Alþýðublaðið - 06.09.1967, Blaðsíða 5
NILS LANGHELLE
í þessari viku ætláði Nils Lang-
•helle, varaforsetí norska Stórþings
ins að stjórna kosningabaráttu
Verkamannaflokksins í Bergen
fyrir bæja- óg sveitastjórnakosn
ingarnar, sem í vændum eru.
Hann var um helgina í fjallaköf-
anum, sem hann -var ný búinn að
byggja sér á Haugastöl. Á sunnu
daginn fór hann í fjallgöngú. Áð-
faranótt mánudagsins lézt hann.
Vinnudagur Nils Langhelle sem
stjórnmálamanns hófst snemma.
Hann var aðeins 28 ára, þegar
ihann var kosinn formaður Verka
mannaflokksins í Bergen. Það var
órið 1935. Þá var hann rétt um
það bil að ljúka háskólanámi (í
sögu, ensku og þýzku). Það segir
talsvert um þaö, hvers álits hann
naut í iheimabænum, að þessi ungi
sagnfræðingur skyldi kosinn flokks
formaður. Verkamönnum og laun
þegum í Bergen fannst eðlilegt
að kjósa hann helzta trúnaðar-
mann sinn í stjórnmálum. Hann
var sjálfur alinn upp é verka-
mannaheimili. Að loknu háskóla
prófi varð hann atvinnumálaráð
gjafi og yfirmaður æskulýðsdeild
ar vinnumiðlunarskrifstofunnar.
Hann varð formaður í samtökum
bæjarstarfsmanna. Hann var
alltaf í nánum tengslum við verka
menn og launþega í Bergen. Hann
hafði- alltaf sérstaka 'hæfileika til
þess að tala við ungt fólk. Þeg-
ar hann var atvinnumálaráðgjafi
stjórnaði hann námskeiðum fyr-
ir atvinnulaust æskufólk. Hann
lét sig atvinnuleysi og þau þjóð
félagslegu og mannlegu vanda-
mál, sem það hefur í för með
sér ávallt miklu skipta.
Þegar hann var við þýzkunám,
sat hann á áheyrendapöllum í þing •
inu í Berlín og hlustaði é um-
ræðurnar. Það var á dögum Weim
arlýðveldisins. Svo kom villi
mennska Hitlers. Nils Langhelle
var auðvitað í algjörri andstöðu
við nazismann og árásarstefnu Hitl
ers-Þýzkalands.
Atvinnuleysi í heimalandinu,
nazismi og fasismi á uppleið í
Evrópu — þetta varð allt til að
móta hinn opna huga Nils Lang
helle. Hann átti — svo að vitnað
sé í orð Nordals Grieg —, aðra
drauma og gat ekki gleymt þeim.
Hann varð einn aðal stjórnmála-
leiðtoginn í heimabænum Björg
vin á órunum eftir 1930.
Síðustu styrjaldarárin var hann
í fangabúðum í Espeland og .Griní
og í Sachsenhausen. Hann var 38
ára, þegar hann kom aftur til
Bergen. Mikil verkefni biðu. í
Bergen voru menn í vanda stadd
ir: Eigum við að senda Langhelle
á Stórþingið eða hafa hann héma
heima og gera hann að flokksfor
ingja'? Flestir voru á því, að það
væri betra að hafa hann heima.
En Bergenbúar tóku það ekki með
í relkninginn, að fleiri en þeir
böfðu fcomið auga á þé einstöku
hæfleika, sem Langhelle bjó yfir.
Einar Gerhardsen vildi gera hann
ftð ráðherra.
í tíu ár — frá 1945 til 1955 —
var hann í ríkisstjórninni — fyrst
sem atvinhumálaráðherra, en eft-
ir endurskipulagningu ráðuneyt
anna árið 1947 varð hann sam
göngumálaráðherra. Árið 1952 varð
hann varnarmálaráðherra og 1954
viðskiptamálaráðherra. Á tíma-
bili var hann staðgengill utanrík
isráffherra og kom fram fyrir Nor
egs hönd á ýmsum alþjóðaráðstefn
um m.a. var hann formaður sendi
nefndar Norðmanna hjá Sámein'
uðu þjóðunum árin 1947, 1948 og
1949.
