Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1994, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 2. JUNI1994
VA
29
tónliDl
Verðum að hafa eitthvað með
sem við getum montað okkur af
- segir Björgvin Halldórsson sem hafði yfirumsjón með gerð plötunnar
„Viö íslendingar eigum heilmikið
af frambærilegri dægurtónlist og
innan um eru hreinustu perlur sem
standast samanburð við það besta
sem hefur verið samið. Ég hef komið
mér upp banka af lögum sem mér
fmnst skara fram úr og í hann sæki
ég þegar ég tek að mér verkefni eins
og þetta."
Svona svarar Björgvin Halldórs-
son spurningunni um hvernig hann
hafi valið lög á plötuna íslandslög 2
sem er nýkomin út. Og hann bætir
við: „Fyrir nokkrum árum gaf Skífan
út aðra íslandslagaplötu sem Gunnar
Þórðarson hafði yfirumsjón með.
Hún fékk mjög góðar viðtökur.
Uppistaða laganna á plötunni var
aðallega eldri íslensk lög. Þegar mér
bauðst að gera aðra plótu í tilefni
lýðveldisársins ákvað ég að hafa
meira af yngri lógum en á fyrri
plötunni __ hafa með lög eftir Sigfús
Halldórsson, Jón Múla og aðra af
þeirra kynslóð og útsetja sum þeirra
þannig að þau hljómuðu s vipað og að
þau væra ný. Það hefur tekist vel að
minu mati og þakka ég Jóni Kjell
Seljeseth það. Hann hefur verið mín
hægri hönd í þessu verki."
Lögin sem Björgvin er að tala um
era til dæmis Caprí Catarína, Þú eina
hjartans yndið • mitt, Dagný,
Ástardúettinn úr Deleríum búbónis
og Erla góða Erla., Til að syngja þau
fékk hann Egil Ólafsson, Sigrúnu
Hjálmtýsdóttur, Guðrúnu Gunnars-
dóttur, Bubba Morthens og Ólaf
Þórarinsson. Sjálfur syngur hann
fjögur lög plötunnar auk þess að
syngja allar bakraddir.
Samstarf við Bubba
Meðal laganna sem Björgvin
syngur er Caprí Catarina eftir Jón
frá Hvanná og Davíð Stefánsson. Lag
sem á sér sérstakan sess í hugum
margra í flutningi Hauks Morthens.
„Það er náttúrlega staðreynd að
enginn syngur Caprí Catarínu betur
en Haukur," segir Björgvin, „og
þegar ég söng lagið hafði ég hann í
huga mér. Ég ætlaði einnig að syngja
annað lag sem Haukur gerði vinsælt,
Stína ó Stína eftir Árna ísleifs. En
allt í einu datt mér í hug að Bubbi
Morthens, frændi Hauks, gæti gert
laginu góð skil. Við settum það 1
gamaldags sving, eins konar
„djangó-sveiflu" og þannig virkaði
það vel."
Guns N' Roses
Samstarfið í voða
Mikil óvissa ríkir nú um framtíð stórsveitarinnar Guns N' Roses.
Ástæðan er yfirgangur Axl Rose en hann gerði sér lítið fyrir og henti
öllum lögum félaga sinna, þeirra Slash og Gilby Clarke, af
væntanlegri plötu hljómsveitarinnar. Má segja að þar hafi
hljómsveitin klofnað í tvennt þar sem þeir Duff og Axl Rose eru
annars vegar en Slash og Clarke hins vegar. Clarke hefur tilkynnt
að hann æOi að leggja alla sína krafta í væntanlega sólóplötu sína
og á meðan verði ekki um neina vinnu að ræða með Guns N' Roses.
Hann hefur einnig talað um að þeir Slash hyggist jafhvel vinna saman
að útgáfu á því efni sem Rose vildi ekki sjá. Clarke hefur ennfremur
látið hafa það eftir sér að siðasta plata hljómsveitarinnar hafi verið
hreinasta hörmung og sér í lagi þoli hann ekki lagið Since I Don't
Have You en það er að koma út á lítilli plötu um þessar mundir.
-SÞS-
Björgvin Halldórsson hefur í nógu að snúast á tónlistarsviðinu um þessar mundir.
Margir sperrtu eyrun þegar þeir
heyrðu fyrst að Bubbi og Björgvin
voru farnir að vinna saman,
minnugir þess að Bubbi söng eitt
sinn með Utangarðsmönnum: „Ég er
löggiltur hálfviti, hlusta á HLH og
Brimkló." En Björgvin segir að
samstarfið hafi gengið vel og gamlar
væringar einfaldlega ekki verið uppi
á borðinu í dag. Hann segir að í fleiri
tilvikum hafi legið beint við að leita
til ákveðinna söngvara.
