Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1994, Síða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.05.1994, Síða 4
30 ‘•■'IMMTUDAGUR 5. MAÍ 1994 : l@nlist Helgi Már Hubner og samstarfsfólk hans kveðja sér hljóðs: Samdi eitt árið þrjú til fjögur hundruð lög Helgi Már Hiibner hefur aðeins sent frá sér tvö lög á plötum og það þriðja er á leiðinni. Hann hefur hins vegar ekki tölu á því hve mörg lög hann hefur samið síðustu flórtán árin frá því aö hann var sex ára og langmestum hluta þeirra hefur hann reyndar fleygt. „Ársgömul lög era undantekn- Deep Forest- Deep Forest: ★ ★ ★ Deep Forest er plata fyrir þá sem vilja leggja eyrun við einhverju nýju og spennandi og vilja brjótast úr viðjum hversdagsleikans. -SþS Tori Amos - Under the Pink: ★ ★ ★ Á plötunni fæst gott sýnishom af þvi að Tori Amos ræður hvort heldui" sem er við léttpoppað rokk og torræðar tónsmíðar með skrítnum textum. -ÁT Elvis Costello - Brutal Youth: ★ ★ ★ i. í heildina litið er hér um að ræða eina af betri plötum Costellos síðustu ár. -SþS ZZ-Top - Antenna: ★ ★ ★ ’Á Antenna sýnir að ZZ Top er í fullu fjöri og heldur stöðu sinni fyiliiega sem ein áheyrilegasta blús-rokkhljómsveit sam- tímans. -ÁT Troublegum - Therapy: ★.★ ★ ★ Ætli platan Troublegum sé ekki stærsta sprengja rokkheirasins frá árinu 1991. -GBG Morrissey- Vauxhall and I: ★ ★ ★ ★ Vauxhall And I er fjarri því að vera vinsældapopp, hún er miklu betri en það, sannkallað Listapopp með stóru IA. -SþS Counting Crows - August and Everything after: ★ ★ ★ 'k Þessi fyrsta plata hijómsveitarinnar er einstaklega vel heppnað byrjendaverk þar sem allt sameinast í sterkri heild, lagasmiðar, Ðutningur og útsetningar. -SþS Saint Etienne - Tlger Bay: ★ ★ ★ Tiger Bay er tónlistarlegt samsafn af öllum mögulegum stílum og stefnum þar sem höfúndunum tekst að sameina allt inni i einum ramma án þess að úr verði kaos. -SþS T Frí heimsending ingarlaust orðin ónothæf," segir Helgi. „Ég renni stundum yfir þau og finn þá kannski stöku hljóma eða bassalínur sem má nýta en almennt eru þau ekki nógu góð til að þau séu þess virði að varðveita þau.“ Þannig eru öll lögin sem Helgi samdi þrettán ára gamall týnd og tröllum gefin, milli þrjú og fjögur hundrað talsins. Fyrra lagið eftir Helga Húbner kom út á safnplötunni Reif í tætiur. Hið síðara er Disappearing (Into the Void of Unknown) sem kom út á plötunni Algjört kúl á dögunum. Það er skráð á Vitrun og það verður einnig næsta lag Helga sem kemur að öllum líkindum út í þessum mánuði. „Égætla aðhalda Vitrunamafhinu til haga og hef þess vegna verið að semja dálítið af tónlist i svipuðum stíl og Disappearing,“ segir hann. „Næsta lag varður þó ekki þannig. Það er aðgengileg ballaða sem heitir Child og fær vonandi meiri athygli en fyrri lögin.“ Samstarfs- fólkið Helgi Már Húbner stendur ekki einn í tónlistarsköpun sinni og flutningi. Kristian Guttesen sér um textasmíðina, Anna Björk Ólafsdóttir syngur og nýlega bættist Valdimar Kristjánsson trommuleikari í hóp- inn. Ennþá vantar gítarleikara en sjálfur sér Helgi um hljómborðsleik. Hann semur öll lögin sín á hljómborð, tengir það við tölvu og varðveitir lögin á disklingum. „Ég er alveg hræðilega illa tækjum búinn,“ segir hann og hlær. „Þessar græjur era komnar til ára sinna og ég er upp undir tíu mínútur að kveikja á þeim. Þegar ég fer i hljóðver til að taka upp þarf ég að fá tæki lánuð. Það er því á dagskránni að fjárfesta í hljóðfærum." Þegar Helgi nefnir að sig vanti gítarleikara’ kemur óneitanlega Tryggvi Húbner upp í hugann ... „Já, hefurðu heyrt að við séum Helgi Már Húbner ásamt samstarfsfólki sínu. Allar frístundirnar fara í lagasmíðar. bræður,“ segir Helgi. „Það er misskilningur. Við erum reyndar frændur en hins vegar á ég tvo bræð- ur sem leika á gítar. Annar þeiira, Egill Ámi, spilaði