Dagblaðið Vísir - DV

Dagsetning
  • fyrri mánuðurjúní 1994næsti mánuður
    SuÞrMiFiLa
    2930311234
    567891011
    12131415161718
    19202122232425
    262728293012
    3456789

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1994, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 16.06.1994, Blaðsíða 4
44 FMMTUDAGUR 16. JÚNÍ 1994 *kM<< I ffúnlist Rafn Jónsson og Magnús Þór Sigmundsson vinna saman plötu með íslenskum þjóðlögum: Lífdagar íslenskra platna eru allt of fáir Rafii Jónsson og Magnús Þór Sig- mundsson voru búnir aö velta sama hlutnumnokkuðlengifyrirsér-hvor í sínu lagi: aö hljóðrita vandaða þjóð- lagaplötu. Ekki dægurlagaplötu í þjóðlagastíl með kassagíturum. flaut- um og þess háttar. Heldur plötu sem byggðist á aldagamalli hefð íslenskra þjóðlaga, þessu samblandi keltneskra og norrænna rythma sem við höfúm kastað eign okkar á. Einhveiju sinni þegar þeir voru að ræða saman kom í ljós að þeir voru að bijóta heiiann um sama hlutinn og því var náttúr- lega einfaldast aö vinna hann saman. „Fyrir nokkrum árum unnum við saman að bamaplötunni „Ég ætla að syngja" og kynntumst þá,“ segja þeir. „Kunningsskapurinn hefur þróast síðan og okkur lætur vel að vinna saman. Því ákváðum við að drífa i því að gera þjóðlagaplötu eftir okkar höfði." Og til að flana ekki að neinu hitt- ust þeir Magnús Þór og Rafn reglu- lega í heilan mánuð áður en hafist var handa. Á þessum fundum skipt- ust þeir á skoðunum og skipulögðu verkið sem framundan var, veltu fyr- ir sér lögum, söngvurum og hljóð- færaleikurum, köstuðu fram hug- myndum og hentu öðrum. Þessi und- irbúningur segja þeir að hafi skipt sköpum. „Það leiddi eitt af öðru þegar aö samstarfsmönnunum kom,“ segja þeir. „Okkur var bent á að Eggert Páisson í Voœs Thules væri hafsjór af fróðleik um íslensk þjóðlög fyrri alda og hann þekkti fleiri sem komu með sínar hugmyndir. Ef þær pössuðu við það sem við höfðum í huga var það notað. Og í raun og veru hentum við bara tveimur lögum. Verkið rann ótrúlega vel og við erum sammála um að það sé eitt hið léttasta sem við höfum tekið þátt í þótt heil- mikill timi hafi farið í að ljúka plöt- unni. Fáar þjóðlaga- plötur lifa Platan fékk nafhið íslandsklukkur og vísar nafiiið til skáldsögu Laxness. Á henni eru tuttugu og þijú lög, bæði íslensk þjóðlög, rímur og lög sem þjóðin heftir tekið ástfóstri við í gegn- um tíðina. Jafhframt eru á plötunni funm ný eða nýleg lög. Stór hópur söngvara og hljóðfæraleikara kemur við sögu: söngvaramir funm í Voces Thules sem mikið mæðir á, Bergþór Pálsson, Steinunn Ólína Þorsteins- dóttir, Kristjana Stefánsdóttir, Egill Ólafsson og Magnús Þór og hljóðfæra- leikaramir Símon Kuran, Martial Nardeau, Jens Hansson, Hjörtur Howser, Egill öm Raftisson, Eggert Pálsson, Birgir Bragason og Sigurð- ur Halldórsson. Með lögunum á íslandsklukkum er að finna skýringartexta á nokkrum erlendum tungumálum. Enda er plat- an ætluð erlendum ferðamönnum. Tvö aukalög á plötunni em meira að segja höfð með til að útlendingar geti hljóðskreytt myndböndin sem þeir taka hér af íslenskri náttúm. „Platan var svo dýr í vinnslu að við urðum að miða hana við útlendinga ekki síður