Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1994, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 15.04.1994, Blaðsíða 6
i 22 Eiac Tommy Lee Jones og Joan Chen i hlutverkum sinum. Sambíóin frumsýna: Himinn og jörð Sambíóin eru að hefja sýningar á nýjustu mynd Olivers Stone, Heaven and Earth, eða Himin og jörð. Mynd- in fjallar um hetjulega baráttu konu frá Víetnam við að lifa af stríð og hörmungar í landi sínu og fóstur- landi sínu, Ameríku. Óskarsverðlaunahafinn Tommy Lee Jones leikur aðalhlutverkið en hann fékk sem kunnugt er óskarinn fyrir leik sinn í Flóttamanninum. Jones var auk þess tílnefndur til ósk- arsverðlauna fyrir leik sinn í JFK en fékk ekki. Auk Jones leika Joan Chen, Haing S. Ngor og Hiep Thi Le í myndinni. Þetta er síðasti hluti í Víetnam trí- lógíu Olivers Stone og gerist myndin að hluta til í Víetnam og að hluta í Bandaríkjunum. Þetta er sönn saga víetnamskrar konu, Le Ly, sem upp- lifir nýlendutíma Frakka og frelsis- stríð Víetnama í Indókína, skiptingu landsins í Suður- og Norður-Víet- nam. í Víetnamstríðinu gerist hún njósnari fyrir Víetkong en er tekin höndum og fangelsuð. Þegar hún er látin laus treystir Víetkong henni ekki lengur og hún er sögð hand- bendi Bandaríkjanna. Le Ly yfirgef- ur Víetkong og fer til Hanoi þar sem hún kynnist Bandaríkjamanni sem hún giftist síðan og flytur með hon- um til Bandaríkjanna. í hlutverki Le Ly er Joan Chen sem bíógestir þekkja úr Síðasta keisaran- um og sjónvarpsþáttunum Tvídröng- um. Auk þeirra leikur í myndinni fjöldi Víetnama sem eru að stíga sín fyrstu skref á hvíta tjaldinu. Dr. Ha- ing S. Ngor er þekktur fyrir leik sinn í The Killing Fields og fékk hann ein- mitt óskarsverðlaunin fyrir leik sinn í myndinni sem besti leikari í auka- hlutverki. Framleiðandi myndarinn- ar er Mario Kassar (Cliffhanger, Basic Instinct.) -em Kona og sonur Max taka á móti honum heim þegar hann lifir af hið hræði- lega flugslys. Sambíóin: Hetjan hann pabbi Sambíóin eru að hefia sýningar á kvikmyndinni Hetjan hann pabbi eða My Father the Hero, með Gerard Depardieu í aðalhlutverki. Þaö getur verið meiri háttar vand- ræðalegt fyrir unghng að fara í sum- arfrí með föður sínum. Það var ein- mitt sú aðstaða sem Nicky lenti í. Hún þurfti að fara með fööur sínum (Gerard Depardieu) í ffí á sólar- ströndu. Það er ekki beinlínis það sem hún vfil gera en þegar hún hitt- ir Ben er aUt annað upp á teningnum. Nicky verður ástfangin af honum en til að sýnast eldri og veraldarvanari þá segir hún honum að faðir sinn sé elskhugi sinn. Ben gleypir við þessu og reynir allt hvað hann getur tíl að stía þeim sundur. En Andre (Dep- ardieu) skilur ekki í því óvinveitta andrúmslofti sem hann fer að finna fyrir þegar orðrómurinn um „ástar- samband“ þeirra fer að spyrjast út. Leikstjóri myndarinnar er Steven Miner. -em Nicky segir Ben að faðir sinn sé elskhugi sinn. Háskólabíó: Leitað að Bobby Fischer meðal æsku landsins í síðasta helgarkálfi kom ranglega fr am að sýna ætti kvikmyndina Leit- in að Bobby Fischer. Frumsýningu hennar var frestað um viku vegna þess að á laugardag standa Taflfélag Reykjavíkur og Háskólabíó fyrir hraðskákmótinu Leitinni að Bobby Fischer og hefst keppnin kl. 13.00 í Háskólabíói. Keppt verður í hrað- skák í fjórum flokkum, 7 ára og yngri, 8-9 ára, 10-11 ára og 13-16 ára. Skráiúng fer fram hjá Taflfélagi Reykjavíkur og í Háskólabíói. Allir sem taka þátt í leitinni að Bobby Fischer fá að launum boðsmiöa á kvikmyndina Leitin að Bobby Fisch- er sem ffumsýnd verður á laugar- dag. Fyrir hverja sigurskák fást bón- usverðlaun og þeir sem sigra í hveij- um flokki fá glæsileg aðalverðlaun. Kvikmyndin Leitin að Bobby Fischer er byggð á ævi bandaríska undrabarnsins Josh Waitzkin. Skák- maðurinn Bruno Pandolfini sér sex ára gutta dunda sér við að rústa menn í hraðskák. Hann einsetur sér Það getur orðið erfitt að l'rfa eins og Bobby Fischer. að búa til nýjan Bobby Fischer. En það er erfitt að vera undrabam og ef maður á að verða jafngóður og Fischer verður maður þá að lifa eins og hann? Mikið er vitnað í feril Bobbys Fischer í myndinni og meðal annars sýnt frá einvígi hans við Spassky í Reykjavík árið 1972. -em Bíóborgin: Óttalaus Sýningar á kvikmyndinni Óttalaus standa nú yfir í Bíóborginni. Leik- stjóri myndarinnar er enginn annar en Peter Weirs sem gerði einnig Wit- ness og