í Disappearing en fyrir mistök var hans ekki getið á plötuumslaginu. Við bræðumir höf- um prófað að vinna saman en það gengur ekki. Ég býst við að þeim þyki ég of stjómsamur." Helgi segir að nánast allar frí- stundimar fari í að semja tónlist. Hann hefúr prófað sig áfram í nánast hvaöa stil sem er, djassi, reggae, poppi, rokki og danstónlist, svo að eitthvað sé nefnt. Hann hefur gaman af að hlusta á búlgarska þjóðlaga- tónlist og indverska tónlist og hefur fengist við þá stíla líka en segir að tækjabúnaðurinn hái sér í indversku tónlistinni. „Ég héf raunar jafn gaman af öllu, hvaða nafni sem það nefnist," segir hann. „Þegar ég sem lög, sem ég er ánægöur með, geymi ég þau. Ef mér líst ekki á h vaða stefnu þau taka slekk ég bara og byrja aftur frá grunni. Nei, mig vantar aldrei hugmyndir. Þær koma endalaust. Og með þessu öllu saman vil ég koma ákveðnum boðskap á framfæri. Ég er dýravinur og mig tekur sárt að horfa upp á fólk borða dýr og misnota þau á annan hátt. Þess vegna hvét ég alla til að gerast grænmetisætur." ^K^Iugagnrýni ► ▼ 4 Roxette-Crash! Boom! Bang! ★ ★ -k Tilvistar- kreppa Fólki sem dettur í hug að skýra plötu nafninu Crash! Boom! Bang! getur tæpast verið sjálfrátt þvi mér er til efsta að hallærislegra plötunafn hafi dúkkað upp I háa herrans tíð. Naöiið er þvílík lágkúra að það eitt fælir ábyggilega fjölmarga frá þvi að kaupa þessa plötu, sem aftur á móti r slæmt því þetta er þokkalegasta ilata. Sænski dúettinn Roxette, sem sló í egn fyrir tilviljun fyrir nokkrum rum, er greinúega í nokkurri Ivistarkreppu um þessar mundir og kín það berlega í gegn á þessari lötu. Vandamálið snýst um það að iljómsveitin hefúr á sér yggjópoppsstimpilinn sem skapar irýsting og kröfúr um að halda áfram ið búa til ódýra og einfalda smelli á vinsældalistana. Það er vissulega erfitt út af fyrir sig en jafn snjall lagasmiður og músíkant og Per Gessle kemst alveg skammlaust frá því. Gallinn er bara sá að í honum býr miklu meiri tónlistarmaður en það að hann nenni aö semja endalaust tyggjópopp. Hér á þessari plötu virðist vera að hann sé sums staðar að reyna að fara einhvem miúiveg og búa til alvarlegri popptónlist. En því miður er hann ekki jafn snjall textasmiöur og lagasmiður og því verður útkoman oft ágætt lag með svo bamalegum klisjutextum og vemmilegheitum að það hálfa væri nóg. Ég held að Gessle ætti að byrja á því að fá sér almennilegan textahöfúnd og ákveða svo hvorum megin hryggjar hann vill hggja, í tyggjópoppsfeninu eða á grösugum engjum gæðapoppsins. Sigurður Þór Salvarsson Kurious - A Constipated Monkey ★ ★ ★ Grófmalað rapp Gróft gaman er það sem Kurious Jorge lætur flakka á þessari fyrstu plötu sinni, „A Constipated Monkey". Eftir þvi sem á líður verður minna um gaman, meira um gróft mál og mikið meira af góðri tóníist. Á móti því sem margir „bræður" rapparans unga em að gera þessa dagana lætur Kurious Jorge sér htið annt um málefni og notar því meira af grófyrðum likt og ákveðinn „hundur“ sem hefúr náð þónokkrum vin- sældum í sama geira. Textagerðin er götumál sett saman í heilar setningar og er þar af leiðandi htið meira um það að segja. Tónhstin, sem undir rímunum er leikin, er hins vegar eitthvað sem betur má ræða. Kurious Jorge hefúr tekið upp þann skemmthega sið í tónsmíðum að nota ekki einungis þau „tölvuhljóð" sem við þpkkjum svo vel í dag. Tónlistin er blönduð jass-, fónk- og poppáhrifum og útkoman verður að teljast til fyrirmyndar i þessum sístækkandi geira rappsins. A Constipated Monkey er byrjendaverk vel fyrir ofan meðahag og má Kurious Jorge vel við una. Bestu lög plötunnar að mínu mati eru „I’m Kurious", „Uptown Shit“, „Fresh Out The Box“ og grófinalað gamanmáhð í byijun lagsins „Speh It With A J“. Guðjón Bergmann

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.