en íslendinga," segja þeir Rafn og Magnús Þór. „Hér á landi em lifdagar hverrar plötu ótrúlega fáir. Kannski hálft ár þegar best lætur. Menn keppa auðvitað að þvi að ná til sem flestra með tónlist sinni og því var sjálfgefið að reyna að ná til er- lendra kaupenda líka. Við leynum því ekkert að okkur þykir lítið koma til sumra platna sem sérstaklega em gerðar til að höfða til erlendra ferðamanna. Kassagítarar Magnús Þór Sigmundsson og Rafn Jónsson: Ferðamennimir sem koma hingað til lands em hugsandi fólk með sjátfstæðan smekk. DV-mynd BG pl@tugagnrýni eiga ekkert skylt við íslenska þjóð- lagahefð. Hún byggist á fimmundar- söngnum. En auðvitað tapaðist mik- ið niður eftir að Jörvagleðin var bönnuð á átjándu öld en með rann- sóknum hefúr verið hægt að grafa eitt og annað upp og Voces Thules hafa lagt sig eftir öllum þeim fróðleik um þessa tónlist sem tiltækur er.“ En hvað vill hinn almenni erlendi ferðamaður sem leggur leið sína hing- að til lands yfir hásumarið? Er fom- legur fimmundarsöngur ekki full framandi fyrir hann? Magnús Þór Sigmundsson og Rafh Jónssqn eru ekki á því. Þeir benda á að á íslandi séu ekki bara sólbjartar sumamætur heldur einnig langir, kaldir og harð- ir vetur og þeim vilja þeir meðal ann- ars koma tH skila á íslandsklukkum. „Það sýnir sig hvaða smekk ferða- menn hafa því að í raun og vem hafa aðeins þijár plötur í þjóðlagastíl selst svo að einhveiju nemi, það em plata íslandicu, íslensk alþýðulög og Viki- vaki og við vonumst til að íslands- klukkur komist í þann hóp,“ segja þeir. „Það er staðreynd að þeir túrist- ar sem hingað koma era flestir hugs- andi fólk sem ekki þarf að matreiða allt upp í hendumar á. Þeir hafa sjálf- stæðan smekk og þegar þeir leita að íslenskri tónlist til að hafa með sér heim vilja þeir hafa hana með íslensk- um sérkennum en ekki engilsaxnesk- um eða ítölskum. Við erum að reyna að höfða til þessa fólks með plötunni okkar.“ Ýmsir flytjendur — íslandslög 2: ★ ★ ★ Fagmennsk- an uppmáluð Gott eyra fyrir smáatriðum og fag- mannleg vinnubrögð í hljóðverinu era aðalsmerki Björgvins Halldórs- sonar. Platan íslandslög 2 er dæmi- gerð fyrir hann. Allt er vandað og nostursamlegt. Maður fær á tilfinn- inguna að stjómandinn hafi alltaf fengið tíu í smíði í gamla daga. Lögin á plötuna era lika vel valin. Flest era þau reyndar úr dægurlaga- geiranum. Venjan hefúr verið sú hingað til aö velja gömul þjóðlög og sönglög á túristaplötumar en það er vel tilraunarinnar virði að athuga hvort þeir hafa kannski líka áhuga á gömlu dægurlögunum okkar. Söngv- aramir gera þeim líka góð skil en einhvem veginn falla þeir allir í skuggann þegar Sigrún Hjálmtýsdótt- ir hefur upp raust sína og syngur perlu plötunnar, Heyriö vella á heið- um hveri eða íslandslag eins og það heitir víst réttu nafiii. Tvennt er ég ósáttur við á íslands- lögum 2. Eitt lagið er einfaldlega ekki íslenskt þótt Skagfirðingar hafi gert það að sínu. Þetta er lagið Undir blá- himni. Hins vegar þykir mér útsetn- ingin á Dagnýju eftir Sigfús Halldórs- son fullstórkarlaleg. Maður hefúr vanist nettum útsetningum lagsins en sú sem hér er kynnt myndi hæfa við Brennið þið vitar eða önnur