Dagblaðið Vísir - DV - 30.06.1994, Síða 3
FIMMTUDAGUR 30. JÚNÍ 1994
25
»
I
»
tónli0l:
Mambókóngarnir enn á ferð
r
- Páll Oskar og Milljónamæringarnir fara geyst upp vinsældalistana
Páll Óskar og Milljónamæringamir: Það borgar sig að þora að vera öðruvísi en hinir. DV-mynd: ÞÖK
„Meira að segja við vitum ekki
almennilega hvað er að gerast.
Plötunni var dreift í verslanir í tvö
þúsund eintökum á einni viku og
áður en við vissum af var
helmingurinn seldur. Það liggur við
að þetta sé of gott til að vera satt,“
segir Páll Oskar Hjálmtýsson
söngvari. Það fer ekki á milli mála
að hann er undrandi á góðum við-
tökum plötunnar Milljón á mann. Og
jafnframt glaður. Milljónamæring-
amir renndu blint í sjóinn þegar þeir
réðu hann sem söngvara í stað Bogo-
mils Fonts en söngvaraskiptin virð-
ast engin áhrif hafa haft á vinsæld-
imar.
„Það var dálítið erfitt að byija upp
á nýtt þegar Palli kom til sögunnar,“
segir Astvaldur Traustason pianó-
leikari. „Þegar hann kom í hópinn
vissi enginn í raun og vem hverjir
Milljónamæringarnir vom. Bogomil
Font hafði fengið alla athyglina.
Hljómsveitin var einhvers staðar á
bak við í skugga söngvara á egóflippi.
Þessi skipti hafa verið mjög holl fyrir
hljómsveitina því að nú fær hún sem
slík að sanna sig.“
„Meginmunurinn á mér og
Bogomil er sá að hann var þessi svali
gæi sem kom með hattinn og söng
eða jafnvel talaði lögin til áheyrenda.
Lét ekkert á sig fá, stóð bara við
hljóðnemann og söng. Ég er hins
vegar á fullu í því að fá fólk í stuðið
með okkur," bætir Páll Óskar við.
„Það er til í dæminu að lögin teygist
upp í sjö minútna metalmambó þar
sem fólk dansar konga og tekur
virkan þátt í fjörinu. Það er mikið
„show“ á böllunum hjá okkur og það
er fariö að spyijast út.“
Ruglingur
í byrjun
Um það leyti sem Páll Óskar
Hjálmtýsson var að ganga til liðs við
Milljónamæringana kom hans fyrsta
plata út, platan Stuð sem hefúr að
geyma dans- og diskótónlist af ýms-
um toga. Hann segir að því sé ekki
að neita að fólk hafi ruglast í riminu
við það.
„Þetta var endalaust rugl í
upphafi. Ég var þarna í tveimur
hlutverkum og tók tvöfaldar vaktir.
Hins vegar blönduðust hlutverkin
ekkert saman. Milljónamæringamir
fluttu aldrei neitt af Stuðplötunni og
ég hafði ekkert af rúmbum og
sömbum á prógramminu þegar ég
kom fram án þeirra. Það er í raun og
veru ekki nema svo sem mánuður
síðan ég varð var við að fólk var farið
að greina þama á milli.“
„Við vorum heldur ekki með neitt
í gangi um það leyti sem
söngvaraskiptin fóm fram,“ heldur
Ástvaldur áfram. „Það var ekki fyrr
en lagið Negro José fór að hljóma í
útvarpi sem fólk fór að átta sig
almennilega á að Páll Óskar var með
tvenns konar verkefni í gangi.“
Negro José virðist ekki síður hafa
hitt í mark en Marsbúa cha cha cha
í fyrra. Það er nú í þriðja sæti
íslenska listans og virðist hafa
talsverða möguleika á að ná
toppnum. Þeir Ástvaldur og Páll
Óskar segja að önnur lög plötunnar
hafi einnig fengið mikla athygli í
útvarpi. Helst þó að Burt Bacharach-
lagið The Look of Love hafi orðið
útundan. Þeir em þó sammála um að
það sé eitt athyglisverðasta lag
plötunnar.
„Tónlistin virðist höfða til breiðs
hóps,“ segir Páll. „Það hringja í mig
tíu ára krakkar, rígfullorðið fólk og
allt þar á milli til að segja álit sitt.
