Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1994, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1994, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR14. APRIL1994 . A 29 ---------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------------- >VÁ«< pv_____________________________________________tónl©tj: Ekkert þungarokk! - Blackout brýst inn í baráttuna um markaðinn „Þetta er eins árs gömul hljóm- sveit en við höfum bara starfað 3 vikur í þessari mynd," segir Leifur „Hammer" Óskarsson, gítarleikari sveitarinnar. Þau eru fjögur sem skipa hljómsvéitina Blackout í dag og skýrt skal tekið fram að þrátt fyrir nafnið spilar Blackout ekki þunga- rokk. „Fólk áttar sig strax og það heyrir lagið okkar," segir Jóna. Eins og áður segir eru þau fjögur sem skipasveitinaogheita: JónadeGroot (söngkona og prímus mótor), Leifur „Hammer" Oskarsson (gítarleikari og lagahöfundur), Stefán „frændi" Sigurðsson (bassaleikari) og Hreiðar „Hredds" Júlíusson en þeir tveir síðastnefndu eru nýgengnir til hðs við hljómsveitina. 6 ára gamall hljómagangur Þeir sem hafa hlustað eitthvað á útvarp upp á síðkastið hafa eflaust heyrt nýjustu afurð Blackout. Lagið heitir „Come Around" og er að finna á safnplötunni Algjört kúl. En hversu nýtt er þetta lag? „Þetta er lag sem er búið að vera að velkjast í hausnum á mér í 6 ár en það var ekki fyrr en síðasta haust að lag, laglína og texti smullu saman," segir Leifur „Hammer" en hann á bæði lag og texta. Leifur, Hreiðar og Stefán eiga allir nokkrar hljómsveitir að baki en Jóna er nýbyrjuð í bransanum, hvernig kom það til? „Ætli ég hafi ekki uppgötvað sjálfa mig í karaoke Það er veríð að búa til myndband með hljómsveitinni Blackout sem verður frumsýnt í Poppi og kóki á næstu vikum. DV-mynd ÞÖK vikunnar fyrir svona ári en það eru ekki nema 6 mánuðir síðan þetta varð eitthvað af viti," segir Jóna. Bókuðfram íjúlí Hljómsveitabransinn er líklega sá fallvaltasti í heimi en þrátt fyrir það hvað þau eru nýbyrjuð með hljóm- sveitina eru þau strax farin að lifa af þessu. „Það var dálítið erfitt að bóka okkur fyrst, aðallega út af nafninu. En núna erum við búin að æfa gott prógramm og þetta rokgengur allt saman. Við erum bókuð fram í júlí." Sem sagt, næg tækifæri til að berja hljómsveitina augum á næstunni. En hvernig verður laginu síðan fylgt eftir? Loksins okkar eigið efni „Það er verið að búa til myndband sem verður^síðan frumsýnt í Poppi og kóki á fiæstu vikum og síðan ætlum við bara að spila eins mikið og við getum. Við höfum æft það mikið upp á síðkastið að lítill tími hefur gefist í okkar eigið efhi en nú er komið að því." Það er sem sagt við miklu að búast frá hljómsveitinni Blackout á næstunni og er þetta vel þegin viðbót við tónlistarmenningu Islendinga í dag. GBG Tónlistargetraun DV og Japis -¦^etív pí h Kurt Cobai Skjótt skipast veður í lofti í síóustu viku fluttum við fréttir í þessum dálki þess efnis aö Kurt Cobain, söngvari Nirvana, væri að jafna sig eftir að hafa misst meðvitund í Róm vegna neyslu óheilsusamlegrar blöndu af lyfjum og kampavíni. Nokkrum dögum síðar berast þær fréttir að Cobain sé allur og hafi stytt sér aldur á heimili sínu í Seattle. Fregnir af þessum sorglega atburdi eru enn nokkuð óljósar en margt bendir til þess að Cobain, sem búinn var að berjast við heróínfíkn um langa hríð, hafi hreinlega gefist upp þegar allt stefndi í sama farið á ný. Þar með hefur nafn Kurts Cobains bæst í hóp þeirra alltof mörgu popp- og rokkstjarna sem fallið hafa frá langt fyrir aldur fram vegna eiturlyfjaneyslu. Hvað verður um hljómsveitCobains,Nirvana,ermeöölluóljóst,enteljamálíklegt að hún deyi drottni sínum með Cobain. -SþS Tónlistargetraun DV og Japis er léttur leikur sem allir geta tekið þátt í og hlotið geisladisk að launum. Leikurinn fer þannig fram að í hverri viku eru birtar þrjár léttar spurningar um tónlist. Fimm vinningshafar, sem svara öllum spurningum rétt, hljóta svo geisladisk í verðlaun frá fyr irtækinu Japis. Að þessu sinni er það geisladiskurinn Sleepless in Seattle sem er 1 verðlaun. Hér koma svo spurningarnar: 1. Hvað eru mörg lög á plötunni Now 27? 2. Hvað hét söngvari hljómsveit- arinnnar Nirvana? 3. Hvaö heitir nýja plata The Charlatans? Rétt svör sendlst DV merkt: DV, tónlistargetraun, Þverholti 11 105 Reykjavik Dregið verður úr réttum lausnum 21. apríl og rétt svör verða birt í tónlistarblaðinu 28. apríl. Hér eru svörin úr getrauninni sem birtist 24. mars: 1. John Fogerty. 2. 35 lög á-tveimur diskum. 3. Pod. Að bessu sinni er það geisladiskurínn úr myndinni Sleepless in Seattle sem er i verðlaun.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.