álíka á- takalög. Og svo er það spumingin: Falla erlendir ferðamenn fyrir plötum eins og Islandslögum 2? Það verður að koma í ljós. En mér virðist reynd- ar að íslendingar hafi teláö nokkra ástfóstri við plötuna. Að minnsta kosti hljóma mörg lög hennar í út- varpi um þessar mundir. Ásgeir Tómasson Infectious Grooves -Groove Family Cyco: ★ ★ Frábær spila- mennska Fyrst skal tekið fram að hljóm- sveitin Groove Family Cyco er bræð- ingshljómsveit og þetta er ekki henn- ar fýrsta plata. í hljómsveitinni er að finna Mike Muir (söngur), Robert Trajillo (bassi), Dean Pleasants (gít- ar), Adam Siegel (gítar) og Brooks Wackerman (trommur) eða Pa, Ma, Uncle Ervil, Cousin Randy og Lil’jr, eins og þeir hafa nefiit sig innan sveitarinnar. Allt era þetta fantagóðir spilarar og á plötunni er ekkert til sparað, nema kannski þegar kemur að lagasmíðum og söng. Fyrsta lag plötunnar heitir Violent & Funky og strax í byrjun er maður gripinn fóst- um tökum af „slap“-bassa á fleygiferð með gott „grúv“ sér til aðstoðar. En takið helst ekki lengi. Sami frasinn er endurtekinn í sífellu og þrátt fyrir framúrskarandi spilamennsku er platan uppfull af sömu khsjunum, sem við fýrstu hlustun náðu athygli, en svo ekki söguna meir. Groove Family Cyco hafa mikið til að bera en einhæfúr söngur Mike Muir og end- urtekningamunstur gerir „Infectious Grooves" aö grip sem heldur ekki at- hygli lengi í einu. Þó getur verið gam- an að eiga þennan sjaldgæfa grip og d -* ' v' . , < ~'• •• *•# S ,- ,,í) > -1 * y j> M.r.ll- ’Æt ■ • skella honum annað slagið í spilar- ann, þ.e. þegar maður vfil heyra frá- bæra spilamennsku. í heild er platan, hins vegar ekki fyrir stóran markað fólks, þessi er fyrir pælara. Guðjón Bergmann Erasure -1 Say I Say I Say: ★ ★ ★ Fyrsta flokks danspopp Þeir félagar Vince Clarke og Andy Bell hafa um langan aldur verið í for- ystusveit breskra danspoppara meö hljómsveit sína, Erasure. Og ef marka má þessa nýju plötu frá hljómsveit- inni era þeir ekkert á því að láta þessa forystu af hendi. Ef eitthvað er bæta þeir heldur við en hitt. I Say I Say I Say er tvímælalaust jafnbesta plata þeirra Erasure-manna og inni- heldur margt af því besta sem danspoppið býður upp á. Tónlistin er ákaflega tölvuvædd, lögin yfirleitt skreytt með allra handa fiu-ðulegum tölvuhljóðum en munurinn á henni og til dæmis harða diskópoppinu er sá að hér leggja menn meira upp úr sterkum laglínum og söngur og raddútsetningar era á allt öðra og hærra plani. Þá er trommutakturinn hér alls ekki jafháberandi. í sumum lögum, sérstaklega þeim rólegri, má segja að nálgunin við hefðbundið melódíupopp sé algjör. Þetta á til að mynda við í lögum eins og hinu vin- sæla Always, Man in the Moon og Because You’re so Sweet. Þrátt fyrir að plata einsog I Say I Say I Say sé ættuð úr þeim tónlistargeiranum sem yfirleitt höfðar meira til fótanna en höfúðsins er þetta tvímælalaust plata sem má njóta í rólegheitum heima í stofú. Sigurður Þór Salvarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað: Tónlist (16.06.1994)
https://timarit.is/issue/195459

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.

Tónlist (16.06.1994)

Aðgerðir: