Alþýðublaðið - 27.08.1967, Blaðsíða 2
Sunnudags AlþýCublaöið - 27. ágúst W7
2 J
Aö búa í tjaldi
HEFURÐU búiö í tjaldi? Nei.
í>á æturöu að láta það verða
þitt fyrsta verk um næstu helgi
að bregða þér úr bænum og
tjalda á' einhverjum góðum stað
úti í náttúrunni. Gisting í tjaldi
úti í náttúrunni tekur hverj-
um konungsgarði fram.
Þegar þú hefur lagt niður
fyrir þér hvert á land skal
halda og ert kominn í áfanga-
stað, þá er komið að því að
velja tjaldstæðið, verða sér úti
um lóðiiia. Að verða sér útt
Um lóð einhvers staðar uppi
á öræfum fjarri mannabyggð,
er ekki næstum því eins flókið
og torvelt víðureignar eins og
víða annars staðar. Þú þarft
ekkí að útfylla nein umsóknar-
eyðublöð eöa leggja fram skjöl
ðg skilriki og enginn grennsl-
ast eftir því, hvernig þú hafir
ráðstafað atkvæði þínu við síð
ustu kosningar eða livers megi
vænta af þér í þeim efnum í
framtíðinni. Þú þarft ekki einu
sinnt að orða umsóknina við
einn eðá neinn, hvað þá' að
* borga fyrir biettinn, heldur
geturðu stjákiað um og litið í
kringum þig með svip þess
manns sem engan þárf að spyrja
leyfis og sagt við sjálfan þig:
Mér ífzt vel á þessa lóð, þettá
er !&ð, sera mér hentar, hérna
ætla ég að reisa húsið. Svona
einfalt er málið. Svona frjáls«
legt er að búa utan og ofan
við menninguna.
Þar með er ekki sagt, að lóða
málið sé alltaf auðvelt og fljót-
leyst. Oftast er um mismun-
andi tjaldstæði að velja og sá
& kvölina) sem á völlha. Og völ
in krefst sérþekkingar. Taka
þarf tillit til allra aðstæðna
og skilyrða. Nokkur atriði skulu
nefnd. Eitt er vatnið. Sjálfsagt
er að velja sér stað í námunda
við vatn, helzt rennandi vatn,
ef þess er kostur, því að gott
vatnsból er engu síður nauðsyn
legt en signingin og faðirvorið.
En þó að vatn sé gott til drykkj
ar og ferðamanninum nauð-
sýnlegt til að halda sér og súpu
pottinum hreinum, þá er það
ekki eins eftirsóknarvert í tjald
stæðinu sjálfu. Því ættirðú að
velja tjaldstæðið með tilliti til
þess, að það blotni ekki, þótt
slíti ögn úr honum, eða renni
undir þig í fyrstu skúrinni.
Flestir kjósa líka nokkurn veg-
inn slétt og hnökralaust tjald-
stæði og að því halli ckki úr
hófi fram. Sofandi maður hefur
nefnilega þá náttúru skrið-
jökulsins að mjakast ávallt und
an brekkunni. og sé tjaldað í
halla og sofið við opið, kann
vo að fara að sá hinn sami finnl
sig að morgni utan tjalds og
nokkru neðar í brekkunni en
þar sem hann lagðist fyrir
kvöidið áður: Náttúrulögmál-
in Iáta ekki að sér hæða.
Enn hefur ekki verið minnzt
l LitmuiiUiiniimutfu íu« —■ vijjöara.. u»
á ettt þýðingarmíklð atriðí tjatd
stæðisins. Þáð era ádlyrðito
tíl hæláfestlngaf'. Margor héf-
ur farið flatt á að tjaida, þar
sem erfftt reyníst aff flnna hald
góffa festingu fyrír tíaldheelana
ef til rili fenglff á síg hvass-
viffri meffan hann sváf svefnl
hinna réttlStu og fultsasTu 1
tjaldi sínu og festingín bilaff
í hálfnuffum dráumi. Ég læt
leséndum eftir aff ímynda sér,
hvernig verffa mundi áð vakna
innan um pótta og kyrnur í
tjaldhrúgunni undir slíkum
kringumstæðum. Þetta minnir
okkur á, hvaö skjólið er mikils
virði og að ekki er holit að
tjalda á einhverri Alviðru eða
Slitvindastöðum, þar sem ailt
ætlar um koll að keyra.
