Alþýðublaðið - 13.05.1967, Qupperneq 10

Alþýðublaðið - 13.05.1967, Qupperneq 10
Mmningarorð: LILJA HELGADÓTTIR í DAG verður til moldar borin frú Lilja Helgadóttir, sem andað ist á sjúkrajjúsi hér í borg hinn 28. apríl sl. Hún var fædd að Kirkjubóli í Innri-Akraneshreppi 27. okt'. 1907 og var því tæplega sextug er hún lézt. Foreldrar hennar voru hjónin Guðrún Sæ- mundsdóttir ög Helgi Jónsson, bóndi að Krikjubóli, Innri -Akra neshreppi. Lilja ólst upp í góðum for- eldrahúsum og í stórum systkina hópi og mótaðist þar í hæga og prúða stúlku. 9. september 1928 giftist hún eftirltfandi manni sínum, Jóni Kjartanssyni, skó- smið. Heimili þeirra var lengst af hér í borg og voru fyrstu nánu kynni mín af henni þau, að við bjuggum í sama húsi og æ síðan héldust trygg fjölskyldu og vina- bönd með fjölskyldum okkar. Þau Lilja Qg Jón eignuðust 3 börn, Guðrúnu, ekkju Sveins Bergmanns Benediktss., Viðar vélstjóra, kvæntan Katrínu Karlsdóttur og Gylfa, kvæntan Elínu Jöhönnu Guðmundsdóttur. Bamabörnin eru orðin 10 og bamabarnabörnin eru 4. Lilja var sérstaklega fómfús húsmóðir og helgaði allt sitt líf heimili sínu og síðan heimilium bama og bamabarna. Hún var gestris- in enda var oft gestkvæmt á f LIUA -HEL6ADÓTTIR Fædd 27. október 1907. — Dáin 28. apríl 1967. KVEÐJA FRÁ ÖMMUBÖRNUM. Er vorið hlær og fagrar grundir gróa og geislar himins leika um hæð og mó, er syngur „dírrindí” í lofti lóa og ljóssins englar dansa um strönd og sjó, við komum, elsku amma, til að kveðja með ástarþökk og bænarljóð á .vör; þín æðsta sæla var að gefa og gleðja og góðir englar voru í þinni för. Við munum ávallt muna þínar bænir, og mildu brosin, hjartans amma mín, og hvað sem kaldur heimur rænir, þá kært við geymum minjagullin þín. Hve oft við sátum alein út við glugga, ef áttum við þess von að kæmir þú. Með þér í för við eygðum engan skugga, þú ávallt veittir gleði, von og trú. Þótt dagar komi og æviárin líði, mun aldrei fenna þín í gengin spor. C Og bros þín veita blessun lífs í stríði og breyta vetrarnótt í sól og vor. ► Þótt aldrei framar ómi röddin kæra og aldrei heyrist fótatakið þitt. Frá draumsins löndum líður Ijóðið skæra, er ljóssins börn þér flytja lagið sitt. Ó, hjartans amma, öll þín heitt við söknum, því engin var eins góð á okkar braut. i Á angursnótt og vonarmorgni, er vöknum, þá vakir andi þinn í gleði og þraut. Og „Gleym mér ei” að þínu lága leiði við leggjum hljótt og brosum gegnum tár. Sem maísól, er brosir blítt í heiði þú blessar okkar stundir og ár. 10 13. maí 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ heimili þeirra hjóna og hafði hin káta og glaðværa skapgerð Lilju þar sitt að segja þar sem hún var hrókur alls fagnaðar. Lilja átti við erfiðan sjúkdóm að stríða síðustu mánuðina sem hún lifði og tók hún því með einstakri ró en vonaðist þó ávallt eftir að batinn kæmi. Oft var hún sárþj'áð á sjúkrahúsinu er hún háði sitt dauðastríð, tók hún þó ávallt brosandi á móti þeim er að sjúkrabeði hennar komu. Á sjúkra'húsi Hvíta bandsins þar sem Lilja lá, fékk hún sér- staklega ígóða hjúkrun og um- önnun og hefði hún viljað þakka læknum, hjúkrunarliði og öðru starfsfólki þar fyrir. Hjónaband þeirra Lilju og Jóns var með afbrigðum gott, enda studdu þau hvort annað í baráttunni og ekki voru þær fá- ar stundirnar er Lilja vann við hlið manns síns á skóvinnustofu hans. Aldrei brást umhyggja hans heldur