Alþýðublaðið - 06.09.1967, Blaðsíða 11
’s
Framhald af 5. síðu.
að njóta næðisára. Hann var enn
á kafi í stjórnmálastarfinu — í
forsetaembættinu í Stórþinginu, í
stjórn þingflokks Verkamanna
flokksins og formaður Verka-
mannaflokksins í Bergen. Á síð
asta landsmóti Norska Verka-
mannaflokksins var hann eins og
svo oft áður fundarstjóri.
Mikið vatn ihefur til sjávar runn
ið, síðan Nils LanglheHe tók til
óspilltra málanna í stjórnmáium
áranna eftir 1930. En eins og hann
þá var einlægur í baráttunni gegn
atvinnuleysi og nazisma, var 'hann
nú með allan hugann við vanda-
mál nútímans bæði heima fyrir
og erlendis.
Hann tók aldrei sterkt til orða,
þegar hann gerði grein fyrir skoð
unum sínum. Hann kaus heldur
að nota vægari orð. Þegar hann
barðist fyrir málum, gerði hann
það með hægð og yfirvegun, í
ræðustólnum foeltti hann fyrst og
fremst fortöluhæfileikum sínum.
Hann lagði alltaf mikla áherzlu
á að finna réttu orðin. Hann gat
gert flókin vandamiál einföld og
auðskilin. Þess vegna var foann
svo sannfærandi. í einkasamtöl-
um spurði hann meira en iliann
svaraði. Hann var góður hlust-
andi. Það er mikill ajónarsviptir
að Nils Langhelle á vettvangi
norskra stjórnmála.
Grein Ólafs
Fri». úr opnu.
isögumann skáldsögunnar þótt
hann komi fram með sitthverju
mótinu í verkum þeirra, og
báðum er þeim jafn-umhugað
um að bera boðskap; þeir eru
báðir sí-fullir með siöferðilega
vandlæting. Það er raunar eftir-
tektarvert hve mikil mannfyrir-
litning býr á' bak við listarað-
ferð realistanna, sem glöggt má
sjá af því hlutverki sem „al-
mannarómur” gegnir í sögum
Þorgils gjallanda, Jóns Trausta,
Einars Kvarans; sögumar gera
allar harla ólýðræðislegan
greinarmun „heldra” og ,,ó-
heldra” fólks í sögunum, þeirra
sem lýst er' innri lýsingu og
þeirra sem einvörðungu eru séð-
ir að utan; og að baki sögufólks
og atvika blasir jafnan við
ásýnd sögumanns með endan-
legu dómsvaldi í málefnum sög-
unnar. Hjá Einari Kvaran gætir
vaxandi tilhneigingar til að láta
verðleika sögufólksins einnig
koma fram í veraldlegum frama
þess, unz fullsæla fjár virðist
í Sögum Eannveigar orðinn ó-
aðskiljanlegur þáttur hins and-
lega „þroska”, sem sagan vill
lýsa. Sögur Rannveigar er í
raun réttri ófullburða skáld-
saga, sögð í fyrstu persónu af
söguhetjunni sjálfri, og þar er
orðið hróplegt misræmi • milli
söguatvikanna og þess lærdóms
sem sögukona vill draga af þeim;
farsakennd eða reyfaraleg at-
burðarás á að standa undir graf-
alvarlegri siðferðilegri boðun,
ástareyfari í sögu eins og Gunna,
hreinn og beinn farsi í Haust-
sálir og vorsálir. Lesanda er ó-
gerlegt að taka sögukonu trú-
anlega. Á sömu lelð fer í Bessa
gamla eftir Jón Trausta þar
sem sögumaður er einnig færð-
ur inn í söguna og segir hana
í fyrstu persónu; sjálfumgleði,
dómgirni sögumannsins grefur
jafnharðan undan heimsádeilu
hans. Enginn veit hvað orðið
hefði úr höfundi í upphafi ald-