Síðast en ekki sízt er svo
auðvitað að velja sér fallegan
stað, notalegt umhverfi með
útsýni, sem manni geðjast að
og gleður augað.
f framhaldi af þessu mætti
ef til vill minnast lítillega á
tjöldunina sjálfa. Ég ætla þó
ekki að fara að Iýsa hverju
handtaki við verkið, heldur að-
eins minna á, að nauðsynlegt
er að vanda til þess eftir föng-
um, jafnvel þótt aðeins sé tjald
að til einnar nætur. Undir því
er að verulegu Ieyti komið,
hvernig tjaldið reynist, t.d. í
rigningu. En auk þess er illa
reist tjald ekki samboðið um-
hverfi. Það er alltaf heldur
ömurleg sjón að sjá tjald, sem
lítur út eins og hryggbrotin
belja effa einhver skjögur-
skepna, sem hvorki getur staðið
né falliff.
Ég hef hér að framan drepið
á nokkur atriði, sem þeir þurfa
að hafa í huga eða taka tillit
tfl, scm astla aff búa í tjaldi,
«n halda mig þó aff mestu viff
tjaldið sfálft Ég hef af ásettu
réffl dvalið meira viff annmark
ana og þaff, sem varast ber,
heldur en hitt vnllíffanin fcem-
ur af sjálfum sér, ef rétt er aff
öUu fari*.
Ég hef Iíka sleppt aff mínn-
ast á húsbúnaðínn t tjaldinu,
svefnpokana, áhöld og mat-
reiðsluna. Ég vil þó ekki láta
hjá líða að Iýsa því yfir, að
enginn matur hefur smakkazt
mér betur en ýmsir þeir réttir,
sem framreiddir hafa verið í
tjaldi og ekki hefur fundizt
uppskrift aö í neínum kokfca-
bókum eða kvennafræðurum.
Um spjálfa útileguna, hið
einfalda og frjálsa líf tjald-
búans, mætti skrifa langt mál,
«ftf þfi sáiiua skal þó ekki
farið að sinni.
Aff lokum langar mig til aff
minnast á eitt atriffi, sem oft
viil verða út undan í pistlum
sem þessum. Þaff eru hrotumar
cn þaer eru eitt af sambýlis-
vandamálum þeirra, sem búa
í tjaldi.
Ég gerí ráð fyrir að þú bjÓðír
einhverjum kunningja þfnum
meff þér í útileguna, það er
skemmtilegra heldur en að
vera einn að ranglast, ef sálu-
félagið ér gott, maður er maans-
gaman. Þegar tveir sofa samanl
í tjaldí, er líklegt aö annarl
sofni á undan hinum og það
gæti allt eins vel verið ferða-
félagi þinn, ég tala nú ekki
um, ef hann er ferffavanarl en
þú. Sá, sem sefur í fyrsta
skipti f tjaldi, sofnar oft selnna
en aðrir, hann hefur ekkl enn-
þá vanizt loftslaginu. Það getnr
líka hent, að þessi ferðafélagi
þinn og tjaldbróðir eígi vanda
til að hrjóta. Fimm af hundraði
mannkynsins hrjóta, aff fróffra
manna sögn. Við skulum á.na.k.
aganga út frá þvf að tjaldfó-
lagi þinn sé einn af þessum af-
brigffilegu, sem eiga vanda til
að hrjóta. Þaff er sjálfsagt aff
gera ráð fyrir því versta.
Þú tekur þessum svefnhljó*
um þó meff jafnaffargeffl í
fyrstu, ósköpunum hlýfcur a*
linna von bráðar, engin 6nd-
unarfæri halda út tíl lengdar
aö framleiða slíkan hávaffa, *n
þetta heldur samt fyrir þér
vöku ásamt Ioftslaginu. Þú g*t
ur ekki sofnað. Til þess aff «yffa
tímanum og halda jafnvaegl og
hugarró, ferðu að telja «aý-
flugurnar í þakkverkinni í tjald
inu. Þaff er selnunniff verk og
tekur langan tíma. Tala þeinrá
er legió og þær eru á sífelldu-
iðí. Líklega halda hroturnar í
kunningja þínum líka vffku
fyrir þeím. f ljósi þeirrar ttpp-
götvunar verffa þessi flugnkvik
indi, sem þér hefur alltaf verlff
heldur í nöp við, meðlíðendur
og þjáningarsystkini, sera ekki
hæfir að hatast við lenguf.
Og mínútumar og kortérin
líða eitt af ööru og þér keraur
ekki dúr á auga. Vandamálið
Framhald á bls. 10.
Við Mývatn. — (Ljósmynd.: G. G.)
Gestur Guðfinnsson
UNDIR BfRU LOFTÍ