Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 02.06.1994, Blaðsíða 4
30 FIMMTUDAGUR 2. JÚNÍ 1994 Kanadíska hl jómsveitin Crash Test Dummies flytur eitt eftirtektarverðasta lag ársins: Barþjónar og útkastari - stofna hljómsveit Crash Test Dummies: Barhljómsveitin sem sló nánast óvart í gegn. Crash Test Dummies hefur slegið í gegn á íslandi. Síðustu fjórar vikurnar sat þessi óvenjulega kanadíska hljómsveit í efsta sæti íslenska listans með eitt eftirtektarverðasta lagið sem hefur komið fram á þessu ári. Lagið Mmm Mmm Mmm Mmm um þrjá unglinga sem allir eru á einhvem hátt öðmvisi en fólk er flest. Nú er Mmm Mmm Mmm Mmm reyndar fallið af toppnum en þá er annað lag af nýjustu plötu hljómsveitarinnar farið að láta til sín taka. Það heitir Aftemoons And Coffeespoons og eru í textanum tilvísanir í T.S. Elliot. Sannarlega hljómsveit sem vert er að skoða nánar. Barband Crash Test Dummies varð til fyrir hálfgerða slysni. Dimmraddaður nemandi við háskólann í Winnipeg, Brad Roberts, shmdaði nám í ensku og heimspeki á daginn en vann á bar á kvöldin. Brad hafði í æsku reynfað syngja með vinsælustu lögunum i útvarpinu en án árangurs. Hann hélt því að hann væri laglaus þar til honum var bent á að röddin lægi á dýpra raddsviði en hjá flestum öðrum. Hann væri með barítonrödd, jafnvel bassa og yrði því að beita röddinni öðravísi en flestir þeir sem syngju poppmúsík. Einhverju sinni ákváðu Brad Roberts og nokkrir félagar hans að stofna húshljómsveit á barnum. Hljómsveit sem átti raunar að skemmta sjálfri sér jafn vel og gestunum. Æfð vom upp fáein skrítin Alice Cooper-lög, stef úr auglýsingum, nokkur keltnesk þjóðlög, músík með Mariu McKee og annað í þeim dúr. Hljómsveitina vantaði nafn. Eitthvert kvöldið sat Brad Robert með vini sínum, læknanema úr háskólanum, eftir að barnum hafði verið lokað og þeir reyndu að láta sér detta eitthvað sniðugt í hug. Læknaneminn hafði þá um daginn skoðað myndir af bílslysum með skólafélögum sínum og þeir fengu einnig að kíkja á eitt og annað sem bílaffamleiðendur höfðu gert við rannsóknir á slysum. Þar var meðal annars sýnt hvemig dúkkur hentust til þegar bílar óku á. Læknaneminn stakk upp á þremur nöfnum: Chemotherapists, Skin Graft og Crash Test Dummies (Árekstraprófanadúkkur). Brad valdi hið síðastnefnda, aðallega vegna þess að hin tvö vom að hans mati vita vonlaus. Frægðin Þetta var árið 1987. Tveimur árum síðar hafði Crash Test Dummies vaxið svo fiskur um hrygg að hljómsveitin fór í hljóöver og tók þar upp nokkur lög til reynslu. Þær upptökur voru kynntar á tónlistarráðstefnu í Kanada og afleiðingin varð sú að hljómsveitin fékk plötusamning. Þá var söngkonan og harmoníkuleikarinn Ellen Reid aðeins ein eftir af upprunalegu barhljómsveitinni auk Brads. Hún þjónaði einmitt til borðs á barnum með Brad í upphafi. í hópinn höföu bæst Benjamin Darvill munnhörpu- og banjóleikari og Dan Roberts, bróðir Brads, sem haföi unnið á barnum sem útkastari en reyndist liðtækur á bassagítar þegar betur var aö gáð. Þessi hópur tók upp plötuna The Ghosts That Haunt Me ásamt trommuleikara sem nú hefur reyndar lögsótt hljómsveitina fyrir að hafa aldrei fengið það sem honum bar fyrir vinnu sína við plötuna. The Ghosts That Haunt Me sló í gegn í Kananda og seldist einnig þokkalega í Bandaríkjunum. Af henni varð lagið Superman’s Song einna vinsælast. Það þótti reyndar svo óvenjulegt að fyrst í stað fóru kanadískir útvarpsmenn ákaflega varlega í að spila það. Þegar áheyrendur fóm að hringja og heimta lagið leikið tóku þeir við sér. Fyrir þessa fyrstu plötu hlotnaðist Crash Test