Dead Poets Society. í aðalhlutverkum eru Jeff Bridges og Isabella Rossellini. Max Klein lifir af flugslys án þess að slasast en fé- lagi hans og vinur dó. Þremur mán- uðum síðar hefur hann ekki enn náð sér eftir áfallið. Sálfræðingur flugfé- lagsins, dr. Bill Perlam, kynnir Max fyrir Cörlu sem einnig var í flugvél- inni þegar slysið varð. Hún er harmi slegin þar sem hún missti þar ungan son sinn. Þessar tvær ólíku mann- eskjur kynnast, Max er fullur sjálfs- trausts og hefur óbilandi trú á sjálf- um sér en Carla er niðurbrotin. Max fyllist mikilli samúð með henni og saman geta þau sigrast á erfiðleikun- um. í hlutverki Cörlu er Rosie Perez. -em FÖSTUDAGUR 15. APRÍL 1994 Kvikmyndir BÍÓBORGIN Sími 11384 Pelikanaskjalið Vel heppnaður spennutryllir um viðtækt sam- særi í Washington. Stjörnuleikarar standa vel fyrirsínu. -HK Hús andanna ★★★’/, Bille August hefur tekist að gera áhrifamikla og vandaða kvikmynd, mynd sem hrærir við tilfinningum og lætur engan ósnortinn. -H K BÍÓHÖLLIN Sími 78900 Beethoven 2 * 'h Það stendur upp úr annars slakri gamanmynd eru hinir skemmtilegu St. Bernhardshundar sem standa mennskum leikurum mun framar í túlkun. Einnig sýnd i Háskólabiói. -HK Aladdin ★★★ Aladdin er einstaklega vel heppnuð teikni- mynd. islensku leikararnir, sem tala inn á myndina með Ladda i broddi fylkingar, ná góðum tökum á persónunum. -H K SAGA-BÍÓ Sími 78900 Mrs. Doubtfire *★* Robin Williams er frábær. Hann sýnir allar sinar bestu hliðar sem gamanleikari í tvöföldu hlutverki. Góð skemmtun fyrir alla fjölskyld- una. -HK HÁSKÓLABÍÓ Sími 22140 Blár *’/2 Fremur tilgerðarleg mynd um unga ekkju sem tekst á við lifið og sorgina eftir lát mannsins sins. -GB Litli Búdda ☆* Bertolucci hefur gert betur en hér i mynd um leit búddamunka að leiðtoga sinum end- urholdguðum. -GB Listi Schindlers *☆* Spielberg tvinnar saman helförina og starf- semi þýsks stríðsmangara í Póllandi með misjöfnum árangri en veitir óneitanlega eina bestu innsýn til þessa i kafla mannkynssög- unnarsemmáekkigleymast. -GE í nafni föðurins ***'/1 Áhrifamikil og sterk kvikmynd frá irska leik- stjóranum Jim Sheridan. Daniel Day Lewis og Pete Postlethwaite eru mjög góðir í hlut- verkum feðga sem verða fórnarlömb haturs. -HK LAUGARÁSBÍÓ Simi 32075 Tombstone * /i Slappur og sundurlaus vestri sem er óþörf viðbót I stóran hóp mynda um Wuatt Earp, Doc Holliday og lætin i O.K. Corall. Góður leikhópur virðist ráðvilltur. Leiftursýn *'/í Þokkaleg spennumynd um blinda konu sem fær hálfa sjón og baráttu hennar við að sann- færa lögguna um að hún geti borið kennsl á morðingja. -GB Dómsdagur ★★ Spennandi tryllir um unga menn sem villast af leið í borgarfrumskóginum. Kemur á óvart. -GB REGNBOGINN Sími 19000 Lævis leikur * Lítt spennandi spennumynd um meint læknamistök og svik og pretti. -GB Germinal Niðurdrepandi stórmynd um eymd, volæði og verkföll kolanámufólks en góður efniviður skáldsögu Emile Zola og frábær leikhópur heldurhenniuppi. -GE Far vel, frilla mín *☆ 14 Stórglæsileg mynd um róstusamt lif tveggja óperusöngvara sem nær samt aldrei flugi vegnafjarlægðarviðpersónurnar, -GE Arizona Dream -U'h Evrópskur leikstjóri varpar Ijósi á tálsýn draumalandsins. Góðir punktar inn á milli en heildin ber þess merki að hann hafi látið of mikiðeftireiginduttlungum. -GE Kryddlegin hjörtu **★ Heillandi frásagnarmáti i bragðmikilli og dramatískri mynd þar sem ýkjukennd sagna- hefð nýtur sín vel. Athyglisverð og vel leikin kvikmynd i háum gæðaflokki. -HK Píanó *** '/2 Píar.ó er einstaklega vel heppnuð kvikmynd, falleg, heillandi og frumleg. Þrátt fyrir að rauði þráðurinn sé erótik með öllum sinum öfgum er myndin aldrei yfirþyrmandi dramatisk. -HK STJÖRNUBÍÓ Simi 16500 Dreggjar dagsins ★**★ Anthony Hopkins er maður dagsins i þessari úrvalsmynd um þjóninn Stevens sem missir af lífsins strætó en vill bæta fyrir mistök sín. -GB Fleiri pottormar *'/2 Hugmyndin var góð i fyrstu myndinni en er orðin útþynnt og að láta hunda hugsa eins og manneskjur er fullmikið af þvi góða. -HK Morðgáta á Manhattan *** Léttur og leikandi Woody Allen og félagar I þráhyggjuleit að meintum morðingja. -GB I kjölfar morðingja ** Bruce Willis í banastuði sem fljótalögga í Pittsburgh I spennandi eltingaleik við band- óðan fjöldamorðingja. Hasar i góðu meðal- lagi. -GB

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.