Alþýðublaðið - 13.12.1967, Síða 4

Alþýðublaðið - 13.12.1967, Síða 4
m%MÐ BltStjðrt: Benedlkt Grðndal. Slmar 14900—14903. — Auglýslngaslml: 14606. — Aðsetur: AlþýOuhúslð vfö Hverflsgötu, Rvík. — PrentsmlOja AlþýOublaOsIns. Simi 14909. — Áskriítargjald kr. 105.00. — t **~r- ■Slu kr. 7.00 elntaklO. — Útgeíandl: Alþýfluflokkurlnn. | íslenzk verzlun j f' FYRIR NOKKRUM DÖGUM gerði Alþýðu- I blaðið að umtalsefni skýrslu um fjölda verzlana hér á landi, sem birzt hafði í tölfræðihandbók þeirri sem Hagstofa íslands hefur gefið út. Kom þar fram, að skráður fjöldi heildverzlana og smásöluverzlana só ærið mikill, og virðist svo sem fjöldi þessara fyrir- tækja sé ekki í samræmi við íbúafjölda landsins. / í Hugleiðingar Alþýðublaðsins um þetta efni virð ast mælast misjafnlega fyrir. Tvö dagblöð hafa gert þær að umtalsefni, og eru viðbrögð þeirra ólík, sem f víð mátti búast. Morgunblaðið heldur fram, að leiðari Alþýðu- blaðsins hafi verið fjandskapur við verzlun og verzl unarfólk. Það er að sjálfsögðu ekki rétt túlkun. Um ; leið og Alþýðublaðið benti á atriði, sem það taldi mið ur fara í íslenzkri verzlun, benti blaðið einnig á, \ hvernig það teldi að verzlunin ætti að vera. Var þar ’ haldið fram, að nútíma aðstæður krefðust þess, að ■ í verzlun væri stór fyrirtæki og öflug en ekki mörg j og smá. Tekur Morgunblaðið raunar undir þetta og virðast blöðin því vera sammála um kjama málsins. j Ekki treystir Morgunblaðið sér til að mótmæla þeirri staðreynd, að sá fjöldi heildverzlana og smá- söluverzlana, er nefndur er í tölfræðihandbókinni, sé \ óeðlilegur. Velur blaðið þann kost að halda fram, að ! tölurnar séu villandi, þar sem fjöldi aðila hafi verzl- í unarleyfi án þess að nota þau. Skal látið ósagt, hvort j þessi skoðun Morgunblaðsins hefur við rök að styðj- ast. Hitt er augljóst, að Morgunblaðið virðist sam- \ mála Alþýðublaðinu um, að sá fjöldi verzlana, sem Hagstofan telur fram, sé óeðlilega mikill hjá svo fá- j mennri þjóð. * Tíminn hefur einnig gert þetta mál að um- ræðuefni. Ekki vottar þar fyrir hugsjónum í verzl- unarmá’um, enda hefur þeirra varla orðið vart í blað j inu um margra ára skeið. Hins vegar reynir Tíminn ! að gera sér pólitískan mat úr málinu og minnir á, að Alþýðuflokkurinn hafi farið með stjórn verzlunar mála um langt árabil. Ekki hafa ritstjórar Tímans I igert sér það ómak að fletta upp skýrslunum, áður en þeir festu árás sína á pappír. Upplýsingar Hagstof- unnar bera nefnilega með sér, að fjölgun verzlunar- fyrirtækja hefur ekki verið mjög mikill 1959-64 (en yfir það tímabil ná„skýrslurnar) og er því ekki við nú verandi ríkisstjórn að sakast í þessum efnum. Virð- ist vera um þróun að ræða, sem ekki hefur farið eft- ir pólitískum flokkum eða valdaferli þeirra, heldur einhverjum öðrum lögmálum. íslendingar þurfa þróttmikla og heilbrigða verzlun. Um það er ekki deilt. Hins vegar er deilt um, hvort verzlunin hefur þróazt eftir eðlilegum leiðum undanfarna áratugi. Eru margir þeirrar skoð unar, að svo sé ekki. Það er síður en svo fjandskap- ur við verzlunina að ræða þau mál hreinskilnis- . lega. 4 13. desember 1967 - ALÞÝÐUBLAÐIÐ JÓLATRÉ Dönsk eöalgrenitré og rauðgrenitré Þýzku blágrenitrén koma í vikunni Nýstárlegt sölufyrirkomulag sem allir verða að sjá. Trén STANDA EÐLILEGA eins og í lifandi skógi, hægt er