Alþýðublaðið - 13.12.1967, Page 7

Alþýðublaðið - 13.12.1967, Page 7
breytt viðhorf nýs tíma, hafi veriðendurskoðaðir, nema menn taskólalöggjöfin. Um alla þætti íslenzks skólastarfs gildir nú til tiltölul. ný löggjöf, að svo miklu leyti sem breytt iöggjöf verður talin skilyrði nauðsynlegra breyt inga enda hefur aldrei verið sett jafn marg háttuð löggjöf um skólamál og á undanföm- um árum. Endurskoðun mennfa skólalöggjafarinnar hefur því miður gengið seinna en ég hafði vonað. — Hins vegar hefur verið hægt að gera margs SEINNI HLUII konar breytingar á deildaskipt- ingu og kennslutilhögun án laga breytingar, og hefur það verið gert. Ein af ástæðum þess, að nefnd sú, sem starfar að end- urskoðun menntaskólalöggjaf- arinnar, hefur ekki enn lokið störfum, mun vera sú, að hún vill gjarnan vita meir um ár- angur þeirra tilrauna, sem nú fara fram í menntaskólanám- inu, áður en hún gerir endan- legar tillögur um nýja löggiöf á þessu sviði. Ég hef hins veg ar ekki séð ástæðu til þess að beita mér fyrir endurskoðun lagaákvæðanna frá 1946 \’.m sjálft skipulag fræðsluskyid- unnar , eingöngu vegna þess, að þau lagaákvæði eru ekki til neins trafala við þær breyting- ar, sem hugmyndir hafa verið uppi um að gera innan skyldu- fræðslukerfisins. Eina veiga- rnikla breytingin, scm til ahug- unar og umræðu er og gera myndi lagabreýtingu nauðsyn- lega, er lenging sjálfrar skóla- skyldunnar, t.d. með því að láta börn hefja skólagöngu 6 ára í stað 7 nú. Hér er hins vegar um mál að ræða, sem ekki sð. eins hefur uppeldisfræðilega þýðingu, heldur einnig stórfellda fjárhagsþýðingu, og verður til lögugerð um það efni því einn ig að miðast við það, hverjar fjárhagsbyrðar talið verður hægt að leggja á' ríkissjóð í þessu sambandi. Einmitt vegna þess, að megin verkefnin, sem nú eru á döf- inni í íslenzkum skólamálum. lúta ekki fyrst og fremst að endurskoðun á gildandi löggjöf heldur að hugsanlegum breyt- ingum á sjálfu skólastarfinu, á námsefni, kennsluaðferðum og próftilhögun, þá hef ég ekki tal ið rétt að skipa nefnd til þess að fjalla um þessi viðfangsefm, Þar sem hér er um að ræða vlð fangsefni, sem þarfnast rann- sóknar, vísindalegrar rannsókn- ar, og samstarfs fræðsluyfir- valda og þeirra, sem stjórna skólunum sjálfum og háfa kennsluna þar með höndum. þá taldi ríkisstjórnin rétt að taka á þessu verkefni með þeim hætti að stofna sérstaka deild innan menntamálaráðuneytis- ins, er annast skyldi þessar rann sóknir, í samstarfi við skólana sjálfa, og gera síðan smám saman tillögur um þær breyt- inga’r, er til bóta mættu horfa. Skólarannsóknadeild þessi var stofnuð 1966, og var Andri ísakssson sálfræð. ráðinn til að veita henni forstöðu. Fastir sam starfsmenn hans eru þeir Jó- hann Hannesson skólameistari og dr. Wolfgang Edelstein, sem starfar sem sórfræðingur viðl rannsóknastofnun í uppeldis- og skólamálum í Berlín, en kem ur öðru hvoru hingað til lands til ráðuneytis um þessi mál. Skal ég nú greina frá helztu störfum skólarannsóknanna fram til þessa.. 1. Almenn könnun viðhorfa til skólakerfisins. Rætt hefur verið um skóla- kerfið við fjölmarga aðila, flesta skólamenn. Eru rannsókn ir þessar skráðar nákvæmlega Þær eru síðan sundurgreindar efnislega, og verða niður- stöður þeirra lagðar til grund- vallar spurningaskrá, sem skóla mönnum verður send innan skamms. 