Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1994, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 18.04.1994, Blaðsíða 8
28 MÁNUDAGUR 18. APRÍL 1994 fþróttir Erwin Magic Johnson, þjálfari LA Lakers í NBA-deildinni, ætlar að hætta að þjálfa eftir yfirstand- andi koppnistimabil. Schneider hæftir ekki Vreni Schneider frá Sviss, þre- faldur ólympíumeistari á skíðum, hefur ákveðið að halda áfram keppni en hún er þrítug. Fengu ibód í verdlaun Leikmenn Nígeríu, sem urðu Afríkumeistarar í knattspymu á dögunum, fengu að launum þrigga herbergja íbúð hver. Italia-Portúgal í úrsiit Ítalía og Portúgal leika um Evr- ópumeistaratitilinn í knatt- spyrnu u-21 árs. Ítalía vann Frakkland, 5-3, eftir vítakeppni og Portúgal vann Spán, 2-0. AumanntilTyrklands Raimond Aumann, markvörð- ur Bayern Múnchen í knatt- spymu, leikur með tyrkneska hð- inu Besiktas á næsta tímabili. Bandaríkj amaðurinn Michael Chang sigraði á opna Hong Kong mótinu í tennis um helgina. Chang vann Patrick Rafter í úr- slitum, &-1 og 6-3. Stephen Hendry, heimsmeistari í snóker, missti af Rolls Royce bifreið um helgina. Hendry gat náö fuilu skorí, 147, en mistókst á síðustu kúlunni. Stúdinurjöfnuðu ÍS sigraði Vflúng, 3-1, í öðrum leik Iiðanna um íslandsmeistara- titilinn í blaki kvenna í gær- kvöldi. Hrinurnar fóru, 15-9, 15-13, 3-15, 15-12. Liðin standa jöfn að vígi, 1-1. Gautiskoraðitvö Gauti Laxdal skoraði bæði mörk Fram í, 2-0, sigri Hðsins gegn ÍR á Reykjavikurmótinu. Fylkir vann Víking í gærkvöldi með mörkum frá ÞórhalH Dan Jóhannssyni, Þórði Gíslasyni og Ingvari Ólafssyni. TapgegnÞjóðverjum Keppni íslenska badminton- fólksins á Evrópumótinu lauk með tapi Guðrúnar Júlíusdóttur og Birnu Petersen í tvíliðaleik gegn þýsku pari, 1-15 og 4-15. TvöfaðtlýáGerplu Gerpla vann i flokki 14 ára og eidri og 10-13 ára á íslandsmótinu í Trompí um helgina. Tveir sigrar hjá Nyberg Fredrik Nyberg frá Svíþjóð vaim tvívegis sigur á alþjóðlegum mótum í stórsvigi á Akureyrí. Kristinn Björnsson varð annar í fyrra mótinu en datt i því síðara, Ceron bestur í London Dionicio Ceron frá Mexíkó vann Londonmaraþonið í karla- flokki um helgina á 2:08,51 klst. í kvennaflokki sigraði Katrin Dorre 3. árið í röð á 2:33,16 klst. Einar og Dagur útneíndir Einar Einarsson var útnefndur besti leikmaður ÍA í körfunni í vetur og Dagur Þórisson sá efni- iegasti um helgina. Karl með gegn Selfossi? AHt bendir til þess að Karl Þórðarson leitó sinn fyrsta leik meö Skagamönnum eftir rúmlega tveggja ára flarveru gegn Selíyss- ingum í litíu bikarkeppninni á Akranesi á fimmtudaginn. -SK/JKS/-SSV/ih Guðmundur hættir að þjálfa Grlndavík. Jón Kr. áfram með ÍBK. Helgi í Grindavík Ægir Már Kárason, DV, Suðumesjum: „Ég hef tekið þá ákvörðun að hætta að þjálfa og mun einbeita mér að því að leika með Höinu á næsta tímabili. Ég á nokkur góð ár eftir sem leikmaður og eftir það getur maður snúið sér aftur að þjálfun," sagði Guðmundur Braga- son í samtaU við DV í gærkvöldi. Guðmundur náði frábærum ár- angri með Grindavík í vetur. Efsti maður á óskaHsta Grindvík- inga sem arftaki Guðmundar er Axel Nikulásson og munu viðræð- ur við hann hefjast næstu daga. Er nær öruggt að hann verður næsti þjálfari deildarmeistaranna. Forráðamenn Grindvíkinga hafa gengið frá endurráðningu Wayne Casey og leikur hann áfram með Uðinu á næsta tímabili. Hjörtur Harðarson hefur hug á að fara til náms í Bandaríkjunum og er líklegt að af þvi verði. „Ég hef fengið skólavist í háskóla í Bandaríkjun- um næsta vetur. Ef ég fer ekki mun ég spila áfram með Grindvíking- um,“ sagði Hjörtur í gærkvöldi. Grindvíkingar fá mikinn Hðs- styrk fyrir næsta vetur þvi Helgi Guðfinnsson er á heimleið eftir nám í Bandaríkjunum og leikur með Uðinu næsta vetur. Helgi hefur staðið sig frábærlega ytra. Gengið hefur verið frá því að Jón Kr. Gíslason verður áfram þjálfari hjá bikarmeisturum Keflvíkinga: „Ég er mjög ánægður með að fá að þjálfa Keflavík áfram. Mér líður langbest hér og er þakklátur fyrir að fá eitt tækifæri í viöbót. Viö er- um ekki sáttir við síðasta tímabil og erum staðráðnir í að halda sama mannskap og endurheimta titil- inn,“ sagði Jón Kr. í samtaH við DV um helgina. Keflvíkingar eru þessa dagana