Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 06.05.1994, Blaðsíða 4
20 FÖSTUDAGUR 6. MAÍ 1994 Sýningar Listhúsið Laugardal Sjofn Har sýnir olíumálverk og tússlita- myndir í sýningarsal sínum. Verkin eru flest frá árinu 1993. Sýningin er opin á verslun- artima Listhússins. Sýning á verkum Guð- mundar Einarssonar frá Miðdal verður opnuð á morgun. Sýningin spannar fyrstu tvo áratugi Guðmundar. Sýningin er opin kl. 10-18 alla virka daga og kl. 14-18 um helgar. Henni lýkur 22. maí. Mokka kaffi v/Skólavörðustíg Á morgun verður opnuð sýning á verkum barna úr Hlíðarskóla undir leiðsögn Björg- vins Björgvinssonar myndmenntakennara. Lóuhreiður Laugavegi 59 Steinunn Bjarnadóttir sýnir vatnslitamynd- ir. Hún hefur haldið nokkrar einkasýning- ar. Sýningin er opin kl. 9-18 virka daga og 10-14 laugardaga. Sýningin stendur til 16. maí. Nesstofusafn Neströð, Seltjarnarnesi Safnið opið samkvæmt samkomulagi. Uppl. í síma 611016. Norræna húsið við Hringbraut I sýningarsölum stendur yfir sýning á myndverkum barna og unglinga frá Dan- mörku, Finnlandi, Islandi, Noregi og Sví- þjóð. Heiti sýningarinnarer „Fornnorrænar sagnir" og er þetta farandsýning. Sýningin er opin daglega kl. 14-19 til 8. maí. Nýlistasafnið v/Vatnsstig Þar standa yfir tvær sýningar. í neðri sölum sýnir Ráðhildur Ingadóttir. í verkum sínum fjallar hún um hringrásir og plön. Eygló Harðardóttir sýnir innsetningar í efri sölum safnsins. Sýningarnar eru opnar daglega kl. 14-18 og þeim lýkur sunnudaginn 15. maí. Portið Strandgötu 50, Hafnarf. Þar stendur yfir fyrsta einkasýning Öldu Sigurðardóttur. Verkin á sýningunni eru gerð úr tvinna, bókbandslími, plexigleri og stáli. Sýningin er opin alla daga nema þriðjudaga kl. 14—18 og stendur hún til 15. maí. T dag verður einnig opnuð sýning tveggja fatahönnuða, þeirra Bergdísar Guðnadóttur og Helgu Rúnar Pálsdóttur. Þetta er sölusýning á fatnaði. Póst- og símaminjasaf nið Austurgötu 11, Hafnarfirði, sími 54321 Opið á sunnudögum og þriðjudögum kl. 15-18. Aögangur ókeypis. Safn Asgríms Jónssonar, Bergstaðastræti 74, sími 13644 Sýning á vatnslitamyndum Ásgríms Jóns- sonar. Safnið er opið á laugardögum og sunnudögum kl. 13.3P-16. Sjóminjasafn Íslands Vesturgötu 8, Hafnarfiröi, s. 654242 Sióminjasafnið er opið alla daga kl. 13-17. SPRON Álfabakka 14 Þar stendur yfir sýning á myndvefnaði eftir Þorbjörgu Þórðardóttir. Sýningin stendur til 26. ágúst og er opin kl. 9-16 alla virka daga. Stöðlakot Bókhlöðustig 6 Þar stendur yfir sýning á stólum eftir Þór- dísi Zoéga húsgagnahönnuö. Sýningin er opin alla daga kl. 14-18 en henni lýkur 8. maí. Þjóðminjasafn íslands Opið þriöjud., fimmtud., laugard. og sunnud. kl. 12-17. Önnurhæð Laugavegi 37 Opnuð hefur verið sýning á verkum Ric- hards Tuttle í sýningarsalnum „Önnur hæð". Sýningin er opin alla daga nema miðvikudga kl. 14-18 út maí. Vorsýning Myndlista- og handíðaskóla íslands Vorsýning útskriftarnema Myndlista- og handíðaskóla Islands verður opnitð á morgun kl. 14. Sýningin