Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1994, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1994, Side 7
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 1994 51 Íþróttalífið yfir páskahátíðina: dagar á Siglufirði Gylfi KrÍEtjánsson, DV, Akureyn: Bæjaryfirvöld á Siglufirði gang- ast fyrir menningardögum þar í bæ um páskana í minningu tveggja brautryöjenda í uppbygg- ingu og þróun byggðar í bænum, þeirra Snorra Páissonar og Bjama Þorsteinssonar. Aðalheiður Sigríður Eysteins- dóttir heldur málverkasýníngu í sýningarsalnum í Ráðhúsinu. Þetta er hennar fyrsta einkasýn- ing og sýnirhún olíumálverk sem hún hefur unniö út frá æsku- minningum sínum frá Siglufirði. Annan dag páska kl. 16 verða tónleikar í Tónlistarskólanum, Wilma Young fiðluleikari og El- ías Davíðsson pianó- og harmón- ikuleikari leika og syngja þjóðlög úr ýmsum áttum, nýstofnaður blandaður kór syngur og Sigurð- ur Hlöðversson og Daníel Dam'- elsson leika. Spilaborgin Hljómsveitin Spilaborgin skemmtir á nýjasta skemmtistað borgarinnar í Turnhúsinu á laug- ardagskvöld. Hljómsveitinni hef- ur borist liðsauki, það er bongo/- congo leikarinn Stína Bongo. Á efnisskránni er djass, blús, latin og frumsamið efni. Hljómsveitina skipa Ásdís, George, Pétur, Guð- jón og Kristín. Tommy í Háskóla- bíói Hreyfimyndafélagið sýnir kvik- myndina Tommy eftir leikstjór- ann Ken Russell á fimmtudag kl. 19. Myndin er byggð á tónverki hljómsveitarinnar The Who en söngleikurinn Tommy hefur not- ið gríöarlegra vinsælda og er nú sýndur á Broadway. Framhalds- skólanemar hafa sett verkið upp hér heima, síðast verslunarskóla- nemar í fyrravetur. Tvær sýn- ingar á Akureyri Tvær listsýningar verða opnaö- ar í Listasafninu á Akureyri á laugardag í. í miðsal eru sýndar vatnslita- og oliumyndir Guð- mundar frá Miödal. Það eru myndir írá Ölpunum, Grænlandi og hálendi íslands. í austursal eru sýndar Ijós- myndir Vigfúsar Sigurgeirssonar sem hann hefur tekið á Norður- landi við ýmis tækifæri. Stöðlakot Ijósmyndasýning verður opn- uð í Stöölakoti á fimmtudag. Inga Sólveig Jjósmyndari sýnir þar verk sín. Verkin á sýningunni, sem ber titilinn In memoriam, eru öll unnin á síðasta ári. Sýn- ingin er tileinkuð vinum sem smitaðir eru af eyðniveirunni. Þriöja viðureign Grindvíkinga og Skagamanna í undanúrslitum Visa- deildarinnar í körfuknattleik verður í Grindavík í kvöld klukkan 20. Um er að ræöa oddaleik þar sem liðin hafa unnið hvort sinn leikinn, Grind- víkingar heima í fyrsta leiknum og Skagamenn jöfnuðu siðan metin í annarri viðureigninni á Akranesi á sunnudagskvöldið. Það lið sem vinn- ur í kvöld ávinnur sér sæti í úrslita- leik um íslandsmeistaratitilinn í körfuknattleik. Oddaleikur á Akureyri Þór og ÍR leika sinn þriðja leik á Akur- eyri í kvöld en leikurinn sker úr hvort liðið vinnur 1. deildina í körfuknatt- leik. Ef breytingar um fjölgun liða í úrvalsdeildinni ná fram að ganga á næsta ársþingi KKI leika bæði liðin í úrvalsdeild á næsta tímabili. Skíðalandsmótið á Siglufirði Um páskana verður skíðalandsmót íslands haldið á Siglufiröi. Mótið verður sett í Siglufjarðarkirkju í kvöld en mótinu lýkur á páskadag. Á meðan á mótinu stendur verður ýmisleg afþreying í boði fyrir heima- menn og gestkomandi. Úrslitakeppni 2. deildar Úrslitakeppni 2. deildar karla á ís- landsmótinu í handknattleik verður fram haldið í kvöld. Þrír leikir eru á dagskrá og er