Alþýðublaðið - 13.05.1967, Side 9

Alþýðublaðið - 13.05.1967, Side 9
rrir Guðmundsson, ur það meðal annars sér til ágæt- is að víkja frá hefðbundnu rev- íuformi okkar með samfelldum „söguþræði” að nafninu til, gríni um 1 stjórnmál og stjórn- málamenn að meginefni ásamt með tilheyrandi eftirhermum. At- riði revíunnar, fjórtán talsins eða svo, eru nokkurn veginn sjálf- stæð hvert fyrir sig, eða minnsta kosti mjög laustengd innbyrðis. Og þótt pólitíkin sé óhjákvæmi- BITTINÚ legt viðfangsefni öðrum þræði er minnsta kosti reynt að taka hana nýjum tökum. Hins vegar er því ekki að neita að höfundi (eða höfundum) kann að verða fultmikið niðri fyrir í lengstu og metnaðarmestu atriðunum þar sem stjórnmál koma mest við sögu, iánast ekki að gera ádeilu sínu nógu fyndna og fjarstæðu- fengna til að hún heppnist full- komlega. En hnyttilega er farið með þá hugmynd að láta kosn- ingabaráttuna gerast á barna- heimili, og martröð borgarans, löguð eftir Marat/Sade Þjóðleik- hússins, hefur minnsta kosti öðr- um þræði paródiskan tón sem lof- ar góðu. En Jón Sigurðsson og samverhamenn hans eru enn ekki nógu liprir að skrifa, ekki nógu fyndnir til að semja sér alveg fullnægjandi texta þó þeim detti ýmislegt gott í hug; þess vegna hopa þeir öðru hverju út gamaldags brandarasmíð, en í Æiíii-um tilfellum (Hamborg —, hugsað heim) bregzt textinn al- veg. Raunar bera ýms atriði rev- íunnar með sér að efni þeirra sé viðað héðan og þaðan, eftirstælt ef ekki aöfengið með öllu, og með eftirtakanlegri líkingu við „sick” eða „mad humour” amer- ískan. Þetta er ekki sagt þeim revíusmiðum til áfellis, þeir eru að leita fyrir sér um nýjungar sem þeim lánast' misjafnlega að notfæra sér ennþá; en sjálf við- leitni þeirra lofar góðu og gæti vel orðið upphaf annars meira. Og skemmtun má sem sagt hafa af henni eins og hún kemur fyr- ir. En það segir sitt um sýn- inguna að skemmtilegasta atriði hennar, Dansmeyjarnar, er texta- laust, tómur látbragðsleikur sem slær sama paródiska tón og ann- að sem bezt lánast í sýningunni. Og revíuleikhúsið hefur það fram yfir ýmsa fyrirrennara sína að vanda til sýningar sinnar sem er nosturslega unnin, fjörleg og álitleg; leikbrögðin, tilburð- ir og tiltæki einatt skemmtilegri en orðbragðið. Þátttakendur eru sjö talsins, Arnar Jónsson, Bjarni Steingrímsson, Nína Sveinsdótt'- ir, Oktavia Stefánsdóttir, Sig- Frh. á 10. síðu. : VERÐA VONDIR AÐ VERA þeirra fjögur, foreldra hans og íoreldra konu hans. Hamelmann er nú lyfsali í Bre men og á fjögur börn í hjóna- bandi sínu með hjúkrunarkon- unni sem hjúkraði honum eftir blóðbaðið. Hann er strangtrúaður maður og bað jafnvel við réttar- höldin um miskunn til handa þeim úr hópnum, sem ekki tóku beinlínis þátt í skothríðinni. Meðal þeirra voru fangarnir þrír, sem enn sitja í fangelsi í Hamborg, Godlewski, Stroki og Oboza. Ríkisfang Godlewskis er nokkuð flókið, því að hann fædd- ist nálægt Vilna í Litháen, sem var innlimað í Pólland á árun- um milli 1920 og 1930, en er nú höfuðborg sovétlýðveldisins Lit- háen. Hinir eru hins vegar al- pólskir. Tilraunir til að fá að enda þá heim, Godlewski til Sovétríkjanna eða Póllands, o>g. hina til Póllands, hafa ekki borið árangur. Glæpurinn var sannarlega einn af þeim hryllilegustu er framdir voru í þeirri öldu ofbeldisverka er flæddi yfir Vestur-Þýzkaland í stríðslokin. Fjórir úr hópnum voru dæmdir til dauða og teknir af lífi, en rétturinn féllst á þá staðhæfingu verjenda, að þeir þrír, sem nú sitja í fangelsi hefðu ekki tekið þátt í morðunum, og því voru þeir dæmdir til ævilangs fangelsis. Slíkur dómur hefur vafalaust verið réttlætanlegur þá, en er það tæpast lengur, er fjölmargir stríðsglæpamenn hljóta miklu vægari dóma fyrir miklu hræðilegri afbrot. í júlí næstkomandi eru tíu 'ár liðin síðan fyrst var mælt með því af amerísk-þýzkri náðunar- nefnd, að Godlewski yrði látinn laus með því skilyrði, að hann yrði sendur til heimaiands síns. Það tókst ekki og ástandið er enn óbreytt tíu árum síðar, þó að miklar tilraunir hafi verið 'gerðar til að fá lausn á málinu. Það er talið vitað, að menn- irnir þrír vilji helzt fá að vera áfram í Þýzkalandi er þeim hef- ur verið sleppt og virðist það ekki ósanngjörn ósk, því að þótt glæpurinn, sem þeir tóku raunar ekki beinan þátt í, væri óhugnan- legur, þá er á hitt að líta, að þeir höfðu verið þvingaðir til að vinna í Þýzkalandi Hitlers og það virð- ist siðferðlega réttmætt, að Þjóð verjar veiti þeim nú leyfi til að búa þar — frjálsir. * ¥ Kornvömmar frá General Mills fáiÓ þér í hverri verzlun. Ljúffeng og bœtiefnarík fæða fyrir alla fjölskylduna. ]iDD) SMTElIi E HEILDSÖLUBIRGÐIR M'S ARNARFELL lestar í Antwerpen 30. maí Rotterdam 1. júní, Hull 5. júní. KL 2 E.H. Hestamannafélagið FÁKUR. 13. maí 1967 ALÞÝÐUBLAÐIÐ $

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.