„Mér fannst til dæmis enginn
annar en Diddú koma til greina til
að syngja íslandslag eftir Björgvin
Guðmundsson. Ástardúettinn var
kjörinn fyrir Egil Ólafsson og
Guörúnu Gunnarsdóttur enda viss
„leikhússhljómur" í laginu. Þá
fannst mér Erla passa vel fyrir Egil.
Sjálfur söng ég lag Sigvalda
Kaldalóns við Erlu á Vísnaplötunni
en hér syngur Egill lag eftir Pétur
Sigurðsson."
Fyrir útlendinga
íslandslög 2 er ein þeirra platna
sem gerð er jafnt fyrir Islendinga og
útlendinga. Sá stóri hópur ferða-
manna sem kemur hingað til lands
á hverju ári vill gjarnan hafa með sér
íslenska tónlist þegar hann heldur
heim á leið og hafa allnokkrar plötur
verið gefnar út á undanfórnum árum
til að freista útlendinga. Björgvin
Halldórsson segir að vissulega verði
sá sem sér um vinnslu þess háttar
plötu að reyna að setja sig í spor
útlendingsins þegar tónlistin er
valin, útsett og leikin.
„Það er mjög gaman að fást við
svona verkefni," segir hann. „Á því
verður að vera dálítill alþjóðlegur
blær og í leiðinni eitthvað íslenskt.
Þá gildir að draga fram það besta sem
völ er á, eitthvað sem við getum
montað okkur af. Til dæmis túlkun
Diddúar á íslandslagi. Hún er á
heimsmælikvarða. Að mínu mati er
hins vegar erfitt að draga fram
eitthvað séríslenskt í hljóðfæra-
leiknum sjálfum. Á þessum þjóðlegu
plótum hafa gítar og flauta oft verið
áberandi en sú hhóðfæraskipan er
raunar írsk. Harmoníkan er ekkert
frekar íslensk en til dæmis ítölsk eða
frönsk og þá hafa Norðmenn aldeilis
hotað hana í sinni músik. Því gildir
bara að reyna að útsetja íslensku
DV-mynd BG
tónlistina eins smekklega og hægt er
og vona síðan að hún hljómi þannig
að sem flestum líki."
Björgvin Halldórsson hefur í nógu
að snúast á tónlistarsviðinu um
þessar mundir. Hann er þessa
dagana að ljúka samstaifsverkefni
Landgræðslunnar, Skífunnar og
íslenskra tónlistarmanna. Það er
lagið Yrkjum ísland eftir Jóhann G.
Jóhannsson sem á að gefa út til
styrktar Landgræðslunni. Lagið
syngur fjöldi söngvara og er það í
„live-aid" stilnum. Þá hefur komið
til tals að Björgvin hafi yfiramsjón
með nýrri plötu Diddúar en það verk
er enn aðeins á umræðustiginu.
Síðan stendur heilmikið til í haust.
„í haust era 25 ár liðin síðan ég
söng mitt fyrsta lag inn á
lújómplötu," segir Björgvin. „Ætlun-
in er að halda upp á það með því að
gefa út tvöfaldan disk með lögum sem
ég hef sungið á þessum árum. Eitt og
annað til viðbótar er í deiglunni. Til
dæmis hefur komið til tals að setja
upp sýningu í tengslum við útgáfu
disksins og einnig að gera eitthvað
fyrir sjónvarp. En það skýrist allt
nánar begar líður á sumarið."
Tónlistargetraun DV og Japis
Tónlistargetraun DV og Japis er
léttur leikur sem allir geta tekið þátt
í og hlotið geisladisk að launum.
Leikur inn fer þannig fram að í hverri
viku eru birtar þrjár léttar
spurningar um tónlist. Fimm
vinningshafar, sem svara öllum
spurningum rétt, hljóta svo
geísladisk í verðlaun frá fyrirtækinu
Japis. Að þessu sinni er það hinn
glænýi safndiskur „Já takk" sem
Japis gefur út sem er í verðlaun.
Hér koma svo spuroingarnar:
1. Hvað heitir ný hljómsveit Siggu
Beinteins?
2. Hvaða tvær hljómsveitir flytja
saman lagið „Apríkósusalsa"?
3. Hver flytur lagið Tælandi fógur?
Rétt svör sendist DV merkt:
DV, tónlistargetraun
Þverholti 11
105 Reykjavík
Dregið verður úr réttum lausnum
9. júni og rétt svör verða birt í
tónlistarblaðinu 16. júní.
Hér eru svörin úr getrauninni sem
birtist 12. mai:
1. Underworld og Bubbleflies.
2. She's So Fine.
3. Öll svör rétt.
Hvað heitir ný hljómsveit Siggu Beinteins?
+