Dummies margs konar viðurkenning í Kanada og henni var síðan fylgt eftir með plötunni God Shuffled His Feet. Þegar hún var hljóðrituð var trommuleikarinn Mitch Dorge kominn í hópinn. Brad Roberts sagði þegar hann hóf að semja lög fyrir God Shuffled His Feet að eina reglan sem hann setti sér væri sú að reyna ekki að skilgreina hvers vegna fyrri platan sló í gegn. Með því móti vildi hann tryggja aö lagasmíðar sínar féllu ekki í eitthvert ákveðið far. Enda er ekki hægt með góðu móti að segja að nein ákveðin lína sé fyrir hendi á plötunni. Engin formúla sem unnið er út frá. Platan hefur slegið rækilega í gegn vestan hafs og austan. Lagið Mmm Mmm Mmm Mmm er búið að ná efsta sætinu í Bretlandi og hefur sést á topp tíu víðar í Evrópu. Brad Roberts er hins vegar enn ekki búinn að ljúka lokaprófunum í ensku og heimspeki. Hann tekur því hins vegar með heimspekilegri ró og segist hafa nógan tíma síðar. Engu sé að treysta í heimi hér og sér í lagi ekki vinsældum hljómsveita. Það geti því allt eins gerst áður en mjög mörg ár líða að hann setjist á skólabekk á ný og ljúki prófúm. Hins vegar dregur Brad í efa að hann eigi nokkum tíma eftir að vinna á bar aftur. Þeim tíma er áreiðanlega lokið í lifi hans. Crash Test Dummies - God Shuffled His Feet: ★ ★ ★ 'i Þa er ekki annað hægt en aö láta sér líka vel við tónlist Crash Test Dummies sem er vönduð og áheyrileg. -ÁT Tori Amos- Under The Pink: ★ ★ ★ Á plötunni fæst gott sýnishom af því aö Tori Amos ræöur hvort heldur sem er við léttpoppaö rokk og torræðar tónsmiðar með skrítnum textum. -ÁT Elvis Costello - Brutal Youth: ★ ★ ★ ★ í heildina litið er hér um að ræða eina af betri plötum Costellos síðustu ár. -SþS ZZ-Top- Antenna: ★ ★ ★ ★ Antenna sýnir að ZZ Top er í fullu tjöri og heldur stöðu sinni fyhilega sem ein áheyrilegasta blús-rokkhljómsveit samtímans. -ÁT Beautiful South - Miaow: ★ ★ ★ Miaow er plata fyrir fólk sem vill hlusta á vandað popp og frábæran söng. -SÞS Terron/ision- How To Make Friends and Influence People: ★ ★ ★ ★ Strax við fyrstu hlustun ber hljómsveitin með sér einkennUegan húmor og létUeika en jafiiframt þétUeUra í spUun. -GBG Sissel - Gift Of Love: ★ ★ ★ Gift Of Love býður upp á popp í klassískum dúr, eins áferöarfaUegt og hægt er að hafa þaö og tyrsta flokks söng. -SþS ★ A pKútugagnrýni ►T4 Jet Black Joe - You Ain't Here ★★★★ Hljómurinn fullkomnaður Það kom engum á óvart hversu góðar viðtökur hljómsveitin Jet Black Joe fékk strax við útgáfu sinnar fyrstu plötu. Hljómsveitin stóð fyrir nákvæmlega það sem vantað hafði í tónlistarbransanum. Piltarnir voru ungir, rokkaðir, síðhærðir með viðhorf og gáfu erlendum hljómsveitum ekkert eftir í lagasmíðum. Fyrsta plata þeirra seldist geysilega vel. Onnur plata þeirra kom út fyrir síðustu jól og fékk heldur misjafnar viðtökur. Hún seldist ekki jafn vel og sú fyrri enda töluvert tormeltari. Að öllu jöfnu fékk hún góða dóma og þóttu strákarnir hafa þroskast í tónsmíðum. Nú hefur þessi sama plata verið endurútgefin á erlendum markaði með örlitlum breytingum. Lögunum This Side Up og Fly Away hefur verið bætt við, önnur lög hafa verið endurhljóðblönduð og umslagi plötunnar hefur verið breytt. Breyting til batnaðar á öllum sviðum. Sveitin sýnir enn aukinn þroska í tónsmíðum auk þess sem hún stílhreinsar hljóminn fyrir erlendan markað. Aðalsprautur hljómsveitarinnar em enn þær sömu. Gunnar Bjami tónsmiður og Páll Rósinkranz textasmiður, auk þess að vera einn besti rokksöngvari sem þjóðin hefur eignast. Hljóðfæraleikur annarra meðlima virðist með öllu lýtalaus og ber platan þess merki að lengi hefur