Alþýðublaðið - 16.09.1967, Side 1
Laugardagur 1B. september 1967 — 48. árg. 174. tbl. — VERD 7 KR.
ekki af sér
Þjóðgarður
í Skaftafelli
I gær tók menntamálaráðlierra, dr. Gylfi Þ. Gíslason fyrir
hönd ríkisins, við jörðinni Skaftafelli í Öræfum, sem hér eftir
verður friðlýst sem þjóðgarður.
Meðfylgjandi mynd var tekin, er menntamálaráðherra flutti
ræðu við athöfnina. Nánar verður sagt frá athöfninni á morg
un. (Mynd: K. E.).
arangur
; iri : 12 * te
Kinshasa, 15. september (ntb-reuíer).
AFRÍKÖNSKU leiðtcgarnir fóru í dag frá Kinshasa, höfuðborg
Iíongó, en nú er lokiö ráðstefnu Einingarsamtaka Afríkjuríkja. Helzt
er útilit fyrir, að ráðstefnan hafi hleypt nýju lífi í hin fjögurra ára
gömln saíntök OAU. Leiðtogarnir leystu engin þau vandamál, sem
nú steðja að í Afriku, en þeir lögðu drög að lausn ýmissa vanda-
mála.
Þegar ráðstefnan íhófst s.l. mánu dagskvöld gátu fulltrúarnir stað-
dag sagði aðalritari samtakanna,
Diallomtelli, að nauösyn bæri til,
að samtökin væru vakin til nýs
lífs. Á lokafundinum á fimmtu-
fest, að mikill árangur hefði náðst
og samkomulag orðið um mörg
málefni. Meðal þess merkasta var
ákvörðunin um að senda sex þjóð
höfðingja Afríkjuríkja til Níger
íu til þess að freista þess að koma
á sáttum milli sambandsstjórnar-
Framhald á 2. síðu.
New York, 15. sept. (ntb-reuter)
U. THANT, aðalritari Samein
uðu þjóðanna, neitaði því í dag,
að hann hefði látið að því liggja
við nokkra ríkisstjórn, að hann
ætlaði að segja af sér, vegna
þess, að stórveldin tækju Samcin
uðu þjóðirnar ekki til greina.
Hið hálfopir.bera málgagn eg-
ypzku stjórnarinnar, Kairó-blaöið
AI Ahram, sagði þetta fyrr í vik
unni, en U. Thant sagði við kom
una til Kennedyflugvallar frá Kins
ahsa í dag, að þetta væri rangt.
U. Thant mun á morgun halda
hinn fyrsta formlega blaðamanna
fund frá því í maí í vor, og búizt
er við, að hann verði þá spurður
um afstöðu Bandaríkjanna og Sov
étmanna til ýmissa heimsvanda.
mála og hvað Sameinuðu þjóðirn
ar geti gert til þess að leysa þessi
vandamál. Ástandið í Vietnam og
Austurlöndum nær verður líklega
aðalumræðuefnið á blaðamanna-
fundinum, sem í fyrsta sinni, verff
ur útvarpað og sjónvarpað.
U. Thant hefur oft gagnrýni
Víetnam-stefnu Bandaríkjamanna
og sérstaklega sprcngjuárásir
þeirra á Norður.Vietnam. Stjóm
málafréttaritarar í Neftv York telja
sennilegt, að hann mundi endur-
taka gagnrýni sína á morgun. U.
Thant hætti nýlega við að reyna
að koma á friði í Víetnam. Hann
sagði, að það væri tilgangslaust,
vegna aögerða Bandaiíkjamanna.
Heimsókn forsætis-
ráðherra lokið
Verzlunarskólinn fær Ió5
vi5 Kringlumýrarbraut
A fundi Verzlunarráðs Islands
mieð blaðamönnum í gær vegna
50 ásra afmælis félagsins,
pkýröi Gunnar Ásgeirsson, for-
maður skólaráðs Yerzlunar-
skólans, frá því, að á fundi
borgarstjórnar í fyrradag
hefði verið gengið frá því, að
Verzlunarskóiinn' fengi lóð fyr
ir nýjan skóla við Kringlumýr-
arbraut. Enn hefur ekki verið
ákveðið, livar skólinn verður
við brautina, en það verður
endanlega ákveðið næstu vik-
ur og hafa þegar verið gerðar
skissur að uppdrætti að hinum
nýja skóla. Áætlað er að þeg-
ar fyrsti áfangi skólans er til-
búinn verði þar rými fyrir 500
nemendur miðað við cinskipt
í stcfur, en með tvískiptingu
fyrir 12-1300 nemendur.
