Alþýðublaðið - 11.11.1967, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 11.11.1967, Blaðsíða 1
ÍSLENZK SÖGUSKOÐUN Á fimmtudaginn kemur flytur Lúðvík Kristjánsson rithöfundur þriðja erindi sitt um íslenzka söguskoðun. Full ástæða er til að vekja athygli á þessum erinda- flutningi Lúðvíks. Umræðuefninu hefur verið lítill gaumur gefim til þessa. Þó hafa þau tíðindi nú orðið, að Háskóli íslands hefur auglýst laust til umsóknar em- bætti prófessors í nútímasagn- fræði, en hún hefur ekki verið kennd áður við skólann. Lúðrik ræðir um þau verkefni er bíða þess, sem embættið hlýtur og einnig fjallar hann nokkuð um ýmsa atburði þessarar aldar og hvernig beri að meta þá í ljósi söguskoðunar. NÍ KVÖLD- SAGA Á miévikudaginn kemur hefst lest ur nýrrar kvöldsögu í hljóðvarp- inu. Sagan heitir „Undarleg er manneskjan“ og er eftir Guð- mund G. Hagalín. Höfundur ann ast sjálfur lesturinn. Sagan er stutt, aðeins 3 lestrar. Hún ger- ist í kaupstað úti á landi snemma á þessari öld og er hent nokkuð gaman að hógómahætti íbúanna, sem temja sér í nokkrum mæU danska siði. Skömmu eftir að lestri þessarar sögu lýkur mun Guðmundur taka til við lestur annarrar sögu. Hún heitir „Forn ar dyggðir" og er saga verkalýðs baráttunnar í kauptúni einu. Sög Guðmundur G. Hagalín o ur þessar eru báðar úr bókinni „Gestagangur" og munu vera um 20 ára gamlar, DA6SKRÁIN ÍDAG í dag kl. 5 endurtekur sjón- varpið fyrsta þáttinn um þau Walter og Connie, sem sýndur var fyrir viku. Síðan verður ann ar þátturinn sýndur. Að kennsi- unni lokinni verður kvikmynd Ásgeirs Lopg „Labbað um Lóns- öræfi“ endurtekin. Ásgeir GERÐI MYNDINA SUMARIÐ 1965 og lýsir hún ævintýraríkú ferðalagi 12 manna hóps um ei:t hvert hrikalegasta fjalllendí ís- Innds. Myndin var áður sýnd 13. október. íþróttaþátturinn hefst kl. 18.10 og er þá sýndur leikur Coventry City og Wolverhampton úr ensku bikarkeppninni. Af efni hljóðvarpsins má nefna liðinn „Minnisstæður bókarkafli“ kl. 15,10, cn þá les Gskar J. Þorláksson, dómkirkjuprest ur sjálfvalið efni. Kl. 16.00 velur Guðmundur Jónsson, söngvari, sér hliómplötur. Árni Gunnarsson. fréttamaður, stjórnar þættinum „Daglegt líf“ kl. 19,30. Laugar- dagsleikritið heitir að þessu sinni „Ásýnd ófreskjunnar“ og er eftir Edorado Anton. Ileimir Áskelsson leiöbeinir nemendum í enskukennslu sjónvarps- ins. (Ljósmynd, sjónvarp, Sigurliði Guðmundssoa).

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.