Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1994, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 1994
43
DV
Hljómsveitin Pláhnetan vekur athygli fyrir aðra plötuna sína:
Majónesið varð Plast
Myndin á framhlið umslags nýju
Pláhnetuplötunnar hefur vakið at-
hygli. Naktir fimmmenningarnir,
vafðir í plastfilmu, óræðir á svip.
Greinilega þaulhugsað bragð til að
vekja athygli á nýrri plötu, eða hvað?
„Nei, nei,“ segir Ingólfur Sigurðs-
son, trommuleikari Pláhnetunnar,
og hlær. „í fyrsta lagi átti platan ekki
að heita Plast heldur Majónes. Það
er slanguryrði hjá okkur og þýðir
peningar. Umslagið átti að verða eins
konar majónesdós. Við vorum hins
vegar búnir að vera í myndatöku og
ákváðum að flippa dálítið í lokin.
Láta vefja okkur inn i risa plastfilmu
og sjá hvemig það kæmi út. Myndin
heppnaðist svo vel að við ákváðum
að hafa hana á plötunni og nota hana
jafnffamt á öllum plakötum og kynn-
ingarefni hljómsveitarinnar. Jafn-
framt hættum við við majónesnafn-
ið og kölluðum plötuna Plast í stað-
inn.“
Ingólfur segist vera mun ánægðari
með Plast en plötuna Speis sem Plá-
hnetan sendi ffá sér í fyrra. Hljóm-
sveitin hljómar betur en fyrr að hans
mati. Enda var hún glæný þegar hún
fór í hljóðver í fyrra og átti eftir að
spilast saman. Hann segir að ýmis-
legt fleira geri plötumar tvær ólíkar.
„Tónlistin er ívið þyngri en á
Speis. Lögin eru ekki jafn raktir
poppsmellir og fyrr og þar af leiðandi
betri. Við erum auðvitað að spila
popp en það er rokkaðara nú en í
fyrra. Þá er hljómurinn betri. Vinnsl-
an er staffæn ffá upphafi til enda og
eiginlega varð hljómurinn of góður
þannig að í nokkrum lögum var not-
aður gamall lampamagnari fyrir gít-
arinn til að skapa smásuð! Gítarinn
fær líka að hljóma mun meir en á
Speis. Áður en við byijuðum upptök-
umar ákváðum við að gefa honum
mikinn tíma og það hefur heppnast.
Þá ákváðum við að skapa söngnum
vissan blæ. Stefán syngur í áttund-
um og tvöfaldar hveija rödd. Gítar-
inn var einnig tvöfaldaður og fyrir
bragðið fær platan nokkuð annan
blæ en ella hefði verið á henni.“
Sumarið er tíminn
Þegar sumrar koma hljómsveit-
imar fram á sjónarsviðið að nýju,
rétt eins og þær hafi legið í dvala um
veturinn. Sú var þó ekki raunin með
Pláhnetuna. Hún hefur starfað af
fullum krafti allt síðan hún var stofn-
uð og í mesta lagi tekið sér tveggja
til þriggja vikna frí frá störfum, að
sögn Ingólfs Sigurðssonar.
„Auðvitað er ekki jafh mikið um
að vera á vetuma og á sumrin," seg-
ir hann. „Staðimir sem við getum
spilað á eru færri og vegna veðurs
komumst við ekki hvert sem er. Það
fer að lifha yfir öllu með vorinu og
þá hefst samkeppni hljómsveitanna
um bestu böllin."
En hvemig tiifmning skyldi það
vera fyrir tónlistarmennina þegar
sumarið kemur og öll ballvertíðin er
framundan með endalausum ferða-
lögum um hveija helgi. Ingólfur er
orðinn gamalreyndur eftir að hafa
leikið með Pláhnetunni og hljóm-
sveitinni SSSól þar á undan.
„Ég kvíði alls ekki fyrir sumrinu,“
segir hann. „Ef ég væri í hljómsveit
þar sem hver höndin væri upp á móti
annarri væri tilfmningin sjálfsagt
önnur. Það er gaman að standa í þess-
ari samkeppni. Það em funm tU sex
hljómsveitir að bítast um markaðinn
og sennilega standa ekki nema tvær
vikunnar
peir norou amr Drugoio ser i sund i
en slíkt er ekki til siðs hjá siðvöndum Texa
gegn tryggingu en bíða dóms. Kaldhæðni örla
þannig að sama dag og þetta gerðist kom
Jailbird eða tugthúslimur úti í Bandaríkjunum.