verður haldin í Listaháskólahúsinu í Laugarnesi og stend- ur til 15. maí. Hún er opin kl. 14-19 alla dagana. Myndlistarsýning Myndlistar- skólans í Hafnarfirði Laugardaginn 7. og sunnudaginn 8. maí gengst Myndlistarskólinn í Hafnarfirði fyrir myndlistarsýningum á verkum nemenda sem unnin hafa verið á vorönn. Sýning nemenda yngri en 16 ára verður haldin í húsnæði skólans að Strandgötu 50, 2. hæð. Sýning nemenda í framhaldsdeild skólans verður haldin í Listamiðstöðinni í Straumi við Reykjanesbraut. Sýningarnar verða opnar kl. 14-18 báða dagana. Gallerí Allrahanda Listagili, Akureyri Þar sýnir Magdalena Margrét Kjartans- dóttir þrykk. Verkin eru dúkristur og ein- þrykk, unnin á þessu ári. Myndefnið er furðuhestar og tilveran. Sýningin stendur til 15. maí. Listasafnið Akureyri Á morgun kl. 16 verða opnaðar tvær sýn- ingar. I austursal sýnir Klaus Dieter Francke Ijósmyndir frá Islandi og í miðsal eru sýnd verk úr eigu Akureyrarbæjar. List- asanfið er opið alla daga vikunnar kl. 14-18, lokað mánudaga. Sýningarnar standa til 1. júní. Minjasafnið á Akureyri Aöalstræti 58, sími 24162 Opiö daglega kl. 11-17. Sýningar Árbæjarsafn Sýningin „Reykjavík '44 - fjölskyldan á lýðveldisári" er opin á sunnudögum kl. 13- 17. Café Mílanó Faxafeni 11 Guörún H. Jónsdóttir (Glgja) sýnir mál- verk. Sýningin er opin kl. 9-19 mánu- daga, 9-23.30 þriðjudaga, miðvikudaga og fimmtudaga, kl. 9-1 föstudaga, laugar- daga og sunnudaga kl. 9-23.30. Gallerí Fold ' _ Austurstræti 3 Listamaður mánaðarins er Magdalena Margrét Kjartansdóttir. Hún sýnir þar þrykk. Opið virka daga kl. 10-18 nema laugardaga kl. 1Q-16. Á sunnudag verður opið kl. 14-17. Allar myndirnar eru til sölu. Sýningin stendur til 8. maí. Gallerí Greip Tinna Gunnarsdónir opnar á morgun sýn- ingu á karlmannanælum. Sýningin stendur til 18. maí og er opin kl. 14-18 alla daga nema mánudaga. Gallerí Sævars Karls Bankastræti 9 Þar stendur nú yfir sýning á verkum Æju (Þórey Magnúsdóttir). Þetta er fyrsta einkasýning hennar og ber hún heitið „Hrif". Æja sýnir skúlptúra unna í leir, járn, stein, rekavið og gifs sem málaðir eru með jarpikmentlitum. Þetta er sölusýning og stendur hún til 20. mai og er opin á versl- unartíma, á virkum dögum kl. 10-18 og laugardaga kl. 10-14. Gallerí Sólon íslandus Þar sýnir Sigurður Örlygsson málverk. Á sýningunni eru 19 ný verk, þrjú stór olíu- málverk úr myndaflokknum „Sköpun lista- mannsins" og einnig 16 litlar akrýlmyndir unnar á pappír úr myndaflokknum „Söngvarinn hlustar". Sýningin stendur til 23. maí. Gallerí 11 Skólavörðustíg 4a Ella Magg sýnir sófa- og svefnherbergis- myndir. Gallerí Úmbra Amtmannsstíg 1 Aðalheiður Skarphéðinsdóttir sýnir tré- og dúkristur. Sýningin er opin þriöjudaga til laugardaga kl. 13-18 og sunnudaga kl. 14- 18. Sýningin stendur til 11. maí. Gerðuberg Þar stendur yfir myndlistarsýning Hannes- ar Lárussonar. Sýning þessi er sú þriðja í samhangandi röð sýninga sem Hannes hefur haldið undanfarið. Sýningin er opin mánudaga til