að skoða þau frá öllum hlið- um, trén eru verðmæti, sjálfsafgreiðsla. Takið BÖRNIN með í JÓLATRÉSSKÓGINN. Trjánum verður pakkað í net (nýtt patent) svo að þau geymast betur fram að jólum og hægara verður að koma þeim fyrir í jólatrésfætinum inni í stofu. Hverju tré fylgir efni (KLING spjald) til þess að láta í vatnið svo að þau haldi barr- inu og verði óeldfim. Trén voru HÖGGVIN tveimur dögum áður en þau fóru á skipsfjöl og hafa hlotið góða meðferð. ATHUGIÐ: okkar tré hafa aldrei komið undir þak, ENGIN VERÐHÆKKUN Á JÓLATRJÁM. m w I Netpakning. Gjörið svo vel og lítið inn á JÓLABAZARINN í GRÓÐURHÚSINU um leið og þér veljið yður tré. Gróðrarstöðin við Miklatorg Símar 22-822 og 1-97-75. í ★ HVAR ER ÍSIAND? Hitavejtukuldinn hefur verið aðalumræðu- efnið í bæm(m undanfarið og ekki að ástæðulausu. Þó að frostiÖ hafi ekki verið ýkjahart eða veð- ur sérlega ströng að staðaldri, þá hefur hitaveit- an gersamleja brugðizt í heilum hverfum og neyð arástand skapazt á mörgum heimilum, ekki sízt þar sem gamalmenni eða sjúklingar hafa orðið að hýrast í óupphituðum íbúðum. Nú hefur hins veg- ar hlýnað aftur í veðri og jafnframt hafa for- sjármenn okkar í þessum efnum tilkynnt, að bót hafi verið ráðin á ástandinu, nýir katlar og kyndi- stöðvar hafi verið teknir í notkun, dælum rigni eins og manna af himnum ofan yfir hina hrjáðu borg og þar fram eftir götunum. Halelúja. Ég held viff ættum þó ekki að taka málið út af dagskrá alveg strax. Það hafa fyrr verið gefn- ar út tilkynningar á hitaveituskrifstofunni og stað i/.t misjafnlega. Sum atriði, sem borið hefur á góma i þessum hitaveituumræðum þarfnast líka nánari íhugunar og skýringar. T.d. þær upplýsingar hifa- veitustjóra og borgarstjóra, að hitaveitukerfið sé ekki gert fyrir meira en sex stiga frost. Það sætir í raun og veru furðu, að menn í slíkum stöðum skuli reyna að réttláeta þvílíkt og annað eins. All- ir hljóta þó að sjá hvað óraunhæft það er að miða við sex stiga hámarks frost á' okkar breiddargráðu. Ágætur sagnfræðingur spurði fyrir nokkru í út- varpserindi eftirfarandi spurningar: Hvar er ís- land? Hann komst m.a. að þeirri niðurstöðu að for- ftður okkar hefðu snemma á öldum gert sér grein fyrir hnattstöðu landsins og hagað sér samkvæmt því. Mér sýnist sem forráða menn liitaveitunnar séu öilu verr á vegi staddir í þessum efnum, e£ dæma má eftir sex stiga kenningunni, sem hit'a- veitukerfið er sagt byggt á. Þeir virðast ekki vita hvar ísland er í veðurfarslegu tilliti. ★ FROSTAVETURINN 1918 1917 - Ég hef fyrir framan mig dagbók um veðuriar fyrir veturinn 1917-1918, að vísu ekki úr Reykja- vik, en þó ekki ýkjalangt þaðan. Þar kemur m.a. í Ijós, að síðari hluta nóvembermánaðar þann vetur og meginhlutann af desember hefur verið kulda- tíð og samfelldar frosthörkur, oft 14-18 stig, með aftaka hríðarveðrum og ísalögum. Upp úr áramót um óx hins vegar kuldinn fyrir alvöru og hélzt ó- slitið út mánuðinn, oftast um 20-30 stiga gaddur, en dró heldur úr hörkunum í byrjun febrúar, þótt frost héldist enn um sinn. Margir muna enn veturinn 1917-1918, enda ekki nema hálf öld síðan, þó að forráðamenn hita- veitunnar láti eins og þeim sé ókunnugt um hann >g aðra slíka vetur, sem yfir landið hafa gengíð. Framhald á bls. 11.

x

Alþýðublaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.