keppnin orðin það jöfn að ekki verður ljóst fyrr en í lokaum- ferðinni hvaða lið vinna sér sæti í 1. deild. í kvöld klukkan 20 leika Fjölnir og HK, Grótta-Fram og ÍH- Breiðablik. Grindvíkingar og Skagamenn leika í kvöld i Grindavik og kemur þá í Ijós hvort liðið leikur til úrslita um Islands- meistaratitilinn í körfuknattleik. Hvort liðið hefur unnið einn leik en Skagamenn lögðu Grindvikinga að velli á Akranesi á sunnudagskvöldið var og er myndin frá leiknum. Ferðafélagið leggur á Snæfellsjökul um helgina. Ferðafélag íslands: Fjölbreyttar páskaferðir Um páskana verður farin þriggja daga ferð til Snæfellsness þar sem meðal annars er gengið á Snæfells- jökul. Gist verður á Lýsuhóli í Stað- arsveit. Gangan á jökulinn tekur 7-8 klukkustundir en einnig verða aðrar göngu- og skoðunarferðir í boði. Farið verður í skíðagönguferðir í Landmannalaugar og er hægt að velja þriggja og fimm daga ferðir. Ekið verður að Sigöldu, gengið þaðan á skíðum í Laugar. Jeppar flytja far- angur. Gengiö verður daglega á skíð- um frá sæluhúsinu þar sem gist verð- ur allar næturnar. Gistiaðstaða er mjög góð en húsið er upphitað með hveravatni og laugarnar frægu eru skammt undan. Ganga um Laugaveg Samhliða Landmannalaugaferð- inni verður aukaferð sem ekki hefur verið í boði áður en það er skíöa- ganga um hinn fræga Laugaveg óbyggðanna. Þetta er fimm daga ferð og verður gist fyrstu nóttina í Land- mannalaugum en hinar við Álfta- vatn, í Emstrum og Þórsmörk. Að- eins 10 manns komast með í þá ferð. Þá verður einnig í boði fimm daga ferð austur á Síðumannaafrétt í sam- vinnu við heimamenn á Klaustri. Farið verður á skíöum að Miklafelh, Síðujökli og Lakagígum. Gist verður í skálum og þarna er séð um flutning á farangri á milli skála. í allar ofan- greindar ferðir er lagt af stað á fimmtudagsmorgun, skírdag, kl. 9.00. í dag verður farið af stað í sex daga skíðagönguferð um Kjalveg. Farið verður á milli sæluhúsa á Kili en feröinni lýkur í Haukadal. Að lokum skal nefnd þriggja daga Þórsmerkurferð sem lagt verður af staö í á laugardagsmorgun kl. 9.00. Gist er í Skagfjörðsskála í Langadal og eru skipulagðar gönguferðir með fararstjóra um Mörkina. Auk lengri ferðanna verða styttri feröir alla dag- ana. Útívist: Vatnajökull ogLand- mannalaugar Á skírdag stendur Útivist fyrir dagsferð sem lagt verður af stað í kl. 10.30. Gengin verður gamla þjóðleiðin sem lá frá Selvogi í Þorlákshöfn. Þetta er strand- ganga sem er 18 kílómetra löng. Á fóstudaginn langa verður far- ið á söguslóðir Snorra Sturluson- ar og ekið i Reykholt í Borgar- firði. Sérfróður fararstjóri verður með og fræðir fólk um söguna. .• Lagt verður af stað kl. 10.30, Á skírdag stendur Útivist fyrir skíðagönguferð í Sigöldu, Land- mannalaugar og Bása. Ekiö er að Sigöldu og gengið þaðan í Land- mannalaugar. Þaðan verður gengið áfram 1 Bása á næstu þremur dögum, Gist verður við Álftavatn og í Emstrum og síö- ustu nóttina í Básum. Þessi ferö er eingöngu fyrir vel þjálfað skíðagöngufólk. Útivist stendur einnig fyrir skíðagönguferð á Vatpjökul og Esjuljöll. Gist verður 1 skála Jö- klarannsóknafélagsins í Esju- fjöllum og farið í ferðir út frá honum. Á föstudag fer Útivist af stað í Bása í Þórsmörk. Þetta eru gönguferðir fyrir alla fjölskyld- una og veröur sérstök dagskrá fyrir börnin: leikir, gönguferðir og leitin að páskaeggjunum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.