Dagblaðið Vísir - DV - 30.03.1994, Page 3
MIÐVIKUDAGUR 30. MARS 1994
H>V
tónligi:
Þúsund andlit samanáný
- gamalt og nýtt á geislaplötu fyrir sumarið
Nafnið Þúsund andlit varð Is-
lendingum fyrst kunnugt árið 1991 í
tengslum við Landslagskeppnina.
Framlag þeirra til keppninnar var
lagið Vængbrotin ást sem síðan varð
mjög vinsælt á öldum ljósvakans. En
það var ekki fyrr en sumarið 1992 að
hljómsveitin hetjaði á landann með
ballspilamennsku, fjör og stemningu
í rassvasanum.
Sveitin tók sér hins vegar hlé frá
áramótum 1992 og er nú að byija á
ný.
Að sögn hljómborðsleikara sveit-
arinnar, Birgis Jóhanns Birgissonar,
virðist sem sveitin hafi byrjað á
öfugum enda: „Það er vaninn að gefa
breiðskífuna út fyrst og byrja svo að
spila - en ekki öfugt,“ segir Birgir og
verður nú gerð bragarbót þar á.
Tvíefld
eftir hléið
Sumir gætu haldið að dampurinn
væri ekki sá sami eftir rúmlega eins
árs hlé. Svo virðist þó ekki vera hjá
þessari sveit því hún kemur tvíefld
inn á markaðinn með nýjan mann-
skap. Nýir menn innanborðs eru þeir
Ari Einarsson, gítarleikari úr Svört-
um pipar, og Eiður Amarson bassa-
leikari sem áður spilaði með Tod-
mobile.
Rótgrónari meðlimir sveitarinnar
eru Sigrún Eva Ármannsdóttir sem
sér um sönginn, Birgir Jóhann
Birgisson hljómborðsleikari, Cecilía
Magnúsdóttir bakraddasöngkona og
Jóhann Hjörleifsson bumbuslag-
ari/trommuleikari. í þessari mynd
mun hljómsveitin síðan halda á vit
ævintýranna til að fylgja eftir vænt-
anlegri plötu.
Hljómsveitin Þúsund andlit gefur út stóra plötu í maímánuði þar sem verða fimm ný lög og einnig lög sveitarinnar sem hafa komið á safnplötum undanfarið.
DV-mynd ÞÖK
Geislaplatan
Á þessum þremur árum sem
1
nafin
viHunnar
sveitin hefur starfað hefur hún jafnt
og þétt gefið út lög á safnplötum (nú
síðast á plötunni Algjört Kúl).
„Safnast þegar saman kemur“ segir
máltækið og á vel við í þessu tilviki.
Nú strax í maí kemur út stór plata
með hljómsveitinni þar sem öll
safnplötulögin verða saman komin,
auk fimm nýrra laga.
Fram að þessu hefur Birgir verið
prímus mótor lagasmíðanna í hljóm-
sveitinni og Sigrún séð um texta-
geröina. Þetta breytist hins vegar
með tilkomu nýrra manna þar sem
Eiður er annálaður textasmiður og
Ari hefur talsvert unnið við að
klambra saman lögum. Samstarfið
virðist ganga vel og þessa dagana er
sveitin einmitt að leggja síðustu
hönd á væntanlega plötu. Þegar und-
irritaður spurði hvaða tónlistar-
stefnu væri að vænta stóð ekki á
svarinu: „Nú, auðvitað Þúsund
andlit."
Eldmóður og
rauð rúta
Sumarið 1992 þeysti hljómsveitin
um landiö vítt og breitt og tryllti
landann á „gulu hættunni“. Nú er
hins vegar komin ný rúta sem ber
rauða litinn og mun það vera
farartækið sem á eftir aö flytja
sveitina um landið þvert og
endilangt. Fyrstaframkomanverður
í Keflavík aðra helgina í apríl og eftir
það heldur spilamennskan áfram.
Með þessum orðum kveðjum við
þessi sex „Þúsund andlit" og óskum
þeim góðs gengis í sumar.
-GBG
Tónlistargetraun DV og Japis
Tónlistargetraun DV og Japis er
léttur leikur sem allir geta tekið þátt
í og hlotið geislaplötu að launum.
Leikurinn fer þannig fram að í
hverri viku eru birtar þrjár léttar
spumingar um tónlist. Fimm vinn-
ingshafar, sem svara öllum
spurningum rétt, hljóta svo
geislaplötu í verðlaun frá fyr-
irtækinu Japis. Að þessu sinni er
það geislaplatan Sleepless in Seattle
eftir samnefndri kvikmynd sem er í
verðlaun.
Hér koma svo spumingamar:
1. Númer hvað er nýjasti Now-
diskurinn?
\Hvernig tónlist spila þeir
uddy Guyog Pinetop Perkins?
3. Hvaða hljómsveit flutti fyrst
lagið Have You ever Seen the
Rain?
Rétt svör sendist DV, merkt:
DV, Tónlistargetraun
Þverholti 11
105 Reykjavík
Dregið verður úr réttum lausnum
7. ápríl og rétt svör verða birt í
tónlistarblaðinu 14. apríl. Hér eru
svörin úr getrauninni sem birtist 10.
mars:
1. Níu.
2. Verdi.
3. (Nefnið eina óperu eftir Mozart)
t.d. Don Giovanni, Brúðkaup
Fígarós, Töfraflautan, Brott-
námið úr kvennabúrinu o.fl.
Tom Hanks leikur aðalhlutverkið í Sleepless in Seattle en tónlistin úr þeini kvikmynd
er í verðlaun að þessu sinni.