verið við hana unnið. Eyþór Amalds á skilið lof fyrir einstakan hljóm plötunnar auk þess að vera hljómsveitinni dyggur stuðnings- maður. Það eru hljómplötuútgáfurnar Spor hf. og CNR Music sem hafa sameinast um útgáfu plötunnar erlendis og eiga þeir einnig lof skilið. Fylgjum strákunum út í leit sinni að frægð og frama, þeir hafa svo sann- arlega imnið fyrir þvi. Guðjón Bergmann Pink Floyd -The Division Bell ★★★ Vinaleg risaeðla Pink Floyd er ein af risaeðlum rokksins. Hljómsveit sem búin er að vera til í aldarfjórðung, hafði óafmáanleg áhrif fyrstu fimmtán árin en hefúr haldið sig nokkuð til hlés á undanfómum árum. Gamla risaeðlan minnir þó á sig öðm hvom. Mis kröftuglega en er fæstum til ama. The Division Bell er fyrsta plata Pink Floyd síðan 1987. Hún virkar vel. Tónlistin er hóflega létt, þó alltaf dæmigerð Pink Floyd-músík nema í laginu Take It Back. Þar er engu líkara en Bono og félagar í U2 blundi í þeim Gilmour, Mason og Wright. Varla geta þessi áhrif verið ómeðvituð en kannski er verið að minna á að U2, Simple Minds og fleiri kraftasveitir hafa eflaust lært eitt og annað af gömlu Pink Floyd tónlistinni. Þótt Take It Back sé það lag sem mest hefur heyrst af plötunni er það jafnframt lagið sem dregur hana einna mest niður. *Útvarps- stöðvar mættu að skaðlausu leika oftar lög eins og Poles Apart og Lost For Words sem eru ágætlega útvarpsvæn. The Division Bell er engin tímamótaplata á borð við Dark Side Of The Moon og The Wall. En það er, skrambinn hafl það, varla hægt að ætlast til að ein hljómsveit sendi þrjá slíka gripi frá sér á aðeins aldarfjórðungi. En það má auðveld- lega hafa gaman af plötunni hvort sem menn vOja láta hana malla í bakgrunninum eða sökkva sér niður í lög og texta, söng og spO. Ásgeir Tómasson Ýmsir-ATribute To Curtis Mayfield ★★★ Eigulegt safn Curtis Mayfield er einn af r isunum í sögu soul- og blústónlistarinnar. Eftir hann liggur aragrúi af lögum, mörg hver í hópi þekktustu dægurlaga heimsins síðustu áratugi. Lög Mayfields höfðu mikO áhrif á breska blúsrokkið upp úr 1970 og meðal þeirra sem tóku lög hans tO flutnings voru Eric Clapton, Jeff Beck, Rod Stewart og margir fleiri. Mayfield er enn að semja tónlist en síðustu ár hefur hann haft frekar hægt um sig eftir slys sem hann varð fyrir en hann er að mestu lamaður eftir það. Ég þykist vita að þetta slys hafi sett strik í reikninginn hjá Mayfield og þess vegna hafl aht það ágæta listafólk, sem samankomið er á þessari plötu, ákveðið að sýna Mayfield þakklæti sitt í verki. Þetta er ekkert slorlið sem hér flytur mörg þekktustu laga Mayfields, meðal þeirra þekktustu em Steve Winwood, Lenny Kravitz, Whitney Houston, Bruce Springsteen, Eric Clapton, Aretha Franklin, B.B. King, Rod Stewart, PhO CoOins, Elton John og Stevie Wonder! ' SkOjanlega er frammistaða þessa fólks vel yfir meðaOagi en þau lög sem mér finnst standa upp úr á plötunni era It’s Allright með Steve Winwood, Gypsy Woman með Brace Springsteen, You Must Believe in Me með Eric Clapton og People Get Ready með Rod Stewart. Meðal laga sem ég varð fyrir vonbrigðum með er útgáfa þeirra Isley-bræðra á laginu I’m so Proud en það helgast kannski af því að tO er aldeOis frábær útgáfa af laginu með Jeff Beck, Tim Bogert og Carmine Appice frá árinu 1973. Annars er þessi plata kannski fyrst og fremst merkOegur gripur fyrir þær sakir að þama er saman komið meira stjömuiið en gengur og gerist á einni plötu. Svo er auðvitað fengur í því að hafa öU lög Curtis Mayfields saman á einum stað. Sigurður Þór Salvarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.