Alþýðublaðið - 13.05.1967, Qupperneq 4

Alþýðublaðið - 13.05.1967, Qupperneq 4
Rltstjóri: Benedikt Gröndai. Simar 14900—14903. — Auglýsingasíml: 14906. — Aðsetur: AIl>ýðuhúsið við Hverfisgötu, Bvik. — Prentsmiðja Aiþýðublaðsins. Sími 14905. — Áskriftargjald kr. 105.00. — í lausa* sölu kr. 7.00 eintakið. — Útgefandi: Alþýðuflokkurinn. Grikkland LÝÐRÆÐISSINNAÐIR MENN um víða veröld harrna auðvitað atburði þá, sem gerzt hafa í Grikk- landi. Augljóst er, að herforingjar hafa tekið völdin í sínar hendur í skjóli vopnavalds. Stjórnmálamenn og almennir borgarar hafa verið fangelsaðir. Grund- vallarreglur lýðræðisþjóðfélags hafa verið fótum troðnar. Lýðræði hefur því miður ekki staðið styrkum fótum í Grikklandi, fremur en í ýmsum öðrum suðlægum löndum. En vonir stóðu þó til þess, að það væri að styrkjast. Þessar vonir eru nú að engu orðnar. í land inu er nú einræði hersins. Það er ástand, sem íslend rngum er ógeðfellt. Þeir hafa samúð með grísku þjóð inni sem hlýtur þungar búsifjar af hálfu ofbeldis- •manna. Enn er ekki vitað hvort eða með hverjum hætti um þessi mál verður fjallað í 'alþjóðasamtökum. En komi það á dagskrá í alþjóðasamtökum, sem íslendingar eru aðilar að, mun rödd íslands að sjálfsögðu verða andstæð þessu nýja einræði í Grikklandi, eins og öllu einræði og ofbeldi, hvar og hvernig sem það birtist. Appelsínuverðið Verð á appelsínum hefur undanfarið verið um 30 -35 kr. kílóið hér í Reykjavík. En svo gerist það fyrir skömmu, að stórt fyrirtæki í Reykjavík, Hagkaup, býður appelsínur til sölu á 17,50 kr. eða fyrir helm- ingi lægra verð en gilti á markaðnum. Mun hér hafa verið um að ræða aðra tegund en þá sem aðrir innflytjendur verzluðu með, tegund sem er ódýrari á heimsmarkaðnum. En gæðin virtust fullnægjandi, enda seldist heil sending af ódýru appelsínunum upp á fáum dögum. Almenningur hefur furðað sig á því, að unnt skuli að lækka verð á algengri vörutegund um helming, án þess að um teljandi gæðaxýmun sé 'að ræða. Samtök innflytjenda ættu að skýra þetta mál fyrir almenn- ingi. Er til einbver eðlileg skýring á þessum mikla verðmun? Ef verðmunurinn er svona mikill á ýmsum appelsínutegundum, hvers vegna hafa þá ekki hinar ódýrari appelsínur verið fluttar inn fyrr? Og hvers vegna eru það ekki venjulegir innflytjendur ávaxta, er kau.pa hinar ódýru appelsínur, heldur kaupmaður, sem hingað til hefur alls ekki verzlað með ávexti? Almenningur vill fá upplýsingar um þetta mál. 4 13. maí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur HÁDEGISVERÐARFU N DU R verður 'haldinn í Iðnó uppi laugardaginn 20 maí kl. 12 á hádegi. Fundarefni: Alþingiskosningarnar. — Stuttar ræður flytja: Gylfi Þ. Gíslason ráðherra og Sigurður Ingimundar son 'alþingismaður. Matarverði verður stillt í hóf Þátttaka tilkynnist skrifstofu Alþýðuflokksins fyrir 17. maí. Stuðningsmenn A-listans velkomnir meðan húsrúm leyfir. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur. rAT mmm VANTAR BLAÐBURÐAR- FÓLK í EFTIRTALIN HVERFI: MIÐBÆ I Og II HVERFISGÖTU EFRI LAUGAVEG NEÐRI GRETTISGATA NJÁLSGATA RAUÐARARHOLT BRÆÐRABORGARSTÍQ LAUGARÁS FRAMNESVEG BOGAHLÖ) BARÓNSSTÍG krossgötum AÐ LÆRA AF REYNSLUNNI Því er stundum haldið fram, að bændur séu vanafastir og tregir að breyta til, íhaldssamir. Hvað sem hæft kann að vera í þessu, þá hafa þeir verið fljótir að læra af reynslunni í mjólkurmálunum og tileinka sér ný viðhorf í samræmi við sölumögu leika utanlands og innan. Eins og kunnugt er, hlóðust upp smjör birgðir í landinu fyrir nokkrum misserum og smjörfjallið góða varð til. í árslok 1965 námu smjörbirgðirnar orðið ríflega 1100 tonnum. Um sölu úr landi var ekki að ræða fyrir viðunandi verð. Bændur voru því hvattir til að fækka i jólkurkum og draga úr mjólkurframleiðslu Þeir. tóku þessum tilmælum vel og fækkuðu nautgripum, jafnframt var lækkað útsöluverð á smjöri á innlendum markaði. Árangurinn af þess um ráðstöfunum varð sá, að mjólkurframleiðsla minnkaöi um næstum því 5% á árinu sem leið, en smjörbirgðir voru um 300 tonnum minni um síðustu áramót en næstu áramót á undan. Þetta var spor í rétta átt, þótt fráleitt sé það fullnægj andi, og bændur sýndu góðan skilning á málunum og þjóðfélagslegan þroska. Sannleikurinn er sá, að íastheldni í framleiðsluháttum sem öðru kann að vera góð að vissu marki, en jafnan er þó nauðsyn legt að semja sig að breyttum aðstæðum. Þróunin er ör og hvorki einstaklingar né stéttir mega láta sig daga uppi eða bíta sig fasta í gömul og úrelt viðhorf eins og steinbítur í spýtu. SAMEINING SVEITAR- j FÉLAGA. En tíminn stendur ekki heldur í stað á öðrum svið um og bændur hafa í mörg horn að líta. Eitt a£ þeim úrlausnarefnum, sem þeir þurfa að taka af stöðu til, er stækkun og sameining sveitarfélag anna. Það mál hefur verið talsvert á döfinni að undanförnu og ekki að ófyrirsynju. Þar hafa einn ig skapazt ný viðhorf og allar aðstæður breytzt frá því sem áður var. Mikill fólksflótti hefur átt sér stað úr sveitunum og í mörgum hreppsfélögum er orðið ískyggilega fámennt, stappar sumsstaðar nærri, að ekki fáist í innansveitarembætti sök- um fólksfæðar. Þetta torveldar allar framkvæmd ir sveitarfélaganna og útilokar að verulegu leyti eðli lega félagsstarfsemi. Má jafnvel sýna fram á með nokkrum rökum, að lítil og fámenn sveitarfélög ýti undir fólksflóttann. Með sameiningu tveggja eða fleiri hreppsfélaga ætti hins vegar að vera unnt að sporna við þessari þróun og skapa aðstöðu til meiri framkvæmdamöguleika og aukinnar fé lagsstarfssemi. Þetta ætti að vera kleift, m.a. vegna stórbættra samgangna í landinu. En sameining sveitarfélaganna getur því aðeins lánazt, að ibúarn ir sjálfir skilji hvað í húfi er og standi að breyt ingunni. Einnig á þessu sviði er nauðsynlegt að fylgjast með tímanum, læra af reynslunni og tll einka sér ný viðhorf. — Steinn.

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.