Alþýðublaðið - 29.12.1967, Qupperneq 1

Alþýðublaðið - 29.12.1967, Qupperneq 1
Föstudagur 29. desember — 48. tbl. 295. tbl. — Verí 7 % Inflúenzu faraldur í Bretlandi SKYNDILEGUR innúenzufarald- ur í Bretlandi hefur nú dregrið að sér athygli Alþjóða heilsuvernd- arstofnunarinnar (WHO). Flest sjúkrahús í Bretíandi eru nú full af sjúkling'ion með inflúenzu og er taliff aff fjöldi þeirra sé um 50 % haerri nú en venjulegt er á þessiun árstíma. Yfirvöld brezku jiárnbrautanna hafa orðið að láta einstakar leið ir falla niður vegna þess, hve inargir jámbrautarstarfsmenn ihafa sýkzt af inflúenzu og brezka flugfélagið BEA hefur tilkynnt, að bagalega margar flugfreyjur þeirra séu rúmliggjandi vegna veikinnar. Heilbrigðismálaráðuneytið hef- ur sagt að WHO hafi framkvæmt rannsóknir á veikinni á svæðinu ikringum Liverpool í Norð-Vestur Englandi. Talsmaður ráðuneytis ins sagði, að fundið hefði verið út, að faraldurinn stafaði af sams konar sýklum og Asíuinflúenzan sem gekk 1957 og 1962. Faraldur þessi hófst í Bretlandi rétt eftir að líkir faraidrar höfðu komið upp í Bandaríkjunum og Dan- mörku. Sjúklingar með inflúenzu, sem lagðir voru inn á sjúkrahús í London voru orðnir 317 í fyrra- dag. — Yfirmenn sjúkrahússins hafa gefið út skipun um að lækn isaðgerðnm, sem ekkj liggi mjög Framhald á 11. siffu. Eggert G. Þorsteinsson sjávarútvegsmálaráðherra, ásamt 4 kunnum uidveíóiskipstjórum og aflamönnum, talið frá vinstri: Árni Gíslason, Gígjnnni RE, sjávarútvegsmálaráðherra, Guðbjörn Þorsteinsson, Þorsteini RE, Eggert Gíslason, Gísla Árna RE, og Þorsteinn Gíslason, Jóni Kjartanssyni RE. Allir þessir menn eru bræffrasynir. Skipstjórar fjölmenntu á fund um hleðslumálín í gær var haldinn fundur aff tílhlutan Hjálmars R. Bárffarsonar, skipaskoðunarstjóra, með síldveiðiskipstjórum um hleðslu fiskvciði skipa. Alþjóða siglingamálastofnunin, IMCO, hefur nýlega sent frá sér sérstaka ályktun varðandi stöðugleika og hleðslu fiskiskipa, en það er í fyrsta skipti, sem á alþjóðavettvangi koma fram rcglur um Stöðugleika fiskiskipa, Alls tóku 63 síldveiðiskipstjórar þátt í fund Inum, en það munu vera yfir 90% starfandi skipstjóra síldveiði- skipa sunnan lands. Fréttamaður Alþýðublaðsins átti stutt viðtal við Hjálmar K. Bárðarson, skipaskoðunarstjóra, á fundinum í Sjómannaskólanum í gær. Sagðj Hjálmar, að tilefni fundarins væri, aff ræða vanda mál varðandi hleðslu og stöðug- ieika fiskiskipa, en um þau væru skoðanir mjög skiptar. Hug myndin með þessum fundi væri NÁDANIRNAR NAFNID TÖMT Aþena 28. desember (ntb-reuter). Náffun grísku herforingjastjórnarinnar á pólitískum föngum mun ekki ná til gríska tónskáldsins Mikis Theodorakis og allt bendir til, aff sómu sögu verði að segja um flesta hinna 2.500 fanga, semj geymdir eru á eyjunum Jaros og Leros. Thcodorakjs er eitt fyrsta fórnardýr nýrra laga, sem gefin voru út í gær og takmarka mjög f jölda þeirra fanga, sem veitt verður frelsi. Eiginkona tónskáldsins sagði fréttamönnum í gærí að manni hennar yrði áfram haldið í fang- elsi, þar sem hann hefur 4 sinn um verið dæmdur fyrir stjórn- málaleg afbrot í samtals 29 mán aða fangelsi. Hafði hún þetta eftir fangelsisstjóra fangelsis þess, sem maður hennar er í. Samkvæmt hinum nýju lögum fær enginn fangi, sem talizt get ur hættulegur stjórn landsins, frelsi, Sama gildir um fanga, sem dæmdir hafa verið til