Alþýðublaðið - 25.08.1967, Side 9

Alþýðublaðið - 25.08.1967, Side 9
KÓ.feAMfaiCSBÍO Nábúarnir Snilldar vel gerð nýs dönsk gamanmynd í sérflokki. John Price Ebbe Rode Sýnd kl 5. 7 og 9. Allra síðasta sinn. Ný dönsk mynd, gerð eftir hinnl umdeildu metsölubók Siv Holms „Jeg en kvinde". Bönnuð börnum innan 16 ára. Sýnd kl. 9. Þota Frh. af 3, sfðu. Ingólfur Jónsson ræddi af- skipti ríkisvaldsins af flugmálum og byggingu flugvalla, sem óhjá- kvæmilega kostuðu mikið fé, gott samstarf við þá’ sem störf- uðu að flugmálum og farsæld ís- lenzkra flugmanna, sem margir liverjir væru frá Akureyri, þar á meðal yfirflugstjóri F. í., Jóhann- es Snorrason, sem var flugstjóri í þessari ferð. Þá talaði Örn Johnson, fram- kvæmdastjóri og þakkaði Akur- eyringum móttökur, og fagnaði malbikun vallarins og sagði að slæmir vellir hefðu kostað félag- ið of fjár í hjólbörðum og skemmd ir af grjótkasti hefðu einnig orð- ið því dýrar. Þakkaði hann ráð- herra þátt hans í að stuðla að bættum flugsamgöngum,. en hinu sagðist hann heldur ekki vilja leyna því, að hann væri ósam* mála sumum ráðstöfunum rikis- stjórnarinnar í þeim málum. Að lokum þakkaði hann flugvallar- stjóra, Kristni Jónssyni, verk- stjóra og verkamönnum við flug- vallargerðina frábært starf. Á meðan þessu fór fram skoð- aði fjöldi fólks flugvélina og var gizkað á að þarna hefðu verið samankomnir á milli 3—4000 ^mannas, bæði austan úr Þingeyj- arýsslum og utan frá Dalvík og Svarfaðardal. Var nu haldið suður yfir fjöll og sagði Guðmundur Snorrason, yfirflugumsjónarmaður á heim- leiðinni, að í flugtakinu hefði vélin farið með milli 6—700 km hraða á klst. og hækkað flugið um rúmlega 4000 fet á' mínútu. Hraðinn á suðurleið var annars 850 km á klst. og flogið var í 28 þús. feta hæð. Auk Guðmundar og Arnar Johnsen voru þarna með frá Flugfélaginu sörustjóri þess, Birgir Þorgilsson, Sverrir Jóns- son og Sigfús Elíasson. Jóhannes Snorrason var eins og áður getur flugstjóri, aðstoðarflugstjóri Guð- jón Ólafsson og Ásgeir Magnús- son yfirvélstjóri. Kristín Snæ- hólm yfirflugfreyja F. í. og fjór- ar flugfreyjur báru gestum veit- ingar á Ieiðinni. Þrettán farþegar, sem biðu fars á Akureyri nutu þeirrar óvæntu ánægju að verða hinir fyrstu til að fljúga með þotu í innanlands- flugi. Þeir lögðu af stað frá Ak- ureyri kl. 21.40 og voru komnir á Reykjavíkurflugvöll kl. 23.15, en milli flugvita Akureyri—Kefla vík tók ferðin aðeins 20 mínútur. Flugmálastjóri, Agnar Koefoed- Hansen, kvaddi sér hljóðs í bíln- um, er komið var á Reykjavíkur- flugvöll og sagðl að einhver skekkja hlyti að vera í „dæminu", sem þyrfti athugunar við. Fyrir 30 árum, sagði flugmálastjóri, flutti ég farþega milli Ákureyrar og Reykjavíkur í eins hreyfils flug vél á 2 mínútum skemmri tima en ferðin tók nú. Þóttust þá sumir skilja til hvers refirnir væru skornir, en það er alkunna, að ýmsir eru óánægðir með skilyrði ríkisstjórnarinnar fyrir lánsfjárheimild til kaupa á flugvélinni, að aðalflugvöllur hennar sé Keflavíkurflugvöllur, en ekki Reykjavíkurflugvöllur. SERVÍETTU- PRENTUN SÍMI S2-101. Alþýðuhlaðið vantar börn til blaðburöar viö Miðbæ I. og II. Laugaveg efri og neðri. Tjarnargötu Seltjamarnes II. Talið við afgreiðsluna. — Sími 14900. Alþýöublaöiö Nauðungaruppboð annað og síðasta á Sjónarhóli við Breiðholtsveg, hér í borg, talin eign Stefaníu Sigurjónsdóttur, fer fram á eigninnl sjálfri, fimmtudaginn 31. ágúst 1967, kl. 10,30 árdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík. Eftirtalin verka- Nauðungaruppboð á hluta í Miklabraut 18, hér í borg, þingl. eign Árna Jóns- sonar, fer fram á eigninni sjálfri, miðvikudaginn 30. ágúst 1967, kl. 3 síðdegis. Borgarfógetaembættið I Reykjavík, Nauðungaruppboð sem auglýst var í 40. 41. og 43. tbl. Lögbirtingablaðsins 1967 á hluta í Hátúni 4, hér í borg, þingl. eign Hermanns Haraldssonar, fer fram eftir kröfu Gjaldheimtunnar í Reykjavík á eigninni sjálfri, fimmtudaginn 31. ágúst 1967, kl. 3 síðdegis. Borgarfógetaembættið I Reykjavík, N auðungaruppboð annað og síðasta á hluta í Engihlíð 8, hér i borg, þingl. eign Brynhildar Berndsen, fer fram á - eigninni sjálfri, fimmtudaginn 31. ágúst 1967, kl. 2 síðdegis. Borgarfógetaembættið í Reykjavík, flytja skrifstofur sínar frá Skipholti 19 aÖ Sköla- vöröustíg 16 frá og með laugardeginum 26. ágúst 1967. Afgreiðslutími og símanúmer félagsmanna eru óbreytt. Félag bifvélavirkja Félag blikksmiða Félag ísl. kjötiðnaðarmanna Félag járniðnaðarmanna Flugvirkjafélag íslands Iðja, félag verksmiðjufólks Málm- og skipasmíðasamband ísl.Sveinafélag húsgagnabólstrara Sveinafélag húsgagnasmiða Sveinafélag skipásmiða. Iðnemasamband íslands 25. ágúst 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÖ £

x

Alþýðublaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.