Krakkamir og þeir sem era komnir
yfir miðjan aldur era hins vegar ekki
á böllunum hjá okkur, af skiljan-
legum ástæðum.
Ég held að skýringin á þessum
vinsældum okkar sé sú að við þorum
að vera öðra vísi en hinir,“ heldur
hann áfram. „Það virðist loða við allt
of marga að þeir þora ekki að taka
neina sénsa. Það er verið að sýna
Wayne’s World tvö í bíó en það
gleymist alveg að einu sinni tók
einhver sénsinn á að gera Wayne’s
World eitt. Tónlistarlífíð er svipað.
Hljómsveitimar era meira og minna
að hnoðast í sama norræna rokk-
poppinu. Við þorum að vera öðra vísi
og það virkar. Platan selst og aðsókn
á böllin okkar er góð.“
Hörð samkeppni
Þeir Ástvaldur og Páll Óskar segja
að samkeppnin um hylli
danshúsagestanna sé ótrúlega hörð
þetta sumarið. Jafnvel sú harðasta í
manna minnum. „Þegar ónafn-
greindir staðir era famir að segja
upp ónafngreindum hljómsveitum
og ráða aðrar sterkari er ástandið
orðið slæmt,“ segja þeir. „Við
megum þakka fyrir hvemig okkur
gengur og gerum okkur jafnframt
grein fyrir að eftir svo sem hálft ár
getur vel verið að við verðum í
sporum þeirra sem gengur illa núna.
Þannig er baráttan.”
Milljónamæringarnir spiluðu
ríflega fullskipaðir um síðustu helgi.
Þá bættust í hópinn tveir blásarar
sem léku með á plötunni Milljón á
mann þannig að hljómsveitin var
orðin að oktett. Þannig hljómar hún
best að sögn Ástvaldar sem vildi
gjarnan hafa átta manns með í
sumar. Og nóg er að gera næstu
helgar. Um verslunarmannahelgina
liggur leiðin á Neistaflug ‘94 í
Neskaupstað. Síðan á hljómsveitin
eftir að koma við á Akureyri, '
Selfossi, Akranesi og Homafirði, auk
þess að koma reglulega fram á
Ömmu Lú. Og annað kvöld láta Páll
Óskar og Milljónamæringarnir til
sín taka á Hressó þegar fagnað
verður sextiu ára afmæli staðarins.
Þar verður afmælisgestum boðið upp
á mat og drykk jafnframt því sem
þeir geta dansað við latneska tóna
Milljónamæringanna. Á laugardag
fær hljómsveitin það erfiða
hlutskipti að vera á tveimur stöðum
sama daginn. Fyrst á Woodstock-
hátíð á Reykjanesi og um kvöldið á
dansleik í Sindrabæ á Höfn í
Hornafirði. Enn er ekki alveg búið
að leysa það landshomadæmi en því
verður væntanlega kippt í liðinn í
tíma. Eitt er víst að bjartsýni ríkir i ;
herbúðum Milljónamæringanna um
þessar mundir.
Tónlistargetraun DV og Japis
Tónlistargetraun DV og Japis er
léttur leikur sem allir geta tekið þátt
í og hlotið geisladisk að launum.
Leikurinn fer þannig fram að í
hverri viku era birtar þrjár léttar
spurningar um tónlist. Fimm
vinningshafar sem svara öllum
spurningunum rétt hljóta svo
geisladisk í verðlaun frá fyrir-
tækinu Japis. Að þessu sinni eru
verðlaunin geisladiskurinn Drög að
upprisu með Megasi og Nýdanskri
sem Japis gefur út.
Hér koma svo spumingamar:
1. Hvað heitir nýjasta platan með
Megasi og Nýdanskri?
2. A hvaða nýútkomna diski
syngur Egill Ólafsson lagið
ísland er land þitt?
3. Hvaða kór syngur á plötunni
ísland er lýðveldi?
Rétt svör sendist DV merkt:
DV, tónlistargetraun
Þverholti 11
105 Reykjavík
Dregið verður úr réttum lausnum
7. júlí og rétt svör verða birt í
tónlistarblaðinu 14. júlí.
Hér eru svörin úr getrauninni
sem birtist 16. júní:
A hvaða diski syngur Egill Ólafsson lagið Island er land þitt?
1. Milljón á mann. 3. Umakkeri.
2. Einar Örn Benediktsson.