fimmtudaga kl. 10-22 og föstudaga kl. 10-19. Hafnarborg Strandgötu 34 Á morgun kl. 14 verður opnuð sýning á verkum fimm listamanna frá Þrándheimi í Noregi sem kalla sig Gruppe 5. Sýningin verður opin alla daga nema þriðjudaga kl. 12-18. Hjá þeim, leirlistargalleri Skólavörðustíg 6b Þar stendur yfir sýning Soffíu Sæmunds- dóttur á þrykki sem hún nefnir „Leysing- ar". Sýningin stendur til 14. maí og er opin mánudaga til föstudaga kl. 12-18 og laugardaga kl. 10-14. Kjarvalsstaðir Þar standa yfir sýningar á verkum eftir Jóhannes Kjarval í austursal, Huldu Hákon í vestursal og Ólaf Gíslason í miðsal. Hulda sýnir myndir af eldi og blómum, bæði í þrívídd og í málverki. Sýning Ólafs ber heitið „Vernissage" eöa á nútímamáli „sýningaropnun". í vesturforsal stendur yfir sýning sem ber yfirskriftina „Blómið besta" - fjölskyldan og lýðveldið. Þetta er sýning á úrvali verka sem börn í Álfta- mýrarskóla unnu. Allar sýningarnar standa til 8. maí og eru opnar daglega frá kl. 10-18. Listamiðstöðin Straumur v/Reykjanesbraut Sýning á verkum Dönu Roes verður opn- uð á morgun kl. 14-18. Sýningin verður opin daglega kl. 14-18 til 22. maí. Listasafn ASÍ Grensásvegi 16a Á morgun verður opnuð sýning á verkum listmálarans Tryggýa Ólafssonar. Sýningin verður opin alla daga kl. 14-19. Lokað miðvikudaga. Sýningin stendurtil 23. maí. Listasafn Einars Jónssonar Njarðargötu, sími 13797 Opið laugardaga og sunnudaga kl. 13.30-16. Höggmyndagarðurinn er opinn alla daga. Inngangur frá Freyjugötu. Listasafn Islands Þar stendur yfir sýning á túskteikningum í eigu safnsins eftir Barböru Árnason við Passíusálma Hallgríms Péturssonar. Sýn- ingin stendur til 8. maí. Þá stendur einnig yfir sýning á verkum Jóns Gunnars Árna- sonar. Listasafniö er opið alla daga nema mánudaga kl. 12-18. Kaffistofa safnsins opin á sama tíma. Listasafn Sigurjóns Ólafssonar Laugarnestanga 70 Safnið verður lokaö í maímánuöi meöan verið er að undirbúa sýninguna Islands- merki og súlur Sigurjóns Ólafssonar. Listasafn Háskóla íslands í Odda, sími 26806 Þar er nú á öllum hæðum sýning á nýjum verkum í eigu safnsins. Opiö er daglega kl. 14-18. Aðgangur að safninu er ókeypis. íslensk fatalist í Portinu: í tilefni 50 ára sjálfstæðis „Laugardaga og sunnudaga kl. 16 veröa sérstakar sýningar þar sem dansarar undir leiðsögn Helenu Jónsdóttur sýna fótin okkar. Þetta er ekki tískusýning heldur fatalista- sýning. Sum fótin túlka tilíinningai1 sem skúlptúrar eöa búningar en hafa ekkert sérstakt notagildi," segir Helga Rún Pálsdóttir, fatahönnuöur, búningahönnuöur, hattadama og klæðskerasveinn sem sýnir í Port- inu. Auk Helgu Rúnar sýnir Bergdís Guðnadóttir, myndmenntakennari og kjólasveinn, í Portinu 7.