Samgöngumál, vamarmál, við-
skipti og utanríkismél, — hin
•margvíslegu störf Langhelle inn-
an ríkisstjórnarinnar sýna, hve
fjölhæfur hann var sem stjóm-
málamaður. Hann hafði öruggt
stjórnmálavit, og hann kunni þá
list að stjórna. Hann hafði ótví-
ræða foringjahæfileika.
í nokkur ár var hann einn af
framkvæmdastjórum SAS flugfé-
lagsins. — Það var Langhelle, sem
átti þátt í því sem samgöngumála
ráðherra að samningurinn um
stofnun SAS varð til. Þegar hann
var beðinn um að verða fram-
kvæmdastjóri fyrir Noregs hönd
hjá SAS, átti félagið í miklum
erfiðleikum. Það var allt að fara
í bál og brand út af því, hvemig
tiLhögun skyldi vera á innanlands
leiðum. Langhelle kom því í kring,
að samningaviðræður voru hafn
ar, og allt féll í ljúfa löð. Hann
var sérfræðingur í því að finna
málamiðlun. Ef einhver leið var
að sætta deilu&ðila, fann Lang-
helle einhvern samningsgrundvöll
og lausn, sem fékkst samþykkt.
Hann varð forseti Stórþings-
ins. Hann var eins og skapaður
til þess að gegna þessari stöðu,
— óviðjafnanlegur fundarstjóri,
ákveðinn og skýr í ákvörðunum,
hafði alltaf góða sjálfstjórn og
kom vel fyrir. Hann var. bæði
virtur og vinsæll þingforseti. Þeg
ar vanda bar að höndum sagði
hann oft eitthvað þægilegt, sem
breytti andrúmsloftinu á svip-
stundu. Það er varla o£ mikið
sagt, að hann verður jafnan tal
inn með merkustu þingforsetum
í sögu Stórþingsins.
Úrslit síðustu þingkosninga
leiddu til þess, að hann var lækk
aður í tign og gerður að varafor
seta í stað forseta þingsins. Lang
helle kvartaði ekki yfir því, —
hann var því fremur feginn að
þurfa ekki að gegna þeim mörgu
opinberu skyldum, sem hvíldu á
herðum forsetans. Hann fékk
betri tíma til að sinna hugðarefn
um sínum, — sögulegum bók-
menntum, að fara og veiða á
stöng uppi við Haugastöl. En hann
var sannarlega ekki enn fíkinn í
Framhald 11. síðu.
MEB
PEUGEOT
LAND
ALIT
PEUCEOT,
sferkbyggdír
sparneytnir
haír fra vegi
frdbærir aksturshæfileikar
odýrastir sámbærilegra bila
HAFRAFELLHF.
BRAUTARHOLTI 22
SÍMAR:23511*34560
Pípulagningamenn
óskast
Hitaveita Reykjavíkur vill ráða 1—2 pípu-
lagningamenn eða menn vana pípulögnum til
viðgerðarstarfa.
Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu
Hitaveitunnar, Drápuhlíð 14.
Ábending vegna brunanna
Herra ritstjóri.
Þar, sem nú hafa orðið tveir
stórbrunar hér í Reykjavík,
með stuttu millibili, langar mig
til að biðja yður að birta stutta
ábendingu.
Við höfum ekki fengið árum
saman neinar leiðbeiningar um
það hvernig við eigum að haga
okkur ef eldsvoða ber að hönd-
um. Væri það verkefni fyrir
okkar unga og duglega slökkvi
liðsstjóra að koma slíkum á-
bendingum á framfæri í skól-
um og annars staðar.
Varðandi slökkvistarfið er
fyrst að gæta þess, að ekki
verður bál og bruni, nema
loft, eða súrefni, komist að.
Þess vegna er það fyrsta sem
menn þurfa að sjá um er að
allt sé lokað þar sem eldur
er, svo loft komizt ekki að.
Þetta finnst sumum ef til vill,
skritin vizka, en ekki þarf
nema benda á það hvernig
menn gera viðarkol. Þar er
þurrum sprekum hlaðið saman.
og kveikt í, en loftetrawnur
takmarkaður, svo að tréð kolist
en brenni ekki. Tekur sá bruni
venjulega nokkra daga og upp
í viku.