sex mánaða eða lengri fangelsisvist- ar. Lög þessi eru undirrituð af Papadopoulos, forsætisráðherra, fyrir hönd Konstantíns konungs ásamt öffrum meðlimum s,tjórn- arinnar. Hver fangi, sem veitt verður frelsi, fær 5 ára reynslu tíma. Fréttamenn telja, að stjórninn rnuni halda fast fram ákvæðum laga þessara og fjöldi náðaðra fanga muni takmarkast mjög. — Tæplega 100 fangar hafa þeg- ar fengið frelsi. Theodorakis var handtekinn í ágúst og ákærður fvrir að hafa tekið þátt í sam- særi gegn herforingjastjóminni, Ekki er vitað nákvæmlega fyrir hvað Theodorakis var dæmdur. Talið er að þyngzt hafi verið á metunum, að hann móðgaði Frek eriku drottningu og ýmsa for- ingja lögreglunnar. í gær lét stjórnin sjö liðs- foringja segja af sér og er bað liður í hreinsunum, sem farið hafa fram innan hersins síffan Konstantín gerði sína misheppn uðu gagnbyltingartilraun. Nafn Konstantíns hefur nú verið strik að út af lista yfir fólk, sem tek ur þátt í hálíðamessu í dóm- kirkju Aþenu á nýjársdag. bú, að menn skiptust á skoð- unum í þessu efni, sérstaklega til þess að fá fram sjónarmið 6tarfandi síldarsjómanna og fá tillögur þeirra um það, hvað hxæð gera beri viðvíkjaudi hleðslutakmörkunum fiskiskipa. Einmitt síldarsjómenn hefðu langmesta reynslu í þessu efni og væri þvi eðlilegt að sjónar- inið þeirra kæmu fram. Skipa- skoðunarstjóri kvað það mikU- éægt, aff síldeviðiskipstjórar ræddu um hleðslu og stöffugleika fiskiskipa og skiotust á skoffun- um þvi viðvíkjandi, svo að hægt yrði að sjá, hvað unnt væri aff gera til að auka öryggi sjómanna á miðum úti. Hjálmar sagði: „Stöðugleiki skipa er svo háður hleðsluborff inu, að ekki er hægt að tryggja stöðugleikamörk skjpa, nema iniðað væri við einhverja há- markshleðslu. Sérnefnd innan Alþjóða sigl- ingamálastofnunarinnar fjallai’ Um stöðugleika og hleðslu fiski skipa, og hefur hún nú sent frá sér sérstaka ályktun xim hæfileg stöðugleikamörk fiskveiðiskipa‘\ Þessa ályktun kynnti Hjálmar á fundinum i gær í erindi, senx hann nefndi: „Stöðugleiki og hleðsla fiskiskipa'1. Þá flutti Ólaf ur H. Jónsson, starfsmaður Skipa skoðunar ríkisins, erindi um 3l- þjóða hleðslumerkjasamþykktina og útreikning á hleðsluborði (Fri borði). Fundurinn í gær hófst með áðurnefndum erindum. en eftir hádegi hófst dagskráin á því, að skipaskoðunarstjóri sýndi skugga myndir til skýrngar eriiidi sínu, er hann flutti fyrir hádegi. Að því loknu skiptust funclarmenn í Umræðuhópa og ræddu ura örygg ismál sjómanna, stöðuglclka og hleðslu fiskiskipa og svo þau er indi, sem flutt höfðu verið áður á fundinum. Eftir að fundarmenn höfðu rætt þessi mál íiarlega í Umræðuhópum. hófust frjálsar umræður og skilaði hver hópur áliti. Reyndust nokkrai skiptaf skoðanir meðal síldveiðiskip- stjóra, hvað gera þyrffi til að tryggja öryggi skips og skips- hafna. Margir síldveiðiskipstjór- ar tóku til máls og létu álit sitt í ljós. Að fundinum loknum hélt sjáv arútvegsmálaráðherra, Eggert G. Þorsteinsson, þátttakendum fundarins boð í ráðherrabústaffn um. SJÁ SÍDU 3 H.A.B. IDREGIÐ hefur vcrið í Happ- ) clrætti Alþýðublaðsins (desem- ' ber-dráttur) en vegna þess að (skilagrein vantar frá ckkruni ; umboffsmönnum er ekki hæst 1 að birta vinningsnúmcrin fyrr 'en eftir nokkra daga. Happdrætti Alþýðublaðsins. (! r i; !' \ i»

x

Alþýðublaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.