að gera leikmanna- samninga og hyggjast halda sama mannskap og þeir voru með í vetur. Valur Ingimundarson verður áfram þjálfari Njarðvíkinga en hann var ráðinn til tveggja ára í| fyrra. AUir leikmenn meistaranna I verða áfram og viðræður eru íl gangi við Rondey Robinson. „Viðl höfum mikinn áhuga á að halda| honum. Annað væri heimska. Hann hefur mikinn áhuga á því að I vera hér áfram og fógnum við því,“ sagði Ólafur Eyjólfsson, formaður körfuknattleiksráðs Njarðvíkur, íl gærkvöldi. Samkvæmt heimhdum I DV mun Kristinn Einarsson, sem I þjálfaði og lék með SnæfelU í vet- [ ur, snúa heim á ný og leika með | Njarðvík næsta vetur. Opna, alþjóðlega, sænska sundmeistaramótið fyrir fatiaða: Sigrún Huld setti sjö ný heimsmet íslenskt sundfólk, sem tók þátt í mótrnu. Sigrún Huld setti auðvitað opna, sænska meistaramótinu í sjö íslandsmet um leið og hún sló sundi fyrir fatlaða um helgina, náði heimsmetin en að auki settu þessi glæsilegum árangri. Sigrún Huld íslandsmet: Hrafnsdóttir setti sjö ný heimsmet í e Kristín Rós Hákonardóttir setti flokki þroskaheftra á mótinu og ahs 4 íslandsmet. í 50 m skriðsundi á vann íslenska sundfólkið til 16 gull- 38,67 sek., 200 m fjórsundi á 3:22,90 verðlauna, 6 silfurverðlauna og 10 mín., 100 m bringusundi á 1:43,35 bronsverðlauna. mín., og 100 m baksundi á 1:32,01 mín. Fyrri kepnisdaginn setti Sigrún • Birkir Rúnar Gunnarsson í 50 m Huld heimsmet í 200 m skriðsundi, skriðsundi á 32,99 sek. Að auki setti synti á 2:33,90 mín., 1100 m bringu- Birkir íslandsmet í 200 m fjórsundi sundi á 1:28,50 mín., í 200 m bringu- á 2:49,07 min. sundi á 3:07,40 mín. og í 100 m bak- e Pálmar Guðmundsson setti 2 sundi á 1:23,50 mín. Sigrún Huld setti met 1 sama sundinu. Hann synti 100 síðan 4 heimsmet síðari keppnisdag- m skriðsund á 2:17,08 mín. og milh- inn, tvíbætti heimsmetið í 50 m skrið- tími hans eftir 50 m var einnig met, sundi og synti á 32,75 sek. og 32,58 1:03,70 mín. sek. í úrshtum. Hún bætti síðan e Gunnar Þpr Gunnarsson setti heimsmetið í 200 m fjórsundi um 7 íslandsmet í 100 m baksundi, synti á sek. og synti á 2:54,00 mín. 1:19,33 mín. -SK Sundfólkið setti 16 íslandsmet á Sigrún Huld Hrafnsdóttir náöi glæsilegum árangri í Svíþjóö um helgina og setti sjö ný heimsmet. DV-mynd S Þingeyingar sigruðu f Sveitaglimu íslands sem fram fór á Laugarvatni um helgina. HSÞ vann 15. áriö i röð í karlaftokki. HSK-a sigraðl í fiokki 16-19 ára karla, HSÞ i flokki 13-15 ára karla og HSK-a I flokki 10-12 ára karla. HSK-a vann i flokki kvenna 16 ára og eldri, HSS í flokki 13-15 ára og HSK-a I flokkl 10-12 ára. Á myndinni er sigurlið HSÞ í karlaflokki, 20 ára og eldri. -SK Litla bikarkeppnin í knattspymu: Ægir náði jöfnu í Krikanum Litla bikarkeppnin í knattspyrnu hófst um helgina og fóru þá fram átta leikir. Keppninni er skipt í fjóra riðla og skipa fjögur lið hvern riðil. Úrsht í leikjunum urðu þessi og markaskorarar: FH-Ægir....................1-1 (Lúðvík Amarson - Kjartan Helga- son). ÍA-Grótta..................2-0 (Bjarki Pétursson og Haraldur Hin- riksson). Selfoss-HK.................0-2 (Ólafur Már Sævarsson og Helgi Kolviösson). Grindavík - Haukar.........2-1 (Þórir Ólafsson, Ingi Sigurðsson - Hahgrímur Guðmundsson). Afturelding - ÍBV...........1-3 (Orri Baldursson - Steingrímur Jóhannesson 2, Bjamólfur Lárus- son). ÍBK-Reynir..................4-0 (Ragnar Steinarsson, Kjartan Ein- arsson, Marco Tanasic, Jóhann Steinarsson). Stjaman - Víðir.............3-1 (Goran Micic 2, Leifur Geir Haf- steinsson - Guðmundur Valur Sig- urðsson). Breiðablik - Skahagrímur.....3-0 (Kristófer Sigurgeirsson, Úlfar Ótt- arsson, Tryggvi Valsson). -JKS Góð tugþraut hjá Jóni Arnari Jón Arnar Magnússon hlaut 7.805 stig í tugþraut á móti í Bandaríkjun- um um helgina. Íslandsmetið er 7.592 stig en of mikih meðvindur var í 100 m hlaupi og langstökki hjá Jóni Amari. Hann hljóp 100 m á 10,77 sek., stökk 7,63 m í langstökki, varpaði kúlu 13,33 m, stökk 1,99 m í há- stökki, hljóp 400 m á 49,54 m, hljóp 110 m grindahlaup á 14,82 sek., kast- aði kringlu 42,56 m, stökk 4,45 m í stangarstökki, kastaði spjóti 56,86 m oghfjóp 1500 má 4:56,75 mín. -SK

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.