Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1994, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 28.04.1994, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 28. APRIL 1994 29 tónliSt: *n + Gríðarlegt stuð, fjör og stemning í allt sumar r - Vinir vors og blóma frá Islandi Þaö geröist í febrúar árið 1993. Eftir aö hafa æft í sama húsnæði í nokkra mánuði sameinuðust hljóm- sveitimar Testemony Soul & Co. og Busarnir í mestu stuðhljómsveit landans í dag, Vinum vors og blóma. FQjómsveitina skipuðu þá og skipa enn: Gunnar Þór Eggertsson „Gröller“ á gítar, Siggeir Pétursson ,,S”cka Pé“ á bassa, Þorsteinn G. Olafsson „Stönweld" sér um söng- inn, Njáll Þórðarson „Nils Master" fer fimum fingrum um keyboard „Korg Pro“ og Birgir Nilsen „Bæks Jörgensen" slær húðir. Það sem vekur athygli við nafna- kall hljómsveitarinnar er ef til vill viðurnefnin. Þau. virðast saman komin úr fleiri en einu tungumáli en þó er það þýskan sem er efst á baugi hjá hljómsveitarmönnum. Þýsku- áhugi „Bæks“ byijaði með forvitni á æskuárunum og þróaðist síðar inn I tónlistina sbr. „Gott í kroppinn". Stór plata í sumar „Gott í kroppinn“ var einmitt fyrsta útgefna lag hljómsveitarinnar, en það kom út árið 1993 á Laga- safninu 3 og varð mjög vinsælt á útvarpsstöðvunum. Sama ár var því fylgt eftir með laginu „Maður með mönnum" sem kom út á Heyrðu 2 og nú síðast kom út lagið „Frjáls“ á Heyrðu 3, en það lag hefúr aldeilis tekist á loft og flýgur nú hraðbyri inn á vinsældalista hér á landi. Um þessar mundir standa yfir samningaviðræður viö Skífuna um stóra plötu í sumar og segja strák- arnir það nokkuð öruggt að hún komi út innan tíðar. „Það fer allt eftir því hvenær hljóðverin eru laus og hvaða stefnu þessar samninga- viðræður taka. Við munum hins vegar gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að þetta takist.“ Aðspurðir um eöiistök plötunnar segja strákamir: „Meginþorri plöt- unnar byggist upp á okkar efni en þó hafa nokkrir þekktari hljómlist- armenn sýnt áhuga á að semja fyrir okkur lög en það er enn á viðræðu- stigi. En hvernig gengur spila- mennskan? Grúppíur á írlandi „Okkur hefur gengið alveg frábærlega vel að spila og fengið góðar viðtökur hvert sem við vikunnar Vinir vors og blóma ætla að hefja sig til flugs í sumar og von er á stórri plötu innan tíðar frá hljómsveitinni. komum. Til dæmis þegar við spiluðum í Rockgarden í Dublin með hfjómsveitunum Kerbdog og Shampoo 2, komu til okkar nokkrar írskar stelpur og sögðu einfaldlega „You’re going to be famous“. í Firðinum um daginn lögðu nokkrar miðaldra konur land undir fót til að heyra okkur spila nýju afurðina „live“. Það eru þónokkur atriði sem hljómsveitin leggur áherslu á þegar hún er að spila. Númer 1, 2 og 3 er að vera alltaf edrú uppi á sviði. „Við gætum aldrei keyrt „sjóvið" áfram með þessum hraða ef við værum, drukknir, það væri bara lífsins ómögulegt. Við erum ekki með neina æfða sviðsframkomu og við spilum ekkert óvinsældapopp. Til að mynda erum við bara með eitt rólegt lag á prógramminu og við spilum það sjaldnast. Það eru engin takmörk fyrir því hvað við gerum til að halda uppi stuðinu.“ Ætla að spila einir Sumarið er næstum fullbókað hjá hljómsveitinni en af ráðnum hug hefur hún ákveðið að halda nokkrum dagsetningum opnum til að geta hliðrað til fyrir hlutum eins og fyrirliggjandi Frakklandsferð. Liðs- menn leggja áherslu á það að þeir ætli að „túra“ einir, en það virðist vera einhver lenska hjá íslenskum sveitum að „túra“ saman í sumar. Nýtt atriði hjá Vinunum verður „Sick TV“. Þetta verða fjögur gríðarstór sjónvörp og verða þau helst notuð sem ljósasýning og auglýsingamiðifl fyrir styrktaraðila auk þess sem smáatriði munu sýnd inn á milli. Þessa stundina er hljómsveitin hins vegar í þriggja vikna fríi frá stúdíóvinnu, en eftir það tekur við stanslaust stuð, íjör og stemning. -GBG Tónlistargetraun DV og Japis Tónlistargetraun DV og Japis er léttur leikur sem allir geta tekið þátt i og hlotið geisladisk að launum. Leikur inn fer þannig fram að í hverri viku eru birtar þrjár léttar spurn- ingar um tónlist. Fimm vinnings- hafar, sem svara öllum spumingum rétt, hljóta svo geisladisk að launum frá fyrirtækinu Japis. Að þessu sinni er það diskurinn Chaos A.D. með hljómsveitinni Sepultura sem er í verðlaun. Hér koma svo spumingamar: 1. Hvað heitir nýjasta plata hljóm- sveitarinnar Sepultura? 2. Hvernig tónlist spilar Otis Rush? í getrauninni er spurt hvað nýjasta plata hljómsveitarinnar Sepultura he'rtir. 3. Hvað heitir nýjasta plata Pink Floyd? Rétt svör sendist DV merkt: DV, tónlistargetraun Þverholti 11 105 Reykjavík Dregið verður úr réttum lausnum 5. maí og rétt svör verða birt í tónlistarblaðinu 12. maí. Hér em svörin úr getrauninni sem ■ birtist 7. apríl: 1. 27. 2. Hips and Makers. 3. Last Splash.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.