Dagblaðið Vísir - DV - 23.06.1994, Blaðsíða 3
- Kombóið með útgáfutónleika í kvöld
Á sumarmánuðum gengur í garð
tími sveitaballaharksins. Hver
hljðmsveitin á fætur annarri ferðbýr
sig til þingfarar í leit að gulli og
grænum skógum. Lög á safhplötum
og breiðskífur þessara hljómsveita
eru oft hugsaðar til hróðurs og
aukinnar aðsóknar þegar böllin eru
haldin. Einstaka sinnum koma þó
fram sveitir sem í stað þess að sjá
gróða sinn í peningum sjá tón-
listarlegan ávinning með útgáfunni.
Kombóið er ein slíkra sveita. Eftir
tíu mánaða samstarf lítur nú loks
fyrsta breiðskífa sveitarinnnar
dagsins ljós. Skífan hefur að geyma
10 lög, 5 eftir Kombóið, 4 úr smiðju
Ellenar og 1 úr smiðju Toms Waits.
Þetta er hljómsveit sem drifin er
áfram af miklum áhuga frekar en
gróðahugsjón og á henni er engan
bilbug að fmna.
Hægfara popp
Á haustmánuðum ársins 1993 stóð
Ellen Kristjánsdóttir í miklum
framkvæmdum. Hugmyndir voru
uppi um sólóplötu og af þvi tilefni
voru Birgir Baldursson, Þórður
Högnason og Eðvarð Lárusson kall-
aðir til. Kombóið varð að veruleika.
Til að gera langa sögu stutta small
bandið saman og platan breyttist úr
sólóplötu i breiðskífu sveitarinnar,
því allir höfðu eitthvað tii málanna
að leggja. Á fyrstu og annarri æfingu
urðu strax til lög og við þau bættist
(og bætist enn) stöðugt. Birgir segir
tónlistina vera hægfara popp.
vikunnar
Kombóið gefur út fyrstu breiðskífu sína eftir tíu mánaða samstarf.
„Markmið sveitarinnar í fyrstu var
að spila allt mjög hægt og hljótt, þ.e.
undir 20 db. Það klikkaði náttúrlega
þegar við komumst í stærri hljóð-
kerfi, en lögin eru enn spiluð hægar
en fólk á að venjast."
Eins og áður hefur komið fram eru
þau ekki í þessu peninganna vegna.
Fyrir þeim er þetta eins konar
sparihljómsveit, áhugamál sem þau
stjana við auk þess að vera í öðrum
hljómsveitum.
Margs konar
tónlistaráhrif
Þegar leikmaður lítur á hljóð-
færaskipan er nokkuð öruggt að það
fyrsta sem hann segir er: „Er þetta
djass?“ Svo er ekki. Hljómsveit-
armeðlimir taka það skýrt fram að
þeir hafi ekkert á móti þeirri
tónlistarstefnu heldur finnst þeim
ekki hægt að einskorða tónlistina við
einhverja ákveðna stefnu. Þegar bak-
grunnur sveitarmeðlima er skoðað-
ur kemui- glöggt í ljós að mörgu ægir
saman. Ellen hefur í sinni söngkonu-
tið verið í hljómsveitum eins og
Mannakomum, Ljósunum í bænum,
Tíbrá, Flokki mannsins míns
(Mezzo), K.K. bandi (en hún samdi
meðal annars lagið Búmsjagga sem
var á síðustu plötu sveitarinnar),
E.E. dúettinum (hún og Eyþór) og nú
starfar hún jafnt með Borgardætrum
og Kombóinu. Birgir hefur komið
víða við á sínum trommuleikara-
ferli. Hann hefur spilað í sveitum
eins og S.H. draumi, Bless, ýmsum
ballgrúppum, m/Árna Scheving,
Mannakornum, Sálinni hans Jóns
míns, ýmsum djassböndum, Vinum
Dóra, Skólahljómsveit Kópavogs og
nú starfar hann jafnt með Silf-
urtónum og Kombóinu. Þórður hefur
pikkað kontrabassann i Sinfóníu-
hljómsveit íslands, hinum ýmsu
djassböndum og nú starfar hann með
Borgardætrum og Kombóinu.
Eðvarð hefur slegið strengi sína í
hinum ýmsu djassböndum líkt og
hinir félagamir. Einnig var hann í
sveitum eins og Tíbrá, íslands-
vinum, Vinum Dóra og nú síðast
Kombóinu en með því kennir hann
í FÍH. Eins og áður segir koma þau
úr ýmsum áttum en virðast smell-
passa saman.
Útgáfutónleikar
í kvöld
Vegna þess hve þetta er mikil
sparihljómsveit og hvað meðlimir
hafa mikið annað að gera i sumar
verður ekkert túrað til fylgis plöt-
unni fyrr en í haust. Kombóið mun
þó stíga á stokk í kvöld, sjálfan
útgáfudaginn, og halda útgáfutón-
leika. Tónleikamir verða haldnir í
nýja Tunglinu og hefjast klukkan
22.00 að staðartíma. Fyrir þá sem
ekki komast í kvöld hafa þeir allt
sumarið til að melta plötuna og
venjast henni fyrir haustiö. Meira
mun ekki sagt í bili um þessa eðlu,
áhugasömu sveit. Sumt er meira
virði en peningar. GBG
Tónlistargetraun DV og Japis
Tónlistargetraun DV og Japis er
léttur leikur sem allir geta tekið þátt
i og hlotið geisladisk að launum.
Leikurinn fer þannig fram að í hverri
viku eru birtar þrjár léttar spurn-
ingar um tónlist. Fimm vinn-
ingshafar sem svara öllum spurn-
ingum rétt hljóta svo geisladisk í
verðlaun frá fyrirtækinu Japis. Aö
þessu sinni er það geisladiskurinn
Miiljón á mann með Páli Óskari og
Milljónamæringunum, sem Japis
gefur út, í verðlaun.
Hér koma svo spumingarnar:
1. Hvaða lag syngja Páll Óskar og
Bogomil Font saman á nýju
plötunni með Páli Óskari og
Milljónamæringunum?
2. Hvað heitir nýja platan með
Ellen Kristjánsdóttur og Kom-
bóinu?
3. Hver syngur lagið Hann mun
aldrei gleym’enni?
Rétt svör sendist DV merkt:
DV, tónlistargetraun
Þverholti 11
105 Reykjavík
Hvaða lag syngja Páll Oskar og Bogomil Font saman? DV-mynd RaSi
Dregið verður úr réttum lausnum
30. júní og rétt svör verða birt í
tónlistarblaðinu 7. júlí.
Hér eru svörin úr getrauninni sem
birtist 9. júní:
1. Kanada.
2. Take me to God.
3. Klassísk tónlist.