Alþýðublaðið - 27.08.1967, Blaðsíða 9
Sunnudags AfþýSublaðið — 27. ágóst 1967
9Í
i
í Hvalfirði á leið
1 Norðurárdal.
I Umferðarmiðstöðinni.
NÚ hafa þeir afhjúpað Nor
ræaa húsið og iþað blasir við
maimi á leiðinni til Umferðar
miðstöðvarinnar. Ég veit það
ekki, en máske er það meðfædd
íslenzk íhaldssemi, en ekki er
ég með öUu 6áttur við þessa
byggingu og ég fæ heldur ekki
séð, að hún minni nokkuð á
þetta margþvælda bræðralag.
Stór hópur gæsa kroppar í
Vatnsmýrinni og þar rétt hjá
er eitt og yfirgeflð ofurlitið
blátt tjald og umferðin á Hring
brautinni er sáralítil um hálf
áttaleytið. Borgin sefur.
Ég þarf að bíða stundarkorn
fyrir utan, þeir opna ekki fyrr
en kiukkan hálfátta og það á
mínútunni. Barmmikil dama
dökk á brún og brá afgreiðir
mig um rúnstykki og kaffi og
hvort tveggja er gott. Það er
að sjálfsögðu mlkil bót af þess
ari kaffiteríu þarna syðra og
vonandi heldur kaffið áfram
að vera eins gott og um morg
uninn, sem ég lagði upp í reisu
mína norður í land.
RútubíLamir standa eins og
veðhlaupahestar bíðandi eftir
að verða ræstir: Blá Hólma.
víkurrúta, rauð og gul Norður
leiðarrúta og Vestfjarðabíll.
Bílstjórarnir og aðstoðarmenn
þeirra eru að ferma, klifra upp
um bilana rétt eins og apar,
allir að flýta sér.
Fólk tínist inn I afgreiðslu
salixm, flestir syfjaðir, 6umir
þó sperriir, nokkrir krakkar
með foreldrum sínum á leið í
-sveit og það er spenningur í
augum unga fólksins. Sumir
eru augsýnilega á leið í sumar
frí og handleika veiðistöngina
eins og heilaga kú og vilja
fá að sitja undir henni í bíln-
um,
Þrátt fyrir allt voru, títlend
ingar í greinilegum meirihluta
í Umferðarmiðstöðinni i og ís-
lendingar virðast upp 'úr því
vaxnir að skoða landið sitt
nema þá að ofan fré. Á dögun
um hitti ég mann, sem var að
kama heim úr margra vikna
utanlandsreisu, en hér innan
lands hafði hann aldref komizt
lengra avistm- en að Vík í Mýr
dal. j
Þegar strjálingur af fólki
hafði tínzt inn í bílinn kom
stór hópur Þjóðverja og lagði
undir sig afturhluta rútunnar.
Þetta voru ungir og frísklegir
krakkar á táningaaldri. Þau
voru aðsópsmikil og vildu öll
fá gluggasæti og bílfreyjan
varð að taka af þeim stjóm-
ina og hola þeim niður og
spurningamar flugu um loftið:
Wo ist Platz? Ist es besitzen?
Það var Vestfjarðarútan,
sem fyrst rann úr hlaði en kl.
var kortér yfir þegar okkar
farkostur loks komst af stað.
Virðulegur millistéttar Lund
únarbúi fékk sætið við hliðina
á mér og eins og gerist og geng
ur með Englendinga þá sló
hann því föstu, að ég talaði
ensku og reyndist hann hinn á-
nægjulegasti ferðafélagi.
í hópi ungu Þýzkaranna er
einn eldri maður, dálítið keim
líkur fyrrverandi fótbolta-
manni, snar í snúningum og
léttur á sér með vikugamalt
skegg og reynist hann vera
fararstjóri þeirra. Það veður
mikið á þeim þýzku og ég
heyri lá Englendingnum sessu-
naut mínum að hann er ekki
nema meir en svo hrifinn af
öllum þessum hávaða og ung-
lingalátum og hann lítur aft
ur fyrir sig með dálitlum
þótta í svipnum og næstum
ygglir sig.