í blíðu né stríðu til hinztu stundar. o Lilja mín, við hjónin og börn okkar þökkum þér allar ánægju- stundimar og trúum að þú eigir bjarta framtíð í landinu helga. Samhryggjumst við eftirlif- andi manni þínum og börnum, tengdabörnum og öðrum ástvin- um. Albert Imsland. Bækur Frh. af bls. 7. að ástæðulaust sé að Bók- menntafélagið sé a'ð fást við „út- lend efni”; en af þessari máls- grein er að ráða, að einhver hafi ætlað félaginu þvílík störf. En þótt Bókmenntafélagið sé ef til vill ekki réttur aðili málsins breytir það ekki þeirri staðreynd, að hér væri fullkomin þörf fyrir sérstakt rit sem eingöngu helg- aði sig erlendum bókmenntum. Eins og háttað er þýðingu og út- gáfu erlendra bókmennta á ís- lenzku væri megintilgangur slíks rits, sem gæti komið út t. d. tvisvar á ári, mætti jafnvel vera ársrit, að birta í íslenzkri þýðing erlend b4kmenntaverk sem til þess þættu fallin, en auk þess mundi ritið' fjalla um er- lendar bókmenntir á íslenzku fyrr og síðar, gagnkvæm áhrif erlendra bókmennta og íslenzkra, kynna erlendar bókmenntir og einstaka höfunda og fjalla að staðaldri um nýjar þýðingar enda veitir ekki af að þýðend- ur og útgefendur hafi nokkurt aðhald. Áreiðanlega gæti slíkt rit sem þetta reynzt áhrifamik- ið og þarflegt bókmenntunum ef réttilega væri að því staðið, annað mál er það hvort almenn- ur áhugi lesenda reyndist næg- ur, ef til kæmi, til að gera slíka útgáfu .kleifa fjárhagslega. En ekki virðist ástæða til að ætla fyrirfram að rit sem þetta yrði ýkja kostnaðarmeira en ýms þau rit sem nú koma út nokkurn veg- inn tilgangslaust, svo sem And- vari sem Menningarsjóður gefur út, eða Eimreiðin sem er einka- f&SL..- fyrirtæki. Hvort þetta rit sem væri mætti iixiega aunoa upp til a'ð gegna þessu nýja hiut- verki ei anugt væn a pvi, og Menningarsjoour væri UKlega tiivaiinn aðiii tii ab taKast slika útgafu á henaur. En eKKerc virð- ist heidur þvi tii íyrirsioou að Bokmenntafeiagio yroi tu pess ef iiagir þess ieyiöu. | Skírni ber þaö til nýlundu í ár að birtar eru skyrslur og reikningar tíokmenntaielags- ins ásamt' félagatali en þetta efni heíur vantaö í ritið noKkur undanfarin ár. Af aðalfundar- gerðum sem birtar eru ma ráða að ósamþykkis hafi gætt í fé- laginu undanfarið, einkum að því er virðist af þeirri ráðstöf- un að fela Almenna bókafélag- inu umboðssölu á bókum félags- ins; mun sá ágreiningur hafa orðið til þess að Einar ÓI. Sveins- son sagði af sér forsetadómj á aðalfundi 1966, og það með all- mikium styttingi; Ég þarf ekki að þakka því ég fékk ekki að smakka utan vatnið tæra og moldina að hræra, i - kveður hann við félagsmenn að skilnaði, eins og draugurinn forðum; og er leitt til þess að vita, ef ágreiningur innanfélags verður því að meini. En ekki verður annað sagt en Einar* skiljist myndarlega við féiagið því að ársbók þess í fyrra var ritgerð hans um Ritunartíma íslendingasagna sem áður var einungis til á ensku, verk sem Bókmenntafélaginu hæfir bezt að gefa út og sjálfsagður hlutur er að til sé á íslenzku. Á hinn bóginn er þeim vandi á höndum sem taka eiga við fé- laginu, en Sigurður Líndal hæstaréttarritari er í kjöri til forseta nú í vor og mun njóta til þess trausts og stuðnings hinna beztu manna; hann hefur áður haft framsögu á félagsfundi um starfsemi og hagi félagsins. Því miður er sú fundargerð ekki birt í bKirni svo ekki verður séð hveri umræour leiddu. En