreu
Gylfadóttur er tekinn til starfa og
Tweety varð fyrir valinu sem na&i á
hann. Orðið skýra þau sem kvak í
fuglsunga sem er nýskriðinn úr
egginu.
Það fyrsta sem Tweety lætur frá
sér fara verður lagið So Cool á
safnplötunni Ringulreif. Hún kemur
út um páskana.
„Það kveður þama við nýjan tón
hjá okkur, gamla Todmobíle-fólk-
inu,“ segir Þorvaldur. „Ég fékk ívar
Bongó með mér í hljóðvinnsluna og
Mána Svavarsson í útsetningar til að
opna okkur nýja möguleika. Sam-
starfið gekk vel og útkoman varð
danslag sem þó er groddalegra en
gengur og gerist með þess háttar
tónlist. Með því að stilla upp vissum
andstæðum tókst mér að fá út blöndu
sem mætti allt eins kalla dansrokk.
Lagið er í grunninum köld tölvu-
tónlist en síðan tek ég allt annað lag
með hefðbundinni hljóðfæraskipan
og blanda því við. Þetta er vinnslu-
aðferð sem við byrjuðum að fikra
okkur áfram með fyrir nokkm og
prófúðum til dæmis í laginu Hvað
með þig? á plötunni Spillt."
Tónlistargetraun DV og Japis
Urban Cookie Collective sem áttu
nýlega- vinsælt lag, Feels Like
Heaven. í því lagi er blandað saman
hörðum danstakti og algjörum sykri
þannig að útkoman verður mjög at-
hyglisverð. Þá hef ég einnig hlustað
á Culture Beat og 2 Unlimited sem
mér heyristþafa verið að gera margt
áhugavert eftir aö lagið No Limit
gekk sér til húðar.“
Þegar fyrsta diskóbylgjan reið yfir
í lok áttunda áratugarins var
Þorvaldur Bjami tólf ára. Bylgjan sú
hreif hann ekki með sér.
„Ég var diskóhatari númer eitt á
landinu," segir hann og hlær. „Ég
hélt með Þursunum og vildi ekki
hlusta á annað en framsækið rokk.
Það hefur reyndar verið leyndarmál
hingað til en ég get svo sem játað það
núna að ég hlustaði líka á ABBA
og hafði mikið álit á Bimi Ulvaeus
og Benny Anderson sem laga-
höfundum. Þá komst ég heldur ekki
hjá því að taka eftir hljómsveitinni
Chic. Þar heyrði maður slíkan
öndvegis rytmagítarleik að ekki varð
hjá því komist að leggja hann á
minnið.“
Framtíðin
Dúettinn Tweety ætlar ekki að láta
staðar numið eftir að lagið So Cool
er komið út. Þorvaldur Bjami og
Andrea em þegar farin að vinna að
plötu í fullri lengd sem kemur út í
haust á vegum fyrirtækis þess sem
gaf út plötur Todmobile erlendis. Þau
skipta með sér verkum sem fyrr
þannig að hann semur lögin og hún
textana. „ Við höfúm náð að þróa með
okkur svo gott samstarf að það hefði
verið synd að fara að shta því,“ segir
Þorvaldur. „Það tekur að minnsta
kosti tvö ár að ná samstarfmu þannig
að það renni áfram eins og hugur
manns og okkur héfur með tímanum
tekist að ná æ betur saman. Þess
vegna ákváðum viö strax, þegar við
gerðum okkur grein fyrir að
samstarf Todmobile yrði ekki þróað
lengra, að halda áfram í einhverju
formi og gerum það sem Tweety.“
Akkilesarhæli nútima danssveita
er að þótt þær hljómi ákaflega vel á
plötum geta þær ekki komið fram og
spilað án þess að hafa upptökur á bak
við sig. Þorvaldur tekur undir þetta
Tónlistargetraun DV og Japis er
léttur leikur sem allir geta tekið þátt
í og hlotið geisladisk að launum.
Leikurinn fer þannig fram að í hverri
viku eru birtar þrjár léttar spum-
ingar um tónlist. Fimm vinnings-
hafar, sem svara öllum spumingum
rétt, hljóta svo geisladisk í verðlaun
frá fyrirtækinu Japis. Að þessu sinni
er það geisladiskurinn Creedence
Clearwater Revival - Greatest Hits
sem er í verölaun.
Hér koma svo spurningamar:
1. Hvað heitir höfuðpaurinn í
Creedence Clearwater Revival?
2. Hvað em mörg lög á Hit Mix ‘94?
3. Hvað heitir fyrsti diskurinn með
hljómsveitinni Breeders?
Rétt svör sendist DV fyrir 30. mars,
merkt:
DV, tónlistargetraun
Þverholti 11
105 Reykjavík
Dregið veröur úr réttum lausnum
Hvað heitir höfuðpaurinn í Creedence Clearwater Revival?
30. mars og rétt svör verða birt í
tónlistarblaðinu 7. apríl.
Hér em svörin úr getrauninni sem
birtist 3. mars:
1.2.490 krónur.
2. Bom to Choose
3. Sjö.
og segir fátt vandræðalegra en
diskósveitir sem reyni að láta líta út
fyrir að þær séu að flytja lifandi
tónlist en séu svo með undirleikinn
á böndum og jafhvel sönginn líka.
„Við ætlum okkur að finna leið til
að geta spilað lifandi tónlist. Hugs-
anlega þarf eitthvað að vera á bandi
en lifandi hljóðfæraleikur verður
einnig að vera til staðar. Ég skal
fúslega viðurkenna að ég er farinn
aö iða í skinninu að koma fram. Þetta
þýðir ekki að við séum á leið í
ballbransann að nýju. Við ætlum
ekki að fara hringinn aftur. Þeim
ferðum lauk með Todmobile."
Og vel á minnst: Todmobile?
„Todmobile er hætt,“ segir
Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson og
leggur áherslu á orðin. „En eftir eitt
eða tvö ár stendur til að við tökrnn
saman safn okkar bestu laga og
gefum út og þá notum við þaö
kannski sem ástæðu til að fara í
stúdíó og taka upp eitt nýtt lag til að
hafa með.“
-ÁT-
Vaxtar-
broddurinn
Þorvaldur Bjami segir að sig hafi
lengi langað til að kynna sér
danstónlistina nánar. Hann hefur
raunar hlustað á hana síðustu tvö ár
og stúderað það sem um var að vera.
„Þama er mesti frumleikinn og
nýjabrumið í dægurtónlistinni um
þessar mundir," segir hann. „Auð-
vitað em þama misjafnir sauðir eins
og annars staðar en það er enginn
vafl að vaxtarbroddurinn er í dans-
tónlistinni. Ef ég á að nefna dæmi um
áhugaverða flytjendur get ég bent á