2. Tilraunir í skólum. Hafin er nokkur tilrauna- starfsemi í skólum, sem skólar. sóknir hafa umsjón og eftirlit með í samróði við umsjónar- kennara hverrar tilraunar. Enn sem komið er miðast umfangs- mestu tilraunirnar raunveru- lega við starf að nýjungum, þ. e. tilraunir með nýtt námsefni eða kennslu ákveðinna náms- greina á aldursstigum, þar sem þær hafa lítið sem ekkert verið kenndar áður. Hér skulu nefnd ar þær tilraunir, sem stærstar eru í sniðum. Greiða skólarann sóknirnar sem næst helming aukakostnaðar við þessar til- raunir, en hlutaðeigandi sveit- arfélög hinn helminginn: a) mengjastærðfræði í 1. og 2. bekk barnaskóla. Umsjónar- kennarar eru Kristinn Gíslason og Kristján Sigtryggsson. Not- uð eru verkefni Agnete Bund- gard, danskrar konu, sem verið hefur brautryðjandi í þessum efnum í Danmörku. í sambandi við þessa tilraun var haidið kennaranámskeið um mánaða- mótin ágúst, september síðast- liðinn, og sóttu það yfir 80 kennarar. Þess skal getið, að i maímánuði síðast liðnum var lagt sérstakt könnunarpróf fyr- ir þau börn, sem tóku þátt í til rauninni síðast liðinn vetur, all 7 bekki, og fyrir álíka mörg börn í 2 öðrum skólum, sambæri legum. Auk þess tóku börnin, sem voru með í tilrauninni, hið venjulega vorpróf 7 ára barna í reikningi síðastliðið vor. Krist- inn Gíslason hefur unnið tals- vert úr niðurstöðum þessara prófa og verður kjarni þeirra niðurstaðan sennilega birtur fljótlega. b) danska í 5. og 6. bekk barnaskóla. Umsjónarkennari er Ágúst Sigurðsson námsstjóri. Tilraun þessi hófst haustið 1966 í þrem ur bíirnaskólum í Reykjavíh. Síðar á síðastliðnu skólaári sam ræmdi barnaskóli Húsavíkur dönskukennslui í 6. bekk til- tilraunin síðastliðið vor. — Til- raun þessari. Tvö könnunarpróf voru lögð f.vrir börnin, annað í febrúar, hitt í maí. Umsjónar kennari vann úr niðurstöðum prófanna og ritaði skýrslu um raun þessi heldur áfram á yfir standandi skólaári, með þátt- töku 3 barnaskóla í Reykjavík og barnaskóla Húsavíkur. c) Enska í 4. og 5. bekk Lang holtsskóla. Umsjónarkennari er Haukur Ágústsson. Tilraun þessi hófst í janúar 1967 og var þá miðuð við 4 bekk skólans einvörðungu. í vetur taka 4.. og 5. bekkur skólans þátt í tilrauninni, allar Framhald á bls. 11. áðherra við fyrirspurn á alþingi Landshornamenn sönn saga í Há-dúr, eftir Guðnmnd Daníelsson, rithöfund. Þessi bók Guðmundar er skrif uð af miklu fjöri eða öllu heldur af sönnum kynngi- krafti skemmtilcg og spennandi. Þarna segir frá ferðum Guðmundar og nokkurra félaga hans um land- ið, veiðiferðum og eru hugleiðingar hans ritaðar af mikilli bersögli. ... f Frá Sjúkrasamlagi Reykjavíkur j r Páll Sigurðsson, tryggingayfirlæknir, hættir ‘ störfum sem heimilislæknir frá næstu áramót ' um. Samlagsmenn sem hafa hann að heimilis- lækni, snúi sér til afgreiðslu samlagsins, sýni íj samlagsskírteini og velji iækni í hans stað. Sjúkrasamlag Reykjavíkur. -1 ______________________________________________j Auglýsing varðandi gin-og klaufaveiki Vegna þess að gin og klaufaveiki hefur náð mikilli útbreiðslu á Stóra-Bretlandi er sam- kvæmt heimild í lögum nr. 11/1928 um varn- ir gegn gin- og klaufaveiki bannaður innflutn , ingur á fóðurvörum þaðan. ; Ennfremur er fyrst um sinn lagt bann við því j að nota matarleifar og sláturafurðir hvers konar til gripafóðurs, sbr. lög nr. 124/1947. , \ Brot gegn banni þessu varðar sektum. Landbúnaðarráðuneytið 12. desember 1967. 13. desember 1S67 - ALþÝÐUBLAÐIÐ J

x

Alþýðublaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.