Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1994, Qupperneq 4

Dagblaðið Vísir - DV - 14.04.1994, Qupperneq 4
Kúvending tónlistarstefnu Hljómsveitin Primal Scream snýr aftur til fortíðar Árið 1991 kom út platan Screama- delica með hljómsveitinni Primal Scream. Það var Bobby Gillespie, fyrrum trommuleikari Jesus and the Mary Chain, sem var prímus mótor í stofnun hljómsveitarinnar ásamt Robert Young og Andrew Innes. Screamadeiica fékk fádæma góðar viðtökur jafnt hjá gagnrýnendum sem og plötukaupendum og var hún valin ein besta plata ársins af nokkrum tónlistartímaritum. Platan einkenndist af svokallaðri „acid“ danstónlist sem var mjög vinsæl á þeim tima fyrir utan gospel slagar- ann „Movin’ on up“. Nú hefur hins vegar orðið mikil stefnubreyting hjá hlj ómsveitinni og hún er búin að gefa út nýja plötur sem heitir „Give Out But Don’t Give Up“. Primal Scream hefur nú snúið baki við danstónlistinni og tekið á sig fortíðartóna, rokkið. Með dyggri aðstoð fonkboltans Georges Clitnons hefur sveitin tekið á sig nýja mynd sem s vipar hvað helst til Rollinganna þegar þeir voru upp á sitt besta. Platan inniheldur 11 lög sem öll eiga rætur sínar að rekja til rokksins jafnvel þótt nýr hljómur hafi verið búinn til fyrir sveitina. Tom Dowd sá um útsetningar fyrir sveitina en platan var tekin upp í Ardent hljóð- verinu, Memphis Tennessee og Ocean Way hljóðverinu, Hollywood California. Með þessari breyttu ímynd er hljómsveitin að láta ákveð- inn draum rætast og við vonum að allt gangi eftir og platan nái svipuð- um vinsældum og sú fyrri. GBG Primal Scream hefur nú snúið baki við danstónlistinni og tekið tii við að spila rokk. íslensku tónlistar- verðlaunin XPP^ ; jSmaU^undur' ársin&' J^lidi ár&ins Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson Orri Harðarson Björk Guðmundsdóttir Bubbleflies Gunnar Bjarni Ragnarsson J&xtahöfundur árttins Jonaaariársins Andrea Cylfadóttir Daníel Agúst Haraldsson Björk Guðmundsdóttir Páll Rósinkrans Daníel Ágúst Haraldsson Stefán Hilmarsson Sfautsaíeikariáruns/ Jomtkonaársim Eiður Arnarsson Björk Guðmundsdóttir \ Haraldur Þorsteinsson Andrea Gylfadóttir Jóhann Ásmundsson Sigríður Beinteinsdóttir 0nonunuíeikari ársins SnduraerJársins Gunnlaugur Briem Jet Black Joe - Starlight Birgir Baldursson Borgardætur - Bei mir bist du schön ; Ólafur Hólm Einarsson Stjórnin - Ég veit að þú kemur dQiómborédeikariáreins dqpársins/ Eyþór Gunnarsson Todmobile - Stúlkan Jón Ólafsson Björk - Venus as a boy Kjartan Valdimarsson Todmobile - Ég vil brenna /títanleikari ármns S&egtifíutiandi á tónleiÁuun Guðmundur Pétursson TodmobUe Stefán Hjörleifsson Mezzoforte Þorvaldur Bjarni Þorvaldsson SSSól lArfrirhliórffœraleikarar Geida/data ársins Sigtryggur Baldursson (slagverk) Todmobile - Spillt j KK (kassagítar) Björk - Debut Sigurður Flosason (saxófónn) Nýdönsk - Hunang FIMMTUDAGUR 14. APRÍL 1994 I>V Hljómsveitin SSSól er með lagið Bleyttu mig á safnplötunni Heyrðu 3. DV-mynd BG Safnplötuflóðið byrjað - Heyrðu-serían heldur áfram Nýjasta og athyglisverðasta sveitin verður að teljast Quicksand Jesus en hún prýðir plötuna með lagi sínu „Suicide“. Síðast en ekki síst syngja þau Þóranna Jónbjörnsdóttir og Elvar Aðalsteinsson lagið „Indæla jörð“. Á plötunni eru 11 erlend lög með hljómsveitum eins og Enigma, Cranberries, Smashing Pumpkins, Crash Test Dummies, Counting Crowes og Blur svo eihhveijar séu nefndar og eins og áður hefur komið fram kemur á óvart hversu nýlegar smáskífur hljómsveitanna eru. GBG plt^tugagnrýni ► ?4 Lengi vel hefur tíðkast að gefa út safnplötur meðal hljómplötuútgef- enda. Þetta er oftast gert í þeim tilgangi að kynna fyrir fólki það helsta sem hver útgefandi hefur upp á að bjóða. í fyrra hóf Skífan útgáfu á Heyrðu-seríunni með því að gefa út Heyrðu og Heyrðu 2. Serían heldur áfram í ár og nú þegar eru komnar út plötumar Heyrðu aftur sem á víst