Alþýðublaðið - 25.11.1967, Blaðsíða 3
í fréttaauka Ríkisútvarpsins í gærkvöldi sögðu forystumenn
stjórnmálaflokkanna álit sitt á gengislækkuninni. Dr. Gylfi Þ.
Gíslason, viðskiptamálaráðlicrra var meðal þeirra, sem þar
komu fram og fórust honum orð á þessa leið:
Engum mun blandast hugur
um, að gengislækkun er alvar
legur atburður. En gera ekki
allir sanngjarnir íslendingar
sér ljóst, að við lifum nú ai-
varlega tíma?
Þjóðin hefur á undanförn
um mánuðum orðið fyrir
stærra áfalli í efnahagsmál-
um en átt hefur sér stað í
áratugi.
í kjölfar heimskreppunnar
miklu á árunum eftir 1930
varð mikið verðfall á útflutn
ingsvörum íslendinga. Eftlr
styrjöldina, urðu miklir erfið
leikar á vegi þjóðarinnar. Al!t
miðaldra fólk man ástandiö,
sem sigldi í kjölfar heims_
kreppunnar. Atvinnuleysi í
heilan áratug og stöðugur
gjaldeyrisskortur. Og enn
fleiri muna ástandið á árun-
um eftir heimsstyrjöldina, þeg-
ar taka varð upp vöruskömmt.
un, gjaldeyris- og innflutnings
höft og óreiðuskuldir hlóðust
upp erlendis.
Nú hafa enn á ný orðið
miklir erfiðleikar á vegi Is-
lendinga. Slíkt getur alltaf átt
sér stað hjá þjóð, sem er jafn
háð einni atvinnugrein og hér
á 'sér stað.
En ríkisstjórnin hefur nú
talið það meginskyldu sína að
koma í veg fyrír atvinnuleysi,
að koma í veg fyrir vöru-
skömmtun, gjaldeyris- og inn-
Dr. Gylfi Þ. Gíslason.
flutningshöft og söfnun óreiðu
skulda erlendis.
Ríkisstjórnin reyndi í
lengstu lög að komast hjá
gengislækkun, einfaldlega
vegna þess, að gengislækkun
er erfið og vandasöm ráðstöf
un. En þegar sterlingspundið
var lækkað, urðu íslendingar
hvort eð er að lækka krónuna.
Og þá var tvímælalaust rétt
að takast á við allan vand_
ann.
Þess vegna hefur gengi krón
unnar nú verið lækkað. Til
gangurinn er, að hleypa nýju
lífi fyrst og fremst í sjávar
útveg og iðnað. Það kostar á-
tak. — Það kostar fórn af
hálfu okkar allra í bráð. En
sú fórn mun bera árangur.
Hún mun bera árangur í auk
inni atvinnu, 1 þvi að vernda
heilbrigt og frjáist vörufram-
boð, í vaxandi gjaldeyrissjóði
á ný, í verndun þess láns-
trausts, sem hætta var á
að minnkaði.
Ríkisstjórnin hefur lagt
ríka áherzlu á, að ræða við
launþegasamtökin um þann
vanda, sem hér er á ferðinni.
Hún hefur fallizt á tilmæli
þeirra um vísitölugreiðslu á
laun 1. desember næstkom-
andi. Hún vill halda áfram
samræðum og samstarfi við
launþegasamtökin. En jafn-
framt 'fS hún enga dul draga
á það, að þjóðin í heild verð
ur á næstunni að sætta sig
við kjaraskerðingu, ef við eig
um að leysa þann vanda. sem
er okkur á höndum.
Við skulum öll gera okkuir
grein fyrir þvi, að við eigum
við erfiðleika að etja. En erf
iðleikana er hægt að yfir-
vinna. Ég vona einlæglega, að
íslenzka þjóðin beri gæfu til
þess að sýna nú manndóm og
ábyrgðartilfinningu, — láta
dómgreind og skilning ráða af
stöðu sinni. Þá mun tímabili
erfiðleikanna von bráðar á
enda og björt framtíð blasa
við þjóðinni.
Næturfundir
á Alþingi
Forsætisráðherrann talar á Alþingi í gær.
FORSÆIJSRÁÐHERRA Bjami
Benediktsson skýrði svo frá á Al-
þingi í gær, að ríkisstjómin hefði
ákveði/4 að beita sér fyrir því, að
greidd verði full uppbót á kaup
1. desember næstkomandi sam-
kvæmt nýju vísitölunni. »
Gekk þá Hannibal Valdimars-
son til ráðherrans, þar sem hann
stóð í ræðustói þingsins, og af-
henti honum bréf. Bjarni reif upp
bréfið og Ias þingheimi. Var það
tilkynning stjórnar Alþýðusam-
bandsins þess efnis, að gengið
hefði verið að kröfu verkalýðsfé-
laganna um fulla vísitöluuppbót 1.
descmber, og hefði sambands-
stjórnin því hvatt félögin til að
//
Gullæði" beint gegn dollaranum
London, París, Wasington og
Zíirich 24. 11. (ntb- reuter).
