Alþýðublaðið - 06.09.1967, Page 9
Ný dönsk roynd, gerB eftir hinni
umdeildu metsölubók Siv Holms
„Jeg en kvinde".
Bönnuð börnum innan 16 ára.
Sýnd kl. 9.
Hvert viljið þér fara?
Nefnið staðinn. Við flytjum
yður, fljótast og þœgilegast.
Hafið samband __________
viö feröaskrifstefurnar eða fiSSSðSA
IPAtV AMBRKCAV
'Hafnarstræti 19 — sími 10275
BÍLAKAUP
15812
23900
Höfum kaupendur að flest-
um tegundum og árgerðum
af nýlegum bifreiðum.
Vinsamlegast látið skrá blf-
reiðina sem fyrsi
BÍLAKAUP
Skúlagötn 55 við Rauðará
Símar 15812 - 23900.
■ «. .1
” '• yyfvnt M«(eAnu> ff:,
«*USTARD
Ralph starði á Vonnie eins og
hann hefði meiri áhuga fyrir 1
viðbrögðum hennar en þeirra §
hinna.
Loksins sagði Vonnie: Hræði- |
.legtl Þetta er hr«ðllegt!
\ Hún leit af einu þeirra á |
annað. : 1
Fenella rauf þögnina. — Við I
skulum ekkj fara að grenja yfir i
honum, sagði hún. Honum þótti |
ekki baun vænt um þig, Joss |
frændi.
— Hann var tvíburabróðir i
minn.
— Ég hugsa að það hafi engu 1
skipt hann fyrr en þú varðst rik- |
ur.
— Fenella! \
— Það er satt! Hann er að vísu
látinn og dauðdagi hans var
hræðilegur. En hann gerði ekk-
ert gott meðan hann lifði. Hann
var fyllibytta og letibykkja. ..
— Hann var frændi þinn!
— Rétt er það Joss frændi,
en við vorum ekki hreykin af
þeim tengslum, sagði Fenella ó-
þolinmóð. — Felix frændi gerði
aldrei neitt nytsamlegt eða ó-
eigingjarnt verk um dagana.
— Við skulum leyfa þeim
látnu að hvíla í friði, sagði Joss
frændi rólega. — Myra er ný-
komin og við eigum ekki að ríf-
ast núna. Við verðum að hugsa
vingjarnlega til Felixar núna,
hvað svo sem hann hefur af sér
gert um dagana. Við skulum
segja Myru alla söguna.
Fenella yppti öxlum og leit
á Ralph. En hann horfði á eng-
an nema Vonnie og hún fann að
hún roðnaði yfir forvitninni og
aðdáuninni sem skein úr augum
hans.
— Felij^ kom í heimsókn fyr-
ir fáeinum vikum, sagði Joss As-
hlyn. — Hann var húsnæðislaus,
atvinnulaus. og peningalaus. Ég
hafði ekki séð hann svo árum
skipti. Húsið er stórt og ég lét
hann fá herbergi með þeim skil-
yrðum að hann reyndí að fá
vinnu aftur og léti lítið .fyrir sér
fara.
— Mér er sagt, að tvíburar
séu líkir en engir voru ólíkari
í skapgerð en Felix og ég. Ég
hitti hann sjaldan, þó að hann
byggi heima hjá mér, en ég
held, að hann hafi enga tilraun
gert til að fá vinnu. Ég átti að
sjá fyrir honum alla ævi, hann
vildi það og þannig varð það.
Joss yppti öxlum. — Ég hafði
ráð á því og hann lét aldrei
sjá sig og þetta gekk allt sam-
an vel.
— Má' ég fá eitt glas í við-
bót, Joss frændi, sagði Fenella.
— Gjörðu svo vel! Vilt þú
meira, Myra?
Vonnie hristi höfuðið. Hún
virti Fenellu fyrir sér, þegar
hún gekk að kokkteilskápnum.