-15. maí. Opið verður alla daga frá kl. 14-18. Þetta er sölusýning á jákvæðum ís- lenskum fatnaði sem endurspeglar sköpunar- og kímnigáfu hönnuð- anna. Efniviðurinn er af ýmsum toga, allt frá þjóðlegu fiskroði og ís- lenskri ull til alþjóðlegra efna. Fötin hanga uppi virka daga þannig að fólk getur gengið um salinn og skoðað fótin sem listaverk. Að sögn Helgu hafa sum fötin alls ekkert nota- gildi heldur eru þau nær eingöngu til sýnis. Einnig eru á sýningunni hattar sem Helga hefur hannað. Sýningin er haldin í tilefni af lýðveldisafmæli íslands og til þess að vekja athygli á íslenskri fatalist sem er í senn þjóðleg og nútímaleg fyrir jákvæöa og bjart- sýna íslendinga. Einungis ein flík er til af hverri tegund fatnaðar. Sýningarstúlkur i fatnaði frá Heigu og Bergdísi. Halvdan Ljosne, Roar Wold og Hákan Bleken. Hafnarborg: Sófa- og svefnher- bergismyndir í Hafnarborg verður á laugardag opnuð sýning á verkum fimm lista- manna frá Þrándheimi í Noregi sem kalla sig Gruppe 5. Hér er um að ræða þá Hákan Bleken, Ramon Isern, sem nú er látinn, Halvdan Ljosne, Lars Tiller og Roar Wold. Þessir lista- menn sýndu fyrst saman undir nafn- inu Gruppe 5 í Þrándheimi fyrir um þrjátíu árum og vakti hópurinn strax mikla athygli í norsku listalífi enda þótt listamennirnir hefðu þegar skapað sér nafn, hver í sínu lagi. Þrír listamannanna, Hákan, Bleken, Halvdan Ljosne og Roar Wold, koma til landsins í tilefni sýningarinnar ásamt Sigve Gramstad frá norska menntamálaráðuneytinu. Guðmundur frá Miðdal í listhúsinu Sýning á verkum Guðmundar frá Miðdal verður opnuð í Listhúsinu í Laugardal á laugardag. Sýningin spannar aðeins fyrstu tvo áratugi Guðmundar sem listamanns en gefur engu að síður vísbendingu um mikla fjölhæfni hans. Á sýningunni er að finna íjölbreytt safn myndverka frá árunum 1919-1939, olíumálverk, vatnslitamyndir, teikningar, grafík- myndir, leirmuni auk höggmynda sem Guðmundur var hvað kunnast- ur fyrir. Meirihluti verkanna hefur sjaldan eða aldrei verið sýndur opin- berlega áður, en alls verða á fjórða tug verka til sýnis í Listhúsinu. Dana Rose í Straumi Listakonan Dana Rose frá Jew Jersey opnar sýningu á verkum sín- um í Listamiðstöðinni Straumi við Reykjanesbraut á laugardag kl. 14-18. Sýningin verður opin daglega á milli kl. 14 og 18 og lýkur henni sunnudaginn 22. maí. Dana hlaut Fullbright styrk á ár- unum 1993-94 og hefur hlotiö nokkur verðlaun fyrir verk sín. Hún hefur haldið nokkrar einkasýningar og tekið þátt í nokkrum samsýningum. Vorsýning myndlist- amema Vorsýning útskriftarnema Mynd- lista- og handíðaskóla íslands verður opnuð á laugardag kl. 14. Að þessu sinni útskrifast 47 nemendur frá skólanum, 31 nemandi úr skorum myndlistardeildar og 16 nemendur úr skorum listiðna- og hönnunar- deildar. Á vorsýningunni eru sýnd lokaverkefni nemendanna. Sýningin verður haldin í Listahá- skólahúsinu í Laugarnesi. Ella Magg í Gallerí 11 Ella Magg opnar sýningu á sófa og svefnherbergismyndum í Gallerí 1 1, Skólavörðustíg 4a, um helgina. Ella Magg hefur áður haldið einka- sýningar í Gallerí Salnum, Gallerí List, Gallery Witte Veen, Amsterd- am, Tunglinu, Café Splitt, mennta- málaráðuneytinu, Gallerí Sævars Karls, Gallerí 1 1 og Listhúsinu í Laugardal.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.