arinnar sem sameinað hefði list-
ræna hagvirkni Einars Kvarans
frumstæðum þrótti Jóns Trausta;
en að líkindum hefði ferill slíks
höfundar ekki orðið ýkja-ólíkur
þeirra. En slíkir höfundar komu
ekki fram á íslandi fyrr en síð-
LEIÐRÉTTING: í annarri
grein um skáldsögur sem birtist
í blaðinu sunnudaginn 27/8
varð fjarskalegt línubrengl í
lokakaflanum svo allt fór í
bendu sem sagt var um Ólöfu
í Ási eftir Guðmund Frið-
jónsson: „Ólöf telur sjálf að
allt umhverfi hennar, uppeldi og
ævikjör hafi lagzt á eltt að
spilla hæfileikum, kæfa niður
tilfinningalíf hennar. En það má
einnig lesa söguna sem lýsing
og könnun móðursýki, upp-
gerðra brenglaðra tilfinninga,
sjúkrar sálar sem öllu spillir
sem nærri henni kemur. Það
örlar meira að segja á þessum
skilningi hjá Ólöfu sjálfri þeg-
ar hún leiðir loks hugann að
manninum sínum undir lok sög-
unnar: „Vera má að hann hafi
gengið af sér skó og sokka og
orðið snemma berfættur af eft-
irgangsmunum sínum við mig
sem hann hafði í frammi fyrri
daga sambúðar okkar. — Og
hvers vegna fór hann að drekka?
Mundi drykkfelldnin stafa af
öðru en vonbrigðum? — Hvers
vegna hafði hann fram hjá
mér? Mundi hann hafa tekið
það úrræði ef ég hefði fullnægt
honum? — Og þótti honum
ekki vænt um mig? Hann mundi
aldrei hafa lostið mig kinnhest-
inn ef honum hefði verið sama
um mig eins og mér var alveg
sama um hann.” — Þá aflagað-
ist lokasetningin í greininni,
niðurlag þess sem sagði um
Marjas og Vistaskipti Einars
Kvarans: „Hér á sögumaður er-
indi utan sögunnar sjálfrar sem
ekki verður rékið með þessum
föguhætti.” — Ó.J.
Starf kaupfélagsstjóra
við Kaupfélag Austfjarða, Seyðisfirði, ' er laust frá n.k. árannótum.
Umsóknir, ásamt upplýsingum um starfsreynslu og menntun, sendist
Gunnari Grímssyni, starfsmannastjóra S.Í.S. eða formanni félagsins,
Gunnþóri Björnssyni, fyrir 20. sept. n.k.
KAUPFÉLAG AUSTFJARÐA.
16,9 sek., kringlukast 34,82 m,
stangarstökk 3,52 m, spjótkast
! 52,39 m og 1500 m hlaup 4 mín.
34,4 sek. Ólafur hefur einu sinni
náð betri árangri.
Annar varð Páll Eiríksson, KR,
hann hlaut 5831 stig, sem er hans
bezti árangur.
Halldór Guðbjörnsson, KR, varð
íslandmeistari í 10 km hlaupi,
hljóp á 34:11,9 sek. — Sveit KR
varð íslandsmeistari f 4x800 m
boðhlaupi, hljóp á 8 mln. og 50,9
sek. Loks var keppt 1 500 m hindr
unarhlaupi Unglingamelstaramóts
íslands, Ólafur Þorteinsson varð
sigurvegari, hljóp á 5:30,6 sek.
HéÖinn
Frainhald af 3. síðu.
Aflahæsta skipið það sem af er
vertíð er Héðinn fró Húsavik með
3.525 lestir, en eftirtalin skip
hafa fengið 3000 lestir og meira:
Dagfari, Húsavfk 3.235; Fylkir,
| Reykjavík 3.070; Hannes Hafstein,
Dalvik 3000; Harpa, Reykjavík
3.466; Jón Garðar, Garðí 3206 og
Jón Kjartansson, Eskifirði 3498
lestir.
Engin sild velddist sunnan
lands og suðvestan í siðustu viku,
og er heildaraflinn á þeim miðum
orðinn 46.858 lestir, en var á sama
tíma í fyrra 40.010 lestir.