Hér virðist venjan við
slökkvistarfið vera sú að brjóta
glugga, til að hleypa út reyk,
svo menn sjái til eldsins, en
um ieið magnast eldurinn á
svipstundu, eins og þegar blás
ið er á glóð. Svo er notað vatn
til að slökkva eldinn, eins og
frá örófi alda.
Nú á tímum er að mestu
horfið frá þessum vatnsaustri.
í staðinn er notuð ýms efni,
fyrst og fremst koisýra, til að
slökkva eld, því vatnið eyði
leggur ekki síður en eldurinn,
enda er nú til mikið ef efnum,
sem vatn slekkur ekki, svo
sem benzín og olíur, og mörg
plastefnj.
Ef eldur er í herbergi, opnar
slökkviliðið hurðina örlítið, svo
hægt sé að fleygja inn flösku
með kolsýru, og loka síðan
aftur. Stúturlnn brotnar af við
örlítið fall, og kolsýran, sem
er fljótandl í miklum þrýsting,
þenst út og útrýmir súrefni í
loftinu. Kolsýran er þyngri en
loftið, og fylgtr því gólfinu eins
og vatn, en slekkur eldinn effa
kæfir, án þess aff gera skaffa
eins og vatniff. Er slikt slökkvi
starf auffvelt, og oft hægt aff
slökkva eld á fimm mínútum.
Þar sem hún útrýmdi súrefninu,
þarf sá sem vinnur með koi-
sýru aff sjálfsögffu aff hafa súr
efnisgrímu.
Eitt blaffanna lýsir starfi okk
ar fórnfúsa og duglega slökkvi
liðs svo, að það hafi ,,ráðizt
gegn eldinum um austurdyr
skemmunnar númer tvö. •" Þá
voru vesturdyr skemniunnar
brotnar upp með vörulyftara,
og virtist sem eldúrinn æstist
þá upp“, enda er það náttúru
lögmál, að eldur æsist þegar
hann fær loft. Hefði ég talið
heppilegra að rjúfa lítið gat
á vegg, svo hátt sem fært var,
fieygja þar inn nokkrum kol-
sýruflöskum og byrgja síðan
gatið. Jafnvel þó farið væri
að loga upp úr öðrum enda
skálans, hefði kolsýra átt aff
geta slökkt þar, effa gefið
slökkviliðinu athafnafrelsi tii
aff athuga sinn gang. Gæti jafn
vel veriff athugandi að nota
biautt segl til að byrgija eld-
inn inni, svo hann fengi ekki
loft og breiddist ekki út.
Svo virðist sem slökkviliðið
hér hafi ekki tæki til að vcrja
náiæg hús. Til þess er gerð
froða úr sterkari efnablöndu,
sem framleidd er á svipstundu.
Eru smáhús gersamlega þakin
í lienni til þess að hitinn nái
ekki að kveikja í þeim, enda
dugar vatn lítiff til þess, og
hefjr auk þess þann ókost að
gbiggar vilja springa þegar
þeir bitna, og fá vatn á sig.
Hefi ég talið að með froðu
hefði mátt bjarga gluggum
Iðnaðarbankans, og þcim skaða
sem þar varö, og jafnvel húsi
Sigurðar Kristjánssonar. Vatn
hefir þar næsta litla þýðingu,
því það rennur jaf nskjótt
burtu.
Mikið af íbúum Reykjavíkur
búa nú í háhýsum. Þar getur
verið erfitt að koma að vatns
slöngum, en auk þess, mundí
vatn sem lekur effa flæðir nið
ur margar hæðir, geta eyði.
lagt húsið að mestu, fyrir lít-
inn bruna á einni hæff, sein:
hægt hefði verið að slökkva
mcð kolsýruflösku.
Nú segist slökkviliðið fá nýj
an bíl fljótlega. Væri ekki ráff
legra aff frésta kaupum á hon
um en fá slökkvilið'inu í stað
inn froðusnakka, kolsýruflösk-
ur og súrefnisgrímur? H.P.B.
6. ágúst 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5