Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1994, Side 3

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1994, Side 3
FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1994 29 Verðum að hafa eitthvað með tónli0t: sem við getum montað okkur af „Við íslendingar eigum heilmikið af frambærilegri dægurtónlist og innan um eru hreinustu perlur sem standast samanburð við það besta sem hefur verið samið. Ég hef komið mér upp banka af lögum sem mér finnst skara fram úr og í hann sæki ég þegar ég tek að mér verkefni eins og þetta.“ Svona svarar Björgvin Halldórs- son spumingunni um hvemig hann hafi valið lög á plötuna íslandslög 2 sem er nýkomin út. Og hann bætir við: „Fyrir nokkrum árum gaf Skífan út aðra íslandslagaplötu sem Gunnar Þórðarson hafði yfirumsjón með. Hún fékk mjög góðar viðtökur. Uppistaða laganna á plötunni var aðallega eldri íslensk lög. Þegar mér bauðst aö gera aðra plötu í tilefni lýðveldisársins ákvað ég að hafa meira af yngri lögum en á fyrri plötunni _ hafa með lög eftir Sigfús Halldórsson, Jón Múla og aðra af þeirra kynslóð og útsetja sum þeirra þannig að þau hljómuðu svipað og að þau væru ný. Það hefur tekist vel að mínu mati og þakka ég Jóni Kjell Seljeseth það. Hann hefur verið min hægri hönd í þessu verki.“ Lögin sem Björgvin er að tala um - segir Björgvin Halldórsson sem hafði yfirumsjón með gerð plötunnar eru til dæmis Caprí Catarína, Þú eina hjartans yndiö ■ mitt, Dagný, Ástardúettinn úr Deleríum búbónis og Erla góða Erla. Til að syngja þau fékk hann Egil Ólafsson, Sigrúnu Hjálmtýsdóttur, Guðrúnu Gunnars- dóttur, Bubba Morthens og Ólaf Þórarinsson. Sjálfur syngur hann fjögur lög plötunnar auk þess að syngja ailar bakraddir. Samstarf við Bubba Meðal laganna sem Björgvin syngur er Caprí Catarína eftir Jón frá Hvanná og Davíð Stefánsson. Lag sem á sér sérstakan sess í hugum margra í flutningi Hauks Morthens. „Það er náttúrlega staðreynd að enginn syngur Capri Catarínu betur en Haukur,“ segir Björgvin, „og þegar ég söng lagið hafði ég hann í huga mér. Ég ætlaði einnig að syngja annað lag sem Haukur gerði vinsælt, Stína ó Stína eftir Áma ísleifs. En allt í einu datt mér í hug að Bubbi Morthens, frændi Hauks, gæti gert laginu góð skil. Við settum það í gamaldags sving, eins konar „djangó-sveiflu“ og þannig virkaði það vel.“ Björgvin Halldórsson hefur í nógu aö snúast á tónlistarsviðinu um þessar mundir. vikunnar Margir sperrtu eyrun þegar þeir heyrðu fyrst að Bubbi og Björgvin voru farnir að vinna saman, minnugir þess að Bubbi söng eitt sinn með Utangarðsmönnum: „Ég er löggiltur hálfviti, hlusta á HLH og Brimkló." En Björgvin segir að samstarfið hafi gengið vel og gamlar væringar einfaldlega ekki verið uppi á borðinu í dag. Hann segir að í fleiri tilvikum hafi legið beint við að leita til ákveðinna söngvara. „Mér fannst til dæmis enginn annar en Diddú koma til greina til að syngja íslandslag eftir Björgvin Guðmundsson. Ástardúettinn var kjörinn fyrir Egil Ólafsson og Guðrúnu Gunnarsdóttur enda viss „leikhússhljómur" í laginu. Þá fannst mér Erla passa vel fyrir Egil. Sjálfur söng ég lag Sigvalda Kaldalóns við Erlu á Vísnaplötunni en hér syngur Egill lag eftir Pétur Sigurðsson.