Meðan hún snéri baki við þeim
sagði hún jafn þurrlega og fyrr:
— Afsakaðu, að ég greip fram
í fyrir þér, Joss frændL
— Ég veit, hvernig þér líður,
vina mín, sagði Joss. — Þetta
er mjög erfitt fyrir þig. En ég
verð að segja Mýru það. Hann
leit aftur á Vonnie. — í fyrra-
kvöld fór ég, út til að borða
með gömlum vini mínum, sagði
hann. — Ég hitti Felix fyrr um
daginn og þá sagði hann, að sér
Suzanne Ebel:
8
lllllllllllllllllllllllIIIIIIHIIIIIIIHIIIHHI••••••• IIIIllllIIlÍlimHIIIIIIIIMHM I
11IIIIIIll•ll•ll•l•l••lllllllll
llllII1111111111111111lllllllllllIIIl•lll•ll••llll•■■l*
liði illa. Hann ætlaði að hátta
snemma. Ég bað Rhodu að líta
til hans. Hún sagðist líka ætla
út, en hún vildi samt vera heima,
ef ég áliti að það væri nauðsyn-
legt. Ég sagði henni, að hún
þyrfti ekki að vera heima, en
senda mat upp til hans á bakka.
Þegar ég kom heim um kvöld-
ið, gerði ég það sama og ég er
vanur að gera — ég leit inn í
víimnistofuna tjl að aðgæta,
hvort dyrnar að garðinum
væru lokaðar. Ég kveikti ljós-
ið — hann þagnaði, setti glasið
á borðið og laut áfram með báð-
ar hendur á hnjánum. — Felix
lá á gólfinu — látinn!
Fenella kom inn með glasið
sitt. — En engum datt í hug í
fyrstu, að um morð væri að
ræða, sagði hún.
Vonnie starði á þau. Þrjár
manneskjur, sem igögðu henni
frá því að morð hefði verið
framið!
— Það leit út fyrir, að Felix
hefði látizt úr hjartaslagi, sáfeði
Joss gamli. — En hann var allur
marinn. Fyrst hélt ég að það
hefði orsakazt af fallinu og að
fallið hefði orsakað hjartaslag.
— En .. heyrði Vonnie að
hún sagði, — hver myrti hann?
Joss gamli hristi höfuðið. —
Það veit enginn. Við vitum 611,
að það gerðist í fyrrakvöld með-
an enginn var heima. Sjálfsagt
hefur það verið einhver ókunn-
ugur!
í fyrrakvöld! Vonnie heyrði
ekki meira af því, sem Joss As-
hlyn sagði. Hún hugsaði aðeins
titrandi af skelfingu um það,
að í gærkvöldi hafði hún læðst
um garðinn! Fyrir innan stóra
vinnustofugluggann, sem hún
hafði horft á, hafði einhver
myrt gamlan mann!
Hún strauk með höndinni yf-
ír ennið. Hjarta hennar sló svo
hratt að henni fannst það vera
að springa.
Joss leit á hana. — Því miður
verð ég að segja þér þetta allt.
Það skiptir þig að visu engu
máli, en það gæti hent sig að
lögregla vildi tala við þig fyrst
þú býrð hér.
— Myra var alls ekki hér,
þegar morðið var framið, sagði
Ralph.
— Ég veit það, en lögreglan
vill nú einu sinni snúa hverjum
steini við. Vertu róleg, vina mín.
Enginn ónáðar þig eftir að í ljós
kemur, hvenær þú komst til
Iandsins. Hann brosti til henn-
ar.
Vonnie starði skelfingu lost-
in á hann.
Um leið og það væri upplýst,
fengju þeir að vita, að hún hafði
komið hingað fyrir tveimur dög-
um og að hún var ekki sú, sem
hún lézt vera!
Og þá fengi þessi gamli, góði
maður eitt áfallið enn og hún
kæmist sjálf í skömmina. Eng-
inn myndi trúa því að tilgangur
hennar hefði verið góður og all-
ir myndu líta á hana sem ó-
breytta ævintýrakonu.