Já, vel á minnzt, bílfreyjur,
til hvers eru þær annars í
þessum Norðurleiðarútum? Eru
það ekki full mikil flottheit,
að hafa þær á fullu kaupi til
að vera eins konar selskabsdöm
ur fyrir bílstjórana og rífa af
farmiðunum, sem seldir eru í
afgreiðslu Umferðarmiðstöðv-
arinnar. Þetta værj máske sök
sér, ef þær væru í og með
leiðsögukonur, því eins og áður
er sagt er stærsti hópurinn í
þessum rútubílum útlendingar
og mundu taka feginshendi
hvers kyns leiðsögu. Hitt er
alveg meiningarlaust að líða
annað slagið um bílinn eins og
sýningardama og brosa með
aumkunarbrosi til farþega og
svo búið.
Tvær sænskar stúdínur, sem
koma seint inn í bílinn eru
mæddar á svipinn og kvíða
augsýnilega deginum.
Við Londonarbúinn diskúter
um hægri handarumferðina og
hann skírskotar til brezkrar í-
haldssemi og óhemju kostnaðs,
sem af því mundi leiða ef
Bretar legðu út í slíkt fyrir-
tæki. Annars er hann á ferð
með konu sinni og hafa þau
dvalið tvo daga á landinu og
brugðu sér amnan daginn til
Grænlands og síðan í flugtúr
yfir Surtsey ásamt Suðurlands
undirlendinu. Hann var aldeil-
is dolfallinn af að sjá eyjuna
nýju, sem risið hafði úr haf-
djúpinu. Hann ætlaði ekki
lengra en að Bifröst og ekki
annað að heyra en að hrifning
hans væri ekta og hann nyti
ferðarinnar.
Áð var stundarkorn í Hval-
firði og Pálmi staðarráðsmað-
ur bauð mér í kaffi með bíl-
stjórunum og þar var rabbað
um vegi og vegleysur og sýnd-
ist sitt hverjum.
Þvottabrettin í Leirár- og
Melasveitinni eru orðin óhrekj
andi og sjálfsagðar staðreyndir
rétt eins og 17. júní og varla
annað að sjá en vegayfirvöld
leggi kapp á að þau taki sem
allra minnstum breytingum.
Ensk eldri kona með hnút í
hnakkanum reynir að taka
öllu með kristilegri ró og tek
ur upp prjónana sína og lokar
sig í eigin heimi.
Fararstjóri þýzku ungling-
anna reynist vera katólskur
prestur, þó raunar hvergi sjá-
ist á honum geistlegheit en
aftur á móti situr fremst í bíln
um virðulegur skozkur kenni*
maður, sem er á leið til að
hítta séra Robert Jack og ætl-
ar að veiða með honum lax í
tvo eða þrjá daga, annað er-
indi á hann nú ekki til íslands.
Það má segja að tungur séu
talaðar þarna í bílnum og eru
þó Þjóðverjar í miklum meiri-
hluta og krakkaangarnir ærsla
fullir en presturinn þeirra legg
ur sig allan fram við að út-
skýra fyrir þeim landslagið,
sem hann virðist kunna nokk-
uð vel.
Sól og fegurð í Borgarfirðin
um og stoppað andartak í Bif-
röst og Þjóðverjarnir svangir
og nú hefst mikið matarstúss.
Ein í hópnum, rám eins og
togaraskipstjóri en ákveðin á
svipinn gengur um bílinn og
deilir út brauði og pylsum og
ferðapelar á lofti og krakkarn-
ir háma 1 sig bæði hart og lint
brauð, kex og kökur og öll
reyna þau að komast yfir sem
mest á sem skemmstum tíma.
