Alþýðublaðið - 06.10.1967, Síða 5

Alþýðublaðið - 06.10.1967, Síða 5
ÞAÐ varð mikið háreisti í dönslcum stjórnmálum um síð- ustu helgi, er Jens Otto Krag forsætisráðherra rak einn af ráðherrum sínum, Thyge Dahl- g&rd, sem fór með viðskipta- og markaðsmál. Orsök þess, að Krag beitti þvílíkri hörku við góðan vin sinn og góðan ráðherra, var, að Dahlgárd hafði á umræðufundi stúdenta látið í ljósi efasemdir um stefnu Dana gagnvart núver- andi stjórnvöldum í Grikk- landi. Þegar fréttir bárust af um- mælum Dahlgárds við stúd- enta, hófst mótmælaalda inn- an raða danska Sósíaldemó- krataflokksins, aðallega meðal yngri og róttækari manna. — Krag var staddur í Ameríku, en kom heim rétt fyrir helgi. Hóf hann þegar viðræður um málið og var yfirleitt talið, að það mundi verða leyst með því, að Dahlgárd tæki aftur ummæli sín eða fengi væga áminningu. En það fór á aðra lund. Fregnin um brottvikn- ingu ráðherrans kom eins og þruma úr heiðskíru lofti yfir dönsku þjóðina og menn spurðu: Hvað í óskönunum hefur gerzt? Von var, að spurt væri. Mál- ið er miklu flóknara en í fyrstu kann að virðast, enda brást Dahlgárd iiia við, taldi málfrelsi embættismanna stór- lega skert í Danmörku og kenndi um pólitískum skolla- leik. Ilann lofaði yfirlýsingu, sem síðar var birt. Fyrirsögn eins blaðsins var þessi: Dahl- gárd sakar Per Hækkerup um pólitískt launmorð! Danska stjórnin hefur und- anfarin ár tekið róttæka stefnu í ýmsum utanríkismálum, með frelsishreyfingum blökku- manna í Afríku, gegn apart- heid, gegn grísku herforingja- stjórninni. Hafa Danir oft tek- ið forustu í þessum málum á alþjóða vettvangi, ekki sízt í Grikklandsmálinu. Thyge Dahlgárd var til skamms tíma einn af dugleg- ustu mönnum dönsku utanríkis- iþjónustunnar og síðast am- gott dæmi um þetta. Svo og liinn nýi utanríkisráðherra, Hans Tabor, sem áður var sendiherra hjá Sameinuðu þjóðunum. Augljóst er, að þing- menn danska Sósíaldemókrata- flokksins eru ekki hrifnir af þessu og vilja, að ráðherraefni séu sótt í þeirra raðir, eins og venja er. Þeim hefur því mörgum verið jafn ósárt um fall Dahlgárds og Hækkerup. Þess vegna hrópaði Dahlgárd: Póiitískt morð ! Að sjálfsögðu má deila um skoðanir þær, sem Dahlgárd setti fram á stúdentafundinum. Enginn mun neita því, að hann hafi nokkuð til síns máls. Hins vegar var aðalatriði málsins samstaða ríkisstjórnar. Ef stefna einnar stjórnar á að bera tilætlaðan árangur, verða að minnsta kosti ráðherrarnir að standa saman um hana, en efna ekki til efasemda. Þetta virðist embættismaðurinn Dahlgárd ekki hafa skilið til fulls, enda þótt hann hefði um eins árs skeið gengið um sali stjórnmálanna sem ráðherra. Umræðufundur ráðherrans og stúdentanna hefur haft sögulegar afleiðingar. Krag er sem forsætisráðherra sterkari eftir en áður — fyrir að víkja ráðherra úr embætti með harðVi hendi, þerjjar stjórje- málalegar aðstæður kröfðust þess. Hækkerup, sem nú er formaður þingfiokks sósíal- demókrata, hefur séð á bak andstæðing í ráðherrastóh Fyr- irhuguð skipting utanríkisráðu- neytisins milli Tabors og Dahl- gárds er úr sögunni og Tabor verður einn herra á þeirri skútu. Nýir menn hafa sezt í ráðherrastóla, aðrir fengið breytt verkefni. Það vekur athygli íslend- inga, sem á þessa atburði horfa, hversu völd forsætis- ráðherra eru mikil í Danmörku og