Hin mikla gullsala í London og
París, sem fylgt hefur gengisfell-
ingu sterlingspundsins, hélt enn
áfram að aukast í gær. Jafnframt
urðu þau illu áhrif, sem gullsalan
hefur haft á bandaríska dollarann,
greinilegri.
Margir fjármálamenn hafa látið
í l.iós ótta um, að þessi miklá sala
verði til þess að gull hækki í verði.
Bandaríkjamenn hal'a síðan 1934
ábyrgzt stöðuleika á alþjólðlegu
vcrði gulls og skuldbundið sig til
að kaupa og selja gull á 35 dollara
únsuna. Ef gullverðið hækkar, þá
fá seðlabankar fleiri dollara fyrir
gull og það mundi leiða til gengis-
fellingar dollarans. Sögur ganga í
París um, að Frakkar undirbúi sig
undir að þvinga gullverðið upp.
Johnson Bandaríkjaforseti hef-
ur lýst því yfir, að gengi dollars-
ins yrði ekki fellt og öllum tiltæk-
ilegum ráðum beitt til að halda
því stöðugu. Blaðafulltrúi forset-
ans, George Ghristian, sagði á
blaðamannafundi í gær, að allt
benti til þess, að gullforði Banda-
ríkjanna væri nógu mikill, til
þess að hægt væri að yfirvinna
erfiðleikana og seðlabankar Evr-
ópu, ef til vill að þeim franska und
anskildum væru Bandaríkjamönn-
um sammála um að verð gulls
mætti ekki hæ'kka.
Æskulýðsblað
Æskulýðssamband kirkjunnar í
Hólastifti hefur sent.frá sér nóv-
emberhefti Æskulýðsblaðsins.
Æskulýðsblaðið kemur út fjór-
Gullsala hófst í Jóhannesar-
borg í gær af miklum krafti og 5
stærstu bankarnir í Ziirich ákváðu
á stöðva sölu gulls til manna, sem
þeir telja að reyni að notfæra sér
ástandið til að græða á því.
um sinnum á ári á vegum Æ.S.K. í
Hólastifti. Ritstjóri þess er Bolli
Gústafsson sóknarprestur að Lauf
ási við Eyjarfjörð. Afgreiðsla þess
er að Hafnarstræti 107 á Akureyri.
Æskulýðsblaðið er 26 blaðsíður
að stærð auk kápu. Efni blaðsins
er fjölbreytt og hið athyglisverð-
asta.
afturkaila verkföll, sem boðuð
höfðu verið 1. deseinber.
Forsætisráðherra gaf ennfrem-
ur þær upplýsingar, að ríkisstjórn
in hefði í hyggju a® flytja frnm-
varp þess efnis, að kaupið með
vísitölugreiðslu 1. desember verði
óbreytt, þar til annað verður á-
kveðið með samningum verkalýðs
félaga og vinnuveitenda. Mun ætl-
unin að nema úr lögum öll fyrir-
mæli um vísitöluuppbætur.
Þettá þýðir, að verkalýðsfélög-
um og atvinnurckendum verður
eftir 1. desember frjálst að semja
sín á milli um- dýrtVVaruppbætur
eða grunnkaupsbreytingar eftir
vild.
Ríkisst5órnin liefur ekki dregið
dul á undanfarna daga, að hún
tel,ii fulla vísitöluuppbót á laun á
næsta ári eyðileggaj áhrif geng-
isbreytingarinnar. Eftir miklar við
ræður vð fulltrúa Alþýðusam-
bandsins ákvað strórnin að velja
þessa leið — að vísitöluuppbót
verði hvorki lögbundin né bönn-
uð (cins og 19G0), en frjálsir samn
ingar gildi.
Forsætisráðherra lýsti einnig
yfir í ræð'u sinni, að ríkisstjórn-
in hyggðist halda áfram nánn sam
starfi við verkalýðshreyfinguna
meðal annarra til að þær byrð-
ar, sem óhjákvæmilegt er nú að
leggja á þjóðina, vcrði þeim sem
Iéttbærastar, sem versta aðstöðu
hafa til að bera þær.
x Framhald á 11. síðu.
25. nóvember 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ 3
í