“ Fyrir útlendinga íslandslög 2 er ein þeirra platna sem gerð er jafnt fyrir Islendinga og útlendinga. Sá stóri hópur ferða- manna sem kemur hingað til lands á hverju ári vill gjaman hafa með sér íslenska tónlist þegar hann heldur heim á leið og hafa allnokkrar plötur verið gefnar út á undanfómum árum til að freista útlendinga. Björgvin Halldórsson segir að vissulega verði sá sem sér um vinnslu þess háttar plötu að reyna að setja sig í spor útlendingsins þegar tónlistin er valin, útsett og leikin. „Það er mjög gaman að fásj við svona verkefni," segir hann. „Á því verður að vera dálítill alþjóðlegnr blær og í leiðinni eitthvað íslenskt. Þá gildir að draga fram það besta sem völ er á, eitthvað sem við getum montað okkur af. Til dæmis túlkun Diddúar á íslandslagi. Hún er á heimsmælikvaröa. Að minu mati er hins vegar erfitt aö draga fram eitthvað séríslenskt í hljóðfæra- leiknum sjálfúm. Á þessum þjóðlegu plötum hafa gítar og flauta oft verið áberandi en sú hljóðfæraskipan er raunar írsk. Harmoníkan er ekkert frekar íslensk en til dæmis ítölsk eða frönsk og þá hafa Norömenn aldeilis notað hana í sinni músík. Því gildir bara að reyna að útsetja íslensku tónlistina eins smekklega og hægt er og vona síðan að hún hljómi þannig að sem flestum líki.“ Björgvin Halldórsson hefur í nógu að snúast á tónlistarsviðinu um þessar mundir. Hann er þessa dagana að ljúka samstarfsverkefni Landgræöslunnar, Skífunnar og íslenskra tónlistarmanna. Það er lagið Yrkjum ísland eftir Jóhann G. Jóhannsson sem á að gefa út til styrktar Landgræðslunni. Lagið syngur fjöldi söngvara og er það í „live-aid“ stílnum. Þá hefur komið til tals að Björgvin hafi yfirumsjón meö nýrri plötu Diddúar en þaö verk er enn aðeins á umræðustiginu. Síðan stendur heilmikið til í haust. „í haust eru 25 ár liðin síðan ég söng mitt fyrsta lag inn á hljómplötu," segirBjörgvin. „Ætlun- in er að halda upp á það með því að gefa úttvöfaldan disk með lögum sem ég hef sungið á þessum árum. Eitt og annað til viðbótar er í deiglunni. Til dæmis hefur komið til tals að setja upp sýningu í tengslum við útgáfu disksins og einnig að gera eitthvað fyrir sjónvarp. En það skýrist allt nánar þegar líður á sumarið." Tónlistargetraun DV og Japis er léttur leikur sem allir geta tekið þátt í og hlotið geisladisk að launum. Leikurinn fer þannig fram að í hverri viku eru birtar þrjár léttar spurningar um tónlist. Fimm vinningshafar, sem svara öllum spurningum rétt, hljóta svo geisladisk í verðlaun frá fyrirtækinu Japis. Að þessu sinni er það hinn glænýi safndiskur „Já takk“ sem Japis gefur út sem er í verðlaun. Hér koma svo spumingamar: 1. Hvað heitir ný hljómsveit Siggu Beinteins? 2. Hvaða tvær hljómsveitir fiytja saman lagið „Apríkósusalsa"? 3. Hver flytur lagið Tælandi fógur? Rétt svör sendist DV merkt: DV, tónlistargetraun Þverholti 11 105 Reykjavík Dregið verður úr réttum lausnum 9. júní og rétt svör verða birt í tónlistarblaðinu 16. júní. Hér era svörin úr getrauninni sem birtist 12. maí: 1. Underworld og Bubbleflies. 2. She’s So Fine. 3. Öll svör rétt. Hvad hertir ný hljómsveit Siggu Beinteins?

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.