virðast jafnvel svipuð og í Englandi. Hann rekur einn ráðherra, skipar annan og breytir verkefniim margra án þess að haldinn sé formlegur Myndin var tekin er Krag forsætisráðlierra (í miði j) koma af konungsfundi og hafði fengið staðfesta skip _m tveggja nýrra ráðherra. Frá vinstri: Tyge Dahlgárd fyrrv. viðskiptamálaráðherra, Hans Tabor hinn nýi utanríkisráðherra, Krag forsætisráðherra, Ove Ilansen h.nn nýi viðskiptamálaráðherra og Hans Sölvhöj fyrrv. aðstoðarutanríkisráðherra. bassador í Briissel, þar sem er þungamiðja markaðsmál- anna. Fyrir ári síðan gerði Krag hann að viðskipta- og markaðsmálaráðherra og tók þarmeð markaðsmálin af Per Hækkerup, sem þá var utan- ríkisráðherra við mikinn orðs- tír. Á hinum sögulega stúdenta- fundi, þar sem Dahlg&rd seg- ist aðeins hafa viljað vekja um- ræður, benti hann á, að Dan- mörk væri smáríki, sem gæti aldrei haft veruleg áhrif í valdapólitik heimsmálanna. Það ætti því ekki að reka hug- sjónastefnu í utanríkismálum, heldur hugsa um raunhæfa við- skiptahagsmuni. Sagði hann og síðar, að stefnan í Grikklands- málinu mótaðist af kröfum van- þroskaðra unglinga og öfga- manna, og hefði valdið dönsk- um viðskiptum milljónatjóni. Þcgar nú deilur upphófust út af ummælum Dahlgárds, varð brátt Ijóst, að slíkar skoð- anir áhrifamikils ráðherra gætu vakið efasemdir um ein- lægni eða styrk danskrar ut- anríkisstefnu. Þetta taldi Krag ekki viðunandi, og þessar efa- semdir fjarlægði hann með því að víkja Dahlgárd úr emb- ætti. Formleg ástæða þess, að Krag greip til svo grimmilegra að- gerða, var hins vegar ótti hans við vantraust á Dahlg&rd, ef hann sæti áfram. Talið var víst, að slíkt vantraust mundi koma fram og nokkurn veginn víst, að ýmsir stuðningsmenn rik'sstjórnarinnar mundu ekki verja Dahlgárd falli, gæti svo farið, að slíkt áfall felldi alla stjórnina. Þess vegna sagði Krag við Dahlgárd: Það er betra að þú fallir einn, en að stjórnin falli öll. Ákæra hins vonsvikna Dahl- gárds á hendur Per Hækker- up byggist hins vegar á því, sem var á almanna vitorði, að Hækkerup var ekki hrifinn af því að láta taka af sér mála- flokka þá, er Dahlgárd fékk, er hann varð ráðherra, og sam- búð þeirra hefur alltaf verið léleg. Þá hefur. Krag forsætisráð- herra sýnt mikla tilhneigingu til að gera embættismenn, að- allega úr utanríkisþjónustunni, að ráðherrum. Dahlgárd var Þessar myndir voru teknar 1. okt. þegar þeir ræddust við Krag forsætisráðherra og Dahl- gárd og Dahlgárd var látinn vita að hann yrði að víkja. DAHLGÁRD. fundur í stjórn eða þingflokki - Sósíáldemókrata. Tveimur dög- um síðar flytur hann stefnu- ræðu á þingi, talar í þrjá stund- arfjórðunga og nefnir þessar breytingar á ráðuneyti ekki á nafn, og á þó að heita, að þar í landi ríki pingbundin konungsstjórn. En sinn er siður í landi hverju. Þetta gæti ekki gerzt hér á íslandi — en það þýðir auðvitað ekki, að þetta geti ekki verið bezt skipan mála hjá Dönum og öðrum þjóðum. Að minnsta kosti kvörtuðu dönsku blöðin ekki um þetta, og eru þau þó ekki þekkt að vægð við stjórnendur landsins eða skort á árvekni. Oft veltir lítil þúfa rniklu hlassi. Mikið hlýtur sá ágæti maður Dahlgárd að sjá eftir því, að hann skyldi slysast á þennan stúdentafund! — B. Gr. 6. október 1967 — ALÞÝÐUBLAÐIÐ 5

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.