Joss Ashlyn hélt áfram að út-
skýra dauða bróður síns. — Hann
var myrtur á' óhugnanlegan hátt,
Myra. Morðið var einstætt í(
sinni röð. Allt byggðist á því,
hve líkamlegt útlit okkar Felix
ar var mikið líkt; við vorum ein-
eggja tvíburar. Hann þagnaði-
Stéttarsamband
Framhald af 3. síðu.
haust verði tekið fullt tillit til auk
innar notkunar fóðurbætis og á-
burðar, sem stafar af hörðu ár-
ferði“.
Og: „Vegna þráláts misskiln-
ings vekur aðalfundur Stéttarsam-
bandsins 1967 athygli á því, að
komið er nú í veg fyrir vísitölu-
hækkun sem stafar af hækkun
skattgjalda og olíuverðs, með því
að auka niðurgreiðslur á landbún
aðarvörur.
Slíkar niðurgreiðslur voru og
auknar haustið 1966 vegna hækk-
aðra rafmagns- og hitaveitugjalda
og hafa síðan verið túlkaðar sem
aðstoð við landbúnaðinn.
Mótmælir fundurinn harðlega
slíkum málflutningi og telur var-
hugavert að beina of mikilli nið-
urgreiðslu á einstakar vöruteg-
undir".
í stjórn Stéttarsambandsins eru
nú auk Gunnars Guðbjartssonar
þeir Einar Ólafsson, Lækjar-
hvammi; Páll Diðriksson, Búr-
felli; Bjarni Halldórsson, Uppsöl-
um og Vilhjálmur Hjálmarsson,
Brekku.
Vonnie leit upp. Ralph viríi
hana fyrir sér um Ieið og hann
bauð henni sígarettu. Hún tók
við henni og reyndi ekki leng-
ur að leyna því, hve taugaóstyrk
hún var og hve mjög hendur
hennar titruðu. Ralph virtist
skilja það. Hann kveikti á
Yfir hafiö
Framhald af 1. síðu
nokkrum flöskum í hafið og er
þetta sú fyrsta, sem kunnugt er
um að hafi fundizt. Henni var
varpað fyrir borð þegar „Griffin"
var suðvestur af Grænlandi eg
stödd u. þ. b. 64 gáður 10 mín.
norðlaégrar breiddar og 50 gráður
40 mín. vestlægrar lengdar. Fund-
arstaðurinn, Vík, er 63 gráður
25 mín. n. br. og 19 gr. 01 mín.
v. 1. Samkvæmt athugunum á sjáv
arstraumum er gert ráð fyrir að
iflaskan ha|fi fari^ tvisvar ytfir
Atlantshafið og jafnvel komið við
í Noregi. Öll þessi ferð allt til
þess er Hilmar fann flöskuna stóð
14 mánuði og níu daga, sem er
alls ekki svo slæmt ef hinar
miklu vegalengdir eru hafðar i
huga.
Brúarvígsla
Framhald af bls. 3.
fellssýslu, Torfi Steinþórsson
á Hala, Sigurður Björnsson á
Kvískerjum og Þorsteinn Guð-
mundsson á Reynivöllum. Milli
ræðanna voru sungin íslenzk
lög og að athöfninni lokinni
var stiginn dans. Mikill mann-
fjöldi var viðstaddur brúar-
vígsluna.
Jórdanar
5i-h. af 1' síðu.
hefðu þeir misst nokkuð magn
vopna.
Seinna var frá því skýrt í Amm>
an, að ísraelsmenn hefði hafið
vopnaviðskiptin með fallbyssum,
sprengjukösturum og fótgöngu-
liði.
í Tel Aviv sagði talsmaður fyr-
ir herinn, að þrír ísraelskir her-
menn hefðu sæzt, er jórdanskir
hermenn gerðu árás á jeppa i
vesturhluta Jórdan. Árásin. koxr*
af stað vopnaviðskiptum, senv
stóðu í hálfan annan tíma.
Á mánudag tóku skip, flugvélar
og fótgönguliðssveitir þátt í vopna
viðskiptum milli ísraelsmanna og
Egypta vi ðsuðiu-mynni SúezskurfJ
ar. Er hér um að ræða alvarleg-
ustu átök, sem orðið hafa síðan
vopnahlé var samið og eftirlits-
stöðvum komið upp 18. júlí s. L
6. ágúst 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