að geyma öll vinsælustu lög ársins 1993 og svo platan sem við beinum nú sjónum að, Heyrðu 3. Úr ýmsum áttum Á Heyrðu 3 ægir saman erlendum og innlendum lögum og það kemur hvað mest á óvart að erlendu lögin eru vel flest nýleg (en svo er ekki alltaf í safnplötuútgáfu á íslandi). Af þeim 17 lögum sem eru á plötunni eru 6 þeirra íslensk. Fyrsta skal telja til leiks SSSÓL með lagið „Bleyttu mig“. Hljómsveitin hefur tekið töluverðum stakkaskiptum og það er við miklu að búast þegar ný plata hennar kemiu- út í ár. Orri Harðar, sem skipaði sér í raðir sjálfstæðra útgefanda fyrir jól, er þama með nýtt lag sem heitir „Söngur úr lífmu“. Anna Mjöll prýðir skífuna með Júróvision-laginu „Stopp“ og stuð- sveitin Vinir vors og blóma em með nýtt lag sem ber nafnið „Frjáls“. Grant Lee Buffalo - Fuzzy ★ ★★Á Angurvært tríó Árið 1993 valdi Michael Stipe, söngvari hljómsveitarinnar R.E.M., Grant Lee Buffalo hljóm sveit ársins. Jafuvel þótt Stipe sé ekki virt tónlist- artímarit jók þetta hróður sveitarinn- ar svo um mun ar. Platan Fuzzy hef- ur lengi veriö í miklu uppáhaldi hjá mér og er þess vegna skömm aö þessi dómur skuli birtast svona seint. En segir ekki máltækið: betra seint en aldr ei? Tríóið Grant Lee Buffalo er samsett af Grant Lee Phillips (söng ur og gítar), Paul Kimble (bassi og radd- ir) og Joey Peters (trommur). Tríóið hefur fundið sér einstakan og angur- væran hljóm sem hlust andinn fellur fyrir við fyrstu hlust un. Lög eins og Shining Hour, Jup iter and Teardrop og Fuzzy verða að teljast til betri laga plötunnar en í heild virkar platan mjög vel. Það er bassaleikari hljóm- sveitar innar, Paul Kimble, sem á heiður inn af hinum einstaka hljómi sem sveitin státar af og má með sanni segja að hann fmnist hvergi annars staðar um þessar mundir. I mínum huga hefur Michael Stipe ekki ver ið mjög langt frá veruleikanum þegar hann valdi bestu plötu ársins 1993. Guðjón Bergmann Elvis Costello - Brutal Youth ★★★ Sannfærandi afturhvarf Óhætt er að fúllyrða að fáir popp tónlistarmenn samtímans hafi yfir jafh fjölbreyttum hæfileikum að ráða og Elvis Costello. Það virðist sama hvaða tónlistarform hann leggur fyrir sig; allt leikur þetta í höndunum á honum. Hann byijaði í frekar hráu rokki á tímum pönk bylgjunnar en vegna afburða hæfi leíka hans sem lagasmiðs þróaðist tónlistin smám saman út í nokkurs konar eðalpopp; einstaklega vand aða og fágaða popp- tónlist sem því miður átti ekki alltof greiðan að gang að almenningi. Svo kom hliðarspor með kántrí plötunni Almost Blue, sem var tal in með betri kántríplötum það árið, en sveita- og þjóðlagatónlist hefur alltaf átt sterk ítök í tónlist Costel los. Eftir Almost Blue tók hann aft ur til við eðalpoppið en þrátt fyrir marghátt- aðar viðurkenningar í gegnum árin hefur hinn breiði al menningur látið Costello tiltölu lega afskiptalausan. í fyrra kom armað hliðarspor með plötunni The Juliet Letters þar sem Costello vatt sér í að sameina popp og kammertónlist með góðum ár angri. Á nýju plötunni sinni, Brutal Youth, er Costello hins vegar snú inn aftur til fyrstu áranna og búinn að taka upp samstarf við hljóm sveitina Attractions að nýju en hún var óað- skiljanlegur hluti af tónlist Costellos fyrstu frægðarárin. Það sem einkenndi plötur hans þau árin og einkennir um leið þessa nýju plötu er rokkað yfirbragð, til tölulega einfaldar og stundum hrá ar laga- smíðar; stutt en melódísk lög. Costello hefur alltaf verið meistari hráu melódíunnar og bæt ir nokkrum skrautfjöðrum í þann hatt með þessari plötu. Þá hefur hann ekki síður samið mörg gull falleg lög í rólegri kantinum og þau er einnig að frnna hér. í heildina er hér um að ræða eina af betri plötum Costellos síðustu ár, hér blása frískir vindar og verð ur fróðlegt að fylgjast með því hvert þeir feykja honum í fram haldinu. Sigurður Þór Salvarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.