Forsætisráðherra íslands dr.
Bjarni Benediktsson dvaldi í
Þýzkalandi 12, —15. september
1967 í opinberri heimsókn í boði
kanzlara Þýzkalands Kurt Georg
Kiesinger. í fylgd með forsætis-
ráðherranum voru ráðuneytistjóri
utanríkisráðuneytisins Agnar Kl.
Jónsson og deildarstjóri í forsæt-
isráðuneytinu Guðmundur Bene-
öiktsson.
Vegna f jarveru forseta Sam-
bandslýðveldisins Þýzkalands tók
dr. Helmut Lemke forseti Sám-
bandsráðsins á móti dr. Bjarna
Benediktssyni forsætisráðherra.
Kanzlarinn átti ítarlegar við-
ræður við dr. Bjartia Benedikts-
son. Ráðuneytisstjórarnir Schultz
og Lahr ræddu einnig við Agnar
Kl. .Tónsson ráðuneytisstjóra.
Viðræðurnar fóru mjög vinsam-
lega fram og samkomulag varð
um öll aðal atriði.
Viðræðuaðilar ræddu m.a. um
vandamál í sambandi við öryggi
Evrópu einkum þó Atlantshafs-
bandalagið ennfremur samband
austurs og vasturs og viðskipta-
má er varða hagsmuni beggja að-
ila.
Kanslarinn skýrði forsætisráð-
herra íslands frá stefnu Þýzka-
lands í utanríkismálum og ræddi
einkum samband Sam'bandslýð-
veldisins Þýzkalands við Austur
Evrópurikin. Hann skýrði frá
skoðun þýzku ríkisstjórnarinnar
á núverandi vandamalum i sam-
bandi við Efnahagsbandalögin.
Forsætisráðherra íslands skýrði
frá afstöðu ríkisstjórnar sinnar
til Efnahagsbandlaganna EFTA
og EEC.
Englnn um-
sækjandi
Það virðist ekki vera hlaup-
ið að því að fá fólk til starf
fyrir Hafnarfjarðarbæ, enda
hefur rekstur bæjárfélags-
ins að undanförnu ekki ver-
ið til neinnar fyrirmyndar.
Fyrir skömmu sagði bæjar-
verkfræðingur Hafnarfjarð-
ar upp starfi sínu, og var
starf hans nýlega auglýst
laust til umsóknar. Umsókn-
arfrestur rann út fyrir
skömmu, cn þá hafði eng-
inn sótt um starfið. Hefði
það einhvern tímann þótt
saga til næsta bæjar aö eng-
inn hefði orðið til að sækja
um jafngott embætti og
bæjarverkfræðingsstarfið í
Hafnarfirði er.
Leíðrétting
1 blaðinu á fimmtudaginn kom
fram í viðtaii, að merkjasöludag-
ur Menningar og minningarsjóðs
kvenna væri á sunnudag.
Þetta er ekkj rétt. Merkjasölu-
dagurinn er í dag.
Fundur norrænna
ráðherra í Rvík
Kaupmannahöfn, 15. september.
FORSÆTISRÁÐHERRAR Norðurlanda og forsetar Norður-
landaráðs halda fund með sér í Reykjavík dagana 8. ofí 9. okt
óber til þess að undirbúa næsta fund Norðurlandáráðs, sem
haldinn verður í Osló 17. febrúar n.k.
Hinar fimm nefndir ráðsins hafa einnig ákveðið fundi á
næstu tvcim mánuðum. Félagsmálanefndin hittist í Kalmstad
13. og 14. okt. og hcfur boðið félagsmálaráðherrunuin. Sam-
göngumálanefndin hefur fund í Kaupmannahöfn 26. og 27.
okt. og laganefndin hittist í Helsingfors 31. okt. og 1. nóv.
Efnahagsmálanefndin hefur svo íund í Osló, 9. og 10. lióv.
U Thant segir