augljóst' er ao eíia parf hagi Bókmenntafeiagsins og færa út- gáfu þess í iastari farveg en verið hefur unaanfarið ef vel á að fara, vekja að nýju áhuga á félaginu og ritum þess. Bók- menntafélagið á enn hlutverki að gegna, og það ætti að vera sjálfsagður félagsskapur öllum áhugamönnum um íslenzkar bók- menntir; bezta ráðið til að svo verði hygg ég sé efling og end- urnýjun Skírnis. En ástæðulaust er að gera þá kröfu til Bók- menntafélagsins á breyttum tím- um að það miðli árlega svo og svo miklu „alþýðlegu" lesmáli gegn svo og svo vægu árgjaldi. Þvert á móti mætti tvöfalda og jafnvel þrefalda árgjald félags- manna, að öðru óbreyttu; en fyr- ir þetta gjald fengju félagsmenn endurnýjaðan Skírni ásamt a. m. k. einu riti bókmenntalegs efnis ár hvert ásamt forkaups- rétti að öðrum rit'um sem félag- ið kynni að gefa út, t. a. m. með sérstökum áskriftujn. Auknu til- lagi félagsmanna fylgdi að sjálf- sögðu tilkall til að félagi’ð vand- aði verk sín til hins ýtrasta; og félagsmönnum þyrfti engu að síður að fjölga heldur en fækka. Ælli það sé óhæfileg bjartsýni að ætla að nógu marg ir meti Bókmenntafélagið svo sem á við eitt dagblað? — Ó.J. Leikhús Frh. úr opnu. urður Karlsson, Sverrir Guð- mundsson og Þórhildur Þorleifs- dóttir, og skal ég ekki gera upp ú milli frammistöðu þeirra sem er mjög svo jöfn og að jafnaði ánægjuleg. En áreiðanlega eiga þátttakendur allir, og svo höfund- arnir, mikið að þakka samstarf- inu við Kevin Palmer leikstjóra, samfellt spaug sýningarinnar og hinn nýstárlega brag sem á henni er; og svo látlausri, haganlegri umgerð hennar sem Una Collins hefur annazt. En bezt af öllu væri ef verk þeirra yrði upphaf þess að revíur'kæmust hér í gagn að nýju. — Ó. J. Kastljós Frh. úr opnu. skiptin við erlend ríki munu sennilega ekki bíða hnekki, nema því aðeins að nokkur NATO-ríki segi upp samningum, t. d. um vopnaaðstoð. En Nato hefur farið hægt í sakimar, og Brosio framkvæmdastjóri kom jafnvel í veg fyrir að málið yrði tekið fyrir að tillögu Dana á fundi i f.astaráði NATO, senni lega til þess að varðveita heim ilisfriðinn. Mál þetta hefur gríska fréttastofan túlkað sem sigur fyrir Grikkland. Evrópuráðið hefur rætt á- standið og gert ályktun í mál- inu. Byltingin verður á dagskrá fundar þingmannasamkundu Efnahagsbandalagsins síðar í vikunni, en vafasamt er að EBE aðhafist nokkuð frekar en að samþykkja harðorð mótmæli, enda þótt bandalaginu væri í lófa lagið að beita nýju stjórn ina í Aþenu efnahagslegum þvingunum, en Grikkir eru auka aðilar að EBE, Alþjóðasamband jafnaðarmanna hefur ákveðið að senda nefnd til Grikklands undir forsæti Austurríkismannsins Bruno Pitterman, og á nefndin að leggja fast að yfirvöldunum að sleppa pólitískum föngum úr haldi. Einræðisstjórn hersins í Grikk landi reynir að festa sig í sessi til að geta ríkt til frambúðar. Hún getur beitt öllum tiltæki legum ráðum til að kúga and- stæðinga sína. Ef almennings- álitið i heiminum kærir sig koll ótt' um það sem er að gerast i landinu mun það styrkja nýju valdhafana. Þess vegna bíða margir í ofvæni eftir fundi ráðherranefndar NATO í næsta mánuði. Margir velta því fyrir sér hvort utanríkisráðherrar aðildarlandanna verði eins við kvæmir og Brosio framkvæmda stjóri, jafnvel þótt gríski utan- ríkisráðherrann hóti að ganga af fundi í mótmælaskyni. i ALÞÝÐUBLAÐIÐ

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.