1 Fomahvammi er borðuð
súpa og soðið lambakjöt með
einhvers konar sósu og imgu
amerísku hjónin hrylla sig,
þegar þau sáu fituna og ég
heyri að þau tala um kinda-
andlit, sem þeim hafði verið
boðið upp á fyrr í ferðinni.
Við afleggjarann niður á
Hvammstanga bíður Robert
Jack kollega síns og þeir heils
ast með virðuleik og hverfa
von bráðar í jeppanum með
allar veiðigræjumar.
Framarlega í bílnum situr
ísl. leikkoná með svartan hatt
og í síðbuxum og heldur á veiði
stöngunum sínum. Hún fer af
í Húnavatnssýslu og það stafar
af henni glans og fyrir-
mennska þegar hún stikar
heim að bænum vopnuð öllum
þessum dýrindis tækjum.
Á Blönduósi stendúr Oddur
skólastjóri í Kópavogi á hótel
hlaðinu og er ekki annað að
sjá en að hann sé eins konar
móttökusjeff og fer að öllu
með þeirri fyrirmennsku, sem
aðeins hæfir slíkum sjeffum
Langidalur er með stytzta
móti og vegurinn skárri en
venjulega.
Hópurinn í bílnum hefur
þynnzt og enn eru það ungu
þýzkararnir sem gefa tóninn
og tala nm að bærilegt væri að
geta flutt átóbanana þýzku
með sér til íslands og leggja
þá ofan á meiahroðann.
Ég gef onig lítillega á tal við
skeggjaða prestinn og upp úr
kafinu kemur að hópurinn er
frá Köln og þau öíl félagar í
Nonnaklúbb, sem þar er starf
andi og erindið til íslands er
að heimsækja æskustöðvar
Nonna. Nonnaáhugi er mikill
í Köln og var á prestinum að
heyra að þessi pílagrímsför
ungmennanna væri styrkt af
einhverjúm auðkýfingum
þar úti.
Þoka fyllir Skagafjörðinn og
ekkert útsýni af hólnum sem
varðan hans Stefáns G. stend
ur og ég sakna sveitarinnar
með allri sinni fegurð og fjarð
arins með eyjunum sínum, sem
eru mér svo kærar og gamal-
kunnar.
Við Varmahlíð hafa þeir
Skagfírðingar rubbað upp
einu ^élagsheimilinu í viðbót
og það getur vel verið að það
sé fallegt, en ég kann þá ekki
að meta það.
, Þokan helzt alla leið í Öxna .
dalinn en þar birtir lítillega,
en þó ekki nóg til að Hraun-
drangamir fái að sýna á sér
kollana.
Á Akureyri gisti ég á Eddu-
hótelinu og vil hreint ekki láta
hjá líða að hæla öllum viður-
gjörningi þar og prísar allir
viðráðanlegir.
Þarna í setustofunni, þar
sem menntskælingar glíma við
lífsgátuna á síðkvöldum á vet-
urna hitti ég Belgíumann og
rabbaði við hann um ástandið
í Afríku, en þar hafði hann
dvalið um árabil á vegum rík.
isstjórnar sinnar. Þetta var
allra skemmtilegasti náungi
með velopin augu og aldeilis
heillaður af íslandi, sagðist
meðal annars hafa sent 56
kort til kunningja sinna eftir
fyrsta daginn á íslandi til að
láta þá vita, að ísland væri
sko alls ekkert ís-land.
Ég hlakka til næsta dags
því þá ætla ég að koma við i
Mývatnssveitinni og hitta þau
hjónin Jakobínu skáldkonu og i
Starra frænda minn í Garði.
Ég hef það á tilfinningunni, að
veðurguðirnir verði mér hlið-
hollir og ekki er ég í neinum
vafa \im að dvölin með þeim
hjónum verði ánægjuleg ea
það er önnur saga.
Þoka í Skagafirði og
óeirðirnar í Kongó.
Geistlegheitin mætast
í Húnaþingi.