Hljómsveitin Pláhnetan: Miklu samstilltarí núna en í fyrrasumar, segir Ingólfur Sigurðsson trommuleikarí.
til þijár upp úr og markmiðið er auð-
vitað að vera í þeim hópi. Svo höfum
við líka nóg annað að gera en að spila.
Við erum til dæmis að fara I sjón-
varpsþátt á eftir og í kvöld leikum
við í myndbandi. Það er allajafna í
nógu að snúast fyrir okkur alla
þannig aö það er langt því frá að við
þurfum að hanga og láta okkur leið-
ast frá því að við komum úr einni
ferðinni og leggjum af stað í þá
næstu.“
Tónlistarmenn tala oft um hve
laun þeirra séu að dragast saman
miðað við það sem þekktist „í gamla
daga“. Samkvæmt því ættu þeir að
hafa haft rífandi tekjur á árum áður
- tekjur sem núna fara að mestu leyti
í kostnað og milliliði. Ingólfur yppir
öxlum þegar þetta er borið undir
hann.
„Við lifum á þessari vinnu og höf-
um ágæt laun fyrir, að minnsta kosti
ásumrin," segirhann. „Vetumireru
erfiðari og þá kemur það sér vel að
fá aukaverkefni. En staðreyndin er
sú að kostnaðurinn við að reka
hljómsveit er sífellt að aukast. Til
dæmis kostar það okkur um 110 þús-
und krónur að mæta bara á staðinn.
Útgjöldin fara í hljóðkerfi, ljósakerfí,
bílstjóra, hjálparmenn og fjölda-
margt annað. Aðsókn á dansleiki
sýnist mér að hafi aðeins dregist
saman en miðaverð hefur ekki hækk-
að í þijú ár. Þess vegna er eðlilegt að
launin minnki eitthvað. En viö reyn-
um til dæmis að bæta okkur upp
muninn með því að gæta fyllsta að-
halds við að taka upp plötuna. Við
lögðum heilmikla vinnu í Plast en
reyndum að spara eins og við gátum
án þess þó að það kæmi niður á gæð-
unum. Til dæmis létum við
„mastera" plöinna í einu besta stúd-
íóinu í Lundúnum til þess að fá hana
til að hljóma sem best og á sama
hljóðstyrk og erlendar plötur. Þetta
hefðum svo sem getað sparað okkur.
En við vonumst til að fá á endanum
laun fyrir vinnuna við plötuna og
kannski eitthvað smávegis að auki.
Einhveijir hafa haldið því fram að
við séum að gefa plötuna út á vitlaus-
um tíma því að plötur seljist betur
fyrir jólin en á sumrin. Við erum
hins vegar að reyna að ná toppár-
angri ,á sumarmarkaönum og þess
vegna gefum við núna út plötu í fullri
lengd þegar flestir láta sér nægja að
vera með lög á safnplötum. Markmið-
ið er auðvitað að verða önnur af
tveimur vinsælustu hljómsveitum
sumarsins, helst sú vinsælasta," seg-
ir Ingólfúr Sigurðsson að lokum.
Tónlistargetraun
DV og Japis
Tónlistargetraun DV og Japis er
léttur leikur sem allir geta tekið þátt
í og hlotið geisladisk að launum.
Leikur inn fer þannig fram að í hverr i
viku eru birtar þijár léttar spuming-
ar um tónlist. Fimm vinningshafar,
sem svara öllum spumingum rétt,
hljóta svo geisladisk í verðlaun frá
fyrirtækinu Japis. Að þessu sinni er
það geisladiskurinn Drög að upprisu
með Megasi, sem Japis gefur út, í
verðlaun.
Hér koma svo spumingamar:
1. Hvað heitir nýi diskurinn með
Páli Óskari og Milljónarmær-
ingunum?
2. Hvaða Sykurmoli syngur á
nýjasta diski Tómasar R. Einars-
sonar?
3. Hvaöa lag syngur Björk á disk-
inum Smekkleysa í hálfa öld?
Rétt svör sendist DV merkt:
DV, tónlistargetraun
Þverholti 11
105 Reykjavík
Dregið verður úr réttum lausnum
23. júní og rétt svör verða birt í tón-
listarblaðinu 30. júní.
Hér em svörin úr getrauninni sem
birtist 2. júní:
1. Nl+
2. Sniglabandið og Borgardætur.
3. Hljómsveitin Silfurtónar.
Hvaða lag syngur Björk á diskinum
Smekkleysa í hálfa öld?