Síðasta sólarhring var veður
gott á miðunum, en veiði lítil.
Fimmtán skip tilkynntu um afla
samtals 2440 lestir.
íslandsmet
Framhald af bls. 10.
stökk 1,40 m, langstökk 5,05 m,
200 m hlaup 27,5 ek. Tíminn í 80
m grindahlaupinu er 4/10 úr
sek. betri en íslandsmetið, sem
Lilja á sjálf, en meðvindur var
nokkur eins og í langstökkinu og
því ekki hægt að fullyrða á þessu
stigi hvort það verður staðfest
sem met.
Hrefna Sigurjónsdóttir, ÍR, varð
þriðja ,hlaut 2582 stig. Einstök
afrek: 15,2 sek., 6,55 m, 1,15 m,
4,21 m, 29,5 sek.
Ólafur Guðmundson meistari l
tugþraut.
Ólafur Guðmundsson, KR, varð
íslandsmeistari í tugþraut, en
keppnin fór fram um helgina. —
Hann hlaut samtals 6673 stig. Ár-
angur í einstökum greinum var
sem hér segir: 100 m hlaup 11 sek.
réttar, langstökk 7,08 m, kúluvarp
11 metrar, hástökk 1,75 m, 400 m
hlaup 52,1 sek., 110 m grindahlaup
ShlPAtiTtiCRB RIKISINS
Ms. Herðubreið
fer til Vestmannaeyja og Horaa-
fjarðar á fimmtudag. Vörumótaka
miðvikudag og fimmtudag.
Ms. Biikur
fer austur um land til Seyðisfjarð
ar 14. þ.m. Vörumóttaka daglega
til Hornafjarðar, Djúpavogs,
Breiðdalsvíkur, Stöðvarfjarðar,
Fáskrúðsfjarðar, Eskifjarðar,
Norðfjarðar, Mjóafjarðar og Seyð
isfjarðar.
M/S Herðubreiö
fer vestur um land til ísafjarð-
ar 13. þ.m. Vörumóttaka daglega
til Patreksfjarðar, Tálknafjarðar,
Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar,
Suðueyrar, Bolungavíkur og ísa-
fjarðar. '
AUGLYSIÐ
I Alþýðublaðinu
Norskur læknastúdent
reglusamur, óskar eftir herbergi frá 1. októ-
ber. Skrifið til
Viðar Toreid
Rjúkan, Norge.
A/jbýðub/oð/ð
vantar börn til blaðburðar viö
Miðbæ I. og II.
Laugaveg efri og neðri.
Tjarnargötu
Seltjarnames II.
Hverfisgötu H.
Ásgarð.
Haga.
Sólheima.
Talið við afgreiðsluna. — Sími 14900.
AEþýöublaðiö
%
Útför móður okkar, tengdamóður og ömmu,
GUÐRÚNAR JÓNSDÓTTIR,
Meðalholti 13,
fer fram frá Dómkirkjunni föstudaginn 8. þ. m. og hefst kl
10.30.
Athöfninni verður útvarpað.
Sigríður Guðmundsdóttir, Guðrún Guðmundsdóttir,
Sólveig Guðmundsdóttir, Valdimar Kristjánsson,
Óskar Guðmundsson, Aðalbjörg Gunnlaugsdóttlr,
Jón Rafn Guðmundsson, Kristín Jóhannsdóttir,
Ólafur Guðmundsson, Erna Arngrímsdóttir,
Kristrún Guðmundsdóttir, Engilbert Sigurðsson,
og barnabörn.
Móðir okkar
SESSELJA JÓNSDÓTTIR
Grettisgötu 24
andaðist í Landsspitalanum 5. september.
Jarðarförin auglýst síðar.
Ragnar Þorleifsson, Ingifojörg Þorleifsdóttir, Oddur Þorleifasen.
iii.it
6. ágúst 1967
ALÞÝÐUBLAOID H