Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1994, Page 3
29
/FIMMTUDAGUR 5. MAÍ 1994
DV
Gömul risaeðla vaknartil lífsins á
tónlDt
* 4
Pink Floyd fagnar
þrítugsafmælinu
Sjálfsagt voru margir farnir að
ímynda sér að hljómsveitin Pink
Floyd heyrði sögunni til. Hún sendi
árið 1987 frá sér plötuna A Moment-
ary Lapse of Reason og hafði þá látið
líða þrjú ár frá næstu plötu á undan,
hinni að mörgu leyti ágætlega heppn-
uðu Final Cut. Svo fóru að berast af
því fréttir á seinni hluta síðasta árs
að Dave Gilmour, Nick Mason og
Rick Wright væru komnir í hljóðver
að nýju, hygðust jafnvel senda frá sér
plötu og hugsanlega fylgja henni eftir
með hljómleikaferð. Og nú er platan
The Division Bell komin og
hljómleikaferðin hafin.
Það gerðist reyndar fyrir rúmu ári
að þremenningarnir hittust og
spiluðu af fingrum fram í svo sem
tvær vikur. „Við spiluðum i raun og
veru saman. Rétt eins og í gamla
daga,“ segir Rick Wright og virðist
hálfhissa á að það hafl gengið. Þessir
endurfundir virðast síðan hafa leitt
til þess að hljómsveitin hafi byrjað
að rifja allrösklega upp gamla tíma.
Til dæmis var gamall félagi frá
áttunda áratugnum kallaður til leiks.
Sá var Dick Parry saxófónleikari
sem síðast lék með Pink Floyd í
laginu Shine on You Crazy Diamond
á plötunni Wish You Were Here árið
1975. Hann lagði rörið reyndar á
hilluna eftir þann leik en sendi Dave
Gilmour jólakort um síðustu jól og
sagðist vera til í að draga það fram
að nýju. Parry var umsvifalaust
ráðinn í vinnu.
Fleira sem minnir á gamla tíma er
að finna á The Division Bell. Til
dæmis fær Rick Wright nú að syngja
aðalrödd í fyrsta skipti síðan hann
raulaði (einkar laglega) Time á Dark
Side ofThe Moon árið 1973.
I sjálfu sér er það eðlilegt að Pink
Floyd skuli vakna til lífsins á ný árið
1994. Hljómsveitin á þrjátíu ára
afinæli á þessu ári. Það var einhvem
tíma árs 1964 sem fjórir skólabræður
í The Regent Street Polytechnic
ákváðu að byrja að spila saman. Þeir
stúdemðu arkitektúr og að minnsta
kosti einhverjir þeirra vom einnig í
tónlistamámi. Af fyrstu liðsmönn-
unum fjórum era aðeins Mason og
Wright eftir. Syd Barrett, óum-
deilanlegur leiðtogi hópsins fyrstu
fjögur árin, heltist úr lestinni vegna
ofneyslu ofskynjunarlyfja og gamall
félagi Rogers Waters úr bamaskóla,
Pink Floyd. A nýju plötunni er að ýmsu leyti leitað aftur til gamalla og góðra daga.
Dave Gilmour, var fenginn í hópinn.
Waters leiddi hljómsveitina næstu
fimmtán árin og fullyrða má að á
þeim árum hafi blómaskeið Pinks
Floyd staðið. Þótt vissulega hafi
tilraunaskeiðið í hljóðeffekta- og
ljósanotkun undir stjórn Barretts
verið glæsilegt reis tónlistar-
sköpunin hæst á plötunum Dark Side
of the Moon og The Wall. Og þá em
hljómleikaferðirnar, sem famar
voru til að fylgja plötunum eftir,
þeim ógleymanlegar sem kömu til að
sjá hljómsveitina og hlýða á hana.
Árið 1983, eftir að The Final Cut
kom út, varð ljóst að samkomulag
Rogers Waters og hinna var ekki upp
á það besta. Waters var reyndar
búinn að reka Wright sem slóst aftur
í hópinn meðan Gilmour og Mason
unnu að A Momentary Lapse Of
Reason. En eftir að þremenningamir
fylgdu þeirri plötu eftir með glæsi-
legri hljómleikaferð virtust þeir
draga sig inn í skelina og fór litlum
sögum af þeim á tónlistarsviðinu.
Gamlar plötur voru þó sífellt að
skjótast fram í dagsljósið og þá
aðallega Dark Side of the Moon. Fyrir
nokkm var til dæmis tilkynnt að hún
væri búin að seljast í þrettán milljón
eintökum og teldist nú fjórða vin-
sælasta hljómplata allra tíma á eftir
Thriller Michaels Jacksons,
Roumors Fleetwood Mac og safn-
plötu með Eagles.
Gömul
forystusveit
Pink Floyd var árum saman í
fararbroddi framsæknustu hljóm-
sveita heimsins, hljómsveita sem
þróuðu alls kyns tæknibrellur sem
þykja margar hveijar sjáifsagðar nú
á tímum. Fjórmenningamir em altir
um flmmtugt og þeir hafa fyrir löngu
eftirlátið yngri mönnum forystu-
hlutverkið í þróunarstarfmu. Þeir
em alla jafna flokkaðir með helstu
risaeðlum rokksins en ef marka má
plötuna The Division Bell leynist
ennþá merkilega mikið lif í gamla
eðlubúknum.
Tónlistargetraun DV og Japis
Tónlistargetraun DV og Japis er
léttur leikur sem allir geta tekið þátt
í og hlotið geisladisk að launum.
Leikurinn fer þannig fram að í hverr i
viku em birtar þijár léttar spum-
ingar um tónlist. Fimm vinnings-
hafar, sem svara öllum spuming-
unum rétt, hljóta svo geisladisk í
verðlaun frá fyrirtækinu Japis. Að
þessu sinni er það diskurinn Live at
Brixton með Motorhead sem er í
verðlaun.
Hér koma svo spumingamar:
1. Hvað heitir nýjasta plata hljóm-
sveitarinnar Motorhead?
2. Hvaðan er rokkhljómsveitin
Valtari?
3. Hvemig tónlist spila Easy-E og
Gang Starr?
Rétt svör sendist DV merkt:
DV, tónlistargetraun
Þverholti 11
105 Reykjavík
Dregið verður úr réttum lausnum
12. maí og rétt svör verða birt í
tónlistarblaðinu 19. maí.
Hér em svörin úr getrauninni sem
birtist 14 apríl:
1. 38.
2. Curt Kobain.
3. Up to our Hips.
■
/:i 7 / / / / / / / í al , \
[ . ■ ítvr; /í
[ft.ijf * *
V'
! : j / Jlj / SO FINE! /
Hvaðan er rokkhljómsveitin Vattan? er ein af spumingunum í getrauninni að þessu
sinni.